Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.1998, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 04.03.1998, Blaðsíða 3
 Miðvikudagur 4. mars 1998 3 Skotveibimenn fá frían abgang að ríkisjörbum Hlýtur ab stangast á vib samkeppnislög, segir Snorri Jóhannesson rjúpnaskytta Skotveiðimenn koma tii með að geta skotið á sumum ríkisjörðum án endurgjalds í framtíðinni. Á SÍÐASTA ári skipaði land- búnaðarráðherra nefnd sem ætlað var að gera tillögur um hvernig unnt sé að auðveida skotveiðmönn- um aðgang að jörðum í ríkiseign. Nefndin skilaði áliti sínu fyrir skömmu og hefur það valdið hörð- um viðbrögðum hjá bændum og ferðaþjónustuaðilum, m.a. í Borg- arfirði. í nefndarálitinu segir m.a.: „Nefndin gerir þá tillögu, eins og áður greinir, að eyðijarðir í eigu ríkisins verði opnaðar skotveiðimönnum eins mikið og kostur er. I því felst að öllum íslenskum rfkisborgurum svo og er- lendum ríkisborgurum sem lögheimili eiga hér á landi og sem uppfylla að auki lagaskilyrði um meðferð skot- vopna verður heimilt að stunda skot- veiðar á tilteknum eyðijörðum í ríkis- eign eftir svipuðum reglum og nú gilda um skotveiðar í almenningum og afréttum utan landareigna lögbýla sem enginn getur sannað rétt sinn til”. Gert er ráð fyrir að jarðadeild land- búnaðarráðuneytisins velji jarðimar í samráði við þá sem hagsmuna eiga að gæta. Öfugur endi Blaðamaður Skessuhorns ræddi við Snorra Jóhannesson rjúpnaskyttu, bónda og hreppsstjóra á Augastöðum í Hálsasveit. Hann var ómyrkur í máli og taldi að ríkið væri að fara inn á braut sem það sæi ekki fyrir endann á. „Mér hefur verið tjáð það af sýslu- manni að þeir sem leigja út lönd til skotveiði beri ábyrgð á að viðkom- andi sé með tilskilin réttindi og fari að lögum. Ég tel að þær reglur hljóti einnig að gilda unt ríkið þótt þeir ætli að gefa veiðileyfin en ekki selja þau. Þá fullyrði ég að það standist ekki samkeppnislög að ríkið sé að leyfa skotveiðar á sínum lendum endur- gjaldslaust meðan ferðaþjónustuaðilar eru að reyna að hafa tekjur af veiði- leyfasölu. Mér er kunnugt um að margir ferðaþjónustubændur eru mjög óhressir með þessa afgreiðslu. Ég hélt að þegar búið væri að skil- greina þjóðlendur þá yrðu settar regl- ur um skotveiðar eða löndin friðuð- Einhversstaðar þurfa fuglamir að hafa friðland. Mér fmnst vera farið að öf- ugum enda í þessu máli. Það er ákveð- ið fyrst að opna ríkisjarðimar fyrir Framtíðarstarf Vírnet hf. óskar að ráða starfsmann til afgreiðslustarfa. Þarf helst að vera vanur lyftaravinnu. Upplýsingar um siarfið veitir Björn Hermannsson í síma 437 7000. skotveiðum og síðan á að semja reglumar”, sagði Snorri. Umhverfisráðherra gleymdist Snorri telur það einnig ámælis- vert að Náttúrufræðistofnun skuli ekki hafa verið með í ráðum. “Mér skilst að Náttúrufræðistofnun Hafi ekki vitað af þessari nefnd fyrr en skýrslan kom út. Það er engu líkara en landbúnaðarráðherra hafi gleymt að gera umhverfisráðherra viðvart til að hann gæti skipað mann í nefndina!” Að sögn Snorra hefur Skotveiði- ðféiag Islands gert þá kröfu að leyfðar verði veiðar á hrossagauk, lóu og spóa. Síðan er verið að eyða milljónum í að moka ofan í skurði til að friða hrossagaukinn. Þetta snertir mig ekki persónu- lega. Ég hef ekki leigt út lönd til rjúpnaveiða og þá sjaldan menn hafa fengið að labba hér um með