Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2017, Blaðsíða 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. júlí 2017
Þann 24. maí sl. brautskráðust á
fimmta hundrað nemendur úr
Tækniskólanum við hátíðlega
athöfn í Eldborgarsal Hörpu. 61
útskrifaðist úr Byggingatækni-
skólinn, 29 úr Handverksskól-
anum, 47 úr Raftækniskólanum,
66 úr Skipstjórnar- og Véltækni-
skólinn, 53 úr Upplýsingatækni-
skólanum, 54 úr Tæknimennta-
skólanum, 58 úr Flugskólanum,
24 úr Margmiðlunarskólanum,
54 úr Meistaraskólanum og 18
úr Vefskólanum. Þó nokkrir
Eyjamenn voru meðal útskriftar-
nema og hlutu fjórir þeirra
viðurkenningu fyrir góðan
námsárangur. Blaðamaður setti
sig í samband við nokkra
útskriftarnema og ræddi við þá
um námið og framtíðina.
Jónatan
Gíslason
Aldur: 35 ára.
Búseta: Reykjavík.
Í hverju varstu að útskrifast: Ég
var að útskrifast í rafeindavirkjun.
Hvað tók námið langan tíma:
Nám í rafeindavirkjun er þrjú og
hálft ár ( sjö annir). Fjórar annir í
grunndeild rafiðna og svo sérnám í
rafeindavirkjun sem er þrjár annir.
Það tók mig samt aðeins meira en
þessi rúmu þrjú ár. Ég tók Grunn-
deildina í Eyjum 2001 og byrjaði
svo í rafeindavirkjun í Iðnskóla
Reykjavíkur 2003. Ég tók mér pásu
2004 frá námi sem varð aðeins
lengri en ég ætlaði mér en byrjaði
aftur haustið 2015, var þá í skóla
samhliða vinnu þar til ég útskrifað-
ist.
Af hverju valdir þú þetta nám,
hafðir þú alltaf áhuga á því:
Rafeindatækni hefur alltaf heillað
mig eða frá því að ég var peyi og
fylgdist með pabba laga allskonar
rafmagnsdót heima. Ég var búinn
að ákveða að læra þetta þegar ég
var 16 ára og var nýbyrjaður í FÍV
og hef stefnt að því síðan að klára
það.
Myndir þú mæla með Tækniskól-
anum: Alveg klárlega. Mórallinn er
góður í skólanum, fín aðstaða og
fínir kennarar.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir
þig að hljóta viðurkenningu fyrir
góðan námsárangur: Fyrst og
fremst bara skemmtilegt að sjá að
það sem maður lagði á sig og
fjölskylduna hafi skilað einhverju.
Hvað tekur nú við: Ég hef starfað
hjá fyrirtæki sem heitir Friðrik A.
Jónsson ehf og stefni á að halda því
áfram. Friðrik A. Jónsson ehf er
með Simrad siglingar og fiskileitar-
tæki. Ég vinn á rafeindaverkstæðinu
þar við uppsetningu og viðgerðir á
allskyns rafeindabúnaði fyrir skip.
Stefnan er svo að fara í Rafiðnfræði
í HR einhvern tímann í náinni
framtíð.
.........................................................
Guðný
Charlotta
Harðardóttir
Aldur: 20 ára.
Búseta: Er í skóla í Reykjavík yfir
veturinn en kem svo til Vestmanna-
eyja yfir jól-, páska- og sumarfrí!
Í hverju varstu að útskrifast: Ég
var að útskrifast af Hönnunar- og
nýsköpunarbraut frá Tækniskól-
anum.
Hvað tók námið langan tíma:
Námið var eins árs undirbúnings-
nám fyrir háskóla.
Af hverju valdir þú þetta nám,
hafðir þú alltaf áhuga á því: Ég
valdi þetta nám af því ég var búin
að ætla mér að sækja um nám í
arkitektúr við Listaháskólann en
vantaði allan grunn og þess vegna
valdi ég Tækniskólann því hann
bauð upp á stutt og hnitmiðað nám.
Ég hef alltaf haft áhuga á fallegum
húsum og hef alltaf verið pínu
forvitin að sjá hvernig fólk raðaði
upp heima hjá sér en áhuginn fyrir
að vilja starfa sem innanhúss
arkitekt er tiltölulega nýtilkominn.
