Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Page 8

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Page 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. júlí 2017 Gæti maður átt samleið með fjöllum og hraunbreiðum? Myndað náið samband við atburði í jarðsögunni, sambærilegt við þann félagsskap sem margur tengir við stjörnumerki? Fjallið sem yppti öxlum (Forlagið, haustið 2017) fjallar á nýstárlegan hátt um „jarðsambönd“ fólks sem ekki eru síður mikilvæg en tengsl þess við samborgara sína. Höfundur fjallar um bernsku sína í nágrenni við iðandi eldfjöll, mannlegt drama andspænis náttúruvá og þær ógnir sem steðja að lífríki jarðar. Glíma manna við jarðelda, ekki síst í Heimaeyjargosinu árið 1973, opnar honum óvenjulega sýn inn í vanda jarðarbúa á svokallaðri mannöld sem einkennist af skaðlegum og óafturkræfum áhrifum manna á jörðina. Höfundur bókarinnar, Gísli Pálsson, fæddist og ólst upp í Vestmannaeyjum, skammt frá Axlarsteini þar sem Heimayjargosið hófst. Hann er prófessor í mann- fræði við Háskóla Íslands. Gosminjasafnið í bílskúrnum (brot úr væntanlegri bók): Vísindamennirnir sem störfuðu í Eyjum söfnuðu að sér tækjum og dóti sem tengdist störfum þeirra meðan á gosi stóð. Margt er varðveitt í bílskúr við Víðimel í Reykjavík: gasmælum, hitamælum, grjótsýnum, myndavélum, mynda- spólum og ýmsu smálegu hefur verið staflað upp í hillum skúrsins. Þar er ennþá gosþefur. Munirnir eru rykfallnir, óflokkaðir og fæstir merktir. Mörg tækin eru löngu úrelt, en menn hafa samt ekki kunnað við að henda þeim. Þau segja sögu einstaks goss og tengjast tilraunum margra bestu vísindamanna landsins á sviði jarðvísinda til að átta sig á því sem fram fór, eðli gossins, framvindu og áhrifum þess á byggð og mannlíf. Leó Kristjáns- son, jarðeðlisfræðingur og prófess- or, sem lét til sín taka í gosinu leiðir mig inn í þennan heim einn vordag árið 2016. Ég brosi í kampinn og rifja upp gamlar og hlýjar minn- ingar, án þess að láta á því bera; skammt frá við Víðimelinn hófum við Guðný Guðbjörnsdóttir búskap og stofnuðum fjölskyldu þegar við komum heim að loknu meistara- prófsnámi í Manchester, árið eftir gos. Eitt af því sem Leó sýnir mér er stór plastpoki troðfullur af kvikmynda- spólum. Þær vekja umsvifalaust forvitni mína. Ef vel hefur tekist til fylgja þær tímans rás af stakri nákvæmni. Líklega hefur enginn skoðað þær áður. Þær eru þrjátíu talsins, misstórar, flestar í umbúð- um, málm- eða pappaöskjum, með einhverri áritun. Hvaða sögu skyldu þær geyma? Nokkrar vélar hafa verið hér að verki, yfirleitt á Klifi eða Heima- kletti, þannig að vel mætti sjá yfir Eldfell og hraunið neðan þess. Myndflöturinn á hverri filmu er alltaf hinn sami; sá sem annaðist vélina hefur gengið upp á fjall, komið vélinni fyrir, sett í gang og horfið aftur niður í byggð, og síðan sótt spóluna í öðrum göngutúr að nokkrum dögum liðnum. Þetta eru raðmyndir, teknar með ákveðnu millibili. Þegar fyrsta vélin var sett í gang, á tíunda degi goss, vissi enginn hversu lengi myndi gjósa og hverjar afleiðingarnar yrðu. Myndirnar ættu að gera það kleift að fylgjast með framvindunni og svara spurningum um hvað það merkir að hafa eldfjall inni í bænum sínum. Sjónarsviðið er ólíkt því sem blasti við fólki niðri á hrauninu og inn í bæ. Og myndin er hljóðlaus. Hér ríkir stafræn þögn, fjarri drunum og sprengingum frá eldfjallinu og marri frá hraunskriði og öskuregni. Það er ævintýralegt að fylgjast með einum sólarhringi á tveimur til þremur mínútum fyrir framan tölvu- skjá. Gosstrókurinn þyrlast upp eins og hendi sé veifað og glóandi hraunelfan æðir til sjávar. Í skamm- deginu má sjá bílljósin á þeytingi um bæinn. Menn hafa þurft að ganga margra erinda, huga að húsum sínum, kæla hraun, koma sér í mat, ganga til náða. Skýin hrann- ast upp á himninum og hverfa svo jafnharðan. Svo kemur nýr dagur. Fjallið