Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2017, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2017, Blaðsíða 16
S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s Eyjafréttir Opið Mán-fös kl. 7.30-21.00 / Lau. kl. 10-21 / Sun kl. 10-21 VöruVal góð Verslun í alfaraleið Ný tilboð vikulega. Heimsendingarþjónusta. Opið frá 7:30 - 21:00 virka daga og 10:00 - 21:00 um helgar. sex ferðir Á DAG: Frá Vestmannaeyjum kl. 8.30 / 11.00 / 13.45 / 16.00 / 18.45 / 21.00 Frá Landeyjahöfn kl. 9.45 / 12.45 / 14:45 / 17.10 / 19.45 / 22.00 SuShi frá Osushi kemur til okkar föstudaga kl. 17.30. Tökum niður pantanir! Á sunnudaginn kemur, 16. júlí verður boðið upp á afar áhugaverða dagskrá í Sagnheimum og Safnahúsi þar sem Zindri Freyr ásamt félögum úr Leikfélagi Vestmannaeyja flytja ljóðræna frásögn Sigfúsar Blöndals orðabókarritstjóra og Helga og Arnór flytja eigin lög og annarra við ljóð sr. Jóns Þorsteinssonar písarvotts. Að því loknu mun 34 bréfdúfum verða sleppt á Stakkagerðistúni til minningar um þá er voru drepnir í Tyrkjaráninu 1627. Á þessu ári eru rétt 390 ár frá þeim voðaatburði sem jafnan er nefndur Tyrkjaránið en dagana 16.-19. júlí árið 1627 komu að landi í Vest- mannaeyjum þrjú sjóræningjaskip og herjuðu á Eyjamenn. Undanfarinn áratug hafa félagar í Sögusetri 1627 minnst þessara atburða með margvíslegri dagskrá. Að þessu sinni verður dagskráin í Sagnheimum sunnudaginn 16. júlí nk. kl. 14.00 til 15.00. Zindri Freyr ásamt félögum úr Leikfélagi Vestmannaeyja flytja 100 ára gamla leikgerð Sigfúsar Blöndals um Drottninguna í Algeirsborg sem á fyrirmynd í Önnu Jasparsdóttur frá Stakkagerði í Vestmannaeyjum. Helga Jónsdóttir og Arnór Her- mannsson flytja eigin tónlist og annarra við hin fallegu ljóð séra Jóns Þorsteinssonar píslarvotts. Í lok dagskrár verður síðan gjörningur þar sem 34 bréfdúfum verður sleppt til minningar um þá 34 einstaklinga sem drepnir voru og oft vilja gleymast þegar rætt er um afleiðingar Tyrkja- ránsins fyrir Vestmannaeyjar. Sá þáttur dagskráinnar fer fram á Stakkagerðistúninu undir stjórn Ragnars Sigurjónssonar (Ragga Sjonna) og Bréfdúfnafélags Íslands. Í Einarsstofu verður komið upp tölvu í tilefni dagsins og mun Ragnar sýna hvernig er unnt að sjá flug bréfdúfn- anna aftur heim í tölvunni þar sem þær eru allar merktar með sérstökum sendi. Drottningin í Algeirsborg er ljóðræn frásaga eða leikrit er Sigfús Blöndal tók saman fyrir réttum 100 árum, 1917. Hún fjallar um örlög Ástu Eiríksdóttur sem var tekin höndum í Vestmannaeyjum í Tyrkjaráninu og flutt sem þræll til Alsír. Þar reis Ásta til æðstu metorða, varð drottning í Alsír, en hugur hennar var þó ávallt bundin heimahögunum í Vestmanna- eyjum. Fyrirmyndin að Ástu hét Anna Jasparsdóttir og bjó í Stakkagerði. Zindri Freyr tók að sér að stjórna leiklestri á þessari gömlu og merku frásögn og segist aðspurður hafa ætlað sér í upphafi að bjóða einfald- lega upp á hefðbundinn leiklestur. En verkið vatt heldur betur upp á sig og nú er það orðið miklu nær leiksýn- ingu en leiklestri. „Tyrkjaránið er einstakur kafli í sögu Vestmannaeyja og frásögnin færir atburðina beint til okkar, þar sem söguhetjan rifjar upp ævi sína í Eyjum og hvað tók við eftir að út var komið.