Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.1998, Qupperneq 2

Skessuhorn - 25.02.1998, Qupperneq 2
2 Miðvikudagur 25. febrúar 1998 Vikublaö á Vesturlandi Borgarbraut 57, 310 Borgarnes Sími: 437 2262 - Fax: 437 2263 Netfang: skessuh@aknet.is Útgefandi: Skessuhorn ehf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Gísli Einarsson S: 852 4098 Auglýsingar: Magnús Valsson S: 437 2262 Hönnun og umbrot: Unnur Ágústsdóttir Prófarkalestur: Unnur Árnadóttir og fleiri Prentun: ísafoldarprentsmiðja Skrifstofa blaösins er opin alla virka daga frá kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00 Blaðið er gefið út í 5.400 eintökum og dreift ókeypis inn á öll heimili á Vesturlandi. Aðilar utan Vesturlands geta gerst áskrifend- ur að blaðinu fyrir 800 krónur á mánuði. A tímum sam- einingar SIÐUSTU vikur og mánuði hafa orðið miklar breytingar á stærð og lögun sveitarfélaga. Kosið hefur verið um sameiningu sveitarfélaga víða um land og víðasta hvar hefur sameining verið sam- þykkt. Vesturland hefur ekki verið undanskilið. Fyrir skemmstu var Mýrasýsla sameinuð að mesm leyti og 17. janúar var kosið í Borgarfirði. Þar var sameining raunar felld í tveimur sveitarfélögum en í hinum fjórum kom fram yfirgnæfandi vilji til sameiningar. Þá eru hafnar sameiningarviðræður milli sveitarfélaga á a.m.k. tveimur öðrum svæð- um í kjördæminu. Nú ætla ég ekki að dæma um hvort rétt sé að sameina allt og alla. Líldega er hófið best í því eins og öðru enda er marg- umtalaðri hagkvæmni stærðarinnar takmörk sett. Það verður hinsvegar sífellt erfiðara fyrir minnstu sveitarfélögin að halda velli. Verkefni þeirra verða sí- fellt umfangsmeiri og kröfumar stærri. Líklega er þessi sameiningarbylgja sem nú ríður yfir landið afleiðing þess að rekstur grunnskólanna var færður yfir til sveitítrfélag:mna. Þá er heldur ekki ólíklegt að sveitarfélög í dreifbýli hafi áttað sig á því að þau þurfa aukinn styrk í vamarbaráttunni við höfuð- borgina sem hefur tilhneigingu til að soga til sín allt kvikt. Ibúar í Borgarfjarðarhéraði hafa einnig orðið illilega fyrir barðinu á ókostum við of smáar stjómsýslueiningar. Eins og kunnugt er hafa um all- langt skeið staðið yfir hatrammar deilur um vegarstæði { Reykholtsdal og enn er engin lausn í sjónmáli. Nú síðast vísaði umhverfisráðherra málinu enn á ný heim í hérað eftir að hafa sofið á því mánuðum sttman. Að mínu mati er hinsvegar löngu ljóst að þetta mál verður ekki leyst heimafyrir. í þessu til- felli hafa tafist fram úr hófi aðkallandi samgöngubætur, sem em brýnt hags- munamál, ekki aðeins fyrir viðkomandi sveitarfélag heldur einnig fyrir nær- liggjandi sveitir sem sækja þangað þjónusm. Nú ætla ég ekki að fara að stilla Reykdælingum upp sem einhverjum óaldarlýð sem ógerlegt er að eiga samskipti við. Ég tek málefni Reykholts- dals aðeins sem dæmi um hvaða áhrif illvígar deilur og sundmng geta haft í litlu sveitarfélagi. Dæmin em hinsvegar fleiri og ekki langt undan. Það er sorglegt til þess að vita að ósamkomulag um eitt tiltekið mál