Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2016, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2016, Blaðsíða 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 9. nóvember 2016 Hárakademían býður uppá nám í hársnyrtiiðn til undirbúnings fyrir sveinspróf. Námið er lotunám og tekur 12 mánuði. Hárakademían hóf kennslu 2014 og voru þær Dóra Kristín Guðjónsdóttir, Henný Dröfn Davíðsdóttir og Sandra Dís Pálsdóttir þrjár af þeim 14 nemendum sem voru teknir inn. Dóra Kristín Guðjónsdóttir: Námið er mjög krefjandi og þú lærir svo mikið á stuttum tíma Hvað ertu að gera þessa dagana? Ég er að vinna í Reykjavík á hárgreiðslustofu sem heitir Skuggi og er á Ingólfsstræti 8 sem er yndisleg stofa. Var háriðnaðurinn alltaf drauma- starfið? Já, mig hefur alltaf langað til þess að fara í þetta nám og þá sérstak- lega eftir að Hárakademían kom til þá heillaði þetta mig enn meira. Nú varst þú í fyrsta útskriftar- hópnum í hárakademíunni, hvernig fannst þér námið og skipulagið í heildina? Námið er mjög krefjandi og þú lærir svo mikið á stuttum tíma, vegna þess að það er búið að skipuleggja þetta svo mikið fyrir hverja og eina önn af meisturum úr hòpi færasta hárgreiðslufólki landsins. Getur þú nefnt einhverja kosti og svo ókosti við námið? Mesti kosturinn við þennan skóla er sá að við erum svo lítill hópur sem erum saman allan daginn í heilt ár, og fáum að læra þetta á heilu ári og síðan á samning í staðinn fyrir að dreifa náminu á 4 ár eins og í hinum skólunum. Hver eru hausttrendin í hárinu í ár að þínu mati? Það sem mér finnst vera að koma inn núna í haust eru toppar, það er rosalega mikið um toppa, bæði stutta og síða. Kaldir tónar eru alltaf inn en hlýir tónar eru að koma mjög sterkt inn núna. Henný Dröfn Davíðsdóttir: Maður var alltaf að læra eitthvað nýtt og spennandi Hvað ertu að gera þessa dagana? Vinna í Hárhúsinu, þar sem ég er meðeigandi og á fullu að taka í gegn húsið okkar Bjögga. Var háriðnaðurinn alltaf drauma- starfið? Ekki beint alltaf draumurinn, en var þó alltaf að pæla í því ásamt fleiru, þekkti starfið auðvitað í gegnum mömmu og það hafði heillað mig, þegar ég sá svo hárakademíuna auglýsta ákvað ég að skella mér & sé sko alls ekki eftir því, enda líkar mér mjög vel & fann mig algjörlega í hárgreiðslunni. Nú varst þú í fyrsta útskriftahópn- um í hárakademíunni, hvernig fannt þér námið og skipulagið í heildina? Námið var mjög skemmtilegt & krefjandi. Getur þú nefnt einhverja kosti og svo ókosti við námið? Kosturinn við námið er að þetta er tekið mjög hratt, nánast allt var verklegt þannig að maður var alltaf að læra eitthvað nýtt og spennandi. Við vorum í skólanum í eitt ár sem voru þó 3 annir, sem sagt haustönn, vorönn og sumarönn, það var mikil keyrsla og skólinn var nánast allur verklegur, þar sem við vorum búnar með allt bóklegt nema iðnfræði áður en við byrjuðum þar. Mikið af módelum og spennandi verkefnum sem við tókum þátt í. Hver eru hausttrendin í hárinu í ár að þínu mati? Hlýir litir eru að koma inn með haustinu, ekki jafn mikið um þessa mikið köldu liti, þó þeir séu auðvitað líka inn. Dekkri rót kemur meira inn og hreyfing í hárinu, t.d. dökkar strípur með, og eins tóner yfir endana til þess að fá hlýrri tón. Klippingarnar eru áfram í allskyns útfærslum, bæði axlarstuttar beinar og eins meiri styttur og mýkt, til þess að fá fallega liði og hreyfingu. Auðvitað er svo misjafnt hvað fer hverjum og það þurfa alls ekki allir að vera eins, en það er um að gera að prófa eitthvað nýtt og spennandi og fá faglega ráðgjöf um hvað hentar sér og sínu útliti. Sandra Dís Pálsdóttir: Við fórum ítarlega