sem yppti öxlum gísli Pálsson prófessor Brot úr raðmyndum úr Heimaeyjargosinu 1973. (Eign Raunvísinda- stofnunar Háskóla Íslands). Í aðdraganda Goslokahátíðarinnar setti blaðamaður sig í samband við Hlöðver Sigurgeir Guðnason en hann á heiðurinn á laginu „Heim til Eyja“ sem er jafnframt Gosloka- lagið í ár. Hlöðver, ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Hröfnum, mun koma fram á tónleikum í Eldheimum á föstudaginn þar sem Goslokalagið verður frumflutt. Hvernig leggjast tónleikarnir í ykkur? „Vel og við erum mjög spenntir að koma heim til Eyja. Eldheimar eru frábær staður til að halda tónleika á. Það kom okkur verulega á óvart hversu góður hljómburður er þarna og þægileg nánd við tónleikagesti. Eldheimar mættu örugglega gera meira af tónlistartengdum menningarvið- burðum enda frábært hús og margt að skoða í leiðinni. Það er mikið hugarflug að koma þarna inn og upplifa safnið sem gefur ákveðna og mjög sérstaka stemningu og tón í leiðinni. Ekki víst að allir átti sig á því hvað þetta skiptir miklu máli,“ sagði Hlöðver sem vildi einnig koma þakklæti sínu á framfæri. „Við viljum sérstaklega þakka Kristínu í Eldheimum fyrir að gera okkur þennan heiður að fá að koma þarna fram og halda tónleika og frumflytja Goslokalagið á þessum stað. Þetta er rétti staðurinn til að gera þetta og tengja þetta allt saman. Tónleikarnir í janúar síðastliðnum heppnuðust fullkom- lega og frábær mæting og stemning. Þemað þá var gosnóttin og sögur í kringum hljómsveitarmeðlimi og upplifun okkar á þessum fyrstu dögum jarðeldanna.“ Vonast eftir góðri mætingu í öllum aldursflokkum Við hverju má fólk búast? „Ég held að þetta verði frábærir tónleikar. Við reynum alltaf að toppa okkur. Þetta verður með öðru sniði en síðast enda tilefnið annað fyrir þessa tónleika. Núna er Gosloka- helgin aðal málið og við erum að frumflytja Goslokalagið í ár „Heim til Eyja“. Við erum ennþá að hanna uppstillingu laga á tónleikunum og hvaða sögur við segjum, enda er allt að gerast núna og þetta var ekki frágegnið fyrr en í síðustu viku þegar Kristín hafði samband við okkur. Á tónleikum hjá okkur er alltaf fullt af sögum og smá sprell og stundum heilmiklar samræður við tónleikagesti. Stundum er meira talað en spilað og það getur verið skemmtilegt líka ef stemningin er þannig. Þá er oft spilað af fingrum fram í sögum og flutningi. Vonandi verður bara góð mæting í öllum aldursflokkum,“ sagði Hlöðver og bætir við að Hrafnar séu tilbúnir með nýja plötu. „Við erum með stórt lúxusvanda- mál og það er mikið af efni/tónlist sem við erum tilbúnir með og þurfum að koma frá okkur. Við erum núna búnir að taka upp plötu sem er tilbúin til útgáfu. Síðan erum við með efni á aðra plötu sem við erum langt komnir með. Megnið af þessu eru okkar eigin lög og textar. Síðan erum við með um 60 „týnd þjóðhátíðarlög“ í verkefni sem við erum að vinna úr. Þar eru nokkrar perlur. Það er ákveðin forgangs- röðun í gangi með þetta allt og okkur liggur á að koma þessu frá okkur á meðan sköpunarkrafturinn er svona mikill og frjór.“ Í valdi okkar Eyjamanna að leyfa laginu að lifa eða gleymast Þó að Goslokalagið verði hápunktur kvöldsins þá verður einnig margt annað á boðstólnum hjá Hröfnum. „Á tónleikunum verðum við með amerískt tökulag núna og búnir að smíða texta við það og það heitir Þjóðhátíðarstúlkan mín í okkar flutningi. Það verður líka frumflutt á föstudaginn. Við ætlum að selja disk með þessum tveimur lögum á vægu verði í takmörkuðu upplagi til að ná upp í kostnað við upptökur og fl. Einnig verður Krunk platan til sölu. En fókusinn er á Goslokalagið Heim til Eyja og í raun erum við á þessum tónleikum að afhenda Eyjamönnum lagið og síðan er það í valdi okkar Eyjamanna að leyfa laginu að lifa eða gleymast. Þetta er mikil ábyrgð sem við Hrafnarnir setjum á tónlistarunnendur, sem að lokum eru stóri dómurinn. Vonandi fær lagið meðbyr og endar í söngbókum og villtum gítarpartýum í Eyjum og hjá öllum sem eru að ferðast til Eyja. Toppurinn væri að heyra einhverja kóra flytja þetta í framtíðinni. Vonandi nær þetta inn í stóra Eyjahjartað og lifir þar.