Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2016, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2016, Blaðsíða 12
„Það er mjög spennandi að fá tækifæri til að taka við nýju skipi,“ segir Magnús Ríkharðs- son, skipstjóri sem lengi hefur stýrt Drangavík en er nú að taka við Breka VE, nýju skipi VSV sem verið er að smíða í Kína. Gerir hann ráð fyrir að skipið verði afhent fljótlega á nýju ári. „Breki er öflugt og kröftugt skip og þar verður allt það nýjasta í fiskleitar- og siglingatækjum. Það er verið að fara nýja leið með stórri þriggja blaða skrúfu sem skilar sér í meiri togkrafti og minni eldsneyt- iseyðslu.“ Breki er hannaður til veiða með tvær vörpur í einu. „Það eru þrjár togvindur og miðast allt við veiðar með tveimur trollum sem er ekki nýtt. Það sem er nýtt er að við erum með fullkomið asdic sem ekki þekkist í togskipum.“ Um borð verða 15 kallar og er hugmyndin að koma á skiptikerfi. „Það á eftir að útfæra það og við eigum eftir að sjá hvernig áhöfnin vill hafa þetta og hvað hver vill róa mikið,“ segir Magnús. Þá á eftir að sigla Breka VE til Vestmannaeyja frá Weihai í Kína. „Siglingin tekur 45 til 52 daga og fer eftir því hvort við förum um Miðjarðarhafið og Súeskurðinn eða Kyrrahafið og gegnum Panama- skurðinn sem er lengri leið. Það fer eftir ástandi í heiminum hvor leiðin verður farin. Þriðji möguleikinn er norð-austurleiðin norður fyrir Rússland en hún er aðeins opin yfir sumarið sem er of seint fyrir okkur.“ Magnús var með vegalengdirnar í kollinum, Kyrrahafsleiðin er 12.900 mílur, Miðjarðarhafsleiðin 11.300 og NA-leiðin um 8.000. Gunnvör á Ísafirði er að láta smíða samskonar skip, Pál Pálsson ÍS sem verður tilbúinn um leið. „Við stefnum að því að hafa samflot sem gerir þetta léttara,“ sagði Magnús sem nú sólar sig á Tenerife. Breki var sjósettur 19. apríl í Huanghai skipasmíðastöðinni í Rongcheng í Kína. Breki er 50,7 metrar að lengd og 12,8 metra breiður. Vegna nýstárlegrar hönnunar á skrokkum skipanna og mun stærri skrúfu heldur en nú tíðkast á þessari stærð skipa er áætlað að það hafi um 60% meiri veiðigetu en þau skip sem leyst eru af hólmi án þess að eyða meiri olíu. Þetta birtist á mbl.is. Aðalvél, gír og ásrafal hefur verið komið fyrir. Það var gert áður en vélarrúminu var lokað í samsetningu blokkanna. Aðalvélin er staðsett ofan í kjölnum og vélarrúmið er í raun á tveimur hæðum. Þetta er gert til að hámarka aðstreymi að skrúfunni. :: Magnús tekur við Breka :: Hvað hefur þú starfað lengi hjá VSV? Ég hef verið í tíu ár í bræðslunni. Hvernig líkar þér vinnan? Mér líkar hún bara mjög vel. Í hverju felst vinnan dags daglega? Ég sé um sjóðarana, olíukatlana og pressurnar þegar það er vinnsla, þess á milli er bara almennt viðhald, halda tækjunum í standi. Er góður andi á vinnustaðnum? Alveg hreint frábær. Hafa orðið einhverjar umbætur á vinnuaðstöðunni síðustu ár? Það eru allavega komin ný niðurföll. Annað hefur lítið breyst, þetta bara virkar. Eitthvað að lokum? Það væri gott að fá þvottavél og þurrkara hingað í bræðsluna. Hvað hefur þú unnið lengi hjá VSV og hvað hefur þú verið lengi til sjós? Það verða 16 ár um áramótin sem ég hef verið hjá Vinnslustöðinni en í heildina hef ég verið í um 52 ár til sjós. Á hvaða bátum hefur þú verið? Það eru svo margir. En þeir helstu sem ég hef verið á eru Börkur og Blængur sem gerðir voru út frá Neskaupstað en hér í Eyjum er hægt að nefna Guðjón, Gandí, litlu Kap, gamla Ísleif, Sighvat og nú síðast Ísleif nýja. Hvernig líkar þér við nýja skipið og áhöfnina? Bara vel, Þetta er gott sjóskip og áhöfnin hin fínasta. Er framtíðin björt frá þínum bæjardyrum séð? Hún er bara ágætlega björt, það fer að styttist í starfslok hjá mér, ég á um eitt og hálft eftir á vinnumark- aði. Eftir það reyni ég bara að njóta lífsins. Áttu þér eitthvað eftirminni- legasta augnablik? Nei, ekkert eitt, þau eru öll eftirminnileg fyrir mér. Eitthvað að lokum? Ég vil óska Vinnslustöðinni alls hins besta um ókomin ár. Hvað hefur þú starfar lengi fyrir Vinnslustöðina? Ég hef verið hér í 21 ár. Hvert er þitt hlutverk hjá fyrir- tækinu? Ég er flokksstjóri í lausfrystingu og í uppsjávarvinnsl- unni. Hvernig líkar þér vinnan? Er góður mórall? Mér líkar vinnan bara mjög vel og mórallinn er bara fínn. Ertu spennt fyrir nýju uppsjávar- vinnslunni? Já, þetta er flott. Vinnan felst meira í