Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Side 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. júlí 2017
Ég vil þakka Betsý kærlega fyrir
áskorunina. Ég ætla að gefa
uppskrift af einföldum en mjög
góðum kjúklingarétt sem ég hef
haft í pallíettuklúbbnum oftar en
einu sinni og mjög góðum ís í
eftirrétt sem við fengum einu sinni í
klúbb hjá Guðbjörg uLilju pallíettu!!
Góður kjúklingaréttur
Ég fer sjaldnast eftir uppskriftum
þannig að hlutföllin eru ca!
Ca. 6 kjúklingabringur skornar í
bita.
1 krukka rautt pestó (sett saman í
poka með kjúklingnum, því velt
saman og látið liggja í ca 1 klst.).
Kjúklingablandan er síðan sett í
eldfast mót.
1 krukka rautt pestó og ca 100-150
gr. rjómaostur hrært saman og sett
yfir kjúklinginn.
Döðlur brytjaðar yfir og fetaostur
að vild.
Sett í ofn í 180° í ca 40-50 mín.
Borið fram með salati og hrís-
grjónum.
Kanilís með nóakroppi og
karmellu-pipp
6 egg
6 msk. sykur
150 gr. dökkur púðursykur
7 dl. rjómi, þeyttur
200 gr. Konsum-súkkulaði
fræ úr einni vanillustöng (má
sleppa)
1 tsk vanilludropar
1 tsk kanill.
Þeytið eggjarauður og sykur varlega
saman þar til blandan verður ljós og
létt. Blandið púðursykrinum varlega
saman við með sleif. Þeytið
rjómann og blandið honum saman
við með sleif og hrærið þar til allt
hefur blandast vel saman.
Grófsaxið 100 gr. súkkulaði og
blandið saman við ísblönduna.
Blandið því næst fræjum úr einni
vanillustöng, vanilludropum og
kanil saman við. Þeir sem vilja geta
síðan þeytt eggjahvíturnar þar til
þær verða stífar og blandað þeim
saman við ísinn svo það verði meira
úr honum eða geymt þær til annarra
nota.
Hellið ísblöndunni í hringlaga
smelluform, bræðið hin 100 gr. af
súkkulaðinu, hellið yfir ísinn og
létthrærið í forminu. Frystið ísinn í
lágmark 5 klst.
Toppur
1 poki Nóa kropp
100 gr karmellupipp og 3 msk.
rjómi, brætt saman.
Skreytið ísinn með Nóa kroppi og
bræðið karmellupippið ásamt
rjómanum og hellið yfir. Upp-
skriftin dugar fyrir 10-12 manns.
Í pallítteuklúbbnum eru bara
myndarlegar konur þannig að ég
ætla að halda þessu innan pallíettu-
klúbbsins og skora næst á Guðnýju
Björgvinsdóttur en hún er snillingur,
hvort sem er í hannyrðum eða
matargerð og er hafsjór af góðum
matar- og kökuuppskriftum.
Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu?
Al-Anon
fyrir ættingja og vini alkóhólista
Fundir á þriðjudögum kl. 20.30
Byrjendafundir kl. 20.00
að Heimagötu 24
AA fundir
eru haldnir sem hér segir
að Heimagötu 24:
Mánudagur: kl.20.30
Miðvikudagur: kl.20.30
Fimmtudagur: kl.20.30
Föstudagur: kl.23.30
Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur
Sunnudagur: kl.11.00
Athugið, allir fundir reyklausir
Móttaka nýliða hálfri klst.
fyrir hvern auglýstan fundartíma.
Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag,
hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn
fundartíma og eru 2 klst. í senn.
Sími 481 1140
Matgæðingur vikunnar
Landakirkja
Föstudagur 7. júlí
Kl. 16:00 Tónleikar Ólafs F.
Magnússonar sem flytur lög sín sem
sum fjalla um Eyjar og nýtur
liðsinnis hins ástsæla Gunnars
Þórðarsonar.
Sunnudagur 9. júlí
Kl. 11:00 Göngumessa frá Landa-
kirkju að gíg Eldfells og að
Stafkirkju. Samkirkjuleg guðsþjón-
usta þar sem félagar úr Lúðrasveit
Vestmannaeyja leika. Í lok messu
mun sóknarnefnd bjóða í kaffi.
Hvítasunnu-
kirkjan
Fimmtudagur
kl. 20:00 Biblíu- og bænastund.
Föstudagur
kl. 20:30 AA fundur.
Sunnudagur
kl. 11:00 Göngumessa frá Landa-
kirkju niður á Skans.
Kirkjur bæjarins:
Aðvent-
kirkjan
Laugardagur 8. júlí
kl. 11:30 Biblíurannsókn fullorðna
og barnabiblíuskóli.
kl. 12:00 Samkoma.
