Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Qupperneq 16

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Qupperneq 16
16 Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. júlí 2017 Ísleifur Arnar Vignisson, sem betur er þekktur sem Addi í London verður með ljósmyndasýningu goslokahelgina í Akóges. Sýningin verður opnuð á morgun, 6. júlí klukkan 20.00 og verður opin til 22.00. „Ég byrjaði að taka ljósmyndir fljótlega eftir gos og hef verið að síðan,“ segir Addi. „Það eru þessi stóru viðburðir eins og þjóðhátíð sem hafa verið viðfangsefnið hjá mér. Líka náttúran þar sem ég er m.a. með Smáeyjarnar fyrir utan stofugluggann og fylgist með þegar sólin er að setjast sem oft er mikið sjónarspil. Fuglalífið er líka endalaus uppspretta góðra mynda en núna sakna ég lundans sem er í mikilli lægð.“ Addi vann í Fiskiðjunni á sínum tíma og nú í Vinnslustöðinni. „Ég hef tekið margar myndir á báðum stöðum og ég verð með sitt lítið af þessu öllu á sýningunni. Í allt verða þetta 30 til 40 myndir sem ég sýni og eru þær allar til sölu.“ Nokkrar af myndum Adda. Andrés Sigmundsson ætlar ekki að sitja auðum höndum goslokahelg- ina. Hann opnar málverkasýningu á morgun, fimmtudaginn kl: 17.00. í Gallery Papacross Heiðarvegi sjö sem verður opin alla helgina. Svo leiðir hann sögugöngu um miðbæinn á laugardag. Lagt verður af stað í gönguna frá Galleríinu kl: 11.00. Andrés hefur verið afkasta- mikill og segir að Galleríið sé fullt og við það að springa. „Í mynd- listinni er ég á einhverju ferðalagi sem ég átta mig satt að segja ekki á. Í nýjustu myndunum er ég staddur í rigningunni niður á bryggju eða á þjóðhátíð, það er bara svona. Speglunin er svo mögnuð.“ „Við leggjum af stað í sögugöngu laugardagsmorgunn kl: 11.00 frá Galleríinu. Fræðandi, skemmtilegt og tekur ekki mjög langan tíma. Ég mun reyna að hafa það þannig. Gengið verður austur Strandveg, Miðstæti nálægt hraunkantinum, Bárustíg, Vesturveg, Heiðarveg að Galleríinu. Stoppað verður á nokkrum stöðum og sagt frá. Áætlaður tími er ein og hálf klukku- stund.“ „Samfélagið hér í Eyjum er að fara í gegnum gríðalegar breytingar. Atvinnuhættir eru má segja að stokkast upp. Við sjáum í göngunni hvernig bærinn byggðist. Húsin, mannlífið og breytingarnar. Sögur af fólki í gleði og sorg. Eithvað grín fylgir með. Það koma allskonar spörvar við sögu. Já já, konur og karlar, prestar og skáld, Jóna í Drífanda, Óli hóla, Gölli Valda, Lautarpeyjar o.fl. o.fl.“ Ísfélagið býður til barnaskemmt- unar á Stakkagerðistúni á föstudag- inn þar sem margt verður í boði. Hátíðin hefst klukkan 13.30 og þar koma fram Aron Brink sem syngur nokkur lög. Einnig verður atriði frá Latabæ þar sem Íþróttaálfurinn verður í stóru hlutverki. Klukkan 18.00 er það svo Leikhópurinn Lotta sem mætir á Stakkó. Öll hlakka þau til að skemmta á barnaskemmtun Ísfélagsins á Goslokahátíðinni í ár. Þá verður einnig gefinn sérútbúinn goslokaís frá Hafís. „Ísfélag Vestmannaeyja á bestu þakkir skilið fyrir að taka þátt í hátíðinni með okkur,“ segir FB-síðu hátíðarinnar. Við erum búin að panta gott veður og hlökkum til! Myndin er um klukkustundarlöng og er handritið