Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Page 18

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Page 18
18 Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. júlí 2017 Frá því að eldgosasafnið Eldheimar opnaði hefur það notið mikilla vinsælda. Á safninu eru tvær sýningar, annarsvegar er saga Heimaeyjargossins 1973 sögð á áhrifamikinn hátt og hinsvegar er fræðslusýning um þrónu lífs í Surtsey, sem gaus 1963 – 67. Surtsey er einnig á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna fyrir sérstöðu sína. Það er greinilegt að áhugi erlendra ferðamanna á eldgosum er mikill. Frá opnun Eldheima fyrir tæplega 3 árum hafa hátt í 100.000 gestir heimsótt safnið. Flestir þeirra eða um 80% eru erlendir ferðamenn. Það styrkir áhrifin af Eldheimum að safnið er við rætur Eldfells, fjallsins sem varð til í náttúruham- förunum miklu 1973. Miðpunktur safnsins eru rústir húss er stóð við Gerðisbraut 10. Það á sér enga hliðstæðu í heiminum að jafn ungar gosminjar hafi verið grafnar upp. Með hjálp nýjustu margmiðlunar- tækni við hlið húsarústanna er gosnóttin 23. janúar 1973 rifjuð upp. Farið yfir hvernig það var fyrir um 5300 íbúa Vestmannaeyja að vakna við drunur eldgossins og flýja í skyndi heimili sín. Margir þeirra sáu þau aldrei aftur. Á fjórða hundrað hús og byggingar urðu hrauni, ösku og eldi að bráð. Fengið lofsamleg ummæli Safnið hefur fengið mjög lofsam- leg ummæli hvort sem er í fjöl- miðlum eða á Tripatvisor. Safnið hefur tekið við fjölda viðurkenninga s.s. Hönnunarverðlaunum ársins 2015. Það var einnig mikil viðurkenning fyrir safnið að The Guardian valdi það á lista yfir áhugaverðustu nýjungar á sviði ferðaþjónustu um víða veröld á sl. ári. Hönnuður Eldheima er Axel Hallkell Jóhannesson, honum hefur svo sannarlega tekist vel til. Arkitektúr hússins hefur vakið mikla athygli fyrir einstök frum- legheit. Byggingin á sér enga hliðstæðu. Það er hátt til loft og vítt til veggja og hægt að virða fyrir sér húsarústirnar frá ýmsum sjónar- hornum, frá svölum á annarri hæð eða brú sem liggur í gegnum bygginguna. Í safninu er einstaklega skemmti- legt rými fyrir veitingasölu og menningarviðburði. Útúr rýminu er gengið út á pall, með stórkostlegu útsýi yfir Vestmannaeyjar. Það er ánægulegt að segja frá því að þetta rými býður uppá einn besta hljómburð landsins. Nokkuð sem styrkir og eflir svo sannarlega mikilvægi og notagildi þessa rýmis. Arkitekt hússins heitir Margrét Kristín Gunnarsdóttir. Fyrir utan það að vera safn á heimsmælikvarða þá eru Eldheimar einnig menningarmiðstöð. Á safninu eru reglulega metnaðarfullir menningarviðburðir. Tónleikar, myndlistasýningar, bókmenntadag- skrár, m.m. Á komandi goslokahátíð verður að vanda líflegt í Eldheimum. Óperusöngvararnir Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Alexander Jarl Þorsteinsson verða með tónleika sem og Hrafnar. Listakonan Þórunn Bára verður með sýningu svo nokkuð sé nefnt. Síðustu helgina í október verður svo grísk menningarhátíð. Von er á grískum tónlistarmönnum, grískur matur verður fram borinn og Egill Helgason talar um kynni sín af Grikkjum og Grikklandi. Vestmannaeyjabær rekur fjögur söfn í Safnahúsi Vestmannaeyja, skjalasafn, listaverkasafn, ljós- myndasafn og bókasafn. Þeirra elst er Bókasafnið, stofnað 