Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2016, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2016, Blaðsíða 16
S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s Eyjafréttir Vikutilboð 13. til 19. júlí 2016 B ir ti st m eð fy ri rv ar a um in ns lá tt ar vi ll ur o g m yn da br en gl SuShi frá osushi Kemur til okkar föstudaga kl. 17.30 Tökum niður pantanir ! ath! Opið aLLa DaGa tiL KL. 21.00 B ir ti st m eð fy ri rv ar a um in ns lá tt ar vi ll ur o g m yn da br en gl Grillmatur í úrvali ! Hin árlega sjö tinda ganga var haldin í Vestmannaeyjum síðastliðinn laugardag í blíðskapar veðri. Gangan hófst klukkan 11.30 við Klaufina þetta árið og voru þáttakendur rúmlega 40. Fyrst var gengið hringinn í kringum Stórhöfða og eftir það var arkað uppá Sæfell, Helgafell, Eldfell og Heimaklett. Á Heimakletti tóku á móti göngugörpunum björgunarsveitarmenn frá Björgunar- félagi Vestmannaeyja og sáu þeir um að allir kæmust heilir á húfi upp og niður. Eftir Heimaklett var gengið upp á Hánna og yfir Molda og Eggjarnar og svo niður Dalfjallið. Einnig voru nokkrir aðilar í göngunni sem fóru upp á Blátind. Alls voru gengnir 16 kílómetrar. Fyrsti göngugarpurinn kom í mark á rúmum þremur klukkustundum og þeir síðustu á um sex klukkustund- um, þannig að hver og einn gekk á sínum hraða og tók sinn tíma í þetta. Að sögn Katrínar Laufeyjar, sem er ein af skippuleggjendum göngunnar fór gangan vel fram og allt gekk eins og í sögu. ,,Við vorum alveg svakalega heppin með veður og það gekk allt eins og það átti að ganga. Þátttaka var góð og það voru allir í skýjunum með daginn. Alls söfnuð- ust um 80.000 krónur en sá peningur rennur til Krabbavarnar í Vestmanna- eyjum.“ Katrín segir að ákveðið hafi verið að halda gönguna á næsta ári á Jónsmessunni, þann 24. júní og en þá á að labba að kvöldi til, en stefnt er að gangan hefjist klukkan 19.00 að ári. ,,Við ákváðum í kjölfar göng- unnar í ár að hafa hana á Jónsmess- unni að ári, eins og hún var í upphafi. Það er ákveðin stemning að ganga að kvöldlagi og því tilvalið að taka það upp aftur á næsta ári. Við bíðum spennt eftir göngunni á næsta ári því þetta er svo skemmtileg hefð sem komin er til að vera hérna í Eyjum.” Katrín vildi að lokum koma á framfæri innilegum þökkum til allra sem tóku þátt í göngunni. ,,Það er svo frábært að ganga á fjöllin hér í Eyjum og þá sérstaklega í svona góðum félagsskap eins og mætti til göngu í ár. Hlökkum til að sjá sem flesta að ári og þökkum fyrir okkur í ár.” Vel heppnuð sjö tinda ganga SædÍS eVa BirGiSdóttir seva@eyjafrettir.is Sara og Rakel Perla á toppi Helgafells. Veðrið lék við göngufólkið á laugardaginn. gevalía kaffi 500 gr verð nú kr 698,- verð áður kr 998,- Hleðsla 250 ml verð nú kr 198,- verð áður kr 255,- Capri sonne 10x200 ml verð nú kr 588,- verð áður kr 698,- maryland kex verð nú kr 95,- verð áður kr 198,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.