geti í raun lam- að heilt sveitarfélag. Ég hef aftur á móti þá trú að vandamál af þessu tagi kæmu síður upp í stærri sveitarfélögum. f þeim em vandamálin fjarlægari og afgreiðsla þeirra ópersónulegri sem getur verið mikill kostur í viðkvæmum málum. í umræðum um sameiningu misstórra sveitarlélaga er ótti hinna minni fullkomlega skiljanlegur. Hugsanlegt er að stóm sveitarfélögin líti á samein- ingu við litla sveitahreppa miklu fremur sem innlimun heldur en sameiningu. Hættan er því fyrir hendi að málefni þeirra síðamefndu mæti afgangi enda em aðstæður og kröfur ólíkar milli þéttbýlisstaða og sveita sem byggja sína afkomu nær einvörðungu á búskap. Það sem íbúar lítilla sveitarfélaga verða að gera upp við sig er hvort þeir vilji heldur vera lítil eining í stóru sveitarfélagi eða lítil eining utan þeirra. Eg tel að menn megi ekki láta blindast af sjálfstæðishugsjónum. Það verður að hafa forgang hvemig hagsmunir íbúanna em best tryggðir til lengri tíma. Mönnum hættir einnig til að líta þannig á að með sameiningu breytist landslagið og allt verði að einni flatneskju undir nafninu byggð eða borg. Hins vegar verður sveit áfram sveit, kaupstaður áfram kaupstaður, hvort sem sameining verður fyrir valinu eður ei. Áfram mun því hvort styrkja annað; sveitin og þéttbýlið, sama hversu stjómsýslueiningamar eru margar. Gísli Einarsson Císli Einarsson, ritstjóri. Hópferbamib- stöb á Akranesi Esso hyggst byggja og Olís skobar málib FYRIRHUGUÐ er bygging hóp- ferðamiðstöðar á Akranesi á vegum Esso. Olís hefur einnig verið í viðræð- um við Akranesbæ um hugsanlega stækkun á Olísnesti sem myndi þá þjóna hlutverki umferðamiðstöðvar. Að sögn Kristjáns Sveinssonar deildarstjóra Essó á Akranesi hefur fyrirtækið sótt um 5-7.000 fermetra lóð á homi Þjóðbrautar og Innnesveg- ar. „Ætlunin er að byggja þjónustu- miðstöð í svipuðum stíl og Hyman í Borgamesi. Húsnæðið er ætlað undir bensínstöð, hópferðamiðstöð, veit- ingasölu, verslun og hugsanlega víð- tækari rekstur", sagði Kristján. „Skút- an er einfaldlega orðin of lítil þar sem mikil aukning hefur verið í allri sölu þar. Einnig ætlum við okkur að vera í stakk búnir að mæta aukinni umferð um Skagann”. Umsókn ESSÓ var vísað til bygg- inga- og skipulagsnefndar. „Ástæðan fyrir því að Olís fór í viðræður við bæinn er að í skýrslum vegna stefnumótunar Akraness, var bent á Olísnesti sem fýsilegan kost fyrir hópferðamiðstöð”, sagði Gunnar Sigurðsson umboðsmaður Olís og for- maður bæjarráðs. Við höfum engin áform um að byggja og reka hóp- ferðamiðstöð og ég veit ekki til að slfk starfsemi sé nokkurs staðar rekin af olíufélögunum. Því vekur það furðu mína að Esso sækir um byggingu hóp- ferðamiðstöðvar en minnist ekki á annan rekstur”, sagði Gunnar. Utvarp Akranes FYRIRHUGAÐ er að koma á fót lífilli útvarpsstöð á Akranesi á vegum Akraneskaupstaðar. Að sögn Bjöms S. Lárussonar markaðs- og ferðamálafulltfúa Akraness var það upphaflega hugmyndin að útvarpa frá bæjarstjórnarfundum. Minnsta leyfi til útvarpsrekstrar felur í sér 5(M) útsendingartíma