1862. Bókasafn Vestmannaeyja er eitt af stærri bókasöfnum landsins, með tæplega 100.000 bækur og tímarit, auk vaxandi safns hljóðdiska, hljómdiska, vhs-spóla og annars efnis af því tagi. Svo sem gjarna er í almenningsbókasöfnum eru nýjustu bækurnar vinsælastar og er reynt að kaupa 2-4 eintök af flestu því sem til vinsælda er fallið, s.s. skáldsögur, ævisögur, ljóðasöfn, alþýðlegar fræðibækur hvers kyns o.s.frv. Undanfarin ár hefur útlánum fækkað á safninu í takt við almenna fækkun á landsvísu en síðasta ár varð heldur betur breyting þar á. Árið 2016 var útlánaaukning upp á rúm 23% sem er þeim mun athyglisverðara að um 4% sam- dráttur var á sama tíma að meðaltali í útlánum almenningsbókasafna landsins. Eitt af því sem sérkennir Bókasafnið er að það býr við þá sérstöðu sökum landfræðilegrar stöðu sinnar að geta ekki vísað á önnur bókasöfn og þarf því að kaupa efni sem almennt er ekki mikil áhersla lögð á í almennings- bókasöfnum. Þannig eru vandaðar fræðilegar útgáfur á hinum ólíku fræðasviðum, tímarit á sérsviðum o.þ.h. keypt inn á safnið í nokkru mæli sem eykur gæði og fjölbreyti- leika. Undanfarin ár hefur verið lagður metnaður í að byggja upp átthagadeild safnsins, þ.e. bækur sem fjalla um Vestmannaeyjar eða eru eftir Vestmannaeyinga. Það safn telur nú á annað þúsund titla. Einnig eru hér fjölmörg sérsöfn sem ekki hafa runnið inn í megin- safnið. Meðal þeirra eru á annað hundrað bækur úr fórum Sveins Jónssonar, föður Júlíönu Sveins- dóttur eins mesta listamanns Eyjanna. Annað slíkt sérsafn eru tæplega tvö þúsund bækur Ingólfs Guðjóns- sonar frá Oddstöðum. Það eykur mjög gildi þessa safns að margar bókanna eru innbundnar af Ingólfi sjálfum sem var listabókbindari. Meðal þess sem Ingólfur hefur þaulsafnað og innbundið eru heildarsöfn Þórbergs og Halldórs Laxness í frumútgáfum auk bóka um þjóðleg fræði sem margar eru orðnar fágætar. Stærsta og merkasta sérsafn Bókasafns Vestmannaeyja er bókagjöf Ágústar Einarssonar prófessors. Með tilkomu þeirrar gjafar er Bókasafnið komið í hóp stærri fágætisbókasafna landsins. Meðal þeirra rösklega tvö þúsund bóka sem um ræðir eru allar biblíuútgáfurnar frá Guðbrandsbi- blíu 1584 að telja; Crymogea Arngríms lærða frá 1610; Íslend- ingabók Ara fróða og Kristni sagan báðar frá 1688; Heimskringla Snorra Sturlusonar í sex binda ritsafninu 1777-1826; frumútgáfur fyrstu bókar helstu skálda frá 18. og 19. öld; Fjölnir, Ný félagsrit, Íslensk sagnablöð og Minnisverð tíðindi, allt í heild sinni og í frumútgáfum. Elst er latínurit frá 1556. Margar bókanna eru aðeins til á fáeinum öðrum söfnum, sumar jafnvel á engu öðru safni. Fágætis- bókasafn Ágústar hefur gefið Vestmannaeyingum nýja sérstöðu á landsvísu og nú er unnið að því að koma því fyrir þannig að fyllsta öryggis sé gætt við varðveislu þess og um leið að unnt sé að kynna og sýna úr safninu eftir því sem tilefni gefast. Skjalasafn Vestmannaeyja var stofnað árið 1980 og eru í safninu vistuð um 700 hillumetrar af opinberum skjölum og persónu- legum einkagögnum einstaklinga úr Vestmannaeyjum. Meðal stærstu einkasafna eru gögn úr fórum sr. Jes Gíslasonar, Þorsteins Þ. Víglunds- son og Árna Árnasonar símritara. Árið 2012 var úrval úr verkum Árna Árnasonar gefið út í bókinni Eyjar og úteyjalíf en það