Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Qupperneq 17
17Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. júlí 2017
GOSLOK
Goslokanefnd áskilur sér rétt til þess að breyta dagskrá ef þörf
þykir, breytingar verða þá kynntar á netinu. Þá vill Gosloka-
nefnd benda á útivistarreglur og að börn eru ætíð á ábyrgð
foreldra. Þökkum öllum sem hafa aðstoðað ánægjulegt samstarf.
Góða skemmtun og gleðilega hátíð!
facebook.com/goslokahatid
Hluti viðbyggingar hússins Blátinds
Heimagötu 12 sem stóð út úr
hrauninu í goslok 1973 varð
fljótlega táknmynd þeirra byggðar
sem fór undir hraun og ösku í
Heimaeyjargosinu. Árin og
áratugir liðu, en í júní 2013 40
árum eftir gos féll síðasti hluti
Blátinds.
Áhugi að ganga að rústum Blátinds
eftir gos var ávallt til staðar og
hafði aðgengi að svæðinu verið
bætt. Síðasta haust ákváðu
bæjaryfirvöld að endurgera
gluggahlið Blátinds með einhverj-
um hætti og var leitað til Arnars
Sigurmundssonar að mynda
vinnuhóp úr hópi þeirra sem komu
að verkefninu Húsin í hrauninu hjá
Visku sem Arnar stýrði og skilaði
af sér 23. janúar 2013.
„Hópurinn tók fljótlega til starfa
og vann að verkefninu með
fulltrúum umhverfis- og skiplags-
ráðs og Þekkingarseturs Vestmanna-
eyja. Í upphafi var áformað að
freista þess að tengja saman
veggbrotin í gluggahlið Blátinds en
það reyndist ógerlegt. Var þá
ákveðið að endurgera gluggahliðina
með svalahandriðinu og hafa hana
sem allra líkasta því sem var.
Jafnframt var ákveðið að segja sögu
hússins og fjölskyldunnar sem þar
bjó frá upphafi 1942 og fram að
gosinu 1973.
Aðalverktaki við verkið er Ársæll
Sveinsson, húsasmíðameistari og
hófst útivinna í byrjun maí sl. Að
auki hafa ýmsir iðnaðarmenn
komið að verki og umhverfið gert
aðgengilegt og einnig verður hægt
að skoða það sem eftir stendur af
rústum Blátinds. Myndirnar á
skjánum eru fjölbreyttar og koma
þar um tugur ljósmyndara við sögu.
Flestrar myndirnar tók Sigurgeir
Jónasson í Skuld.
Á goslokahátíð föstudaginn 7. júlí
kl. 17.00 verður endurgerð
gluggahliðar Blátinds vígð. Nýtt
útiskilti með upplýsingum hefur
verið komið upp og einnig verður
hægt að skoða í gegnum gluggann
30 rúllandi myndir á stórum
sjónvarpsskjá sem tengjast sögu
hússins, fjölskyldunnar og
eldgossins á Heimaey 1973,“ segir í
frétt frá hópnum.
Landsbankinn í Vestmannaeyjum
stendur fyrir fjölskylduhátíð í
tengslum við Goslokahátíðina.
Fjölskylduhátíðin er haldin
laugardaginn 8. júlí við útbú
bankans við Bárustíg og stendur frá
kl. 14.00 til 16.00. Þar geta krakkar
á öllum aldri leikið sér í hoppikös-
tulum og spreytt sig í Skólahreysti-
braut sem sett er upp í tilefni
hátíðarinnar.
Tríó Þóris Ólafssonar leikur fyrir
gesti og gangandi og Sproti heilsar
upp á yngstu gestina. Boðið verður
upp á grillaðar pylsur og fleira
góðgæti. Meistaraflokkur kvenna í
fótbolta hjá ÍBV og fimleikafélagið
Rán munu aðstoða við hátíðina, s.s.
við að grilla pylsurnar, útbúa
sykurflos o.fl. en samstarfið við
bankann er liður í fjáröflun þeirra.
„Við erum mjög ánægð með þá
góðu mætingu og fínu stemningu
sem hefur alltaf myndast á
fjölskylduhátíðinni. Við vonum að
sem flestir komi við á Bárustíg á
laugardag og fagni goslokunum
með okkur," segir Jón Óskar
Þórhallsson, útibússtjóri Lands-
bankans í Vestmannaeyjum.
Þetta er í þriðja sinn sem
Landsbankinn stendur fyrir
Fjölskylduhátíðinni en áður var hún
í boði Sparisjóðs Vestmannaeyja
sem sameinaðist bankanum árið
2015.
Goslokahátíð 2017 :
Endurgerð glugga-
hliðar Blátinds vígð
á föstudaginn
Síðasti fundur hópsins. F.v. Páll Marvin Jónsson, Ívar Atlason, Ólafur
Snorrason, Gísli Valtýsson, Ársæll Sveinsson, Arnar Sigurmundsson og
Stefán Óskar Jónasson.
Goslokahátíð 2017 :
Fjölskylduhátíð
Landsbankans
á laugardaginn
Ein af öflugu dælunum sem komu
að hraunkælingu í Heimaeyjargos-
inu er líklega gangfær. Hún hefur
varðveist og er í vörslu Áhaldahúss
Vestmannaeyja. Til stendur að ræsa
dæluna á Básaskersbryggju á
Goslokahátíð 2017. Flóvent Máni
og samstarfsmenn hans hjá
Áhaldahúsinu munu gera sitt besta.
Um leið verður þess minnst að nú í
sumar (19. júní) hefði sá sem átti þá
byltingarkenndu hugmynd að kæla
hraun í því skyni að bjarga
Vestmannaeyjabæ, Þorbjörn
Sigurgeirsson, orðið hundrað ára.
Goslokahátíð 2017 :
Látum dæluna ganga!