eftirliti og mun því ekki vera jafn líkamlega krefjandi og hún hefur áður verið. Eitthvað að lokum? Þetta er bara allt upp á við. :: Ingigerður Guðrún Helga- dóttir :: :: Helgi Geir Valdimarsson skipstjóri á Ísleifi :: :: Ágúst Sævar Einarsson sjóðaramaður í bræðslunni :: Spennandi að taka við nýju skipi Magnús inn í skrúfuhring á nýjum Breka. Magnús Ríkharðsson Andrea Atladóttir Andrea Elín Atladóttir, dóttir Atla Aðalsteinssonar og Lilju Hönnu Baldursdóttur, og á börnin Agnesi, Bríeti og Jason. „Ég lauk stúdents- prófi frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og reyndar líka sem Senior frá Golden West Highschool eftir skiptinemaár í Kaliforníu og lauk svo Candidats- prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1997. Ég starfaði að loknu háskólanámi sem lánasér- fræðingur hjá Íslandsbanka þar til ég hóf störf hjá Vinnslustöðinni árið 2001 sem fjármálastjóri. Fyrst um sinn var starfið meira í átt við skrifstofustjórnun þar sem utanum- hald var yfir bókhald, uppgjör, útflutning o.fl. en síðar þróaðist starfið út í meiri fjármálastýringu ásamt þátttöku í framkvæmdaráði félagsins. Í dag sinni ég öllum þeim störfum sem felast í fjármála- stýringu ásamt því m.a. að bera ábyrgð á bókhaldi, uppgjörum, ársreikningum og svo áhættustýr- ingu sölumála,“ segir Andrea. Hún segir að Vinnslustöðin hafi vaxið mikið og breyst frá aldamót- um. „Þegar ég kom hér fyrst til starfa vorum við um 12 manns á skrifstofunni er starfsmannafjöldinn hefur tvöfaldast á þessum tíma. Þessi mikla fjölgun á starfsfólki hefur komið að mestu leyti til vegna þess að sölustefnu félagsins var breytt. Fram til 2003 eða 2004 voru afurðir að mestu seldar frá fram- leiðsludyrum til SÍF og vissum við í raun mjög lítið um kaupendur úti í heimi og hvað þá endanlega neytendur. Nú seljum við afurðir okkar sjálf og markaðir okkar eru um allan heim svo að segja. Við erum með söluskrifstofur í Þýskalandi, Portúgal, Rússlandi, Frakklandi og í Hollandi, sem vinnur fyrir Asíumarkað ásamt því að vera með söluskrifstofu í Finnlandi fyrir dótturfélagið Marhólma. Þessi breyting felur í sér mikið utanumhald um sölumál, birgðir, viðskiptavini o.s.frv. Við reynum að vinna þessa vinnu skynsamlega og högum okkur örlítið eins og banki við að meta kaupendur og áhættur þeim tengdum. Þessi vinna sem við vinnum í dag var unnin af fólki í fyrirtækjum á höfuðborgar- svæðinu hér áður fyrr,“ segir Andrea og er meira en sátt við að starfa hjá Vinnslustöðinni. „Að mínu mati er ég í óskaplega skemmtilegu starfi með frábæru fólki, sem sýnir sig helst í því að ég hef ávallt hafnað öðrum atvinnutil- boðum sem mér hafa borist. Þegar ég hef hugsað mig í gegnum málin stendur þetta núverandi starf mitt ávallt upp úr í samanburði við önnur. Amma mín sáluga fékk algert áfall á sínum tíma þegar ég hætti í bankanum til að fara að vinna í Vinnslustöðinni, þar væri ég að fara ansi mikið niður á við og svo væri svo vond lykt þar. En sjávarútveg- urinn er ótrúlega skemmtileg grein að starfa í með miklum mögu- leikum og mikilli fjölbreytni og það er ekki alltaf vond lykt. Atvinnu- greinin er yfir höfuð mjög lifandi og skemmtileg þ.e. þegar hún fær frið fyrir pólitíkinni. Skrifstofa Vinnslustöðvarinnar hef á að skipa frábæru starfsfólki með hæfilegri blöndu í aldri og kyni. Við erum nokkuð mörg en samt passlega mönnuð þannig að við náum vel saman sem hópur og geta kaffitímar verið líflegir hjá okkur.“ Andrea segist ekki sjá annað en að framtíðin sé björt fyrir Vinnslu- stöðina ef vel er áfram haldið á spöðunum og hún fær frið til að starfa og borga sína skatta og skyldur eins og hún hefur alltaf gert. „Þetta hefur verið stærsti vinnuveitandi Eyjanna og oft á tíðum eru greiddir hér út yfir 500 launaseðlar á vertíðum. Við viljum halda áfram að vera þessi stoð í atvinnulífi Eyjanna þrátt fyrir framþróun í tækni með augljósum breytingum í þörfum á mannshönd- inni,“ segir Andrea að endingu. Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is :: Andrea Elín Atladóttir, fjármálastjóri :: VSV er stærsti vinnuveitandi Eyjanna :: Oft á tíðum eru greiddir hér út yfir 500 launaseðlar á vertíðum :: Viljum halda áfram að vera þessi stoð í atvinnulífi Eyjanna þrátt fyrir framþróun í tækni með augljósum breytingum í þörfum á mannshönd- inni ::

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.