Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2016, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2016, Blaðsíða 15
15 Jóna Sólveig Elínardóttir, aðjúnkt leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í kosningum þann 29. október næstkomandi. Viðreins er nýtt stjórnmálaafl og segir Jóna Sólveig að Viðreisn standi með og muni berjast fyrir nauðsynlegum kerfisbreytingum í lykilmálaflokkum, sjávarútvegi, landbúnaði og jafnréttismálum. Við berjumst fyrir frjálsu, réttláttu og opnu samfélagi þar sem jafnrétti og stöðugleiki ríkir og þar sem allir sem vilja og geta fá tækifæri til að nýta hæfileika sína til fulls. Hvað var til þess að þú ákvaðst að gefa kost á þér? Ætli áhuginn komi ekki fyrst og fremst til af því að ég er alin upp í Sólheimahjáleigu í Mýrdal – þaðan sem ég hef alltaf haft gott útsýni til Eyja – og þar sem stjórnmál hafa alltaf verið mikið í umræðunni. Þá held ég að það spili líka inn í að alast upp í samfélagi þar sem einstaklingurinn og einstaklings- framtakið skiptir gríðarlega miklu máli. Það skiptir máli að allir leggi sitt af mörkum og ég er í stjórn- málum til að gera það, segir Jóna Sólveig. Hvaða málefni brenna helst á þér og hvað er það sem þú mundir vilja koma í gegn ef þú ferð inn á þing? Framþróun verður ekki án breyt- inga. Ég brenn mjög fyrir þeim jákvæðu kerfisbreytingum sem Viðreisn talar fyrir, m.a. í sjávarút- vegsmálum en líka í jafnréttis- og landbúnaðarmálum. Varðandi sjávarútvegsmálin þá tölum við fyrir markaðslausn í sjávarútvegi. Sú leið felur í sér að árlega fer ákveðið hlutfall veiði- heimilda, t.d. 3% til 8%, á markað. Tekjur ríkisins ráðast þannig ekki af því hvaða flokkar eru í ríkisstjórn heldur af markaðsaðstæðum á hverjum tíma. Þannig er tryggt að sanngjarnt afgjald fáist fyrir aðgang að auðlindinni. Útgerðaraðilar fá þá 92% til 97% af því sem þeir höfðu rétt á að veiða árið áður án endurgjalds. Ágóðinn af sölunni færi síðan í sérstakan innviðauppbyggingarsjóð á því landssvæði sem kvótinn kemur af. Þannig gengur afgjaldið til uppbyggingar vítt og breitt um landið. Þannig getum við skapað langþráða sátt um greinina, lausn sem tryggir stöðugleika til fram- búðar, um leið og þjóðin öll fær að njóta góðs af þeim arði sem greinin skilar. Þá skiptir mig miklu máli að Viðreisn er flokkur sem er tilbúinn að berjast fyrir jafnrétti og sýna það í verki. Við ætlum að uppræta kynbundinn launamun og nota til þess tæki á borð við jafnlaunastaðal og jafnlaunavottun. Þá ætlum við að ná fram minnst 40/60 kynjahlutfalli í stjórnunar- stöðum hjá hinu opinbera á næstu tveimur kjörtímabilum, með því einfaldlega að nýta jafnréttislög með jákvæðum hætti við nýráðn- ingar og skipun í störf. Dómstólar eiga líka að falla undir þessi viðmið. Þá er mikilvægt að endurreisa fæðingarorlofskerfið til að tryggja að foreldrar verði fyrir sem minnstu tekjutapi í fæðingaror- lofi en þar er fyrsta skrefið að hækka tekjuþakið. Við munum einnig berjast gegn kynbundnu ofbeldi, og viljum t.a.m. að hrelliklám verði skilgreint í hegningarlögum. Samgöngumál eru mér líka mjög hugleikin auk þess sem ég vil að þjóðin fái að segja hug sinn um það í kosningum hvort halda eigi áfram með aðildarviðræður Íslands og ESB. Nú er enginn Vestmanneyingur á lista hjá ykkur í Suðurkjördæmi, hvernig ætli þið að ná til þeirra? Meginmálið er að fólk, og fram- bjóðendur allir, skilji þær áskoranir sem