sem ekki komst í bókina var gert aðgengilegt á heimaslod.is, vef um menningararf Vestmannaeyja. Á skjalasafninu eru varðveittar fágæta heimildir um sögu atvinnuþróunar og mannslífs í Vestmannaeyjum. Listaverkasafn Vestmannaeyja hýsir tæplega 700 listaverk sem hafa bæst við í safnið á síðustu tæpum 100 árum. Stærsti hluti safnsins eru vitaskuld málverk eftir okkar þekktustu Eyjalistamenn á borð við Júlíönu Sveinsdóttur, Guðna Hermansen, Engilbert Gíslason og Axel Einarsson. Þá er þar einnig að finna safn 36 listaverka eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval sem hjónin Sigfús og Jarþrúður Johnsen afhentu safninu árið 1967. Ljósmyndasafn Vestmannaeyja var fram undir 2012 með um 40.000 ljósmynda, þar af um helmingur ljósmyndir Kjartans Guðmunds- sonar. Sumar mynda Kjartans eru landsfrægar og má t.d. nefna ljósmyndir hans af Kötlugosinu 1918. Árið 2012 var hins vegar brotið í blað í sögu Ljósmynda- safnsins er fjölskylda Óskars Björgvinssonar afhenti gervalt safn hans. Áætlað magn er um 150.000 ljósmyndir og hafði safnið þar með margfaldast. En stærri urðu skrefin áður en varði. Tveimur árum síðar, eða 2014, var langstærsta ljósmynda- safn í sögu Vestmannaeyja, og a.m.k. eitt allrastærsta safn ljósmynda úr einkaeigu afhent er Sigurgeir Jónasson afhenti sjálfur ásamt fjölskyldu sinni a.m.k. fjórar milljónir ljósmynda. Við þau tímamót varð Ljósmyndasafn Vestmannaeyja eitt stærsta ljósmyndasafn landsins. Sigurgeir varð heimsfrægur er svo- nefndar eldingamyndir hans í Surtseyjargosinu birtust í öllum helstu blöðum heimsins undir lok árs 1963 og fyrrihluta árs 1964. Meginþorri mynda Sigurgeirs fjallar aðeins um eitt viðfangsefni – Vest- mannaeyjar – sem fyrir vikið á fágætan aðgang að eigin sögu. Atvinnusagan, mannlífsflóran, breyttir hættir hins daglega lífs, umhverfi sem var, hús sem eru horfin, í senn hversdagsheimur og stórviðburðir Eyjanna er allt óvenjulega aðgengilegt í 70 ára starfi eins manns. Á síðasta ári bættist enn við er um 1.000 teikningar Sigmunds Jóhannssonar voru formlega afhentar til viðbótar við um 10.000 teikningar hans sem þegar voru komnar í hús. Ekki þarf að hafa mörg orð um Sigmunds- teikningarnar, svo rótgrónar sem þær eru orðnar þjóðarsálinni. Í þessari stuttu samantekt kemur berlega í ljós að Safnahús Vest- mannaeyja hýsir margan gullmol- ann að því er tekur til menningar og sögu Vestmannaeyja og landsins alls. Á vegum Safnahúss og í samstarfi við Sagnheima, byggða- safn er leitast við að draga fram hið markverðasta með reglubundnum sýningum, dagskrám, ráðstefnum og hverju öðru sem að gagni mætti koma við að opna enn frekar aðgang að þeim perlum sem hér eru varðveittar. Í samstarfi Safnahúss og Sagnheima hefur á undanförnum árum verið boðið upp á 50-70 dagskráratriði og sýningar á ári hverju og vonumst við til að það samstarf megi halda lengi áfram – enda af nógu að taka þegar hugað er að menningararfi Vestmannaeyja í Safnahúsinu. Safnahús Vestmannaeyja :: Fjögur söfn undir hatti Vestmannaeyjabæjar: Meðal merkustu safna á landinu öllu í bókum, listaverkum og ljósmyndum kári Bjarnarson forstöðumaður kristín jóhannsdóttir forstöðukona Eldheimar vinsælasti viðkomustaður erlendra ferðamanna í Eyjum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.