Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. desember 2016 Matgæðingur vikunnar Landakirkja Fimmtudagur 22. desember Kl. 20.00 Æfing Kórs Landakirkju undir stjórn Kitty Kóvács. Laugardagur 24. desember, aðfangadagur jóla Kl. 14.00 Helgistund í Kirkjugarði Vestmannaeyja í aðdraganda jóla. Kl. 18.00 Aftansöngur á jólum. Sr. Viðar Stefánsson leiðir guðsþjón- ustuna. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Kl. 23.30 Miðnæturmessa á jólum. Sr. Guðmundur Örn Jónsson leiðir. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Sunnudagur 25. desember, jóladagur Kl. 13.00 Lúðrasveit Vestmannaeyja hefur forspil að messu á jóladag. Flutt verða sígild jólalög. Kl. 14.00 Hátíðarguðsþjónusta á jóladag. Sr. Viðar leiðir stundina. Kór Landakirkju leiðir sálmasöng undir stjórn og við undirleik Kitty Kovács og Lúðrasveitar Vestmanna- eyja. Mánudagur 26. desember, annar í jólum Kl. 14.00 Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum. Sr. Guðmundur Örn leiðir og Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur kl. 20:30. JÓLAHVÍSL. Jenný, Elísabet og Guðný Emiliana lofa kósý stemn- ingu og ljúfum tónum með hjálp vina. Ókeypis aðgangur. Aðfangadagur kl. 18:00 Syngjum jólin inn. Ræðumaður Anna Stefanía Erlendsdóttir. Jóladagur kl. 14:00 Hátíðarsamkoma. Ræðumaður Þóranna Sigurbergsdóttir, mikill söngur og gleði. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: Eyjamaður vikunnar Alltaf haft unun af því að syngja Vilmar Þór Bjarnason, starfsmaður TM í Vestmannaeyjum er nýlega fluttur til Eyja. Hann hefur verið áberandi í tónlistarlífi Eyjanna síðustu vikur. Hann er í Karlakór Vestmannaeyja, kom fram á tónleikum söngnema Tónlistar- skólans fyrir skömmu og lét sig ekki muna um að troða upp á Jólahlað- borði Hallarinnar á laugardags- kvöldið þar sem hann sló í gegn. Vilmar er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Vilmar Þór Bjarnason. Fæðingardagur: 14.október 1989. Fæðingarstaður: Reykjavík. Fjölskylda: Ég er giftur Eyjaskvís- unni Þóru Sif Kristinsdóttur og eigum við börnin Theresu Lilju og Óliver Atlas. Vinna: Vátryggingaráðgjafi hjá TM. Aðaláhugamál: Ég er mikill íþróttaáhugamaður og svo er það auðvitað söngurinn. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera: Fyrst og fremst að vera í kringum skemmtilegt fólk. Að njóta samveru með fjölskyldu og vinum. Uppáhalds matur: Góð nautasteik og humar klikka ekki. Versti matur: Súrmatur. Uppáhalds tónlist: Ég myndi segja að ég væri alæta á tónlist en hlusta töluvert mikið á íslenskt hiphop. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Það eru Vestmannaeyjar, þvílík náttúruperla. Uppáhalds íþróttamaður og félag: Margt sem kemur til greina, en við segjum Steven Gerrard og Liverpool FC. Uppáhalds sjónvarpsefni: Ég horfi mest á íþróttir í sjónvarpi. Criminal Minds og Hawaii Five-O eru líklega uppáhalds þættirnir. Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa: Þegar ég les verða glæpasögur oftast fyrir valinu. Helstu vefsíður sem þú skoðar: fotbolti.net, fimmeinn.is og svo fréttasíður. Hvenær byrjaðir þú að syngja: Ég byrjaði snemma að syngja og hef alltaf haft unun af því. Söng í tveimur skólakeppnum sem unglingur en svo gerðist lítið þar til ég flutti til Eyja. Byrjaði strax í kórnum, fór að syngja vikulega og svo hafa hjólin snúist. Stefnirðu hærra í sönglistinni?: Ég mun halda áfram að syngja á meðan ég hef gaman af. Maður veit svo aldrei hvað framtíðin býður upp á, ef fólk vill heyra mig syngja er ég alltaf klár. Pavarotti eða Presley: Ég verð að segja Presley. Stones eða Bítlarnir: Ég er mikill Bítlaunnandi og hef hlustað mikið á þá í gegnum tíðina. Hvernig líst þér á Vestmanna- eyjar hingað til?: Ég er alveg hæstánægður með lífið í Eyjum. Eyjarnar og fólkið hérna heillaði mig strax þegar ég kom hingað fyrst með Þóru Sif fyrir að verða átta árum síðan. Á þessu rúma ári sem við höfum verið búsett hér hef ég gert margt skemmtilegt og kynnst fullt af góðu og skemmtilegu fólki. Hér vil ég vera! Vilmar Þór Bjarnason