byssu þá hefur það verið endurgjaldslaust. En ég tel þetta ekki á bætandi við þann „barbarisma" sem ríkir í skot- veiðum hér á landi. Hjá öllum sið- menntuðum þjóðum em skotveiðar háðar leyfum og skipulagðar", sagði Snorri. Verbur engin sprenging Jón Erling Jónasson tók við for- mennsku í fyrrgreindri nefnd í fjar- veru Olafs Arnar Haraldssonar. Hann sagði í samtali við Skessuhom að viðbrögð við skýrslu nefndarinn- ar væru að hluta byggð á misskiln- ingi. „Það er fjarri því að þær 190 ríkisjarðir sem eru í eyði verði allar opnaðar fyrir skotveiðum. Jarða- deild mun fyrir haustið fara í gegn um listann og reyna að finna jarðir. Það eru nokkur skilyrði sem þær þurfa að uppfylla. í fyrsta lagi þarf það að vera einhvers virði. Það hef- ur ekkert upp á sig að leyfa skot- veiðar á jörðum þar sem enga veiði er að hafa. í öðm lagi verða jarðir sem em í leigu ekki opnaðar fyrir skotveiðimönnum öðmvísi en með samkomulagi og með vilja leigutak- ans. Það er því ljóst að það verður engin sprengja þegar þessar reglur taka gildi“, sagði Jón. Parket í miklu úrvali Verb frá kr. 2.450,- M METRO BORGARNESI Símar: 437 2011 og 437 2311 Leikdeild UMF Skallagríms frumsýnir leikritið ÓVITAR eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikstjórn Horðar Torfasonor föstudaginn 6. mars kl. 21.00. Sýnt í Félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi. NÆSTU SÝNINGAR: Laugardaginn 7. mars kl. 15.00 Mánudaginn 9. mars kl. 20.30 Miðvikudaginn 11. mars kl. 20.30 Föstudaginn 13. mars kl. 20.30 OVITAR ER PAD SEM ÉG KÝS. TRYGGINGAR FYRIR ÞIG OG ÞÍNA. VÁTRYGGINGARFÉLAG ÍSLANDS HF Svæðisskrifstofa Borgarbraut 38 310 Borgames Símar: 437 1010 & 437 1011 - þar sem tryggingar snúast um fólk Jón sagði aukna ásókn í skotveiði kalla á viðbrögð. Varðandi ásakanir um að þessar aðgerðir ríkisins stöng- uðust á við samkeppnislög sagði Jón: „Nú þegar eru almenningar sem em líka í samkeppni. Þá er skorturinn á aðgengi það mikill að við teljum það réttlætanlegt að opna ríkisjarðir þar sem með góðu móti er hægt að koma því við. Það verður hins vegar ekki fyrst um sinn farið í að segja upp leigusamningum til að hliðra til. Það kemur til greina síðar ef þannig að- stæður eru fyrir hendi og leigutaki hefur engin not af jörðinni". sagði Jón. HAGÆÐA FRAMKÖLLUN’ Filma fylgir hverri framköllun yfir 1.000 kr. magnafsláttur: 5 eöa fleiri filmur = 10% 10 eöa fleirir filmur = 20% ef pöntuð eru 2 sett strax fæst annað á hálfvirði stækkanir allt að 21x30 cm -------------------• Móttökustaðir okkar: Akranes: Bókaskemman Búðardalur: ESSO-skálinn Grundarfjörður: Bensínstöðin Hellissandur: Hraðbúð ESSO Ólafsvík: Söluskáli Gunnars Reykhólar: Arnhóll Stykkishólmur: Bensínstöðin Full búð af römmum, albúmum, myndavélum, myndavélatöskum og mörgu fleiru. Handhafar skólaskírteina og ellilífeyrisþegarfá 10 % afslátt. FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF. 310 BORGARNESI - S. 437-1055 r EIKUR FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTUNNAR Nafn:. Heimili:--------------------------- Skilist með filmu í framköllun á ofangreinda móttökustaði eða hjá Framköllunarþjónustunni í Borgarnesi Dregnir verða út 20 boltar j mars, apríl, mai, og júní. Nöfnvinningshafa birtast í Skessuhorni í byrjun hvers mánaðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.