Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2018, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2018, Blaðsíða 9
Eyjafréttir - 9Miðvikudagur 26. júní 2018 Það er á þessum tíma ársins sem flestir Eyjamenn fara að huga að fyrstu helginni í ágúst. Það eru 37 dagar í að Eyja- menn og aðrir gestir flykkjast niður í Herjólfsdal til að hefja Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Ómissandi hluti hátíðarinnar er hið árlega Þjóðhátíðarlag, að þessu sinni eru lögin tvö og eru það bræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir sem þau flytja lögin og semja. Lögin heita Á sama tíma, á sama stað sem er hið eiginlega Þjóðhátíðarlag 2018 og Heimaey sem er aukalag frá þeim bræðrum. Bræðurnir voru léttir og kátir á því á kaffihúsi í Rússlandi að fylgja Heimi og félögum á HM þegar blaðamaður sló á þráðinn. Það var heppni að ná þeim bræðrum saman og voru þeir meira en til í að taka spjall við Eyjafréttir. Alltaf best þegar Eyjamenn hrósa laginu Aðspurðir sögðu þeir að viðbrögð við lögunum tveimur hafi verið ótrúlega góð. „Ótrúlega skemmtileg og góð viðbögðin sem við höfum fengið, það er reyndar alltaf best þegar Eyjamenn hrósa því og það hefur gerst núna nokkru sinnum,“ sagði Jón og tók Friðrik undir það „já við höfum fengið frábær viðbrögð við báðum lögunum og fólk er að átta sig á því sem við lögðum upp með, að á sama tíma á sama stað sé hið eigilega þjóðhá- tíðarlag og hitt sé aukalag,“ sagði Friðrik Dór. Gátum ekki sleppt þessu klassíska þjóðhátíðarlagi En að lögunum tveimur, af hverju tvö lög? „Okkur langaði uppruna- lega gera eitthvað öðruvísi þjóðhátíðarlag, en svo fannt okkur ekki geta sleppt þessu klassíska þjóðhátíðarlagi og ákváðum því bara að gera bæði og alveg sitthvora nálgunina á þau og þetta var útkoman,“ sagði Friðrik Dór. Bræðurnir fóru fögrum orðum um samstarfið milli þeirra tveggja, „samstarfið gekk nokkur vel og við vinnum vel saman,“ sagði Friðrik Dór. „Þetta gekk bara þrusu vel, byrjuðum að fara heim til mömmu og pabba að glamra á píanóið sem þar er svona aðeins til að átta okkur á hvað við vildum gera. Síðan unnum við náið með Pálma Ragnari Ásgeirssyni í Stop Wait Go, hann útsetti lagið með okkur og hjálpaði helling til,“ sagði Jón. Tökum þroskuðu týpuna á þetta og tökum fjölskylduna með Bræðurnir eru að vanda vel stemmdir fyrir þjóðhátíðinni og hlakka til, „við tökum þroskuðu týpuna á þetta og tökum fjölskyld- una með, skemmtum okkur vel og höfum þetta huggulegt. Það er alltaf mjög vel hugsað um okkur og vel tekið á móti okkur,“ sagði Friðrik Dór. „Okkur þykir líka mjög vænt um Þjóðhátíð, bæði sem listamenn og gestir. Við vitum nokkurveginn hvernig við getum kallað fram þessa sönnu þjóðhátíðartilfiningu,“ sagði Jón. Aðspurðir sögðu þeir báðir að taka lagið á þjóðhátíð væri klárlega einn af hápunktunum á árinu í vinnunni. Að lokum vildu þeir svo senda kærleikskveðjur til allra Eyja- manna, „hlökkum til að sjá ykkur í dalnum,“ sögðu bræðurnir að endingu. Írafár, Todmobile, Emmsjé Gauti, Páll Óskar og fleiri Þau atriði sem að hafa nú þegar verið tilkynnt á Þjóðhátíð 2018 ásamt bræðrunum eru: Írafár, Emmsjé Gauti, Jói Pé og Króli, Skonrokk, Áttan, Páll Óskar, Todmobile, DJ Egill Spegill, Albatross, Jóhanna Guðrún, Salka Sól, Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar, Stuðlabandið, Herra Hnetusmjör. Ásamt fleiri lista- mönnum. Friðrik Dór og Jón Jónssynir höfundar Þjóðhátíðarlagsins í ár: Þykir mjög vænt um Þjóðhátíð :: bæði sem listamenn og gestir SARA SjöfN GREttiSdóttiR sarasjofn@eyjafrett ir. is Þann 20. Júlí nk. verða liðin 50 ár frá því fyrsta vatnsleiðslan var lögð milli lands og Eyja. