Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 28.02.2018, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 28.02.2018, Side 8
8 - Eyjafréttir Miðvikudagur 28. febrúar 2018 Heildarfjöldi seldra eigna í Vestmannaeyjum árið 2017 var 105 eignir, það er 64 íbúðir í fjölbýli og 41 einbýli. Þetta er yfir meðaltali síðustu ára, því það hafa verið á milli 80 til 90 eignir seldar á ári, síðustu ár. Árið 2017 var því gott söluár í Eyjum. Ekki er mikið af eignum til sölu eins og er en markaðurinn er samt sem áður virkur. Helgi Bragason lögfræðingur og fasteignasali fræddi okkur um stöðuna á fasteignamarkaðinum í Vestmannaeyjum. Ennþá talsvert undir meðalfermetraverði Helgi sagði að meðalverð á íbúðum í Eyjum í fjölbýli hafi hækkaði úr 160 þúsund árið 2016 í 185 þúsund árið 2017. En að meðalverð á einbýli hafi staðið í stað, eða um 170 þúsund. „Yfirleitt er meðal- fermetraverð minni eigna hærra en stærri eigna,“ sagði Helgi. Meðal- fermetraverð í Reykavík er um 430 þúsund og á Akranesi, Akureyri, Reykjanesbæ og Árborg er það á bilinu 250 - 290 þúsund. „Við erum því ennþá talsvert undir meðal- fermetraverði í stærri sveitar- félögum,“ sagði Helgi. Virkur leigumarkaður er nauðsynlegur fyrir samfélagið Fasteignaverð í Vestmannaeyjum hefur hækkað talsvert þó við séu enn undir meðalverði. En leigu- markaðurinn er virkari og öruggari fyrir leigutaka. „Það sem ég hef séð helst er að það eru komin leigufélög hér inná markaðinn sem eru að fjárfesta í íbúðum og hefur það haft áhrif til hækkunar og að minna er til af eignum og þær hafa selst hraðar. Ég tel innkomu leigufélaga jákvæða að því leyti að það verður virkari leigumarkaður og meiri möguleiki fyrir fólk að fá langtímaleigu. Áður var leiga bundin því að leigja eignir til skamms tíma og þær þá oft í sölumeðferð samtímis sem skapaði óöryggi fyrir leigutaka. Virkur leigumarkaður er nauðsynlegur fyrir samfélagið. Leiguverð hefur hækkað í samræmi við verðlagsþró- un og meðalleiguverð á þriggja herbergja íbúð í dag er um 140.000 þús en er misjafnt eftir gæðum, staðsetningu og fleiru. Leigumark- aðurinn er og hefur verið þannig að það er erfitt að fá húsnæði á vorin og sumrin, einkum stærra húsnæði en tilkoma leigufélaga gerir það að verkum að meira framboð er af minna húsnæði,“ sagði Helgi. Nýbyggingar toga verð uppá við Það er talsvert mikið af nýbygg- ingum og talsvert af nýjum íbúðum að koma inná markaðinn. „Fer- metraverð á nýju íbúðunum er í takti við nýbyggingarverð. Það er jákvætt að menn séu að byggja en ég hef trú á að það muni toga verð uppá við, “ sagði Helgi að lokum. Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil uppbygging á sér stað í Vestmannaeyjum. Margir fermetrar hafa verið byggðir og það má segja að allar tegundir af byggingum séu í framkvæmd og mörg spennandi verkefni í vinnslu. Það má því áætla að nóg sé um að snúast hjá skipulags- og byggingarfulltrúa bæjarins. Sigurður Smári Benónýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar sagði að síðustu ár hafi verið annasöm á byggingarsviðinu. „Það má segja að allar tegundir af byggingum séu í framkvæmd. Atvinnuhúsnæði, fjölbýli, einbýli, sumarhús og töluvert magn í endurbyggingu eins og sést sunnan við Vigtartorgið,“ sagði Sigurður Smári. Ekkert laust til úthlutunar miðsvæðis Sigurður Smári sagði að nú væru um 30 íbúðir í byggingu á um 4000m2, „sumt í eigu einstaklinga annað í eigu byggingarfélaga. Það er annað eins magn íbúða í undirbúningi en misjafnlega langt komið í ferlinu.“ Aðspurður sagði Sigurður Smári að nú væru um 50 lóðir lausar til umsóknar. „Þessar lóðir eru flestar í vesturbæ, nokkrar í austurbæ en ekkert er laust til úthlutunar miðsvæðis.“ Þörf fyrir nýtt íbúðarhúsnæði Sveitafélagið er að undirbúa kynningarefni fyrir nýtt aðalskipu- lag (2015-2035) sem verður auglýst á næstunni og kynningarfundir haldnir í framhaldi af því. „Í þessari skipulagstillögu er m.a. fjallað um þörf fyrir nýtt íbúðarhúsnæði á skipulagstímabilinu, íbúaþróun skoðuð, lögð fram íbúaspá þar sem talið er að íbúar sveitafélagsins geti orðið um 5.100 við lok skipulags- tímabilsins árið 2035. Þessar tölur gefa okkur þörf fyrir 340 nýjar íbúðir á skipulagstímabilinu ef miðað er við að fjöldi íbúa í íbúð verði um 2,5,“ sagði Sigurður Smári að lokum. Sigurður Smári Benónýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi: Síðustu ár hafa verið annasöm á byggingarsviðinu :: Þörf á 340 nýjum íbúðum á næstu sautján árum :: 50 lóðir lausar til umsóknar SARA SJöfN GREttISdóttIR sarasjofn@eyjafrett ir. is Helgi Bragason lögfræðingur og fasteignasali Leigufélög hafa haft áhrif til hækkunar :: Árið 2017 var gott söluár :: Nýjar íbúðir í takti við nýbyggingarverð Lykiltölur í byggingariðnaði 2004 – 2017 - Vestmannaeyjabær Samþykkt byggingaráform byggingarnefndar frá 1 jan. 2004 til 1 jan. 2018. Tölurnar taka til • Nýbygginga • Viðbygginga • End rbygginga • 2004 – 1.703,50m2 • 2005 – 1.812,90m2 • 2006 – 4.171,40m2 • 2007 – 4.714,10m2 • 2008 – 4.915,60m2 • 2009 – 6.705,90m2 • 2010 – 6.866,60m2 • 2011 – 7.239,40m2 • 2012 – 7.735,40m2 • 2013 – 7.829,30m2 • 2014 – 8.026,30m2 • 2015 – 11.785,20m2 • 2016 – 15.820,30m2 • 2017 – 11.577,10m2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 m2 Íbúðasvæði nýrrar aðalskipulagstillögu.Framkvæmdir í fullum gangi við Ægisgötu. Íbúafjöldi í Vestmannaeyjum 2000-2016 miðað við 1. janúar ár hvert. Samþykkt byggingaráform 2004 til 2017 í þúsundum fermetra. Tölurnar taka til nýbygginga, viðbygginga og endurbygginga.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.