er Eyjamaður vikunnar Við feðgar þökkum Herði Sævalds fyrir að rúlla boltanum yfir ganginn hérna í Borgum við Háskólann á Akureyri. Við teflum fram gómsætum rétti sem Gumma (og reyndar Svavari bróður hans líka) finnst mjög gott að borða þegar skroppið er norður. Ritzkex kjúklingur (fyrir 4) 4 kjúklingabringur 2 dósir sýrður rjómi 1 ½ pakki af kjúklingasúpu (duftið) ½ rauðlaukur (hér notum við gjarnan Mozzarellaost í staðinn) 1 tsk sítrónusafi salt og pipar ¾ pakki af Ritzkexi 70 gr. smjör. Aðferð: Hitið ofninn í 180 gráður. Steikið bringurnar á pönnu. Hrærið saman sýrða rjómanum, ostinum/lauknum, salti, pipar og sítrónusafanum. Blandan er svo sett yfir kjúklinginn þegar hann er eldaður. Smjörið er brætt í potti og Ritz- kexið mulið útí. Ritzkexið í smjörinu er svo sett yfir bringurnar. Þetta er sett í ofninn í 15-20 mínútur – þar til kexið byrjar að verða aðeins brúnleitt. Við höldum boltanum áfram fyrir norðan og Gummi handboltastjarna neglir honum austur á Mývatn, þar sem hann er gripinn örugglega af Þorsteini Gunnarssyni sveitar- stjóra í Skútustaðahreppi. Ritzkex kjúlli Feðgarnir Grétar Þór Eyþórsson og Guðmund- ur Ásgeir Grétarsson eru matgæðingur vikunnar Eyjafréttir vilja eindregið hvetja brúðhjón til að senda inn mynd til birtingar sem og foreldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is Börn og brúðhjón Ættingjar og vinir. Bestu jóla- og nýársóskir. Þökkum liðnu árin. Guðný og Leifur Ársælsson Kæru ættingjar og vinir, heimilisfólk og starfsfólk á Hraunbúðum sendi ykkur mínar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og gæfuríkt nýtt ár. Þakka liðnar stundir. Jólakveðja Sveinn Valdimarsson Hraunbúðum. Það verða miklar breytingar á líkama kvenna og starfsemi líffæra á meðgöngu og eftir fæðingu, þ.á.m. þvagkerfinu. Eru þær breytingar taldar lífeðlisfræðilega eðlilegar og ganga til baka hjá flestum. Einnig geta þær aukið líkur á þvagfærasýkingum. Tíðari þvaglát eru algengari að deginum til og hjá meira en helming kvenna að næturlagi. Hjá flestum ganga breytingarnar til baka eftir fæðingu. Ástæða tíðari þvagláta er líklega samspil ýmissa þátta sem stýrast mest af áhrifum þungunarhormóna t.d. aukið vökvamagn í líkama, stækkandi leg o.f.l. Þvagleka er skipt í 3 gerðir: 1. Áreynsluleki er langalgengastur á meðgöngu og eftir fæðingu. Einkenni koma fram við hósta, hnerra, lyfta þungum hlutum, ganga upp stiga, við líkamsrækt, kynlíf og aðra líkamlega áreynslu. Við þannig aðstæður veita grindarbotnsvöðv- arnir ekki nægjanlegan stuðning við blöðru og blöðruháls og hring- vöðvar í þvagrásinni eru ekki færir um að veita nógu mikið viðnám til þess að halda þvaginu í blöðrunni. 2. Bráðaleki einkennist af knýjandi þvagþörf og þvagleka, sem kemur fyrir þegar viðkomandi kemst ekki nógu fljótt á salerni. Bráðaleki verður oft vegna ofvirkrar blöðru eða truflaðra taugaboða til þvag- blöðru og ósjálfráðra samdrátta í blöðru. 3.Blandaður leki er sambland af bæði áreynslu- og bráðaleka. Nákvæmar þvagfærarannsóknir er hægt að gera til að greina á milli tegunda þvagleka, til af fá við- eigandi meðferð. Meðferð og fyrirbygging. Hægt er að ná árangri í 60 % tilfella þvagleka með einfaldri meðferð eins og grindarbotnsæfingum, blöðruþjálfun, lyfjum og lífsstíls- breytingum. Lífsstílsbreyting og heilsuhvatning er hluti af einfaldri meðferð. Hæfileg þyngdaraukning á meðgöngu, sem stjórnað er með réttu mararæði og skynsamlegri hreyfingu minnkar líkur á þvagleka. Þvagleki hefur mismikil áhrif á daglegt líf og getur valdið skerðingu á lífsgæðum og félags- legri einangrun. Ráðgjöf og nánari upplýsingar er hægt að fá hjá ljósmæðrum / hjúkrunarfræðingum/ læknum á næstu heilsugæslustöð. f.h. HSU Sigurlinn Sváfnisdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir Heimild: Samantekt af vef ljós- móðir.is Hjálpleg vefsíða- sprengur.is Þvagleki á meðgöngu og eftir fæðingu sigurlinn sváfnisdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir GLEÐiLEG jóL

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.