Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.1998, Side 4

Skessuhorn - 04.03.1998, Side 4
4 Miðvikudagur 4. mars 1998 Mikill heibur ab menn skuli hafa trú á mér Einkavibtal vib Birgi Leif Hafþórsson atvinnumann í golfi íslandsmeistari í golfi og íþróttama&ur Akraness 1996. -mynd: Heigi Daníeisson. AKURNESINGAR hafa áratug- um saman verið þekktir fyrir stóra sigra á íþróttasviðinu. Það eru knattsspyrnumennirnir sem hafa í gegnum tíðina verið stolt Akurnes- inga enda er nafn Iþróttabandalags Akraness skráð með gullnu letri í knattspyrnusöguna. Á síðari árum hafa vaskir íþrótta- menn af Skaganum verið að ná góð- um árangri í öðrum greinum. Þar má nefna körfuknattleikslið IA, sundfólk sem hefur náð glæsilegum árangri, hestamenn og síðast en ekki síst golfara. í golfinu hefur verið unn- ið mikið uppbyggingarstarf sem hef- ur skilað sér í því að íslandsmeistar- ar síðustu tveggja ára eru Akurnes- ingar. Golfstjaman Birgir Leifur Hafþórs- son varð íslandsmeistari 1996 og síð- asta sumar gerðist hann síðan fyrsti ís- lenski atvinnumaðurinn í golfi. Blaða- maður Skessuhoms náði tali af Birgi Leifi daginn áður en hann flaug til Spánar. Þar dvelur hann nú við æfing- ar og undirbýr sig fyrir fyrsta mótið í áskorendamótaröðinni sem mætti hugs- anlega kalla 2. deild í Evrópu. S.l. sum- ar keppti Birgir hinsvegar í sænsku mótaröðinni og var nálægt því að vinna sér rétt til þátttöku á móti þeirra bestu, þ.e. í evrópsku mótaröðinni. „SU keppni var mjög góð fyrir mig sem byijanda í bransanum. Þama fékk maður smjörþefinn af því sem koma skal“, sagði Birgir Leifur. „Mér gekk ágætlega í mótinu og náði inn úr flest- um niðurskurðum og var yfirleitt með- al 20 efstu“. Það er ekki orðum aukið að Birgir hafi staðið sig með prýði í sinni fyrstu keppni sem atvinnumaður og hann var ekki langt frá því að vinna sér rétt til þátttöku í sjálfri Evrópumótaröðinni. Það var kaldhæðni örlaganna að veðr- ið setti strik í reikninginn hjá þessum unga golfara sem alist hefur upp við lakari veðurskilyrði til golfiðkunar en flestir þeir sem hann er að etja kappi við. „Mér gekk mjög vel í síðasta mót- inu og náði í gegnum niðurskurðinn, en þá var komið btjálað veður og mót- ið var blásið af. Þetta mót var því ekki tekið með í heildarárangri sumarsins. Mig vantaði ekki nema 3 högg eftir sumarið til að ná takmarkinu og ég átti góða möguleika enda hafði ég engu að tapa. Eg kemst hinsvegar aldrei að því hvort það hefði tekist“, sagði Birgir. Ekki bara fyrir feita karla Eftir að keppnistímabilinu lauk í haust kom Birgir heim á Skagann til fjölskyldu sinnar og félaga. Hann hef- ur notað tímann til að byggja sig upp fyrir átök sumarsins. „Ég hef aðallega verið í innanhússæftngum og lagt áher- slu á að bæta púttið. Ég hef líka fengið að æfa með landsliðinu í Reiðhöllinni og síðan hef ég verið að byggja upp þrek og þol“. Þama verður blaðamanni á að hvá enda sér hann í fákunnáttu sinni ekki hvað þrekæfmgar koma golf- íþróttinni við. ,Já maður hefur nú oft fengið að heyra það að golfið sé ekki nema fyrir gamla og feita karla“, segir Birgir hlæjandi. „Staðreyndin er aftur á móti sú að menn þurfa að vera í sæmi- legu formi til að halda fullkominni ein- beitingu í fimm til sex tíma samfleytt þótt þeir séu ekki á sífelldum hlaup- um“. Harbur heimur Fyrsta mótið í áskorendamótaröð- inni er í Afríku á næstu dögum. Síðan verður spilað á 25 mótum í átján lönd- um víðsvegar um Evrópu í allt sumar. Birgir kemur því til með að verða á ferð og flugi með golfpokann næstu mánuðina. Hann neitar því ekki að það getur verið þreytandi að búa í ferða- tösku. „Þetta er allt annað en að leika sér á vellinum með félögunum héma heima“, segir hann. „Þetta er býsna harður heimur og ekkert gefið eftir enda eru miklir peningar í húfi fyrir þá sem ná lengst. Ég skil nú reyndar ekki þessa kalla sem eiga orðið peninga í stómm haugum en halda áfram að djöflast