blasa við Eyjamönnum í ykkar daglega lífi. Við sjáum öll að samgöngumálin í Eyjum þarf að laga strax. Það sama gildir um aðgang að heilbrigðisþjónustu. Þetta eru hrein og klár réttlætismál sem snerta alla. Ég hlakka til að koma til Vestmannaeyja núna í aðdraganda kosninganna, hlusta á það sem brennur á Vestmannaeying- um, segja frá stefnumálum Viðreisnar og taka samtalið. Nú eru heilbrigðismál í Vestmanna- eyjum ekki eins og best er á kosið? Hvað mundir þú vilja sjá vera gert í þeim málum? Fæðingarþjónustan, sjúkraflug og það öryggi sem mundi fylgja því að halda úti skurðstofu eins og var alltaf. Gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu er gríðarmikilvægt öryggismál. Samgöngumál eru lykilatriði hér en það verður að stytta þann tíma sem tekur að koma bráðveikum með hraði á spítala og við erum tilbúin að skoða allar leiðir í því, t.d. þyrluflug. Þá sjáum við fyrir okkur aukna samvinnu milli sjúkrastofn- ana. Eitt af því sem vert væri að skoða er hvort haga mætti því svo að hluti af starfsskyldu sérfræðilækna á Landspítalanum, s.s. hjá skurðlækn- um, verði að sinna þjónustu á landsbyggðinni. Mér finnst að það eigi að auka frelsi sveitarfélaga til að ráðstafa og forgangsraða fjármagni á sviði heilbrigðismála þannig að það þjóni fólki á þeirra svæði sem best. Langlundargeð Eyjamanna rannsóknarefni Samgöngumál í Vestmannaeyjum eru ekki góð, hvorki á sjó né á lofti, flugfargjöld alltof dýr og við þurfum að sigla í Þorlákshöfn minnst hálft árið, sem snertir Eyjamenn alla, atvinnurekstur og þjónustu mikið. Hvað viltu sjá gert í þessum málum? Ástandið er algerlega óásættanlegt og langlundargeð Eyjamanna í raun merkilegt og rannsóknarefni í sjálfu sér. Það er algjörlega klárt mál að það verður að tryggja góðar samgöngur við Eyjar. Það er ekki bara öryggisatriði fyrir Vestmanna- eyinga og þá sem sækja þá heim heldur snýst það um lífsviðurværi fólks sem er að vinna gríðarlega mikilvægt uppbyggingar- og þróunarstarf í ferðaþjónustu og treystir á að ferðamenn komist til og frá Eyjum. Og svo má ekki gleyma mikilvægi Herjólfs í fiskflutningum. Ég tek þess vegna undir með Elliða Vignissyni, bæjarstjóra, að það sé eðlilegt að Eyjamenn eigi aðkomu að við- ræðum um rekstur nýrrar Vest- mannaeyjaferju. Og almennt talað finnst mér að það eigi að færa völd eins mikið og hægt er til sveitar- félaganna, nær fólkinu, þannig að þau geti forgangsraðað eins og þeim finnst best. :: Jóna Sólveig leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi :: Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is yfirgnæfandi hluti landsmanna kristinnar trúar t.d. í Þjóðkirkjunni. Þróunin er þannig, víða í Norður Ameríku og Evrópu að fólk er orðið meðvitaðra um sína trúarafstöðu og mig minnir að ég hafi heyrt það einhvers staðar að fólk sem skráir sig úr Þjóðkirkjunni skráir sig oftast í aðra kristna söfnuði, ekki endilega utan trúfélaga. Eiginlega má leiða að því lyktum að þeir sem skrá sig utan trúfélaga séu meðvitaðir um trúarafstöðu sína því trúleysi er trúarafstaða líka. En þessi trúarkraftur býr í öllum mönnum sama hvort þeir halda öðru fram. Sá sem er mjög meðvitaður um trúleysi er með mjög mótaða trúarafstöðu. Trúarþörf mannsins sem slík er því ekki á undanhaldi þó skráningar- fjöldi í Þjóðkirkjuna fer minnkandi, maður er alveg meðvitaður um það.