Síðan þegar lengra leið á námið þá
fór að vera smá ,,samkeppni” innan
bekkjarins þegar nær dró möppu-
skilum inn í LHÍ sem dreif mann
alveg áfram því það eru svo fáir
sem komast inn. Þá var maður farin
að drekka alveg í sig alla hönnunar-
söguna, allar aðferðirnar sem manni
var kennt til að skapa eitthvað og
kannski það mikilvægasta,
uppröðun og samsetningu.
Myndir þú mæla með Tækniskól-
anum: Já, ég myndi mæla með
honum. Hann býður líka upp á svo
fjölbreytt nám sem allir ættu að
kynna sér. Mín reynsla er sú að
kennslan sem ég fékk var ótrúlega
persónuleg og manni leið stundum
eins og maður væri að skapa og
teikna eitthvað með jafningjum
sínum. Kennslan var ekki þannig að
kennarinn talaði allan tímann og við
nemendurnir þurftum að þegja og
skrifa niður glósur af því sem
kennarinn sagði. Heldur vorum við
sett í vinnustofur með mjög góðri
vinnuaðstöðu og þar gat hver og
einn hugsað um sitt verkefni en
síðan gátum við líka verið öll
saman og myndað góðar umræður
tengt verkefninu.
Hvað tekur nú við: Ég sótti um í
arkitektúrinn í LHÍ eins og ég hafði
ákveðið eftir að hafa uppgötvað
þetta nám á Háskóladeginum, var
ein af fimmtán sem komst inn og
var ég mjög ánægð með það að vita
að ég hefði þann möguleika að geta
stundað þetta nám, því það eru svo
ótrúlega margir sem sækja um en
svo fáir sem komast inn. En þar
sem ég sótti líka um á hljóðfæra-
kennslubraut í LHÍ og komst inn
þar líka, þá ákvað ég að velja það
nám frekar.
.........................................................
Indíana
Auðunsdóttir
Aldur: 37 ára.
Búseta: Vestmannaeyjar á sumrin
og Reykjavík á veturna.
Í hverju varstu að útskrifast:
Húsasmíði (maí 2017) og hús-
gagnasmíði (des. 2016).
Hvað tók námið langan tíma: Ég
tók þessar tvær námsbrautir saman
og fékk eitthvað bóklegt metið,
raðaði frekar mörgum áföngum á
önn svo ég náði að klára báðar
brautirnar á fimm önnum, náði
einnig að henda inn auka áföngum í
tækniteiknun og málmsuðu.
Af hverju valdir þú þetta nám,
hafðir þú alltaf áhuga á því: Ekki
alltaf, ég kom heim til Íslands eftir
meistaranám í myndlist 2008 og
byrjaði að smíða og standsetja með
pabba. Það vatt svo upp á sig og ég
hef starfað við allskonar þannig
verkefni síðastliðin átta ár. Mér
finnst mjög gaman að smíða,
sérstaklega ef það hefur einhvern
skapandi þátt. Eftir að hafa bögglast
með grófvinnu verkfæri um allar
trissur þá dreymdi mig um að læra
fíngerðari vinnubrögð á góðum
verkstæðisvélum. Það meikaði líka
alveg sens að læra þetta bara
almennilega fyrst maður var farinn
að stússast í þessu. Húsgagnanámið
fyrir mér sameinaði svolítið
þjálfunina úr myndlistarnáminu og
reynsluna af smíðavinnu, það að
vanda sig við að smíða eigin hluti
er svo góð tilfinning.
Myndir þú mæla með Tækniskól-
anum: Já, það er bara mjög fínn
skóli. Námið er auðvitað þannig
uppbyggt að það henti líka ungu
fólki með litla starfsreynslu svo ég
varð alveg stundum frekar frú-
streruð hvað sumt var létt. En það
þýddi bara að maður gat vandað
verklegu verkefnin og gert þau
meira krefjandi fyrir sig. Það er
einnig frábært að hafa aðgang að
Útskrift Tækniskólans:
Þó nokkrir Eyjamenn útskrifuðust úr Tækniskólanum
:: Margt í boði í Tækniskólanum :: Allt frá húsasmiðum yfir í rafeindavirkja
Einar KriSTinn HELGaSon
einarkristinn@eyjafrettir.is
Jónatan Gíslason útskrifaðist úr rafeindavirkjun. Guðný Charlotta Harðardóttir var á Hönnunar- og nýsköpunarbraut.
Indíana Auðunsdóttir hefur nú bæði lært húsasmíði og húsgagnasmíði.