á ári og þvf liefur Björn lagt frara þá ttllögu tíl bæjarráðs að bætt verði við 1-2 út- sendingartrmum í viku fyrir fréttír, tónlistarflutning og annað efni. Þeir möguleikar væru einníg fyrtr hendi að senda út beint frá íþróttakapp- íeikjum. Reiknað er með að ráða þurfi einn starfsmann til að sjá um út- varpsstöðina. Keyptur verður 100 w. sendir og munu útsendingar þá nást um allt Akranes, í Melasveit og Skíimannahreppi og jafnvel á ákveðnum svæðum í Reykjavík, a.m.k. í Vesturbænum. Þá geta KRingar fylgst vel með fótboltan- um á Skaga í framtíðinni og hugs- anlega lært eitthvað af þvl! í FRÉTT í síðasta töiublaði um hugsanlega flugbraut við Akranes var ranghermt að Ketill M. Bjöms- son og Guðmundur Sígurbjömsson væm tlugmenn. Hið rétta er að þeir eni flugvirkjar, Þá sögðust þeir ekki hafa orðið vartr við nein mótmæli frá hestamönnum vegna máisins enda væri fyrirhuguð braut ekki ná- lægt svæði hestamanna að Æðar- odda. Þa var einnig sagt frá þvf í frétt um Sementsverksmiðjuna á Akra- nesi að fyrirtækið væri annað í röð- inni á Vesturlandi tíl að taka inn ISO gæðakerfi. Híð rétta er að Borgarplast í Borgamesi er annað í röðínni á eftir Járnblendiverksmiðj- unni á Grundartanga til að taka inn þetta kerfi. mmmf ■ f ■} Tiu þusund gestir á Jab arsbökkum ÞAÐ HLJÓP á snærið hjá hínum þrettán ára Magnúsi Karli Gylfa- syni á Akranesi í síðustu viku. Haim ákváð að hressa sig við einn eftirmiðdaginn og skellti sér í sal- inn í íþróttamiðstöðinni á Jaðars- bökkum. Þegar hann birtist þár var homnn fiert gjafabréf í tilefnl þess að hann er tíu þúsundasti gesturinn árið 1998. Verðlaunin vora tíu þús- und króna gjafabréf í verslun Einars Ólaf.Miimr. Sömu menn í efstu sætum Listi sjálfstæbismanna á Akranesi samþykktur SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Akranesi samþykktu á fulltrúaráðsfundi sínum s.l. fimmtudagskvöld framboðslista til sveitarstjómarkosninganna í vor. Að sögn Benedikts Jónmundssonar formanns uppstillingamefndar var list- inn samþykktur samhljóða. Fyrstu þrjú sætin era skipuð sömu mönnum og fyr- ir sveitarstjómarkosningamar 1994. Listinn er þannig í heild: 1. Gunnar Sigurðsson framkvæmdastjóri 2. Pétur Ottesen verslunarmaður 3. Elínbjörg Magnúsdóttir fiskvinnslumaður 4. Jón Ævar Pálmason verkfræðinemi 5. Jón Gunnlaugsson svæðisstjóri 6. Hrönn Jónsdóttir kennari 7. Eiríkur Jónsson stýrimaður 8. Guðrún Hróðmarsdóttir hjúkrunarfræðingur 9. Steinar Adólfsson laganemi 10. Svanur Guðmundsson rekstrarráðgjafí 11. Guðmundur Egill Ragnarsson matreiðslumeistari 12. Ragnheiður Runólfsdóttir skrifstofumaður 13. Sævar Haukdal Böðvarsson kaupmaður 14. Þórður Emil Ólafsson nemi 15. Valdimar Geirsson sjómaður 16. Herdís Þórðardóttir ótgerðarmaður 17. Ragnheiður Þórðardóttir hósmóðir 18. Guðjón Guðmundsson alþingismaður Þessir 18 fengu öll greidd atkvæði fundarins. Þeir Gunnar Sigurðsson og Pétur Ottesen verða áfram í tveimur efstu sætum á lista Sjálfstæbisflokks til bæjarstjórnar á Akranesi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.