Fréttir - Eyjafréttir - 28.02.2018, Síða 12
12 - Eyjafréttir
Rosalega mikið stuð
og alltaf gaman að
fara á skátamót
Í liðinni viku héldu skátarnir uppá 80
ára afmælið sitt og skólalúðrasveitin
uppá 40 ára afmæli. Eva Sigurðar-
dóttir er ein af þeim sem er partur af
báðum hópum. Hefur verið skáti í
tvö ár og spilar í lúðrasveitinni. Eva
er Eyjamaður vikunnar.
Nafn: Eva Sigurðardóttir.
Fæðingardagur: 18. febrúar 2004.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Mamma mín heitir
Anna Lilja, pabbi minn heitir
Sigurður Ingi og svo heitir stóra
systir mín Ragnheiður Sigurðar-
dóttir.
Uppáhalds vefsíða: YouTube.
Aðaláhugamál: Sund.
Uppáhalds app: Snapchat.
Hvað óttastu: Drauga.
Mottó í lífinu: Koma fram við aðra
eins og þú vilt að það sé komi fram
við þig.
Hvaða mann/konu myndir þú
vilja hitta úr mannkynssögunni:
Langömmu mína sem ég er skírð í
höfuðið á.
Hvaða bók lastu síðast: Hjálp eftir
Þorgrím Þráinsson.
Uppáhalds íþróttamaður og
íþróttafélag: Ég á ekki uppáhalds
íþróttamann og ÍBV!
Ertu hjátrúarfull: Já, mjög.
Stundar þú einhverja hreyfingu:
Já, ég æfi sund.
Uppáhaldssjónvarpsefni:
Sakamálaþættir.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Eurovision lög.
Á hvaða hljóðfæri spilar þú í
lúðrasveitinni: Þverflautu.
Hvenær byrjaðir þú að æfa og
hversu lengi ertu búin að vera í
lúðró: Ég er búin að vera í henni í
fjögur ár, held ég.
Hvenær byrjaðir þú í skátunum:
Ég held að ég hafi byrjað snemma,
árið 2016.
Hvað er það skemmtilegasta við
að vera skáti: Það er bara svo
rosalega mikið stuð og svo er alltaf
gaman að fara á skátamót.
eyjAmAður vikunnAr frAmundAn:mest lesið á eyjAfrettir.is
Lágkúruleg aðför
góða fólksins
Þetta finnst mér
Er Vegagerðin að
fokka í okkur?
Uppstilling hjá Sjálf-
stæðisflokknum
Pítsa á Bárustíg og
Gott í Reykjavík
Eyjamenn kunna að
hafa gaman
Nafnið Herjólfur fékk
afgerandi kosingu
Dýpkun að hefjast í
landeyjahöfn
Samgöngur á sjó
Yfirlýsing frá
Eyverjum
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
föstudagur 2. mars
----------------------------------------------------------
16:30 - Safnahús
Ganga á alþjóðlegum bænadegi
kvenna. Gangan hefst við Safna-
húsið og endar í Landakirkju
laugardagur 3. mars
----------------------------------------------------------
17:00 - Eyjabíó
Lói: Þú Flýgur Aldrei Einn
19:00 - Eyjabíó
Black Panther
21:45 - Eyjabíó
Game Night
23:59 - Höllin
Ball með Brimnes
sunnudagur 4. mars
----------------------------------------------------------
11:00 - Landakirkja
Sunnudagaskóli í Landakirkju í
umsjón Leó Snæs og sr. Viðars.
Saga, söngur og gleði.
14:00 - Landakirkja
Guðsþjónusta í Landakirkju. Sr.
Viðar prédikar og þjónar fyrir altari.
Kór Landakirkju syngur undir
stjórn Kitty Kovács
15:00 - Landakirkja
Aðalfundur Kvenfélags Landa-
kirkju í safnaðarheimilinu.
17:00 - Eyjabíó
Lói: Þú Flýgur Aldrei Einn
19:00 - Eyjabíó
Game Night
20:00 - Landakirkja
Fundur hjá ÆsLand - æskulýðs-
félagi KFUM&K og Landakirkju í
Vestmannaeyjum
21:15 - Eyjabíó
Black Panther
Miðvikudagur 28. febrúar 2018
Miðstöðin stendur á gömlum
merg, verður 80 ára árið 2020
og hefur reksturinn sennilega
aldrei verið öflugri en núna. Í
allt eru 13 á launaskrá auk
verktaka sem eru kallaðir inn
þegar mikið liggur við. Mikið
hefur verið að gera undanfarin
ár, er enn og ekki að sjá nokkra
breytingu þar á. Miðstöðin er
bæði pípulagningaverkstæði
og alhliða byggingavöruversl-
un og er vöxtur í báðum
deildum.
Þetta kemur fram í samtali við
Dadda Mar (Bjarna Ólaf Marinós-
son) framkvæmdastjóra og Björgvin
Hallgrímsson, fjármálastjóra. Báðir
eru tiltölulega nýir í sínum störfum
en hafa lengi unnið í Miðstöðinni.
Daddi tók við af föður sínum,
Marinó Sigursteinssyni og eru þeir
þriðji og fjórði ættliðurinn í
fyrirtækinu.