“ Hafið þið fengið einhver viðbrögð við laginu? „Við höfum fengið frábær viðbrögð og allt mjög jákvætt. Allt við lagið og textann virðist ganga fullkomlega upp sem Gosloka- og Eyjalag. Síðan gerði Davíð Helga flott myndband sem smellpassar við lagið og Eyjastemn- inguna og flottar drónamyndir frá Helga Thorshamar. Lagið fær mikla spilun á netinu og YouTube og það er það sem við viljum. Þetta virðist allt vera að færast á netið og útvarpsspilun skiptir sífellt minna máli. Þetta virðist ætla að stimpla sig inn sem Eyjalag sem væri mikill heiður fyrir okkur,“ sagði Hlöðver. Mjög sáttir við lokaniður- stöðuna Aftur vildi Hlöðver koma þakklæti sínu og Hrafna á framfæri. „Við viljum koma miklu þakklæti til Gísla Stefánssonar og Birgis Nielsen fyrir þeirra framlag við upptökur og hljóðblöndun á laginu. Það er alltaf spennandi að hitta aðra tónlistarmenn og taka smá snúning og vinna með hugmyndir. Þessi snúningur var virkilega skemmti- legur og ljúfur. Þeir setja sannarlega sinn lit á lagið með trommuleik, orgel og fallegu píanó undirspili. Síðan eru einhverjar raddir þarna á bak við sem enginn veit hverjar eru. Stundum verður til galdur og þannig var þetta. Lagið var ekki útsett að fullu þegar við mættum í Landakirkju þar sem lagið var tekið upp. En þetta er afraksturinn af þessu samstarfi og allir leggja smá í púkkið og gefa af sér. Við erum mjög sáttir við lokaniðurstöðuna,“ sagði Hlöðver og bætti við að lagakeppni væri af hinu góða. „Síðan er auðvitað frábært að fá inn samkeppni um Goslokalag. Það er fullt af fólki sem er músíkalskt og getur samið lög en á erfitt með að koma því frá sér eða spila. Bandalag vestmannaeyskra söngva- og tónskálda og Gosloka- nefnd eiga heiður skilið fyrir að opna á þessa möguleika. Lagið okkar var á leiðinni niður í skúffu og til brúks á öðrum vettvangi og hefði sennilega endað þar ef við hefðum ekki séð þessa auglýsingu um samkeppni Goslokalagsins. Þetta er kannski ekki ólíkt því sem við Hrafnarnir erum að gera með að safna saman gömlum þjóðhá- tíðarlögum sem ekki náðu eyrum dómnefnda. Það er alltaf erfitt að vera með lag sem er hafnað en það er bara eitt lag sem vinnur í keppni og hin lögin geta verið óslípaðar perlur. Við erum búnir að finna nokkrar perlur og erum að vinna hægt og sígandi í að útsetja og koma því efni frá okkur. Ef einhverjir vilja styrkja það verkefni að þá þiggjum við það með þökkum. Þarna erum við með um 60 gamlar upptökur til að vinna úr í misgóðum gæðum en melódían/ laglínan skilar sér. Gaman að sjá svo hvernig lögin og útsetningar breytast eftir því á hvaða áratug lögin eru samin, elstu úr dans- lögum, í gegnum diskótímabilið og svo í minni áherslu á danstaktinn en meira í brekkusöng. Sennilega eru elstu lögin frá því 1975 eða rétt eftir gos,“ sagði Hlöðver. Á laugardagskvöldið verða Hrafnar síðan í miklu stuði þar sem þeir munu taka þátt í að skemmt- anahaldi. „Svo ætlum við að slá upp opnu einkapartýi í Sæsa húsinu / Gírkassahreppi við Skvísusund. Þetta er í nýju íþróttamiðstöðinni sem Þingholtslaukarnir eru að setja upp. Þessi nýja ZAME íþrótta- akademía ætlar að halda utan um og styrkja þetta partý. Þá stillum við hljómsveitinni upp með stuðpró- grammi og verðum meira rafmagn- aðir. Tökum þá fram okkar gamla ballstemmingar og ullarsokkajass- prógrammið. Gamla rokkið og írsku slagararnir og m.fl. ásamt nýju efni frá okkur. Þetta verður hrikalegt stuð og krunk krunk.“ Goslokahátíð 2017 :: Hrafnar með tónleika í Eldheimum á föstudaginn: Vonandi nær þetta lag inn í stóra Eyjahjartað og lifir þar Einar KriStinn HElgaSon einarkristinn@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.