Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Síða 22

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Síða 22
22 Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. júlí 2017 Eyjamaðurinn og fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, Hermann Hreiðarsson, var að sjálfsögðu staddur í Vestmanna- eyjum á meðan Orkumótinu stóð. Síðustu daga hefur Hermann verið að láta til sín taka á allt öðrum vettvangi en hann er vanur en hann mun fara með hlutverk í kvikmynd- inni Víti í Vestmannaeyjum. Þegar blaðamaður hitti Hermann á Týsvellinum var hann í óðaönn að undirbúa sig fyrir tökur en þessi mikli leikari gaf sér þó tíma til að ræða málin. „Ég er kvikmyndastjarna, ekki leikari,“ sagði Hermann auðmjúkur í upphafi viðtalsins. „Ég er kallaður „The Talent“ á settinu en það segir allt sem segja þarf.“ Aðspurður út í hlutverk sitt í kvikmyndinni var fátt um svör hjá Hermanni. „Ég veit eiginlega ekkert hvað ég má segja um þetta hlutverk en ég mun vera að leika sjálfan mig. En þetta er búið að vera alveg hrikalega skemmtilegt, ég er þakklátur og spenntur,“ sagði Hermann sem tók einmitt þátt í fyrsta pollamótinu á sínum tíma. „Lárus heitinn Jakobsson, sem stofnaði þetta mót, var búinn að vera að byggja upp spennu hjá okkur peyjunum allan veturinn og búinn að tala mikið um þetta áður en mótið var fyrst haldið. Að sjá hvernig þetta hefur vaxið og hvernig þetta mót hefur orðið stór hluti af íslensku íþróttalífi er bara frábært,“ sagði Hermann að lokum, í þann mund sem hann var kallaður á sett. Kvikmyndahópur Sagafilm er búinn að vera við tökur í Vestmannaeyjum frá 21. júní og ljúka tökum í Eyjum í dag, miðvikudag. Eftir það halda tökur áfram á höfuðborgarsvæðinu. Það eru alls kyns atriði sem eiga að gerast innandyra og auðveldara að setja slíkt upp í alvöru stúdíói. Fyrir og eftir Orkumótið einbeittu þeir sér að tökum þar sem landslag Eyjanna fékk að njóta sín, en mótsdagana nýttu þau til að fanga keppnina, fjörið og andrúmsloftið á mótinu. Jónas Sigurðsson í Orkumótsnefnd segir að tökur í Eyjum hafi tekist mjög vel og það hafi verið auðvelt að vinna með kvikmyndahópnum á mótinu sjálfu, því þau voru vel meðvituð um að ekki mætti raska mótinu á neinn hátt. „Það var mikið rætt um kvöldvök- una. Við ræddum kvöldvökuna á fararstjórafundi á miðvikudeginum, áður en kvöldvakan fór fram. Á fimmtudeginum sendum við líka bréf til allra fararstjóra, þjálfara og liðsstjóra sem voru á netfangalist- anum okkar og skýrðum út að kvöldvakan yrði æfing fyrir lokahófið. Það var rætt að það væri ekki viðeigandi að setja þessar upplýsingar á vefinn, heldur voru fararstjórar beðnir að koma þessum skilaboðum til allra í sínu félagi. Auðvitað hefðum við getað komið þessum skilaboðum betur frá okkur og Sagafilm verið með þéttari dagskrá á kvöldvökunni og biðjumst við afsökunar á því,“ sagði Jónas. Hann segir að kvöldvakan hafi gengið mjög vel. „Við fundum út alla hnökra, þannig að lokahófið gekk frábærlega fyrir sig. Sagafilm talaði um að fá fólk til að sitja lengur vegna upptöku þeirra af verðlaunaafhendingu sem verður í kvikmyndinni, en þetta gekk svo vel á lokahátíðinni að það þurfti ekki að bæta neinum tökum við og við kláruðum lokahófið á tíma. Við höfum aðeins fengið að skoða efni sem hefur verið tekið upp og það er alveg hægt að fullyrða að það er flottur fótbolti, landslag og glaðir og ánægðir strákar t.d. í skrúðgöngu, kvöldvöku og lokahófi. ÍBV þakkar öllum mótsgestum fyrir góða þátttöku í þessu einstaka verkefni. Þetta gekk vonum framar og bíðum við nú spennt eftir forsýningunni hér í Eyjum næsta vor,“ sagði Jónas að endingu. Víti í Vestmannaeyjum :: Tökum lýkur í dag: Flottur fótbolti, landslag og glaðir og ánægðir strákar í skrúðgöngu, kvöldvöku og lokahófi Ég er kvikmynda- stjarna, ekki leikari Einar KriStinn HElgaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Fálkarnir spila stórt hlutverk í myndinni. Hermann Hreiðarsson ásamt mótleikara sínum Íseyju Heiðarsdóttur. Vestmannaeyjameistaramót Íslands fór fram í síðustu viku, það hófst á fimmtudag og stóð fram á laugar- dag. Veður var gott mótsdagana, ekki síst á laugardaginn þegar Vestmannaeyjar skörtuðu sínu fegursta. Vestmannaeyjameistari karla var Örlygur Helgi Grímsson og kom það fáum á óvart. Í fyrsta flokki karla var Bjarni Þór Lúðvíksson í fyrsta sæti. Í öðrum flokki var Andri Steinn Sigurjónsson í fyrsta sæti, í þriðja flokki Karl Jóhann Örlygsson og þeim fjórða Guðmundur Ingi Jóhannesson. Vestmannaeyjameistari kvenna var Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir. Í fyrsta sæti með forgjöf var Ásta Björt Júlíusdóttir og í byrjendaflokki Birgitta Karen Guðjónsdóttir. Á efri myndinni eru meistararnir Jóhanna Lea og Örlygur Helgi. Á þeirri neðri má sjá alla vinningshafana. ÍBV og Víkingur R. mættust í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla á sunnudaginn þar sem Eyjamenn fóru með sigur af hólmi, 1:2. ÍBV lenti undir eftir 24. mínútna leik en þar var að verki Ivica Jovanovic. Alvaro Montejo Calleja, framherji ÍBV, jafnaði hins vegar metin eftir 36 mínútna leik og þannig var staðan í hálfleik. Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og voru færi á báða bóga. Það var hins vegar Arnór Gauti Ragnarsson sem innsiglaði sigur Eyjamanna með marki undir lok leiks og tryggði farseðilinn í undanúrslitin en hann hafði komið inn á sem varamaður á 76. mínútu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem hafði einnig komið inn á sem varamaður, laumaði boltanum skemmtilega inn á Arnór Gauta sem kláraði færi sitt með föstu skoti upp í þaknetið og þar með voru úrslitin ráðin. Í undanúrslitum fara Eyjamenn í Garðabæ þar sem þeir mæta Stjörnunni en í hinum leiknum mætast FH og Leiknir R. í Hafnar- firði. Leikirnir fara fram dagana 27. og 28. júlí. Golf | Örlygur Helgi og Jóhanna Lea Vestmannaeyja- meistarar í golfi Knattspyrna | Borgunarbikar karla :: Víkingur R. 1:2 ÍBV Eyjamenn komnir í und- anúrslit Borg- unarbikarsins :: Drógust á móti Stjörnunni í undanúrslitum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.