“ Er það fyllilega óverð- skuldað? „Vissulega hefur ýmislegt farið úrskeiðis í Þjóðkirkjunni alveg eins og í öðrum söfnuðum,“ segir Viðar. Kristin trú ákaflega mikilvæg Davíð Þór Jónsson, kollegi þinn, hefur talað fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju í mörg ár, hvaða skoðun hefur þú á málinu? „Ég hef ekki mótað mér almennilega skoðun á því en það er búið að vera lands- lagið síðustu ár,“ svarar Viðar. Hversu mikilvæg er kristin trú fyrir samfélagið? „Ákaflega mikilvæg. Ef trúin hefur ekki efa þá er hún eiginlega ekki trú. Það er í eðli trúarbragða að maður efist stundum og velti vöngum yfir henni, það er einmitt mikilvægt fyrir þroska manneskunnar, þ.e. að efast um guðdóminn. Ég held t.d. að trú sé mikilvæg fyrir þroska barna og það hefur sýnt sig í rannsóknum að þeir sem hafa trú að einhverju leyti þeir glíma betur við áföll heldur en aðrir, t.d. ástvina- missir. Kristinn boðskapur hefur verið eins í 2000 ár sem er eiginlega hægt að súmmera upp í orðunum „vertu óhræddur, Guð er með þér“ og það er þetta óttaleysi sem mér finnst svo heillandi við boðun kristinnar trúar af því við höfum ekkert að óttast. Að sjálfsögðu óttumst við hitt og þetta í lífinu en Guð er alltaf með okkur og fært ótta okkar á Guð, þ.e. ekki tengja Guð við ótta heldur biðja hann um að hjálpa okkur að óttast ekki,“ segir Viðar. Eigum sem samfélag að taka öllum opnum örmum En nú óttast fólk samt töluvert í dag og er ég þá að tala um háværan hóp, hvort sem hann er fjölmennur eða fámennur. Svokölluð Íslamó- fóbía hefur skotið rótum víða og er Ísland engin undantekning. Hver er þín tilfinning gagnvart þessu fyrirbæri? Er þetta ekki áhyggju- efni? „Auðvitað er það áhyggjuefni. Kristur tekur öllum opnum örmum og þess vegna eigum við sem samfélag að taka öllum opnum örmum. Ég hef t.d. reynslu af því úr sveitinni að við fengum útlendinga í vinnu hjá okkur og þetta er bara besta fólk, bara eins og ég og þú. Eini munurinn er að það kemur úr öðru landi, svo eru náttúrulega siðir og hefðir sem eru eitthvað öðruvísi en okkar. Að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur af því að svona ótti sé að færast í aukana. Kirkjan hefur verið mjög ötul við það síðasta árið að reyna sporna gegn þessu, t.d. í predikun og þá gjarnan fyrir málefnum hælisleitenda.“ Mættu prestar vera sýnilegri í þessari baráttu? „Án þess að ég tali fyrir hönd kirkjunnar allrar þá held ég að við megum alveg vera það og halda áfram að tala fyrir málefnum hælisleitenda. Kirkjan á að láta sig samfélagsleg mál varða og mér finnst hún hafa verið sýnileg varðandi þessi tilteknu mál og það er gott. Sumt fólk er með fastmót- aðar skoðanir og það er erfitt að breyta því hvort sem að maður er prestur eða eitthvað annað, eina sem við getum gert er að boða það sem við teljum satt og rétt,“ segir Viðar. Brenn fyrir jákvæðum kerfisbreytingum í sjávar- útvegs, jafnréttis- og landbúnaðarmálum :: Samgöngumál eru mér hugleikin :: Þjóðin fái að segja hug sinn um hvort halda eigi áfram með aðildarviðræður Íslands og ESB :: Jóna Sólveig Elínardóttir. Boðaslóð 12 | 481-3939 Breyttur opnunartími Vikuna 17. - 21. októBer mánudaginn 17. okt 14:00 - 22:00 Þriðjudaginn 18. okt 16:00 - 22:00 miðVikudaginn 19.okt 16:00 - 22:00 fimmtudaginn 20.okt 10:00 - 22:00 föstudaginn 21.okt 10:00 - 22:00 nÝ sen ding af rafret tum og Vök Vum! Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. október 2016

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.