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hafði lengi fjallað um þetta brýna hagsmunamál. Eftir árangurslausar bornanir eftir vatni var samþykkt í bæjarstjórn í júní 1965 að stofna Vatnsveitu Vm. og fylgdu í kjölfarið miklar fram- kvæmdir sem hófust vorið 1966, fyrst uppi á landi, síðan lagningu vatnsleiðslu milli lands og Eyja , koma upp dreifikerfi innanbæjar og bygging stórs vatnstanks upp af Löngulág. Framkvæmdum við þetta umfangsmikla verk lauk að mestu í apríl 1972. Þessa merka atburðar í sögu byggðarlagsins verður minnst með útgáfu sérstaks 12 síðna Vatnsblaðs sem verður fylgiblað með Eyja- fréttum sem verða í aldreifingu í næstu viku. Þá verður haldið opið málþing í Safnahúsinu laugardag- inn 7. Júlí kl. 14.00-16.00. Þar verður farið yfir söguna í stórum dráttum á myndrænan hátt og greint frá vatnsskorti eins og hann birtist húsmæðrum og fyrirtækjum í Eyjum áður en vatnið kom. Þá munu verktakar og eftirlitsmenn fara yfir sinn þátt og á eftir verður pallborð. Í lok dagskrár verður sýnd 20 mín. kvikmynd um lagningu fyrstu vatnsleiðslunnar til Eyja 1968 , sem danska fyrirtækið NKT framleiðandi leiðslanna lét gera á sínum tíma. Er þetta liður í dagskrá 45 ára goslokaafmælis. Fjögurra manna áhugahópur skipaður þeim Arnari Sigurmunds- syni , Ívar Atlasyni, Stefáni Ó. Jónassyni og Kára Bjarnasyni hefur unnið að málinu og fékk Ómar Garðarsson til að stýra 50 ára afmælisblaði. Verkefnið hefur hefur fengið góðan stuðning frá Vestmannaeyjabæ og nokkrum fyrirtækjum og stofnunum til að létta kostnað undir útgáfuna og opna málþingið laugardaginn 7. Júlí kl. 14.00-16.00 á 2. hæð Safnahússins. Þetta er opið málþing og eru allir velkomnir. 50 ár frá komu vatnsins til Eyja: Vatnsblað og opið málþing í Safnahúsinu Vestmannaeyjabær: Anna Rós skólastjóri og Bjarney leikskólastjóri Anna Rós Hallgrímsdóttir ráðin skólastjóri GRV Vestmannaeyjabær hefur valið Önnu Rós Hallgrímsdóttur til að gegna starfi skólastjóra Grunnskóla Vestmannaeyja. Anna Rós er grunnskólakennari með diplóma í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2006. Hún hefur gegnt starfi deildarstjóra við GRV frá árinu 2010 og áður starfi grunn- skólakennara við sama skóla. Einnig hefur hún starfað sem námsráðgjafi og kennari við Árbæjar-skóla. Alls sóttu þrír um starfið. Anna Rós mun taka við stöðunni í næsta mánuði. Á næstu vikum verður deildar- stjórastaðan, sem Anna Rós gegndi, auglýst og jafnframt gengið frá ráðningu í áður auglýsta stöðu aðstoðarskólastjóra Hamars-skóla og deildastjórastöður á mið- og yngsta stigi. Skólastjóri GRV gengur frá þessum ráðningum. Bjarney Magnúsdóttir ráðin leikskólastjóri Kirkjugerðis Vestmannaeyjabær hefur valið Bjarneyju Magnúsdóttur til að gegna stöðu skóla-stjóra leikskólans Kirkjugerði. Bjarney er leikskóla- kennari með framhalds-menntun í sérkennslufræðum og stjórnun. Hún hefur gegnt ýmsum störfum innan leikskóla, s.s. sem deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri, sinnt sérkennslu og nú síðustu 10 árin hefur hún verið leikskólastjóri við leikskólann Sólhvörf í Kópa-vogi. Bjarney tekur við starfi leikskóla- stjóra um miðjan ágúst. Alls sóttu þrír um stöðu leikskólastjóra Kirkjugerðis. Vestmannaeyjabær þakkar Thelmu Sigurðardóttur, fráfarandi leikskóla- stjóra Kirkjugerðis, fyrir hennar starf en hún hefur sinnt stöðu leikskólastjóra afburða vel á því tæpa ári sem hún hefur gegnt því. Anna Rós Hallgrímsdóttir. Bjarney Magnúsdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.