Skessuhorn - 25.02.1998, Qupperneq 8
8
Miðvikudagur 25. febrúar 1998
Vísnaliornií)
Islending eg aban sa
ÞAÐ eru alltaf töluverð tíðindi
þegar nýtt blað hefur göngu sína og
nokkur forvitni milli manna hvemig
til tekst.
Einhvem tíma barst eintak af blað-
inu Islendingi í hendur Bjarna frá
Gröf, úrsmiðs á Akureyri og var það
óprentað að innanverðu. Bjami velti
blaðinu fyrir sér og kvað svo:
Islending ég áðan sá
óðarfletti honum.
Hann er eins og hausinn á
heiðruðu ritstjóronum.
Svipað slys vildi til áAlþýðublað-
inu nema hvað það eintak barst til
Páls H. Jónssonar á Laugum og varð
það tilefni þessarar vísu:
Alþýðublaðið á sér tíðum
úrrœði sem mér líkar við,
þeir skjóta inn íþað auðum síðum
til uppfyllingar á lesmálið.
A síðustu stundum Vesturlands-
póstsins sáluga sá Jón Þ. Bjömsson
um vísu vikunnar og var víst ekki frítt
við að einhveijum þætti broddur fal-
inn:
Þegar hund í hamsi ber ég
hressir lundu fjörlegt blað
um þessar mundir oftast er ég
enga stund að lesa það.
Vísnagerð hefur notið vaxandi
vinsælda meðal þjóðarinmu' á undan-
fömum ámm en á upphafsárum atóm-
kveðskaparins, meðan vegur fer-
skeytlunnar var hvað minnstur, orti
Ingibjörg Sigfúsdóttir frá Forsæludal:
Aður taldi íslensk þjóð
óðsnilldina gæði.
Kveðin voru og lesin Ijóð
lœrð og sungin kvceði.
Nú má kaupa þessi þjóð.
Þrykkt og gyllt í sniðum.
I gerviskinni, gerviljóð
af gerviljóðasmiðum.
A dögunum bárust þær fréttir að
forstöðumanni Byggðastofnunar á
Sauðárkróki hefði verið sagt upp starfi
sínu og var tekið viðtal við hann í
fréttum af því tilefni. Var hann að
vonum sár yfir starfsmissinum og
taldi þetta upphafið að endalokum
Byggðastofnunar, en eftir höfðinu
dönsuðu limirnir og þarna hafði Eg-
ill Jónsson verið að verki. Þetta varð
Georg á Kjörseyri að yrkisefni:
Þegarfeigðarfallið glymur
flest er hringlandi.
Eftir stendur Egils limur
einn og dinglandi.
Nokkuð hefur verið rætt um inn-
flutning á norskum kúm að undan-
fömu og á fundi sem haldinn var á
Suðurlandi um þau mál varð einni
ágætri húsfreyju það á að rétta fram-
kvæmdastjóra félags kúabænda utan-
undir. Sumir telja norskar kýr hins
vegar stærri og afkastameiri á allan
hátt en þær íslensku. Þetta varð Helga
Björnssyni tilefni eftirfarandi hug-
leiðingar:
Fáirðu hala á hálfnorskri kú
í hausinn, þú liggur í roti.
Hún þarfekki að vera neitt svœsn-
ari sú
en Sigga í Gýgjarhólskoti.
Með þökkfyrir lesturinn.
Dagbjartur Dagbjartsson
( Penninn
Gestir eru œvinlega til ánœgju
koma, þá þegar þeir fara.
(Portúgalskt orðtœki)
þegar þeir
Dagbók
Borgames
Opib hús! Tónlistarskólanum
Næstkomandi laugardag, 28.
Febrúar, verður Tónlistítrskóli Borg-
arfjarðar með „Opið hús“ að Skúla-
götu i7 í Borgamesi frákl. I4.00 —
17.00.
Tðnlistarskóli Borgarfjarðar flut-
ti s.l. haust í húsnæðið að Skúlagötu
17 og er þar með kennsiu í einum sal
og skrifstofuaðstöðu.
Tónlistarskólanum verður nú á
iaugardaginn breytt í kaffihús og geta
gestir og gangandt keypt sér
kaffi/djús og meðlæti og fá um letð
tækifæri til að njóta fjölbreyttrar tón-
listar.
(Úr fréttatilkynningu)
Tónlistarfélag
Borgarfjarðar
Tónleikar í Reykhottskirkju
Nú er komið að þriðja verkefni
\etrarins en það eru tónleikar
Söngsveitarinnar Fílharmóuíu, í
Reykholtskirkju sunnudaginn I. nnirs
klukkan 16.
Söngsveitina skipa nú um 70
manns og henni stjórnar Bei nhnrðui
Wilkinson Undirleikari erGuðn'ður
S. Sigurðardóttir
(Úr fréttatiikynningu)
Sölusýning í
Borgarnesi
Sölusýning á verkutn Einars Ingi-
tiHindaisonai er þessadaganaá skrif-
stofu Sjóvá Almennra að Borgarbraut
61 íBorgamesi. Upplýsingar á staðn-
um.