byggt á samnefndri bók Gísla Pálssonar um líf Hans Jónatans. Gísli er sögumaður í myndinni og hann leiðir hóp afkomenda Hans Jónatans í fótspor forföður þeirra á fæðingarstað hans, eyjunni St. Croix í Karíbahafi. Einnig eru gerð skil þess hluta sögu Hans Jónatans sem fram fer í Kaupmannahöfn – og svo að lokum lífi hans á Íslandi, eða nánar tiltekið Djúpavogi. Viðburðir í lífi Hans Jónatans eru sviðsettir í myndinni og viðtal tekið við afkomendur hans, en alls eru afkomendurnir orðnir yfir 1000. Nokkrir þeirra hafa búið í Vestmannaeyjum og það voru þeir sem vöktu athygli Gísla á söguefninu og urðu þess valdandi að hann réðst í að rita ævisögu Hans Jónatans. Viðstaddir sýn- inguna verða Gísli Pálsson, Valdimar Leifsson kvikmyndagerð- armaður og framleiðandi, og Bryndís Kristjánsdóttir, höfundur handrits. Gísli og Valdimar vinna nú að heimildamynd (,,Eldhugarnir”) í samstarfi við Ara Trausta Guð- mundsson um Heimaeyjargosið þar sem sjónum er beint að fólkinu sem glímdi við rennandi hraun og björgun mannvirkja. Goslokahátíð 2017 : Andrés með sýningu og fer í sögugöngu Goslokahátíð 2017 :: Ný heim- ildamynd sýnd á laugardag kl. 16: Hans Jónatan: Maðurinn sem stal sjálfum sér :: verður sýnd í Eyjabíói Goslok 2017 :: Barnaskemmt- un Ísfélagsins á Stakkó á föstu- daginn: Aron Brink, Latibær og Leikhópur- inn Lotta Frá frumsýningu heimildamyndarinnar í Reykjavík 6. maí. Frá vinstri, Sigurður Tómasson (Vestmanneyingur og afkomandi Hans Jónatans), Bryndís Kristjánsdóttir (handritshöfundur heimildamyndar), Valdimar Leifsson (kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi), Gísli Pálsson (bókarhöfundur og sögumaður) og þau sem léku Katrínu Antoníus- dóttur (Edda Björnsdóttir, afkomandi Hans Jónatans) og mann hennar Hans Jónatan (George Leite de Oliveira Santos, brasilískur ljósmynd- ari og leikari). Aron Brink,Andrés Sigmundsson. Goslokahátíð 2017 : Addi í London með ljós- myndasýningu í Akóges Klukkan 18.00 á morgun opnar Magni Freyr Ingason sýningu á verkum sínum í Húsi Taflfélagsins að Heiðarveg níu. Sýninguna kallar hann Trú, tákn og tilfinningar. „Verkin eru akrýlmyndir og myndir með blandaðri tækni unnar á striga. Myndirnar hef ég unnið undanfarin tvö ár þannig að þetta er yfirlitssýning á vinnu minni síðustu misseri. Þema sýningar er Trú, tákn og tilfinningar. Myndlistarferill minn hófst fyrir rúmlega tveimur árum og er ég sjálfmenntaður í myndlist,“ segir Eyjamaðurinn Magni Freyr. „Ég hef í gegnum árin verið virkur í tónlist og var í Tónlistarskóla Vestmannaeyja í mörg ár og lærði þar á trompet og píanó. Einnig var ég eitt ár í Tónlistarskóla FÍH á slagverk. Var svo einnig mikið í hljómsveitarbransanum og stofnaði ásamt vinum mínum hljómsveitina Hoffman sem flestir bæjarbúar ættu að þekkja en þar var ég trommu- leikari í rúmlega átta ár. Bíð alla hjartanlega velkomna á sýninguna. Opnun sýningar er fimmtudaginn 6. júlí kl. 18.00 í Sal Taflfélagsins Heiðarvegi 9 og svo alla helgina frá kl. 13.00 til 18.00. Vonast til að sjá sem flesta gos- lokagesti. Goslok 2017 :: Magni Freyr sýnir í Húsi Tafl- félagsins

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.