Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2016, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2016, Blaðsíða 9
9Eyjafréttir / Miðvikudagur 9. nóvember 2016 kynntu og lásu úr nýjum bókum sínum. Það var skemmtilega til fundið hjá starfsmönnum Safnahúss að opna þannig dyrnar fyrir eintök útgáfufélög og eins og Kári sagði í sinni kynningu ekki verra að forstjórinn væri barnabarn sjálfs Árna úr Eyjum. Bætti Kári því við að Tómas hefði verið með í för er afkomendur Árna úr Eyjum hefðu afhent Safnahúsi handrit Árna og væri þar í mikið af merkilegum kveðskap, sögum og fleiru sem e.t.v. væri ástæða til að gefa út í samvinnu við útgáfuna. Barnabarn Árna úr Eyjum mætti með þrjá rithöfunda Tómas Hermannsson Árnasonar kynnti því næst útgáfustarfsemi sína og tók vel í hugmynd Kára um sýnisbók Árna úr Eyjum sem vonandi verður að veruleika síðar. Tómas fjallaði síðan um þremen- ingana sem stigu stokk hver á fætur öðrum: Stefán Máni, Orri Harðar- son og Bjartmar Guðlaugsson sem ekki þurfti nú langrar kynningar við í Vestmannaeyjum. Rithöfundarnir gerðu því næst grein fyrir bókum sínum og lásu upp úr þeim. Bók Stefáns Mána ber heitið Svarti galdur og eins og í bók Árna Þórarinssonar höfum við séð aðalpersónunni bregða fyrir áður í fyrri bókum. Hörður Grímsson frá Súðavík er að feta sín fyrstu spor sem lögreglumaður í Reykjavík og eins og í fyrri bókum Stefáns Mána er það enginn hversdagsheimur sem bíður hans. Orri Harðarson er tiltölulega nýr á rithöfundavellinum og bók hans Endurfundir er hans önnur bók. Bókin fjallar um Ágúst Bergsson sem heldur heim á Akranes þar sem við fylgjum honum eftir í viðleitni hans við að fóta sig í tilverunni. Sá kafli bókarinnar sem Orri las bar vott um næmi höfundar til að segja frá á áreynslulausan hátt og með skemmtilegri frásagnagleði og það verður gaman að fylgjast með frekari afrekum þessa höfundar. Síðastur á sviðið í Safnahúsinu að þessu sinni var Bjartmar Guðlaugs- son en hann sagði frá nýútkominni sjálfsævisögu sinni Þannig týnist tíminn. Fyrir alla Eyjabúa er þessi bók nauðsynjaeign. Þarna opnuðust eins og fyrir töfra löngu gleymdir tímar og horfnir einstaklingar stukku alskapaður út úr sögunni eins og þeir hefðu aldrei farið neitt. Ógleymanleg stund og hápunktur þessarar dagskrár að mati blaða- manns. Um kvöldið kom Bjartmar fram í Alþýðuhúsinu og þá var eins og hann hefði sjálfur yngst um mörg ár, stuðið á karlinum var ótrúlegt og gaman að sjá ólíkar kynslóðir syngja með honum sömu textana af sömu innlifun. Bjartmar er sannarlega brú milli kynslóða og man tímanna tvenna hér í Eyjum. Börnin fengu sinn skammt Í Sæheimum var boðið upp á bráðskemmtilega sýningu þar sem börn sem hafa komið í pysjueftir- litið voru sýnd á myndum. Afskap- lega vel heppnuð sýning og gaman að sjá hversu margir litu við um helgina. Lúðrasveitin hélt sína árlegu styrktartónleika á Safnahelgi eins og undanfarin ár en að ósekju hefðu mátt vera fleiri á tónleikunum. Jarl Sigurgeirsson sem sér um sveitina að þessu sinni heldur vel utan um sveitina og hún virðist bara batna með hverju árinu. Eini skýjabletturinn á þessari sólríku Safnahelgi var að Illugi Jökulsson tók sénsinn á flugi á sunnudeginum og féll dagskrá hans þar af leiðandi niður. Háski í hafi heitir bókaflokkurinn sem Illugi ætlaði að kynna og kann að vera að hann hafi ekki treyst sér í hafið af þeim sökum. Blaðamaður getur ekki annað en þakkað kærlega fyrir vel heppnaða og fjölbreytta Safnahelgi og það er ljóst að Kristín Jóhannsdóttir, Helga Hallbergsdóttir, Kári Bjarnason og Margrét Lilja Magnúsdóttir hafa náð að setja saman enn eina skemmtilega helgi þar sem söfnin skörtuðu sínu fegursta. Kærar þakkir. Þeir sem mættu í Einarsstofu á skáldaþing nutu stundarinnar. Þeir fluttu tónlist í Stafkirkjunni. Þórir, Kristinn og Birgir. Þessir ungu menn kíktu á sýningu Hugleiks. Duglega tekið á því á Eyjakvöldi. Hugleikur hafði nóg að gera við að árita bækur. Í góðu yfirlæti í Eldheimum. Egill, Erna, Gylfi og Magga Rósa.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.