Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2017, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2017, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. júlí 2017 Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur kl. 20:00 Biblíu- og bænastund. Föstudagur kl. 20:30 AA fundur. Sunnudagur kl. 11:00 Samkoma, Lilja Óskarsdóttir prédikar. Allir velkomnir í kaffi og spjall eftir á. Allir hjartanlega velkomnir. Eyjamaður vikunnar Ef ég sé krúttleg dýr, þá langar mig að teikna þau Myndlistarmaðurinn Sunna Einarsdóttir var með sýningu í anddyri Hótels Vestmannaeyja sem vakti mikla lukku á nýafstaðinni Goslokahátíð. Sunna, sem er að halda sína aðra sýningu, er einungis 12 ára gömul og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér á sviði mynd- listar. Sunna er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Sunna Einarsdóttir. Fæðingardagur: 27. nóv 2004. Fæðingarstaður: Reykjavík. Fjölskylda: Pabbi heitir Einar Björn, mamma heitir Bryndís, systir mín Margrét Íris og bróðir minn Dagur. Draumabíllinn: Ferrari, glimer bleikur. Uppáhaldsmatur: Kjötsúpan hennar ömmu. Versti matur: Svið og skata. Uppáhalds vefsíða: Ég er mikið að nota snapchat og instagram. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Popp og mamma og Margrét að syngja, þær eru svo mega falskar. Aðaláhugamál: Fótbolti, teikna og vera með vinum mínum. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Alexis Sanchez. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Albir og Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Arsenal og ÍBV, uppáhalds íþróttamenn eru auðvitað Mikkel, Margrét systir, Dagur og Sísí Lára. Ertu hjátrúarfull/ur: Nei. Stundar þú einhverja hreyfingu: Fótbolta og handbolta. Uppáhaldssjónvarpsefni: Skemmtilegar myndir. Hefur þú alltaf haft áhuga á myndlist: Já, eiginlega. Verkin hafa vakið mikla athygli og ekki síst fyrir þær sakir að listamaðurinn er einungis 12 ára. Er ekki gaman að fá viðurkenn- ingu fyrir listina sína: Jú, geggjað. Seldust einhver verk: Já, um 50 myndir á Goslokunum. Ég vill þakka öllum þeim sem keyptu myndir. Hvaðan færðu þinn innblástur: Ef ég sé krúttleg dýr, þá langar mig að prófa að teikna þau. Sunna Einarsdóttir er Eyjamaður vikunnar SiGurður BraGaSon Er 40 ára í daG. Sigurður verður að heiman og fagnar afmælinu í faðmi fjölskyldunnar í heitum potti í Biskupstungum. Til hamingju með daginn, Siggi minn. Kveðja, tengdó Til hamingju með daginn Sr. Sigfinnur Þorleifsson, fyrrum sjúkrahúsprestur, mun leysa af í Landakirkju næstu 10 daga en sr. Guðmundur Örn er í sumarfríi og sr. Viðar verður erlendis. Sr. Sigfinnur verður til staðar á auglýstum viðtalstímum og verður tengdur við vaktsíma Landakirkju en Viðar kemur aftur til starfa 20. júlí. Þá mun sr. Sigfinnur einnig leiða guðsþjónustu komandi sunnudags þar sem þátttakendur á norrænu móti KFUM&KFUK munu taka virkan þátt. Prestar Landakirkju vilja koma á framfæri kærum þökkum til sr. Sigfinns fyrir að hlaupa í skarðið. Fréttatilkynning Sr. Sig- finnur leysir af í Landa- kirkju Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Landakirkja Fimmtudagur 13. júlí Kl. 15:00 Norrænt mót KFUM og KFUK hefst í Vestmannaeyjum og stendur fram til þriðjudagsins 18. júlí. Rétt um 140 manns taka þátt í mótinu og koma frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum og Íslandi. Kl. 20:00 Æfing Kórs Landakirkju. Sunnudagurinn 16. júlí Kl. 11:00 Guðsþjónusta þar sem þátttakendur í norrænu móti KFUM og KFUK verða fyrirferðamiklir. Lesnir verða lestrar á norrænum tungum og verður tónlistin með æskulýðsblæ. Létt guðsþjónusta sem sr. Sigfinnur Þorleifsson leiðir en hann leysir þá sr. Guðmund Örn og sr. Viðar af þessa dagana. Miðvikudagurinn 19. júlí Kl. 11:00 Helgistund á Hraun- búðum. Kl. 20:00 Orgeltónleikar með rússnesku orgelsnillingunum Denis Makhankov og Dina Ikhina. Kirkjur bæjarins: Rapptvíeykið Úlfur Úlfur hefur verið ein vinsælasta hip-hop hljómsveit landsins síðustu ár og ættu því að vera flestum kunnugir. Eftir vel heppnaða útgáfuplötu þeirra ‘Tvær plánetur’ árið 2015 hafa drengirnir verið ansi sýnilegir í íslenskri, og nú nýverið evrópskri tónlistarflóru og hafa verið iðnir við tónleikahald. Veturinn 2016 lokuðu þeir sig af við skriftir og úr varð nýjasta plata þeirra ‘Hefnið okkar’ sem kom út nýverið. Strákarnir koma fram á Háaloftinu þann 21. júlí sem partur af túr þeirra um landið og búast má við algjörri veislu fyrir augu og eyru. Húsið opnar kl. 21.00. Verð miða er kr. 3.000,- í forsölu sem hefst í Tvistinum á fimmtudag. En kr. 4.000,- við hurð. Borðapantanir (eftir miðakaup) eru hjá Tótu í síma 846-4086. Fréttatilkynning. Úlfur úlfur á Háaloftinu 21. júlí Dagana 13.til 18. júlí sækja Eyjarnar heim tæplega 140 þátttakendur í norrænu móti KFUM og KFUK félaganna í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum og Íslandi. Vanalega hafa þessi mót verið haldin í sumarbúðum félagana en vegna góðrar þátttöku Vest- mannaeyinga í gegnum árin og til að brydda upp á nýjungum var ákveðið að halda mótið í þessari paradís sem Vestmannaeyjar eru. Yfirskrift mótsins er “Feel the Nature” og passar það því vel við Eyjarnar. „Mótsgestir fá að upplifa Eyjarnar með sem bestum hætti ásamt því að læra um Guð, náttúruna sem Hann skapaði og hvernig bera eigi virðingu fyrir sköpunarverkinu,“ segir Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi Landakirkju og starfsmaður KFUM og KFUK á Íslandi. „Farið verður í bátsferðir, Eldheima og sunnudaginn 16. júlí fara allir mótsgestir í þrautaleikinn „Upplifðu Vestmannaeyjar“ þar sem farið verður út um alla Heimaey og þrautir leystar.“ Það er heiður fyrir KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum að vera eiginlegir gestgjafar mótsins en mótið er undirbúið af mótsnefnd sem samanstendur af starfsmönnum KFUM og KFUK á Íslandi, þar með talið Gísla Stefánssyni æskulýðsfulltrúa Landakirkju og Þresti Árna Gunnarssyni fjármála- stjóra KFUM og KFUK á Íslandi en hann er einmitt gamall Vestmanna- eyingur. KFUM&KFUK heldur norrænt mót í Eyjum 13.-18. júlí Feel NatureThe www.kfum.is/nordiccamp

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.