SKRIFSTOFUHUSNÆÐI í BORGARNESI
Til leigu er 25 fermetra skrifstofa ásamt
aðgangi að snyrtingu og eldhúskróki á 2.
hæð við Borgarbraut 57 í Borgarnesi.
Upplýsingar á skrifstofu Skessuhorns í
síma 437-2262.
Hugleíbing u
umhverfismál
A RÁÐSTEFNU Sameinuðu þjóð-
anna um umhverfi og þróun, sem hald-
in var í Ríó árið 1992, var samþykkt ýt-
arleg framkvæmdaáætlun í umhverfis-
og þróunarmálum fyrir heimsbyggð-
ina. Ráðstefnan hlaut nafnið Dagskrá
21. Þar eru jafn mörg markmið sett
fram í dagskrá til að marka stefnu fram
á 21. öldina bæði heima fyrir og á
heimsvísu.
Dagskrá 21 tekur á öllum megin-
þáttum umhverfisverndar, svo sem
sjávar- og loftmengun, sorphirðumál-
um, landgræðslu og líffræðilegum fjöl-
breytileika, svo nokkuð sé nefnt.
í dagskrá 21 eru sveitarfélög hvött
til að vinna eigin framkvæmdaáætlun í
umhverfismálum í samvinnu við sem
flesta aðila í sveitarfélaginu í anda sjálf-
bærrar þróunar og umhverfisvemdar.
I framkvæmdaáætlun ríkisstjómar-
innar er kveðið á um að sveitarfélög
vinni framkvæmdaátætlun um um-
hverfismál (Staðardagskrá) og hafi
reglubundið eftirlit með framkvæmd
hennar. Á þann hátt beri sveitarfélögin
sjálf ábyrgð á framkvæmd umhverfis-
mála bjá sér.
Umhverfismál í Snæfellsbæ
Ákvörðun um stofnun þjóðgarðs í
Snæfellsbæ hefur aukið áhuga á um-
hverfismálum í sveitarfélaginu. Árið
1994 skipaði þáverandi umhverfisráð-
herra nefnd til að undirbúa stofnun
þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi.
Nefndin starfaði í samráði við umhverf-
isráðuneytið, Náttúruvemd ríkisins og
bæjaryfirvöld í Snæfellsbæ. Þann 1.
júlí 1997 skilaði nefndin lokaskýrslu
til umhverfisráðherra. í niðurstöðum
og tillögum nefndarinnar kemur m.a.
fram „Að með stofnun þjóðgarðs verði
megináhersla lögð á að varðveita hina
fjölbreyttu og ósnortnu náttúm svæðis-
ins“.
Framfarafélag Snæfellsbæjar hefur
undanfama mánuði gengist fyrir kynn-
ingu og umræðum um stórátak í um-
hverfismálum í Snæfellsbæ.
Einn þátturinn í kynningu félagsins
var fundur sem haldinn var 26. nóv-
ember s.l. Þar var ljallað um mögu-
leika á því að Snæfellsbær yrði vist-
vænt sveitarfélag. Frummælandi á
fundinum var Baldvin Jónsson verk-
efnisstjóri ÁFORMS, átaksverkefnis
Bændasamtakanna og Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga um möguleika Is-
lands sem lífræns samfélags og sjálf-
bæra þróun á landsbyggðinni.
Amaöaróskir
UM hádegisbil í dag fékk ég í hend-
ur eintak af nýju vikublaði á Vestur-
landi, - SKESSUHORNI. Við skjótan
yfirlestur gat ég ekki betur séð en hér
væri á ferð álitleg og vönduð útgáfa
sem lofar góðu um framhaldið. Við
höfum eignast nýjan og vonandi lang-
lífan fjölmiðil. Ég vil nota tækifærið
og árna því unga og dugmikla fólki
sem að útgáfunni stendur allra heilla og
þakka þeini áræðið og framtakið. Ekki
er fyrsta tölublaðið með öllu gallalaust,
en ég lít á það sem eðlilega þróunar-
vinnu að sníða þá af. Þama á ég eink-
um við óskýrleika mynda.
Útgáfa héraðsfréttablaða hefur því
miður ekki gengið sem skyldi hér um
slóðir á undanfömum ámm. Vonandi
verður nú breyting á. Nú um stundir
tekur fjölmiðlun í víðasta skilningi stór-
stígari breytingum en jafnan áður og al-
menningur á fullt í fangi með að fylgj-
Erindi Baldvins var áhugavert.
Hann taldi að Snæfellsbær væri sér-
staklega góður staður til að útfæra vist-
vænt sveitarfélag, þar væri sjávarút-
vegur og landbúnaður í bland og mikl-
ir möguleikar í grænni ferðamennsku.
Tillaga um heildarátak í um-
hverfismálum í Snæfellsbæ
Framfarafélagið hefur kynnt hug-
mynd um stofnun regnhlífarsamtaka,
sem hefðu það hlutverk að sameina fé-
lagasamtök, einstaklinga og bæjaryf-
irvöld til stórátaks í umhverfismálum.
