Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2016, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2016, Blaðsíða 19
19Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. október 2016 ÍþróttIr u m S j Ó n : Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Handbolti | Olísdeild karla :: Grótta 18:26 ÍBV :: Teddi markahæstur með ellefu mörk Daníel Örn Griffin skorar hér mark gegn Akureyringum. Páll Þorvaldur Hjarðar Páll Þorvaldur Hjarðar, fyrrum leikmaður ÍBV, var í lok síðustu viku skipaður formaður knatt- spyrnuráðs karla en hann tekur við af Óskari Erni Ólafssyni sem hefur gegnt starfinu síðustu ár. Í kjölfarið var nýtt knattspyrnuráð skipað en í því sitja þeir Magnús Elíasson, Magnús Steindórsson, Haraldur Pálsson, Haraldur Bergvinsson og Kristján Georgsson. Ekki náðist í Pál og Óskar Örn við vinnslu þessarar fréttar. ÍBV komst tímabundið í efsta sæti Olís-deildarinnar þegar þeir sigruðu Gróttu 26:18 síðastliðinn fimmtu- dag. Grótta hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddi leikinn með einu marki þegar gengið var til búnings- herbergja, 12:11. Þegar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik jafnaði Grétar Eyþórsson metin eftir hraðaupphlaup og ekki löngu síðar var Theodór Sigurbjörnsson búinn að koma ÍBV yfir í fyrsta skiptið frá því í stöðunni 3:4. Gróttumenn náðu hins vegar að rétta úr kútnum og ná forystunni á nýjan leik en hún dugði skammt því við tók fimmtán mínútna kafli þar sem Eyjamenn skoruðu tíu mörk í röð og staðan orðin 16:24 þegar fjórar mínútur lifðu leiks. Það kom síðan í hlut Nökkva Dans Elliða- sonar að brjóta ísinn fyrir Gróttu en það var alltof seint í rassinn gripið og niðurstaðan átta marka sigur ÍBV 26:18. Eins og svo oft áður var Theodór Sigurbjörnsson markahæstur með ellefu mörk, Sigurbergur Sveinsson kom þar næstur með átta. Kolbeinn Arnarsson varði tólf skot í markinu. Páll Hjarðar nýr formaður knattspyrnu- deildar karla Kaffið verður haldið í Kviku Félagsheimilinu við Heiðarveg á 3. hæð Þriðjudaginn 18. október kl.17.00 Fyrirlesari að þessu sinni verður Hrefna Brynja Iðjuþjálfi. Hún hefur unnið með hugmyndafræðina sem leggur áherslu á að endurvekja lífsneistann hjá fólki með heilabilun. Kaffi og meðlæti verður á sínum stað Alzheimer – Stuðningsfélag Vestmannaeyjum Aðgangseyrir 500 kr. Alzheimer kaffi SAMVERA | FRÆÐSLA | SKEMMTUN Fjárbændur í Elliðaey smöluðu fé sínu fyrir skömmu og sprautuðu líflömbin og ærnar. Farið var á Lubbu út í Eyjuna til að ná í hin lömbin ásamt hrútunum. Guðni Hjörleifsson, fjallkóngur stjórnaði smöluninni og vinnunni við að koma fénu í tuðruna hans Kidda, sem sá um að flyta það í trillurnar Lubbu og Ugga. Pétur Steingrímsson hafði það vonda verk að standa neðst í röðinni og lyfta lömbunum út í tuðruna. Atlantshafið þandist upp og seig aftur niður, þegar það var uppi var Pétur í sjó upp undir hné og því blautur, en eins og vænta mátti leysti hann það verk vel af hendi. Ágúst P. Óskarsson var skipstjóri á Lubbu og Haukur á Reykjum var skipstjóri á Ugga. MYND: Óskar Pétur. Framundan Fimmtudagurinn 13. október Kl. 18:30 ÍBV-Valur Olís-deild karla Laugardagurinn 15. október Kl. 15:00 Stjarnan-ÍBV Olís-deild kvenna Fimmtudagurinn 20. október Kl. 18:30 ÍBV-Afturelding Olís-deild karla Laugardagurinn 22. október Kl. 13:30 ÍBV-Haukar Olís-deild kvenna Fimmtudagurinn 27. október Kl. 18:30 Selfoss-ÍBV Olís-deild karla Laugardagurinn 29. október Kl. 15:00 Fram-ÍBV Olís-deild kvenna Fram 4 3 1 0 101 7 Valur 4 3 0 1 102 6 Haukar 4 3 0 1 91 6 ÍBV 4 3 0 1 121 6 Stjarnan 4 2 1 1 99 5 Grótta 4 1 0 3 100 2 Selfoss 4 0 0 4 101 0 Fylkir 4 0 0 4 68 0 Olísdeild kvenna Afturelding 6 5 0 1 172 10 ÍBV 6 4 1 1 171 9 Grótta 6 3 1 2 141 7 Selfoss 6 3 0 3 191 6 Stjarnan 6 2 2 2 137 6 Valur 6 3 0 3 151 6 FH 6 2 1 3 168 5 Fram 6 2 1 3 174 5 Haukar 6 2 0 4 179 4 Akureyri 6 1 0 5 149 2 Olísdeild karla

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.