Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 28.02.2018, Qupperneq 16

Fréttir - Eyjafréttir - 28.02.2018, Qupperneq 16
pistillinn Opnunartími / mánudaga-föstudaga kl . 7.30-21.00 / um helgar kl . 10-21 góð verslun í alfaraleið Ný tilboð vikulega Heimsendingarþjónusta. sushi frá Osushi kemur til okkar föstudaga kl. 17.30. tökum niður pantanir! vetraráætlun herjólfs *áætlun getur tekið breytingum – nánar á saeferdir.is vestmannaeyjar - þorlákshöfn alla daga 08:00 15:30 þorlákshöfn - vestmannaeyjar alla daga 11:45 19:15 Nánari upplýsingar á Marmari.is | sími 861 3886 | palmi@psr.is Við fl ytjum inn hágæða marmara, granít og aðra eðalsteina milliliðalaust frá stærsta marmara- svæði heims, Carrara á Ítalíu og náum þannig gæðavöru á góðu verði. Eldhús í Eyjum hjá Berglindi og Sigurði. Fanntófell ehf. | Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is · Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré. · Mikið úrval efna, áferða og lita. · Framleiðum eftir óskum hvers og eins. · Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði. BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Fyrir ekki mjög löngu síðan var ég spurður að því hvort ég ætlaði að halda áfram að búa í Vestmanna- eyjum. Ástæðan, að ekki aðeins voru allir ungarnir flognir úr hreiðrinu heldur enginn þeirra búandi í Eyjum. Ég svaraði hiklaust játandi og þrátt fyrir að hafa velt spurningunni fyrir mér síðan er svarið hið sama. Ég og frú Þorsteina erum ekki á förum. Ástæðurnar eru nokkrar enda jákvæðu hliðarnar fleiri en hinar neikvæðu og þar skorar fólkið hæst, því það er sama hvað hver segir, Eyjamenn eru skemmtilegir og eru lítið fyrir að flækja hlutina. Eitthvað sem hentar mér, verandi frekar hrekklaus og einföld sál. Það er ótrúleg orka í þessu samfélagi okkar sem Eyjafréttir hafa endurspeglað frá árinu 1974 og eiga vonandi eftir að gera um ókomna tíð. Orkan birtist okkur í menningar- og félagslífi, atvinnu- lífi og íþróttum þar sem ÍBV- íþróttafélag flýgur flestum félögum hærra þessa dagana. Hér er líka metnaður í rekstri stofnana og skólarnir eru að aðlaga sig nýjum tímum. Eins og kemur fram í blaðinu í dag hefur mikið verið byggt hér síðustu ár og nú eru fleiri íbúðahús í byggingu en nokkurn tímann sem sýnir að ungt fólk hefur trú á framtíð Vestmannaeyja. Þá má ekki gleyma hvað hér er stutt í allt og gott aðgengi að starfsfólki opinberra stofnana, hjá bænum og í bönkunum. Eigi maður erindi við þær allar er hægt að græja það á einum klukkutíma eða tveimur. Þegar maður er kominn á þann aldur að vera hættur að vinna er fróðlegt að skoða hvað það er sem skiptir máli. Þar er fjölskyldan auðvitað efst á blaði og sú þjónusta sem stendur fólki til boða þegar kemur á efri árin. Þar virðast Vestmannaeyjar vera á pari við það besta sem býðst og þó heilbrigðisþjónustan mætti vera betri er til staðar sjúkrahús og fært starfsfólk til að græja hlutina ef eitthvað bjátar á. En þessu fólki þarf að skapa betri tækifæri til að takast á við erfiðari tilfelli og hér eiga konur að geta fætt börn sín með fullu öryggi. Samgöngur er mála málanna þar sem flugið sem valkostur hefur algjörlega gleymst. Við höfum einblínt á sjóleiðina og vonandi sjáum við fram á betri tíð með nýju skipi í haust. Krafan er svo að haldið verði áfram að gera Landeyjahöfn að því sem lagt var upp með, að vera heilsárshöfn. Í þessu samfélagi vil ég búa. Hér vil ég búa ómar Garðarsson omar@eyjafrett ir. is Stimplar Ýmsar gerðir og litir Eyjafréttir Strandvegi 47 | S. 481 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.