án þess að gefa sér tíma til að anda á milli. Þetta er í fínu lagi ef maður getur gef- ið sér tíma til að koma heim og fá sér frískt loft á milli tama. Þess á milli er um að gera að njóta þess sem maður er að gera. Ég væri ekki þar sem ég er ef ég hefði ekki gaman af þessu“. John Garner Fyrst talið berst að peningum er Birgir spurður hvort það sé vel launað starf að beija í kúlur með priki. „Laun- in fara eftir árangri. Verðlaunafénu er skipt á milli þeirra sem lenda í efstu sætunum og heildarupphæðin er mis- jöfn milli móta. Á stærsta mótinu í áskorendamótaröðinni sem haldið er í Moskvu er potturinn um 10 milljónir ís- lenskra króna. Þar af fær efsti maður um 1, 8 milljón. I Evrópumótaröðinni em miklu meiri peningar í boði. Þar er efsti maður að fá um tíu milljónir í sinn hlut á stærstu mótunum“. Birgir segist reyndar ekki þurfa að hafa áhyggjur að fjármálunum í augna- blikinu. Á síðasta ári var stofnað hér á landi fyrirtækið ÍSL ehf.; íslandssport og list- ir. Markmið þess félags er að styrkja ís- lenska afreksmenn í íþróttum og efni- lega hstamenn og gera þeim kleift að ná hámarksárangri. Birgir Leifur er fyrsti einstaklingurinn sem ÍSL styrkir, nokk- urskonar tilraunadýr eins og hann kall- arþað. En hvemig tilfinning er það að vera í raun rekinn eins og fyrirtæki? „Það skiptir öllu fyrir mig að geta helgað mig golfinu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af peningamálunum. Ég hefði ekki getað farið út í þetta öðruvísi. Ég get nefnt sem dæmi að á síðasta ári var kostnaðurinn við þátttöku mína á mót- um atvinnumanna um fjórar og hálf milljón og í ár er reiknað með að hann verði um sjö milljónir. Auðvitað setur það meiri pressu á mann að aðrir hafa lagt mikið undir. Það er hinsvegar gaman að fá að takast á við þetta. Það er mikill heiður fyrir mig að fá þetta tækifæri og það eflir sjálfstraustið að vita að menn hafa trú á mér“, segir Birgir. Hann bætir því við að eitt af því sem ÍSL hefur lagt að mörkum til að bæta hans aðstöðu er að ráða John Gamer fyrrum landshðsþjálf- ara sem persónulegan þjálfara hans. „John er ótrúlega góður í sínu fagi og mjög virtur þjálfari í Bretlandi", segir Birgir. Fjölskyldan og félagarnir Birgir þakkar árangur sinn til þessa því að hann hefur fengið tækifæri til að fást við það sem hann hefur mest gaman af. „Félagamir hafa stutt mann í þessu og þá hefur fjölskyldan fómað miklu til að styðja við bakið á mér. Það er alveg ljóst að ég stend ekki einn“. Hann kveðst ánægður ef árangur hans hafi orðið til að ýta undir áhuga á golfíþróttinni. „Það er engin spuming að golfið er í ömm vexti, bæði hér á Skaganum og annars staðar. Það er mik- ill munur frá því ég var að byrja, bæði á aðstöðu og iðkun. Mér skilst að nú sé golfið orðið næst fjölmennasta íþrótta- greinin hér á landi“. Birgir á möguleika á að spila á mót- um í Evróputúrnum í sumar, ef vel gengur í einstökum áskorendamótum. „Ef maður stendur sig getur maður komist í eitt og eitt mót. Núna er t.d. verið að athuga hvort ég geti komist inn á mótið í Marokkó“. Skýr markmiö Markmiðin fyrir sumarið em skýr: „Takmarkið er að ná inn á Evrópumeist- aramótið fyrir næsta sumar. Það þýðir að maður verður að vera á meðal 15 efstu í áskorendamótaröðinni til að slep- pa við úrtökumót. Draumurinn er nátt- úralega að spila meðal þeirra bestu, svo sem Colin Montgommery" segir Birg- ir Leifur. Hinn ungi og efnilegi golfari af Skaganum hefur vissulega tímann fyr- ir sér, aðeins tuttugu og eins árs að aldri. Flestar af skærustu stjömunum í golf- heiminum hafa verið að blómstra milli þrítugs og fertugs. Skessuhom mun að sjálfsögðu fylgj- ast grannt með Birgi Leifi á komandi keppnistímabili og óskar honum vel- gengni í sumar. Féiagarnir Birgir Leifur Hafþórsson og Helgi Dan Steinsson á sínu fyrsta íslandsmóti í golfi árib 1994. -Mynd: Helgi Daníelsson

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.