Ræðumaður: Gavin Anthony
Eyjamaður vikunnar
Dreymir um að
komast í landsliðið
Andri Erlingsson, leikmaður 6. flokks
ÍBV í fótbolta, var einn þeirra fjöl-
mörgu drengja sem tóku þátt í hinu
árlega Orkumóti sem fram fór í
síðustu viku. Fyrir vasklega fram-
göngu á mótinu var Andri valinn í
Landsliðið, sem samkvæmt hefð-
inni keppti á móti Pressuliðinu,
ásamt því að vera valinn í úrvalslið
mótsins. Andri er Eyjamaður
vikunnar.
Nafn: Andri Erlingsson.
Fæðingardagur: 29.06.2007.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Mamma og pabbi,
Sandra systir og Elmar bróðir.
Draumabíllinn: Lamborghini.
Uppáhaldsmatur: Kjöt í karrý hjá
ömmu.
Versti matur: Humar.
Uppáhalds vefsíða: Youtube.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Rapp.
Aðaláhugamál: Fótbolti.
Hvaða mann/konu myndir þú
vilja hitta úr mannkynssögunni:
Mig langar helst að hitta Neymar.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á: Skíðasvæðin í Austurríki.
Uppáhalds íþróttamaður og
íþróttafélag: Neymar. ÍBV og SG
Empor Berlín.
Ertu hjátrúarfull/ur: Hvað er að
vera hjátrúarfullur?
Stundar þú einhverja hreyfingu:
Já, er oft að hreyfa mig í fótbolta,
körfubolta, handbolta, sundi og í
golfi.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Henry
Danger.
Hvað fannst þér skemmtilegast
við Orkumótið: Að keppa er
skemmtilegast.
Var ekki gaman að vera valinn í
Orkumótsliðið og landsliðið: Jú,
bara mjög gaman.
Ætlar þú að fylgjast með EM: Já.
Hvert stefnir þú í fótbolta: Mig
dreymir um að komast í landsliðið.
Andri Erlingsson
er Eyjamaður vikunnar
Kjúklingur og kanilís
Kolbrún Matthíasdóttir
er matgæðingur vikunnar
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma
Svana Þ. Ingólfsdóttir
Klébergi 13, Þorlákshöfn
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 19. júní. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda
samúð og umhyggju.
Kristján Sigmundsson,
Ragnheiður Inga Kristjánsdóttir, Ómar Björn Stefánsson,
Elías Rúnar Kristjánsson, Ásta Rut Ingimundardóttir,
Sigmundur Karl Kristjánsson, Þóra Hjördís Þorsteinsdóttir,
María Kristjánsdóttir, Albert Guðjónsson,
Erna M. Kristjánsdóttir, Sören Mogensen,
Klara Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Afar áhugaverð sýning verður sett
upp um Goslok í Einarsstofu í
Safnahúsinu. Um er að ræða
afrakstur fjölmargra einstaklinga
undir stjórn Péturs Steingrímssonar
við söfnun örnefna í Vestmanna-
eyjum.
Á sýningaspjöldum er dreginn
saman fjöldi örnefna og sýnt á
myndrænan hátt hvar í landslaginu
þau eru. Á borðum verða blöð og
penni og eru áhorfendur vinsam-
legast beðnir um að rita þar
athugasemdir, leiðréttingar eða
viðbætur því hugmyndin er að safna
saman á einn stað allri þeirri
þekkingu sem unnt er að ná í um
örnefni í Eyjum. Mikilvægt er að
láta nafn og símanúmer fylgja því
haft mun verða samband við þá sem
koma með gagnlegar upplýsingar.
Meðan á sýningu stendur mun
áhugahópur um skráningu örnefna í
Vestmannaeyjum boða til opins
fundar þar sem örnefnin eru skýrð
nánar og tekist á um ólíkar túlkanir
og staðsetningar sumra örnefnanna.
Söfnun örnefna í nærumhverfi er
afar nauðsynleg í nútímanum þar
sem sú kynslóð sem þekkti að heita
mátti hverja þúfu og gat rakið sögur
og viðburði sem þeim tengdust er
nú sem óðast að týna tölunni.
Meginmarkmiðið er að sú þekking
sem fólgin er í örnefnum í nærum-
hverfi Vestmannaeyja haldi áfram
að vera lifandi veruleiki fyrir sem
flesta.
Ástæða er til að hvetja sem flesta
til að líta við í Einarsstofu og skoða
sýninguna.
Fréttatilkynning.
SUÐUR-SETI NORÐUR-SETI
Þau eru ófá örnefnin í Eyjum.
Goslok 2017 ::
Örnefni
í Vest-
manna-
eyjum
:: Ný sýning
í Einarsstofu
Pétur Steingrímsson.