Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2017, Side 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. júlí 2017
Systurnar og landsliðskonurnar
Margrét Lára Viðarsdóttir og
Elísa Viðarsdóttir urðu báðar
fyrir því óláni að slíta krossbönd
fyrr á þessu ári, Elísa í landsleik
gegn Hollandi í apríl og Margrét
Lára í leik gegn Haukum fyrr í
sumar. Ljóst er að systurnar
munu báðar missa af EM í
Hollandi í sumar enda margra
mánaða endurhæfing fyrir
höndum. Í sjónvarpsþættinum
Leiðin á EM, í umsjá Eddu Sifjar
Pálsdóttur, sem sýndur var á
RÚV á dögunum ræddu þær
Margrét Lára og Elísa opinskátt
um meiðslin og þau áhrif sem
þeim fylgja. Kom þar m.a. fram
að Margrét Lára, sem af mörg-
um er talin besta íslenska
knattspyrnukonan fyrr og síðar,
óttaðist að ferill sinn kynni að
vera á enda. Blaðamaður ákvað
að setjast niður með þeim
Guðmundu Bjarnadóttur og
Viðari Elíassyni, foreldrum
Margrétar Láru og Elísu, og
ræða við þau um fótboltann,
lífið og þá hápunkta og lág-
punkta sem óhjákvæmilega
fylgja.
Á heimasíðu knattspyrnusambands-
ins segir að Margrét Lára hafi tekið
sín fyrstu skref með meistaraflokki
árið 2000, þá aðeins 14 ára gömul.
„Það getur alveg passað,“ segir
Viðar áður en Guðmunda grípur
orðið. „Heimir var þá að þjálfa
stelpurnar og það lá mikið á að fá
hana í fyrsta meistaraflokksleikinn
því þá yrði hún yngsti leikmaður í
sögu Íslands til að spila í meistara-
flokki.“ „Við reyndum eitthvað að
draga lappirnar þar sem okkur
fannst þetta fullsnemmt, hún væri
kannski ekki alveg komin með
þroskann til spila á móti meistara-
flokks leikmönnum
en þetta þróaðist
bara þannig að hún
var fengin til að
koma á æfingar og
svo náði þjálfarinn
að sannfæra okkur
um að það væri í
lagi að hún myndi
spila eitthvað.
Þetta sumar spilaði
hún svo sem ekki
mikið en fékk
smjörþefinn af þessu,“ bætir Viðar
við en á sama tíma var Margrét
Lára þegar farin að spila upp fyrir
sig með öðrum flokki.
Áhuginn var óstjórnlegur
Aðspurð hvenær þau hafi áttað sig á
því að Margrét Lára væri ef til vill
efnilegri en gengur og gerist í
boltanum segir Guðmunda það hafa
strax komið í ljós á sjötta aldursári
en þá var Margrét farin að spila
með fimmta flokki. „Hún var ekkert
venjuleg með boltann og þegar hún
byrjaði var ekki einu sinni til
flokkur fyrir þær, hana og Karítas
Þórarinsdóttur sem var einnig
ofboðslega góð.“
„Hún var alltaf svo áhugasöm,“
segir Viðar og tekur upp þráðinn.
„Hún var náttúrulega búin að alast
upp með bræðrum sínum sem voru
aðeins búnir að tuska hana til og
með þeim, ásamt öðrum krökkum,
fór hún á malarvöllinn að spila og
leika sér með bolta. Svo auðvitað
þegar hún fer að spila með yngri
flokkum og á þessum mótum þá sá
maður að hún hafði ákveðna
hæfileika og vilja, áhuginn var
alveg óstjórnlegur. Þótt maður segi
sjálfur frá þá vann hún oft leikina
upp á eigin spýtur, dró vagninn fyrir
liðið. Við vorum svo sem aldrei að
velta okkur beint upp úr því hvernig
þetta myndi þróast hjá henni, það
gat allt eins verið að hún myndi
hætta eftir eitt ár en hún hafði alla
burði til að gera góða hluti.“
„Þær voru man ég að spila með
jafnöldrum hans Sindra, krökkum
fæddum 82´og 83´ og fóru með
þeim á mót. Manni fannst þetta
svolítið skrítið því þetta var svo
svakalegt bil en hún varð bara hörð
upp úr þessu. Hún var þrumuð niður
alveg hægri vinstri en það var bara
áhuginn og viljinn sem rak hana
áfram, því ekki var hún há í
loftinu,“ bætir Guðmunda við.