„Já, við erum 13 á launaskrá, sjö
píparar og sex í versluninni. Einnig
erum við með þrjá verktaka til að
aðstoða okkur í stærri verkum. Allt
eru þetta vanir menn og flestir með
réttindi,“ sagði Björgvin. „Við erum
með fjóra pípulagningameistara,
fjóra sveina og tvo verkamenn sem
hafa mikla reynslu af pípulögnum.“
Fjölbreytt verkefni
Daddi segir þetta styrk fyrir
fyrirtækið og verkefnin eru
fjölbreytt. „Við erum í lögnum fyrir
bæinn og HS Veitur sem eru í
miklum framkvæmdum. Bærinn að
endurbæta fráveitukerfið og HS
Veitur að tengja Sjóvarmadælustöð-
ina sem er mjög spennandi
verkefni,“ sagði Daddi.
„Það eru alltaf stanslaus verkefni
hjá Ísfélaginu og Vinnslustöðinni
og alltaf tveir fastir menn á hvorum
stað,“ bætir hann við. „Við höfum
komið að öllum stærstu verkefn-
unum hjá stöðvunum.“
Og hjólin halda áfram að snúast
og næsta stóra verkefni er uppbygg-
ing nýs fiska- og hvalasafns á fyrstu
hæð Fiskiðjunnar og austan við
hana. Þar verður Miðstöðin meðal
verktaka. „Það verður vonandi
skrifað undir í mars við enska
fyrirtækið Merlin Entertainment
sem ætlar meðal annars að flytja
hvali frá Kína og koma upp aðstöðu
fyrir þá hér. Við höfum verið í
sambandi við Derek, í samvinnu
með Mannvit, sem er verkefnastjóri
hjá Merlin Entertainment og er
áætlað að afhenda hvalina í mars
2019. Framkvæmdum hér á að vera
lokið í nóvember nk. og þá koma
Bretarnir í lokafráganginn,“ segir
Daddi.
Verkefni út um allan bæ
Björgvin og Daddi segja að þó þeir
starfi mikið fyrir stóru fyrirtækin og
Vestmannaeyjabæ séu viðskiptin
við einstaklinga hryggjarstykkið í
starfseminni. „Já, við erum út um
allan bæ og erum að sinna upp í tíu
verkefnum á dag. Án viðskipta við
hinn almenna bæjarbúa hefði
fyrirtækið ekki gengið,“ segir
Björgvin.
„Við komum líka að stærri
framkvæmdum einstaklinga og
fyrirtækja, eins og byggingu
íbúðanna á Vigtarhúsinu og í
Goðahrauninu, gamla verslunarhús-
inu þar sem er verið að útbúa
leiguíbúðir,“ segir Daddi.
Daddi er enginn nýgræðingur í
Miðstöðinni. Byrjaði fyrst árið
1989 en tók sér hlé á meðan hann
var í námi í Danmörku og eftir það
hafði hann viðkomu hjá Vest-
mannaeyjabæ. Hann þekkir því
taktinn í starfinu og hann segir nóg
fram undan. „Þegar ég byrjaði var
talað um fyrir og eftir vertíð sem
markaði að einhverju leyti verk-
efnastöðuna. Það hefur ekkert
breyst en er nú jafnara. Og allt fer
þetta í hring og nú segist pabbi vera
að klára verk eftir pabba sinn, afa
Didda, sem var örugglega að klára
eftir pabba sinn.“
Mikið byggt
Þeir félagar eru sammála um að
mikið hafi verið byggt á undan-
förnum árum og mun meira en á
árunum í kringum aldamótin.
„Húsin við Litla Gerði voru einu
húsin sem byggð voru á löngu
tímabili en nú er mikið byggt og
mikið að gera hjá iðnaðarmönnum,“
segir Daddi. „Það er með pípu-
lagnir eins og annað að allt gengur í
hringi þannig að ég óttast ekki
framtíðina. Allt hefur sinn líftíma
og lagnir eru í stöðugri framþróun.
Ég sé því ekki annað en áframhald-
andi góða verkefnastöðu.“
Björgvin, sem sér stöðuna ekki
síður í gegnum verslunina segist
hafa góða tilfinningu fyrir komandi
árum. „Þar erum við að sjá
aukningu á milli ára í kaupum á
tækjum í baðherbergi, gólfefnum og
málningu. Fyrirtækið stendur enn á
sama grunni og það var stofnað á
árið 1940. Miðstöðin er ekkert án
viðskiptavina og við viljum halda
því góða samstarfi sem við höfum
átt við þá. Á því byggist framtíð
fyrirtækisins og okkar sem hér
vinnum,“ sagði Björgvin.
Miðstöðin :: Fjórða kynslóðin tekin við rekstrinum:
Þau stóru skipta máli en viðskipti ein-
staklinga hryggjarstykkið í starfseminni
:: Út um allan bæ og sinna upp í tíu verkefnum á dag :: Fjölbreytt verkefni
Öflugur hópur hjá Miðstöðinni og flestir með réttindi.
Eva Sigurðardóttir
er Eyjamaður vikunnar