Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.1998, Side 9

Skessuhorn - 04.03.1998, Side 9
 Mlðvikudagur 4. mars 1998 9 Leifur heppni var Dalamabur -ræll vib Fribjón Þórbarson formann Eiríksstabanefndar ÚT UM víða veröld er undirbún- ingur í fullum gangi fyrir aldamótaár- ið 2000. Dalamenn undirbúa þó á öðr- um forsendum. Þeir ætla m.a. að minn- ast þess að þeirra maður, Leifur Eiríks- son frá Eiríksstöðum í Haukadal, fann Ameríku árið 1000. Eiríksstaðanefnd hefur í þrjú ár unn- ið að tillögum um hvemig landafund- anna skuli minnst og hvernig nafni Leifs og foreldra hans verði best hald- ið á lofti í þeirra heimabyggð. Nefnd- ina skipa Friðjón Þórðarson fyrrver- andi ráðherra, Sigurður Rúnar Friðjóns- son oddviti Dalabyggðar, Jóhann Sæ- mundsson bóndi á Ási í Laxárdal, Séra Óskar Ingi Ingason sóknarprestur í Búðardal og Marteinn Valdimarsson sveitarstjóri Dalabyggðar. Blaðamaður Skessuhoms ræddi við Friðjón Þórðarson formann Eiríksstaða- nefndar og fregnaði hvað Dalamenn hyggjast gera í minningu Leifs. .Uandafundanefnd ríkisstjómarinn- ar óskaði eftir tillögum um það hvem- ig landafundanna skuli minnst. Við fór- um og áttum með þeim ágætan fund og viðræður um samstarf. Við álítum það ekki einkamál okkar að minnast þessara tímamóta þó Leifur hafi verið Dalamaður“, sagði Friðjón. Vínlandssafn „Eiríksstaðanefndin leggur til að bær Eiríks og Þjóðhildar verði byggð- ur upp á Eiríksstöðum sem líkastur því sem spökustu menn telja að hann hafi litið út. Þá er gert ráð fyrir að minnis- varði um Leif og hugsanlega einnig foreldra hans verði reistur við bæinn“. Einnig mun stefnt að því að LeTfur eigi sér samastað í Búðardal og þar er rætt um að byggja Víniandssafn sem yrði þá hluti af allsherjarsafni Dala- manna. Hugsanlegt er að safnahúsið verði byggt við félagsheimilið Dala- búð. I tenglsum við vinnu Eiríksstaða- nefndarinnar var sett af stað viðbótar fornleifarannsókn á Eirfksstöðum en áður hafa rústir bæjarins verið rann- sakaðar tvisvar sinnurn. Að sögn Frið- jóns kom ýmislegt í ljós sem menn höfðu ekki átt von á. „Þó þessum þætti sé lokið er horft til framtíðar með að láta rannsaka meira á staðnum, en það þykir mjög áhugavert“, sagði Friðjón. Almennur áhugi Friðjón sagði að næsta skref væri að afla fjármagns til framkvæmda á Ei- ríksstöðum. Kynningarbæklingur vegna málsins er í undirbúningi og verður honum dreift til aðila í Bandaríkjun- um, Grænlandi, Noregi, Færeyjum, Kanada og Islandi. „Aðilar í þessum löndum eru mjög áhugasamir og við bindum vonir við samvinnu við þessar þjóðir. Benedikta Thorsteinsson fyrr- verandi ráðherra í Grænlandsstjóm hef- ur verið tilnefnd í samstarfsnefnd vegna landafundanna og hún er mjög áhuga- söm um uppbyggingu á Eiríksstöðum. Þá er sérstök nefnd að vinna að upp- byggingu Brattahlíðarkirkju á Græn- landi. I henni sitja m.a. Ámi Johnsen og Svavar Gestsson alþingismenn. Við leggjum áherslu á samstarf við þessa aðila og aðra sem vinna að því að minn- ast landafundanna á einhvern hátt“, sagði Friðjón að lokum. Smáar og ódýrar Myndskurður í tré Tréskurðarnámskeið verður haldið í Búðardal ef næg þátt- taka fæst. Þeir sem hyggja á þátttöku eru beðnir að skrá sig sem fyrst hjá Jóhannesi Ás- bjarnarsyni. Sími: 462 7516 eftirki. 