í hvern einasta hluta sem við kemur hárgreiðslu Hvað ertu að gera þessa dagana? Eins og er þá starfa ég á Hársögu í Reykjavík. Var háriðnaðurinn alltaf drauma- starfið? Já, alveg frá því að ég var ung hefur mig dreymt um að vera hárgreiðslu- kona. Það hefur einhvern veginn alltaf heillað mig. Nú varst þú í fyrsta útskriftahópn- um í hárakademíunni, hvernig fannt þér námið og skipulagið í heildina? Mér fannst námið virkilega skemmtilegt. Uppsetningin á náminu í Hárakademíunni er virkilega góð. Við fórum ítarlega í hvern einasta hluta sem við kemur hárgreiðslu og einnig fannst mér mjög skemmtilegt hvernig nýjustu tísku var vel fylgt eftir og gamlir staðlar í hárgreiðslu ekki í hávegum hafðir. Getur þú nefnt einhverja kosti og svo ókosti við námið? Einu ókostirnir við námið er eflaust þeir að stundum gat þetta verið svolítið strembið vegna þess að hér er um að ræða hálfgert hraðnám en það getur þó einnig verið stór kostur. Hver eru hausttrendin í hárinu í ár að þínu mati? Mér sýnist að hausttrendið sé það að stelpur vilji dekkja á sér hárið. Það er búið að vera mikið um þessa ljósu/aflituðu tísku en nú er hún að minnka og fólk vill fá meiri dýpt í rótina en þó halda aðeins í ljósa litinn. Það er hins vegar ekkert sem kemur á óvart þar sem fólk vill oft dekkja sig þegar byrjar að hausta. Þær sem eru dökkhærðar vilja oft fá hreyfingu í hárið en það er kallað Balayage sem er ótrúlega vinsælt í dag. Það er mjög mismunandi þegar kemur að klippingum hvort stelpur vilji halda í síddina eða stytta það. Mér finnst það hins vegar hafa aukist mjög að stelpur vilji taka mikið af hárinu og láta klippa það við axlir og það finnst mér mjög skemmtileg tíska. ,,Skin fade” klippingin er orðin mjög vinsæl hjá strákum í dag. :: Þrjár Eyjadömur í fyrsta útskriftarhópi Hárakademíunnar :: Dóra Kristín, Henný Dröfn og Sandra Dís komnar í draumastarfið Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Í samstarfi Safnahúss og Tónlistar- skóla Vestmannaeyja verður miðvikudaginn 16. nóvember kl. 17:15, á Degi íslenskrar tungu, haldin kynning í Einarsstofu í Safnahúsi á tímariti sem ber heitið Stuðlaberg og er helgað hefðbund- inni ljóðlist. Ritstjóri, útgefandi og ábyrgðarmaður er Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Stuðlaberg kom fyrst út árið 2012 og hefur eftir það komið út tvisvar á ári, haust og vor. Í ritinu er fjallað um allt sem lýtur að bragfræði. Þar birtist jafnan mikið af vel gerðum og skemmtilegum vísum auk þess sem fjallað er um höfunda og oft er rakin sagan sem liggur að baki vísunni. Birtar eru greinar um bragfræðileg efni. Þær eru stuttar og reynt að gera efnið ekki flókið enda kemur fram í ritinu að ritstjóri telur bragfræði minna á sterkt kaffi; það er gott í smáum skömmtum en ekki æskilegt að drekka mikið af því í einu. Ragnar Ingi mun kynna ritið og lesa valda kafla af efni þess undanfarin ár. Kynningin verður á léttu nótunum. Lesið verður upp úr ritinu og auk þess mun Ragnar Ingi, sem er vel heima í vísnagerð og hefur kynnt sér þann geira menningar- innar nokkuð vel, flytja ýmislegt skemmtiefni tengt vísnagerð og kveðskap almennt. Dagur íslenskrar tungu skipar auk þess sérstakan sess í hugum Vestmannaeyinga þar sem hann er fæðingardagur Oddgeirs Kristjáns- sonar. Af þeim sökum mun Jarl Sigurgeirsson mæta á dagskrána og flytja og kynna nokkur valin Eyjalög Oddgeirs. Að lokum gefst öllum skúffu- skáldum í Vestmannaeyjum tækifæri til að kynna efni sitt með stuttri en snarpri innkomu. Allir hjartanlega velkomnir. Dagur íslenskrar tungu í Safnahúsinu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.