Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2016, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2016, Blaðsíða 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 9. nóvember 2016 Safnahelgin hefur verið árlegur viðburður í Vestmannaeyjum svo lengi sem elstu menn muna og voru Kristín Jóhannsdóttir og Ásgeir Sigurvinsson forkólfarnir að því að koma henni á laggirnar. Fyrir tæpum áratug tóku samtök safna, setra og sýninga hugmyndina upp á sína arma og fóru að bjóða upp á Safnahelgi á Suðurlandi. Í ár var sú Safnahelgi slegin af, samkvæmt heimildum vegna óánægju með að staða menningarfulltrúa Suðurlands var lögð niður. En Safnahelgin í Vestmannaeyjum hélt hins vegar sínu striki eins og áður og hefur sjaldan verið fjölbreyttari. Dagskráin hófst formlega í Stafkirkjunni eins og hefur verið frá upphafi með setningu Sigrúnar Ingu Sigurgeirs- dóttur formanns sóknarnefndar Landakirkju og ávarpi Kristínar Jóhannsdóttur sem fór yfir helstu liði dagskrárinnar framundan. Þá tók tríóið Eldar, sem í sitja Birgir Nielsen trommur, Kristinn Jónsson bassa og Arnfinnur Friðriksson á nikkuna. Þeir fluttu jazzútgáfur af þekktum Eyjalögum og var hrein unun að hlýða á túlkun þeirra. Það hefðu sannarlega mátt fleiri vera á þessari dagskrá. Þjófstart Fyrir setninguna í Stafkirkjunni hafði verið þjófstartað í Safnahús- inu en þar á bæ var á fimmtudeg- inum boðið upp á frábæra mynda- sýningu úr safni Gísla J. Johnsen þar sem ljósmyndir frá bláupphafi 20. aldar voru sýndar. Fram kom í ávarpi Kára Bjarnason forstöðu- manns að safn Gísla hafi nýverið verið afhent Safnahúsi og að myndasýningin sé ein viðleitnin í því að miðla þeirri dýrmætu gjöf til bæjabúa. Það var vel mætt á þennan dagskrárlið en þó voru margir sem ekki áttu heimangengt og því hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn á morgun, fimmtudag kl. 17:15 í húsnæði Visku að Strandvegi 50. Sannarlega gaman þegar svona mikil eftirspurn er eftir einstökum dagskrám. Um kvöldið kom fyrsti rithöf- undurinn í heimsókn, Ármann Reynisson, með enn eina vinjettuna sína, þá sextándu í röðinni. Orðið vinjetta vísar til franska orðsins vigne sem merkir lifandi eða litrík lýsing og fangar það einkar vel inntak vinjetta Ármanns þar sem stuttar litríkar frásagnir hans fanga andartakið eins og ljóð eða knappur prósi. Þessi síðasta bók í flokk hans inniheldur margar frásagnir tengdar Vestmannaeyjum og voru þær kynntar og lesnar upp af Ármanni og nokkrum þátttakenda. Því miður voru ekki margir sem mættu á þessa notalegu kvöldskemmtun en þeir sem komu skemmtu sér vel. Unga fólkið vildi sjá Hugleik Að lokinni formlegri setningu opnaði Hugleikur Dagsson sýningu sína WHERE´S GOD í Einarsstofu í Safnahúsi og var fjölmenni við opnunina. Sérstaklega tók blaða- maður eftir því að yngra fólk var áberandi í hópnum, ekki síst yngri strákar. Um kvöldið var boðið til veislu í Eldheimum þar sem Árni Þórarinsson og Páll Kr. Pálsson kynntu og lásu úr nýjum bókum sínum og bandið Plan B með Þórarinn Ólason í broddi fylkingar kom inn fyrir Helgu og Arnór vegna veikinda Helgu. Sem betur fer er góðar fréttir af Helgu og stefna hjónin að því að bjóða upp á dagskrána fljótlega á nýju ári. Páll reið á vaðið og kynnti nýju bókina sína, Ósk, sem fjallar um mann sem fæðist í röngum líkama. Þegar hann veikist alvarlega þarf hann að horfast í augu við þennan nýja veruleika sinn og þá kviknar hjá honum löngun til að börnin hans viti hver hann er. En þau eru of ung og hann skrifar sig því til þeirra þannig að þau geti síðar kynnst honum enda þótt hann væri ekki lengur. Bók Árna ber heitið 13 dagar og er enn ein spennubókin með Einar blaðamann. Það sem Árni las upp úr bókinni vakti góð fyrirheit enda Árni einn þekktasti spennusagna höfundur landsins og gaman að heyra af endurkomu Einars blaðamanns, en Árni hafði eins og hann orðaði það sjálfur haldið framhjá honum með síðustu bókinni sinni. Mætingin var góð og allir virtust skemmta sér hið besta. Á laugardeginum var aftur boðið upp á frábæra dagskrá í Safnahús- inu er bókaforlagið Sögur kynnti útgáfustarfsemi sína og nokkrir af helstu rithöfundum forlagsins :: Fjölbreytt Safnahelgi 2016 :: Rithöfundar lásu upp :: Sýningar og tónlist :: Náðu að setja saman enn eina skemmtilega helgi þar sem söfnin skörtuðu sínu fegursta Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Skáldmennin í Einarsstofu, Stefán Máni, Orri og Bjartmar ásamt Tómasi Hermannssyni útgefanda. Sagnakvöld með Ármanni Reynissyni. Kári, Kristín, Helga og Ómar lásu öll upp úr nýju bókinni ásamt höfundi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.