Skessuhorn - 04.03.1998, Page 10
10
Miðvikudagur 4. mars 1998
- BETRI HEILSA
Viltu grennast
eða þyngjast án þess að
þræla - púla - svitna.
Vantar þig orku? Viltu koma
jafnvægi á líkamann og
láta þér líða betur?
Upplýsingar í síma 462 7765
OPIÐ:
mán. - fös. kl. 8-12
& kl.13 -18
lau. kl. 10 -12
• EINANGRUNARGLER
• SPEGLAR _
• INNRÖMMUN
• GJAFAVARA
• LEIKFÖNG
CA C lerslípun Akraness ehf.
BLÆS EÐA
LEKUR MEÐ?
Ljóðib í laginu
Tónlist fyrir alla
á Vesturlandi
Óvitar í
Borgar-
nesi
LEIKDEILD UMF Skallagríms í
Borgarnesi er nú að leggja lokahönd á
uppsetningu leikritsins Ovitar, eftir
Guðrúnu Helgadóttur. Verkið er gam-
anleikur fyrir alla fjölskylduna en þó
með fínlegri ádeilu á samfélagið. Leik-
ritið er sérstakt fyrir þá sök að börn
leika fullorðna og fullorðnir leika böm
í sýningunni.
Æfingar hafa staðið yfir frá því í
janúar undir stjóm Harðar Torfasontir
leikstjóra. Alls taka 23 leikarar þátt í
sýningunni. Verkið verður frumsýnt
föstudaginn 7. mars n.k. og er ætlunin
að hafa sýningar nokkuð ört.
Guömundur
fékk verblaun
Á ÖSKUDAGINN tók Guðmundur
F. Hallgrímsson, 9 ára piltur á Akrtmesi,
við fyrstu verðlaunum í eldvarnarget-
raun félags slökkviliðsmanna. Verð-
launin sem Guðmundur fékk voru ekki
af lakari endanum: Olympus myndavél,
reykskynjari, bamabókin Gættu þín á
eldi, viðurkenningarskjal og blaðið
Slökkviliðsmaðurinn.
Skagamenn hafa haft heppnina með
sér því undanfarin ár hafa alltaf komið
einhver verðlaun á Akranes úr eldvam-
argetrauninni.
góbri
Gaman og alvara í
SJOLEIÐIN TIL BAGDAD eftir
Jökul Jakobsson í flutningi Ung-
mennafélags Reykdœla.
Sýnt íFélagsheimilinu Logalandi í
Reykholtsdal. Leikstjóri Valgeir Skag-
fjörð.
Leikendur: Ásdís Ármannsdóttir,
Asgeir Asgeirsson, Hrund Olafsdóttir,
Jón Eyjólfsson, Steinunn Garðars-
dóttir, Þorvaldur Jónsson og Þór Þor-
steinsson.
Verkið fjallar um tímabil í lífi fjöl-
skyldu sem eins og flestar aðrar fjöl-
skyldur á við ýmis vandamál að stríða.
Brostnar vonir, ósigrar og vonleysi er
það sem einkennir líf fólksins.
I upphafi leikritsins kemur sjómað-
urinn Halldór heim á æskustöðvarnar
og hittir þar fyrir æskuástina Signýju
sem býr í óhamingjusömu hjónabandi
með drykkfelldum ævintýramanni, Ei-
ríki. Heimkoma Halldórs hleypir ljós-
glætu inn það rnyrkur sem Signý virð-
ist vera búin að sætta sig við.
Sjóleiðin er alvarlegt verk og harm-
þmngið á köflum en samt er húmorinn
alltaf til staðar. I uppsetningu Umf
Reykdæla blandast þessar andstæður
skemmtilega saman þannig að úr verð-
ur skemmtileg en jafnframt áhrifarík
sýning.
