Skessuhorn - 07.05.1998, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ1998
Er ver&lagt
^■ktssunui^
of hátt í Göngin?
STYTTA LEIÐ, flýta för, spara fjár-
muni og auka öryggi í umferð eru
slagorð sem lesa má af Alnetinu um
áhrif Hvalfjarðarganganna og sett er
fram af forráðamönnum Spalar hf. á
heimasíðu fyrirtækisins. En mun
þetta verða raunin? Verður aðsóknin
í að stytta sér leið undir fjörðinn það
mikil að almennt muni vegfarendur
nýta sér áðurnefnda kosti?
Þessu er erfitt að svara, en ljóst er
að viðmælendur blaðsins telja að for-
ráðamenn Spalar hafi skotið sig í fót-
inn með of hárri verðlagningu í
göngin.
Opinberun gjaldskrárinnar, sem
margir höfðu beðið eftir, hefur vakið
undrun og sterk viðbrögð margra
Vestlendinga. Almennt bjuggust
menn við því að gjaldið yrði lægra en
raunin varð og þá einkum hvað varð-
ar vegtoll fyrir smábfla.
Skessuhom-Pésinn kynnti ákvörð-
un Spalarmanna lauslega í síðasta
tölublaði en við kynnum nú verð-
skrána í heild sinni.
Fjórir gjaldflokkar
Gjaldskráin verður fjórþætt og fer
eftir lengd bifreiða. Vegfarendum
verður boðið til kaups sérstök afslátt-
arkort og geta þannig sparað allt að
40% með áskrift. Þá er ekki reiknað
með fjármagnskostnaði sem hlýst af
bindingu fjármuna í afsláttarkortun-
um. Þannig má segja að hagur þeirra
sem nota göngin mikið verði meiri
en hinna sem sjaldan þurfa og vilja
aka þessa leið.
Gjaldskráin er þannig:
1. gjaldflokkur. Ökutæki styttri en
6 metrar. (96,3% bílaflota lands-
manna). Hver stök ferð kostar 1.000
krónur. 20 ferðir með 20% afslætti
kosta því 800 krónur og 40 ferðir
með 40% afslætti 600 krónur.
2. gjaldflokkur. Ökutæki 6-12,4
metrar að lengd (3,6% bflaflotans).
Hver stök ferð kostar 3.000 krónur,
20 ferðir með 15% afslætti 2.550
krónur og 40 ferðir með 25% afslætti
2.250 krónur.
3. gjaldflokkur. Ökutæki lengri en
12,4 metrar (0,04% bílaflotans).
Hver stök ferð kostar 3.800 krónur,
20 ferðir með 15% afslætti 3.230
krónur og 40 ferðir með 25% afslætti
2.850 krónur.
4. gjaldflokkur er fyrir mótorhjól.
Fyrir þau kostar ferðin 600 krónur.
Inni í gjaldinu er 14% virðisauka-
skattur sem ríkið innheimtir.
Seldir verða sérstakir veglyklar
sem staðsetja skal í framrúðum bif-
reiða. Þannig verður hægt að aka við-
stöðulaus í gegnum göngin og gjald-
hlið þeirra. Þeir sem hins vegar
kaupa ekki veglykla verða að stöðva
og greiða veggjaldið með tilheyrandi
töfum.
Samstaða um jákvæö
áhrif
vegar hefur í umræðunni yfirleitt
verið talað um lægra veggjald en nú
kemur í ljós að verður raunin. Því er
erfitt að meta hvort bjartsýnismenn-
imir í þessu máli muni hafa rétt fyrir
sér. Meðal þeirra sem tjáð hafa sig
um þetta máli er Svavar Garðarsson í
Búðardal. I grein sinni í Skessuhomi,
9. tbl., rökstyður hann að lægra af-
notagjald í göngin (700-800 krónur)
skili hærri tekjum til lengri tíma fyr-
ir Spöl og samfélagið allt, samanbor-
ið við 1.000 króna vegtoll fyrir smá-
bfla. Þessa skoðun hefur Svavar ekki
verið einn um að hafa. Ymsir hafa
haldið því fram að of hátt verð í
göngin þýði einfaldlega að breyting-
ar samhliða opnun þeirra verði litlar
sem engar fyrir Vesturland í heild.
