Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2016, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2016, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. október 2016 Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 >> Smáauglýsingar Matgæðingur vikunnar Landakirkja Fimmtudagur 13. október Kl. 14.00 Útför Guðnýjar Bjargar Gísladóttur. Kl. 20.00 Æfing Kórs Landakirkju undir stjórn Kitty Kóvács. Kl. 20.00 Opið hús í KFUM og K heimilinu Vestmannabraut. Gengið inn af Fífilgötunni. Föstudagurinn 14. október Kl. 10.00 Foreldramorgun. Athugið að kominn er nýr tími. Allar foreldrar velkomnir með ungviðin. Kl. 14.30 Litlir lærisveinar. Sunnudagur 16. október Kl. 11.00 Sunnudagaskóli með söng, sögu og miklu fjöri, undir dyggri stjórn sr. Guðmundar Arnar Jónssonar og Gísla sem mætir á svæðið með gítarinn. Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Landa- kirkju. Sr. Guðmundur Örn Jónsson prédikar og Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kóvács. Kl. 20.00 Fundur hjá ÆsLand, Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM og K í Vestmannaeyjum. Allir krakkar í 8.-10. bekk velkomir í fjörið. Mánudagur 17. október Kl. 15.30 STÁ (6-8 ára) Í stuði með Guði. Kl. 18.30 12 spora fundur Vina í bata. Byrjendahópur. Kl. 20.00 12 spora fundur Vina í bata. Framhaldshópur. Þriðjudagur 18. október Kl. 10.00 Kaffistofan. Létt spjall um allt og ekkert. Allir velkomnir. Kl. 14.00 Fermingarfræðsla. Kl. 14.00 ETT (11-12 ára) Allir krakkar í 6. og 7. bekk velkomnir. Kl. 20.00 Samvera Kvenfélags Landakirkju í Safnaðarheimilinu. Miðvikudagur 19. október Kl. 10.00 Bænahópurinn með samveru í fundarherbergi Landa- kirkju. Kl. 11.00 Helgistund á Hraun- búðum. Kl. 13.00 Fermingarfræðsla. Kl. 14.25 Fermingarfræðsla. Kl. 16.00 NTT (9-10 ára) Allir krakkar í 4. og 5. bekk velkomnir. Kl. 19.30 OA fundur í Safnaðar- heimilinu. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur kl. 20:00 Biblíu- lestur. Biblíulestrarröð 4:10 Skírn, í umsjón Þórönnu Sigurbergsdóttur. Föstudagur kl. 14:00 Samvera. Sunnudagur kl. 13:00 Samkoma. Guðni Hjálmarsson prédikar. Kaffi og notalegt spjall á eftir. Þriðjudagur kl. 17:15 Samkirkju- leg bænastund. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl. 12:00 Samvera. Allir velkomnir. Eyjamaður vikunnar skellti sér í hlutverk slagverksspilara og lék á bongo- og kongatommur Trommarinn Birgir nielsen spilaði á slagverk með hljómsveitinni Júníus Meyvant um helgina. Birgir endaði tónleikana á að taka upp óvenjulegt hljóðfæri sem kallast rainstick eða stórhöfðann eins og hann er kallaður. Tónleikarnir voru hreint frábærir og vel sóttir. Nafn: Birgir Nielsen Þórsson. Fæðingardagur: 11.02.1974. Fæðingarstaður: Reykjavík. Fjölskylda: Eiginkonan mín Kolbrún Anna og börnin okkar Anton Ingi, Amalia Rut og Birgir junior. Aðaláhugamál: Tónlistin er þar mjög ofarlega, stangveiði og svo finnst mér mjög gaman að ferðast. Uppáhalds matur: Ég er mikill matmaður og hrifinn af öllum íslenskum mat, eins og til dæmis kótelettum í raspi með grænum baunum, sultu og ískaldri mjólk. Versti matur: Það allra versta sem ég hef smakkað var í Glasgow, við vorum í árshátíðarferð og á árshátíðinni var boðið upp á skoskt haggas eða slátur, ég er mjög hrifinn af íslenska slátrinu en þetta er alveg hræðilegt. Þetta endaði þannig að öll árshátíðin var komin á Mc Donalds hinu megin við götuna. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Leirutá á Þingvallarvatni og að horfa í átt að Valhöll er í miklu uppáhaldi og ekki er verra að hafa veiðistöngina við hönd. Vestmannaeyjar og öll hennar náttúra er falleg, ég er mikið náttúrubarn og nærist af henni og svo verð ég að nefna Væley í Danmörku, mjög fallegt þar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Þegar ég bjó í Breiðholti var ég í Leikni og slær Breiðholts-hjartað enn, öll fjöl- skyldan mín er KR en að sjálfsögðu í dag er ég ÍBV-ARI og stend með þeim í öllu. Uppáhalds sjónvarpsefni: Stillimyndin, sem er mjög góð eftir gigg þegar maður þarf að ná sér niður. En þau fáu skipti sem ég horfi á sjónvarp horfi ég á fréttir og veður. Ef Liverpool er að spila og ég hef tíma horfi ég á þá. Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa: Ég og Birgir sonur minn lesum mikið saman um þessar mundir. Hann er sex ára og er því að læra lesa. Uppáhaldsbækunar okkar um þessar mundir eru Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á sér og Palli sem var einn í heiminum. Mælum með þeim. Hefur þú spilað með Júníus Meyvant áður: Já, ég spilaði með þeim á Þjóðhátíð og svo nú um helgina. Kynntist þeim í gegnum foreldra bræðranna og við erum orðnir fínir vinir og aldrei að vita nema ég spili eitthvað meira með þeim. Hvaða hljófæri varstu að spila á tónleikunum: Ég skellti mér í hlutverk slagverksspilara og var að spila á bongo- og kongatommur og ýmislegt fleira svo kom ég þeim á óvart með svokölluðu rainstick sem ég á sem er frá Chile. Þetta er tré sem er innan étið af maurum og eftir stendur rótin sem er hringlaga, inní rótina eru sett fræ og síðan er gripurinn lakkaður og lagaður til. Ég notaði þetta á Eyjatónleikunum í janúar og Kristján Valdimarssson nefndi þetta Stórhöfðann (Stór- höfðastauturinn), þannig hann er komin með gott nafn. Eitthvað að lokum: Öll dýrin í skóginum eiga vera vinir. lögreglumaðurinn Huginn Egilsson er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. „ Ég vil byrja á því að þakka bróður mínum, dr. Dolittle fyrir áskorunina. Èg er með eina uppskrift sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Þetta er uppskrift sem èg fékk að smakka fyrir mörgum árum hjá vini mínu nökkva sveinssyni. Hann notaði í hana skötusel en èg er vanur að nota smálúðu þegar hún fæst..“ Smálúða og smjörsteiktir sveppir Hráefni: 1 kg. smálúðuflök 1 flaska Caj P. kryddolía 1/2 l rjómi 250 gr. sveppir. Aðferð: Smálúðan er skorin í hæfilega bita og steikt í roðinu upp úr Caj P. kryddolíunni. Lúðan tekin til hliðar og rjóma bætt út í kryddolíuna og sósa soðin upp. Smökkuð til með því bæta krydd- olíu út í. Lúðan sett út í aftur og látið malla í 3-4 mín. Borið fram með hrísgrjónum og salati. Boost Þar sem Davíð bróðir vildi uppskrift af einhverju sem ég gæti gefið honum að borða þegar hann kæmi næst í heimsókn þá er ekki annað hægt en að skella inn einni hollustu uppskrift þar sem líkamsástand hans leyfir ekki annað. Gjörðu svo vel Da-víðúr. 250 ml. appelsínusafi 2 cm. engiferrót 1/2 dl. möndlur 1/2 dl. kókosflögur 1 skeið vanilluprótein handfylli af spínati slatti af klaka. Mixa vel í blandara. að lokum ætla ég að skora á matargatið hann nökkva sveins að koma með einhverja girnilega uppskrift. smálúða, smjörsteiktir sveppir & boost Bíll til sölu Skoda Oktovia station, diesel, sjálfskiptur, árgerð 2007, 6 gíra skipting. Mikið endurnýjaður. Upplýsingar í síma 846-6528 Erlingur Til leigu Mjög góð íbúð með húsgögnum og öllu til leigu í vetur. Upplýsingar 898-2466 ------------------------------------------- Eyjafréttir vilja eindregið hvetja brúðhjón til að senda inn mynd til birtingar sem og foreldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is Börn og brúðhjón Dagana 13. - 19. október Minningarkort kvenfélagsins líknar Stefanía Ástvaldsdóttir Hrauntúni 34 / s. 481-2155 Elínborg Jónsdóttir Hraunslóð 2 / s. 481-1828 Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Brimhólabr. 28 / s. 481-3314 Kristín Gunnarsdóttir s. 481-2183 / 861-1483 Rn.0582-4-250355 / Kt. 430269-2919 Allur ágóði rennur í sjúkrahússjóð félagsins Minningarkort kvenfélags landakirkju Svandís Sigurðardóttir Strembugötu 25 / 481-1215 Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 481-2192 /661-9825 Með áletrun og uppsetningu verð aðeins kr: 309.900 Með lukt, áletrun og uppsetningu verð aðeins kr: 303.900 Granítsteinar.is – Helluhrauni 2 – Hafnarfjörður – Sími: 544-5100 Sendum út um allt land að kostnaðarlausu * ** Með áletrun og uppsetningu verð aðeins kr: 239.900 Með áletrun og uppsetningu verð aðeins kr: 119.900 * A uk ah lu ti r á m yn d f yl g ja e kk i. U p p se tn in g m ið as t vi ð h ö fu ð b o rg ar sv æ ð ið . Birgir Nielsen er Eyjamaður vikunnar Huginn Egilsson er matgæðingur vikunnar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.