Sýningin í heild var fagmannlega
unnin og mikið lagt í alla umgjörð, s.s.
búninga og gerfi. Sviðsmyndin var vel
útfærð og hafði greinilega verið nostr-
að við hvert smáatriði. Það sem helst
var hægt að setja út á í þeim efnurn var
að gamli maðurinn, sem var að mestu
leyti staðsettur neðan við sviðið, var
hulinn þeim áhorfendum sem sátu aft-
arlega í salnum. Þá örlaði fyrir óöryggi
í ljósastjórnuninni.
Leikurinn var í heild afbragðsgóður
enda vanir menn og konur í hverju hlut-
verki. Þór Þorsteinsson átti góðan leik
í hlutverki Halldórs. Hrund Ólafsdótt-
ir og Þorvaldur Jónsson voru áhrifa-
mikil í hlutverkum hjónanna óham-
ingjusömu. Þorvaldur náði ósjaldan að
kalla fram hlátrasköll þegar hann túik-
aði eymd drykkjumannsins. Stjarna
kvöldsins var að dómi undinitaðs Stein-
unn Garðarsdóttir sem fór á kostum í
hlutverki Þuríðar móður Signýjar. Hlut-
verkið var að vísu það sem helst bauð
upp á gamanleik en Steinunn náði að
koma til skila þeim húmor sem það
hafði upp á að bjóða án þess að það
væri á kostnað alvörunnar. Ásdís Ár-
mannsdóttir komst vel frá hlutverki
unglingsstúlkunnar Hildar og Jón Eyj-
ólfsson náði að kalla fram brosi bland-
na samúð sem umkomulaus öldungur.
Þá átti Ásgeir Ásgeirsson skemmtileg-
ar innkomur í hlutverki Munda.
Uppsetning Reykdæla á Sjóleiðinni
til Bagdad er virkilega metnaðarfull og
Hjónin óhamingjusömu, leikin af Þorvaldi Jónssyni og Hrund Olafsdóttur.
Þeir tónleikar listamannanna sem
eftir eru, verða sem hér segir:
I Stykkishólmskirkju miðvikudag-
inn 4. mars (í kvöld) kl. 20.30 og í
Búðarkletti Borgarnesi á morgun
fimmtudaginn 5. mars kl. 20.30.
Listamennirnir leika fyrir börn í
Kleppjárnsreykjaskóla, Varmalands-
skóla ogHeiðarskóIa á fimmtudag og
Ijúka ferð sinni um Vesturland með
tónleikumfyrir nemendur Grunnskól-
ans í Borgtunesi föstudaginn 6. mars,
morguninn eftirtónleikana í Búðar-
kletti.
(Ur fréttatilkynningu)
Guömundur F. Hailgrímsson settist undir stýri á slökkvibílnum í tilefni
dagsins.
NÚ stendur yfir tónleikaröð með
vísnatónlist sem flutt verður í öllutn
grunnskólum á Vesturlandi, alls um 16
skólum. Flytjendur eru Anna Pálína
Ámadóttir ásamt Gunnari Gunnarssyni
píanó, Gunnari Hraíhssyni kontrabassa,
og Pétri Grétarssyni slagverki.
Bæjar- og
héraðs-
bókasafnið
á Akranesi er opið
mánudaga til föstu-
daga frá klukkan
14:00 til 20:00.
Er með nýja gerð af þéttifræsara
ásamt þéttilistum. Þétti hurðir sem
ekki hafa haft þéttikant og eins þær
sem eru með slottlista og eða
aðra lista. Góð reynsla er komin á
__ þessa þéttingu. Upplýsingar gefur:
i Trésmiðja Pálma
S Sími: 437 0034 eða 853 5948
YKKAR HEIMILI
----—AÐ HEIMAN
Gisting B.B. 44
Borgarhoitsbraut 44, Kópavogi
blöndu
A37 1640 & 43?
e,s/uþjónusi-a*
Kaffikönnur og
símtœki
Rafstofan
Egilsgötu 6
Smiðum hurðir og glugga.
Onnumst alhhða
byggingarþjónustu.
Byggingafélagið
Sólbakka 11, 310 Borgarnes
Sími: 4371482
enn ein fjöðrin í hatt þessarar gamal-
grónu leikdeildar.
G.E.