Skessuhorn - 25.02.1998, Qupperneq 7
*i&£i$dumsk«l.-
Miðvikudagur 25. febrúar 1998
7
Þorri er nú um garð genginn
Upphaflega var Þorri blótaður á
fyrsta degi hans. Þorrablót lögðust
síðan af og urðu ekki almenn aftur
fyrr en á síðari hluta síðustu aldar.
Þá tóku ýmis félög upp á því að
halda þorrablót aftur, fyrst í kaup-
stöðum og síðan til sveita. Sá siður
að blóta Þorra hefur ui lanfarna
fjóra áratugi verið aðf erast í vöxt
á nýjan leik og nú þykir enginn
maður með mönnum nema hann
mœti á a.m.k. eittþorrablót árlega,
drekki mikrið brennivín, éti hákarl
frá Hildibrandi í Bjarnarhöfn og
syngi síðan fram undir morgun, eða
á meðan vín og heilsa leyfa.
Táp og fjör og frískir menn.....Sungib minni karla á þorrablóti í Logalandi 24.
janúar sí&astlibinn.
Loksins snjór!
Börnin í Stykkishólmi fagna snjónum,
--( ......-
Kom vel út í
verðkönnun
Apótek Borgarness meb
þeim lægstu
SAMSTARFSVERKEFNI ASÍ,
BSRB og Neytendasamtakanna um
verðlagsaðhald og verðkannanir gerði
verðkönnun á lyfjaverði utan höfuð-
borgarsvæðisins þriðjudaginn 10. febr-
úar s.l.
í könnuninni kom fram að lyfjaverð
er hærra á landsbyggðinni en á höfuð-
borgarsvæðinu. Utan höfuðborgar-
svæðisins var verðið lægst í þeim sveit-
arfélögum þar sem samkeppni ríkir og
stórir markaðir eru til staðar, sem og ná-
lægð við höfuðborgarsvæðið.
Undantekning frá þessu eru apótek-
in í Borgamesi og á Siglufirði sém.hafa
lágt verð þrátt fyrir takmarkaða sam-
keppni og lítinn markað.
í könnuninni var kahnað verð á 32
algengum lyfjum og tekið með bæði
verð til sjúklings og verð til elli- og ör-
orkulífeyrisþega.
Þrjú Apótek á landsbyggðinni voru
lægri en Borgarness Apótek. Þau voru
Selfoss Apótek, Sunnu Apótek á Akur-
eyri og Siglufjarðar Apótek. Fimm
lægstu lyfjaverslanirnar voru undir
meðalverði á höfuðborgarsvæðinu.
Miðað við að meðalverð á höfuð-
borgarsvæðinu sé 100 er Borgarness
Apótek með verðið 93,89 samkvæmt
könnuninni.
Þór Oddsson apótekari í Borgamesi
var að vonum ánægður með niðurstöð-
ur könnunarinnar en bætti því við að
hann hefði lækkað lyfjaverð enn frek-
ar frá því að könnunin var gerð.
Þór Oddsson lyfjafræbingur í Borg-
arness Apóteki.
Sólarkaffi í
Grundarfirbi
í nokkur ár hafa starfsmenn áhalda-
húss Eyrarsveitar fagnað sólarkomu
með því að bjóða öðrum starfsmönnum
sveitarfélagsins í nýbakaðar pönnu-
kökur og rjómavöfflur. Blaðamaður
Skessuhorns rann á lyktina og varð
ekki fyrir vonbrigðum. Pönnukökumar
í Grundarfirði fá a.m.k. fjórar stjömur.
Á myndinni eru bakarameistaramir að
störfum.
Ostur er veislukostur
OSTAHORNIÐ er nýleg verslun í
Borgarnesi sem opnuð var skömrnu
fyrir jól á síðasta ári. Blaðamaður leit
við í Ostahominu s.l. föstudag en þá
bauð eigandinn, Sigurbjörg Viggós-
dóttir, gestum og gangandi að bragða á
ostakökum og fleira góðgæti.
Sigurbjörg sagði að vestlendingar
hefðu tekið versluninni velog ágætis
verslun hefði verið fyrir jólin.
I Ostahorninu selur Sigurbjörg alla
helstu íslensku ostana auk innfluttra
osta. Þá er hún með á boðstólum ým-
iskonar heilsuvörur og síðast en ekki
síst er hún með veisluþjónustu þar sem
hún útbýr snittur, brauðtertur og osta-
bakka af ýmsum stærðum og gerðum.
Sigurbjörg ásamt a&sto&arkonum sínum í Ostahorninu.
Canon
Canon litaprentarar
Verðfrákr. 13.750,
AOpen tölvur útbúnar sam-
kvæmt óskum hvers og
eins (verð við allra hæfi)
HP litaprentarar
Verð frá kr. 11.900,
Margmiðlunartölvur hlað-
nar búnaði
* Módem
* Minni
* Harðir diskar
* Hljóðkort
og margt fleira
TOLVUBONDINN
Egilsgötu 11,310 Borgarnesi
Sími 437-2050