Til þess að ná tilætluðum árangri, er
gert ráð fyrir að semja vinnuáætlun
með hliðsjón af umfangi verkefnisins
og setja fram tímaáætlun um einstaka
framkvæmdaþætti.
Regnhlífarsamtökin myndu velja sér
stjórn sem fylgdist með framvindu
verkefna og miðlaði upplýsingum til
framkvæmdaaðila og annarra sem
kæmu að málinu.
Stjóm félagsins hefur kynnt þetta
mál fyrir bæjarstjórn Snæfellsbæjar, al-
þingismönnum Vesturlands og um-
hverfisráðuneyti. Ráðuneytið hefur
svarað erindinu. Á einum stað í bréfmu
stendur: „Það er grundvallaratriði ef
ætlunin er að koma á sjálfbærri þróun
að sveitarfélög, almenningur, félaga-
samtök og atvinnulífið fylgist grannt
með umræðu um umhverfismál og séu
í fararbroddi. Ráðuneytið fagnar því
áformum Framfarafélags Snæfellsbæj-
ar og þeitTÍ hugmynd að Snæfellsbær
verði vistvænt sveitarfélag“.
Kynningarfundur um stofnun regn-
hlífarsamtaka um umhverfismál í Snæ-
fellsbæ, verður haldinn þriðjudaginn
10. mars klukkan 21:00 í Röst.
Á fundinum verður m.a. tekin
ákvörðun um tímasetningu stofnfund-
ar slfkra samtaka og fleira sem að því
máli lýtur.
Stefán Jóhann Sigurðsson
formaður Framfarafélags
Snœfellsbcejar.
ast með þeim tæknibyltingum sem þar
eiga sér stað. Þær breytingar hafa vissu-
lega mikil almenn áhrif á blaðaútgáfu.
Vönduð útgáfa héraðsfréttablaðs er eigi
að síður þýðingarmikill þáttur í við-
gangi, tilvist og ímyndarsköpun hvers
héraðs. Eigi hún að takast er mikilvægt
að íbúamir sýni henni áhuga og sam-
stöðu. Vonandi verður svo í þetta sinn.
Á stuttum tíma hefur mikill og já-
kvæður árangur náðst í sameiningu
sveitarfélaga í Borgarfjarðarhéraði. íbú-
amir háfa svarað ákalli tímans. 1 þeir-
ri sókn sem framundan er gegn þung-
um straumi fólks og fjármuna til höfuð-
borgarsvæðisins getur verið gott að eiga
málefnavettvang og enn árangursrík-
ara að búa í öflugri stjómsýslueining-
um en verið hefur.
Gunnar Guðmundsson
Borgarnesi
—(~ HeygarðshorniðJ—
Hvar er sundlaugin?
Nú þegar verið er að byggja tvær
nýjar sundlaugar í Stykkishólmi er
rétt að rifja upp sögu af þeirri gömlu
sem þótti ekki sérlega rúmgóð. Lít-
il stúlka í Stykkishólmi fór með
frænda sínum úr Reykjavík í sund.
Stúlkan var ánægð með sundlaugina
sína og hlakkaði til að sýna frænd-
anum mannvirkið. En þegar hún
benti honum með stolti á laugina
sagði frændinn. “Þetta er meirhátt-
ar heitur pottur hjá ykkur en við
skulum fítra fyrst í laugina, hvar er
hún?
Til Bagdad
Sem kunnugt er sóttist Ástþór
Magnússon friðarpostuli eftir Reyk-
holti fyrir friðarmusteri en Reyk-
dælingar vildu hann ekki. Síðan hef-
ur Ástþór verið að senda mönnum
þar uppfrá tóninn. Því vora menn
fljótir að sjá hvers vegna Reykdæl-
ingar eru að setja upp leikritið Sjó-
leiðin til Bagdad. Ekki gátu þeir
verið samferða Ástþóri, hann flaug!
Efri eöa neöri leiö til
Bagdad?
Til er önnur skýring á því af
hvetju Reykdælingar ákváðu að fara
sjóleiðina til Bagdad. Hún er að
sjálfsögðu sú að þeir gátu ekki kom-
ið sér saman um landleiðina!
Replay bestur
Þegar sjónvarpsútsendingar
hófust á Islandi varð enska knatt-
spyman fljótt vinsælt sjónvarpsefni.
Fullorðinn knattspymuáhugamað-
ur á Skaganum fylgdist með þessum
útsendingum af lífi og sál. Þess má
geta að nöfn þeirra sem skomðu
birtust á skjánum og gjaman vom
mörkin endursýnd. Gamli maður-
inn var eitt sinn að ræða við félaga
sinn um lúnar bresku knattspyrnu-
hetjur og sagði:„Hann er býsna seig-
ur þessi „Replay“ hann er bókstaf-
lega alltaf að skora.“
Smáar
og
ódýrar
Til sölu íslensk frímerki
óstimpluð frá 1957-
1987. Ársmöppur frá ís-
landi og Færeyjum.
Óstimpluð frímerki frá
Færeyjum, Rússlandi og
A- Þýskalandi.
Upplýsingar í síma
561-4460.
Óska eftir að kaupa ódýra
Lödubifreið. Sími 435
15622.