18:00 alla daga. Tapað fundið Svefnpoki, merktur Karli Gunnarssyni, hefur verið í óskilum í Hyrnunni á annað ár. Nánari upplýsingar veita starfsmenn bensínafgreiðslu Hyrnunnar. Sími 437 1200. Til sölu íslensk frímerki óstimpluð frá 1957-1987. Ársmöppurfrá íslandi og Færeyjum. Óstimpluð frímerki frá Færeyjum, Rússlandi og A-Þýskalandi. Upplýsingar í síma 561 4460. Til sölu er Maxon NMT farsími. Upplýsingar í síma 435 1446. íbúar í Borgarbyggð, Borgarhreppi, Álftaneshreppi og Þverárhlíð Stofnfundur nýs félags til undirbúnings á framboði til bæjarstjórnar í vor verður haldinn í Búðarkletti miðvikudaginn 11. mars kl. 20:30. DAGSKRÁ: 1. Fundarsetning 2. Drög að samþykktum félagsins 3. Verkefnin framundan 4. Umræður 5. Kjör stjórnar og kosninganefndar Fundurinn veröur nánar kynntur með dreifibráfi Nefndin Tónleikar í Búðarkletti Borgarnesi Verið öll velkomin. TÓNLIST FYRIR ALLA ÁyS>tar/£- 'á’rirfy^ Gísl á Akranesi LEIKDEILD NFFA æfir nú um Ámadóttir sér um dansstjóm. Leikarar þessar mundir leikritið Gísl eftir Brend- em sautján, allt nemendur Fjölbrautar- an Behan í þýðingu Jónasar Ámason- skólans á Akranesi, en alls taka um níu- ar. Jakob Þór Einarsson leikstýrir, söng- tíu nemendur þátt í uppfærslunni á einn stjóri er Flosi Einarsson og Jóhanna eða annan hátt. Nú er Gísi æföur af kappi á Akranesi, enda stefnt aö frumsýningu 14. mars. Sameininginga- vibræbiír hafnar HAFNAR em viðræður til að kanna gmndvöll sameiningar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Saurbæjarhrepps. Stjómir þessara sveitarfélaga hittust á fundi fyrir skömmu og þar kom fram vilji til að skoða grundvöll fyrir samein- ingu. Ákveðið var að hver sveitarstjóm skipi tvo menn í sameiningamefnd. Að sögn Sigurðar Rúnars Friðjónssonar oddvita Dalabyggðar verður búið að skipa nefndina í lok þessarar viku. Sig- urður Rúnar sagði að nefndin myndi leggja mat á stöðuna og leggja málin síðan fyrir sveitarstjómimar. „Senni- lega er tíminn hlaupinn frá okkur vaið- andi sameiningarkosningar fyrir vorið en það er samt sem áður allt opið ef þessi mál ganga hratt fyrir sig“, sagði Sigurður. Hann sagði að sveitarfélögin þrjú hefðu unnið mikið saman en samt sem áður væri staða þeirra svoh'tið ólík. Sig- uður taldi hinsvegar engin vandamál því samfara þótt sameiningin næði yfir Vestfirbir og vesturland — Skyggba svæ&ib sýnir þau þrjú sveitarfélög sem nú kanna hugsanlega samein- ingu. kjördæmamörk. Það væri vilji íbúanna sem réði. NUPO létt - nýtt og betra bragð! Kynning á NUPO létt næringarduftinu verður í Borgarness Apóteki föstudaginn 6. mars kl. 15-19 Nú hefur úrvalið af NUPO létt aukist með nýju epla- og appelsínubragði. Einnig hefur kakó- og jarðarberjabragðið verið bragðbætt. Tilboðsverð kr. 888,-

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.