Síðan þá hefur þessi mikli
markaskorari leikið 149 leiki með
meistaraflokki Vals og ÍBV og
skorað í þeim 216 mörk, leikið 117
landsleiki fyrir
Íslands og skorað í
þeim 77 mörk,
ásamt því að hafa
leikið í fjölda ára í
atvinnumennsku
bæði í Þýskalandi
og Svíþjóð. „Hún er
ótrúlegur marka-
skorari. Hún skoraði
t.d. mikið af
mörkum með Val á
tímabili en svo
hefur hún auðvitað alltaf skorað
mikið hvar sem hún spilar, hvort
sem það er með landsliðinu eða
félagsliði. T.d. þegar hún kom inn á
í sínum fyrsta leik með landsliðinu
þá var hennar fyrsta snerting mark,“
segja þau Viðar og Guðmunda um
ótrúlega tölfræði Margrétar Láru.
En vitið þið til þess að hún hafi átt
sér einhverja sterka kvenfyrirmynd
í boltanum? „Ég þori nú ekki alveg
að fara með það hvernig það var en
ég held að hún hafi bara litið upp til
þessa stelpna sem voru í meistara-
flokki á þessum tíma, Olgu Færseth
og Ásthildar Helgadóttur,“ segir
Viðar. „Svo hélt hún alltaf upp á
Manchester United og áttu þær sér
alltaf fyrirmyndir þar líka,“ bætir
Guðmunda við.
Meiðsli settu strik
í reikninginn
Árið 2006 heldur Margrét Lára út
til Þýskalands í atvinnumennsku
þar sem hún var á mála hjá MSV
Duisburg. „Við sáum það alveg að
hún ætti heima í þessum atvinnu-
bolta, hún hafði alla getu til þess.
Við sáum það alveg þegar við
fylgdumst með henni þarna úti að
hún stóðst alveg samanburð við
stelpurnar í þessum liðum, það var
ekki spurning,“ segir Viðar en
fljótlega varð Margrét fyrir því
óláni að meiðast og segir Guð-
munda það hafa sett strik í reikning-
inn. „Þarna var svo rosaleg grimmd
og harka og hún varð bara að mæta
á æfingu þótt hún væri meidd. Þetta
var fullmikið álag fyrir hana á
tímabili og hún réði ekki við það.“
Margrét kom því aftur heim til
Íslands og samdi við Val þangað til
hún hélt aftur út í atvinnumennsk-
una árið 2009. „Hún fer þá til
Linköping í Svíþjóð sem þá var eitt
af tveimur til þremur bestu liðunum
í Svíþjóð. Þar er hún líka að kljást
við ákveðin meiðsli sem gerðu
henni erfitt fyrir, hún var raunveru-
lega ein þarna og þetta var erfiður
tími fyrir hana. Þetta hefði
sennilega ekki verið neitt vandamál
hefði hún gengið heil til skógar en
hún gat hreinlega ekki verið í 100%
EM 2017 :: Guðmunda og Viðar, foreldrar Margrétar Láru og Elísu:
Það vill enginn hætta
nauðbeygður
:: Systurnar Margrét Lára og Elísa slitu krossbönd :: Markmiðið að komast aftur
á völlinn fyrir næsta tímabil
Einar KriSTinn HELGaSon
einarkristinn@eyjafrettir.is
Margrét er ótrúlegur markaskorari. Hún
skoraði t.d. mikið af mörkum með Val á
tímabili en svo hefur hún auðvitað alltaf
skorað mikið hvar sem hún spilar, hvort
sem það er með landsliðinu eða félagsliði.
T.d. þegar hún kom inn á í sínum fyrsta leik
með landsliðinu þá var hennar fyrsta
snerting mark,
”
Guðmunda Bjarnadóttir og Viðar Elíasson.