“ Aðspurður um hvort verkið eigi enn erindi til nútímans segir Zindri: „Tvímæla- laust, því lýsingarnar og sú innsýn sem maður fær inn í örlög þeirra fjölmörgu Vestmannaeyinga sem voru fluttir sem þrælar alla leið til Afríku er einstök. Sem nemandi í guðfræði kom mér þó á óvart hversu sterk áhrif Lúthers eru og ríkjandi í öllu verkinu.“ Félagar í LV Zindri fékk félaga úr Leikfélagi Vestmannaeyja til liðs við sig. Burðarverkið er í höndum Thelmu Lindar Þórarinsdóttur en hún leikur Ástu, bæði sem eldri konu sem lítur yfir farin veg og sem yngri konu mitt í hinni skelfilegu atburðarrás. Albert Snær Thorshamar leikur karlhlut- verkin tvö, hann er fyrst Beiram, eigandi Ástu sem fer illa með hana og síðar Hússein, eiginmaðurinn góði sem kvænist henni. Á milli atriða flytja Helga og Arnór ljóð Jóns Þorsteinssonar píslarvotts við eigin lög og annarra. Aðspurður segir Zindri að þetta hafi verið skemmtileg áskorun og kærkomið tækifæri til að vinna með Leikfélagi Vestmannaeyja í sumar áður en hann fer aftur upp á fasta- landið til að ljúka námi sínu í guðfræði við Háskóla Íslands. Frumraun þeirra Bæði Thelma og Albert hafa leikið í Leikfélagi Vestmannaeyja en verkefni sem þetta er frumraun þeirra. Zindri bætir því við að frásögnin sé vel samin en ekki skipti minna máli að Thelma og Albert hafi lagt mikið á sig við undirbúninginn og að þau eigi hrós skilið fyrir metnaðinn sem þau hafi sýnt við að koma textanum sem best og áhrifaríkast til áhorfenda. „Það er vonandi að Eyjamenn fjölmenni á sunnudaginn því það verður væntanlega ekki boðið upp á þessa dagskrá nema einu sinni.“ Það er Sögusetur 1627 og SASS sem kosta dagskrána sem er haldin til minningar um Tyrkjaránið í Vest- mannaeyjum fyrir réttum 390 árum, 1627. Dagskráin er í samstarfi við Leikfélag Vestmannaeyja, Sagnheima og Bréfdúfufélag Íslands og er aðgangur ókeypis. :: Dagskrá til minningar um Tyrkjaránið: Einstakur kafli í sögu Vestmannaeyja og frá- sögnin færir atburðina beint til okkar :: Þar sem söguhetjan rifjar upp ævi sína í Eyjum og hvað tók við eftir að út var komið s. 481-1300 | frettir@eyjafrettir.is | www.eyjafrettir.is hEiM AÐ DYRuM - kr. 1.920 á mán. Með áskrift að Eyjafréttum færðu vikulegar fréttir, heim að dyrum, af öllu því helsta sem um er að vera í Vestmannaeyjum eða tengist Eyjum á einn eða annan hátt. Ekki nóg með það heldur getur þú einnig nálgast blaðið þitt á Eyjafrettir.is hvar sem þú ert í heiminum. Á vefnum færðu líka óhindraðan aðgang að nýjustu fréttum frá Eyjum um leið og þær gerast. NETÁSKRiFT - kr. 1.490 á mán. Með netáskrift að Eyjafréttum ertu alltaf með blaðið við hendina. Þú færðu aðgang að blaði Eyjafrétta á Eyjafrettir. is þegar þér hentar, hvar sem þú ert í heiminum. Á vefnum færðu líka óhindraðan aðgang að nýjustu fréttum frá Eyjum um leið og þær gerast. Vertu með á nótunum og skráðu þig í áskrift núna á eyjafrettir.is eða í síma 481-1300. ÞÚ FÆRÐ MEiRA ÁSKRiFTÍ Te ik ni ng : Ja ko b Sm ár i E rl in gs so n

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.