Svartsýnustu menn halda því jafnvel
fram að Akranes muni tapa á göng-
unum af þeirri ástæðu að Akraborg-
arferðir munu leggjast af þegar þau
verða opnuð. Því er nær fullvíst að
öllu óbreyttu muni fólk aka áfram
fyrir Hvalfjörð, ekki síst þeir sem em
á eyðslugrönnum bflum og hafa þann
umfram hálftíma sem krókurinn tek-
ur.
Mun ekki nota göngin
nema í neyð
Þeir Vestlendingar sem blaðið
ræddi við í síðustu viku voru allir á
sama máli: Verðið sem kynnt var er
of hátt! Einn viðmælandi sagði að
með þessari verðlagningu væri verið
að eyða jákvæðum jaðaráhrifum
Hvalfjarðarganganna. I göngin færu
þeir vegfarendur sem ættu oft erindi
um Hvalfjörðinn, en hinir sem
sjaldnar eiga erindi munu ekki nýta
sér þau. Hins vegar má segja að tím-
inn einn verði að skera úr um það
hversu hátt hlutfall vegfarenda munu
nýta þessa samgöngubót.
Einn viðmælenda blaðsins, Jón
Hjartarson á Akranesi, hafði sitthvað
Mynd: H.Dan.
hafa skapast um göngin, með þessari
háu verðlagningu.
Eðlilegri verðskrá fyrir
stærri bifreiðar
Til að fræðast um sjónarmið
rekstraraðila stærri bifreiða var Hall-
dór Brynjúlfsson bifreiðastöðvar-
stjóri hjá KB í Borgamesi spurður
álits á nýju gjaldskránni. „Ég hef
ekki haft tíma enn sem komið er til
að skoða nákvæmlega hvaða áhrif
þessi gjaldskrá mun hafa. Mér sýnist
þó að verðið sé ásættanlegra fyrir
stærri bifreiðar en komi sér illa fyrir
eigendur smábíla, það er nokkuð
ljóst. Hinn almenni vegfarandi mun
aldrei geta hagnast á því að nota
göngin á þessu verði, en gjaldtakan á
einmitt að vera þannig að almenning-
ur sjái sér hag í að nýta þau strax“,
sagði Halldór. Hann sagðist sjá
ákveðinn galla á þessu kerfi eins og
það væri lagt fram. „Afsláttarkjörin
ættu að vera bundin ákveðnum
rekstraraðilum, en ekki einstaka bif-
reiðum og ferðatíma innan tiltekinna
mánaða. Það á ekki að skipta máli
hvaða bifreiðar fara í ferðir hverju
sinni. Ég sem stór viðskiptavinur ætti
að hafa aðgang að ákveðnum við-
skiptakjörum og það sé mitt að
ákveða hvaða bifreiðar er hagkvæm-
ast að senda í ferðimar. Einnig er það
galli að stærstu rútur lenda í dýrasta
gjaldfiokknum, ef lengd þeirra fer
yfir 12,4 metra. Það sem vekur furðu
mína í þessu máli er að fulltrúar
sveitarfélaga af þessu svæði, sem
sitja í stjóm Spalar, skuli eiga þátt í
að afgreiða málið frá sér á þennan
hátt“, sagði Halldór að lokum.
Hvert verður
Gangnamunninn vib Saurbæ á Kjalarnesi.
Gísli Gíslason stjórnarformabur Spalar svarar spurningum fréttamanns
RÚV. Mynd: H.Dan.
Forsvarsmenn Spalar á blaöamannafundi fyrir skömmu. F.v. Gylfi Þór&arson, stjórnarma&ur, Gísli Gíslason stjórnar-
formaður, Stefán Reynir Kristinsson framkvæmdastjóri og Ingimar Hansson frá Rekstrarstofunni sem sá um
útreikninga í sambandi vi& gjaldtökuna. Mynd: H.Dan.
Undanfama mánuði og ár hefur
mikið verið rætt og ritað um áhrif
Hvalfjarðarganga á búsetu- og at-
vinnuskilyrði á Vesturlandi. Almennt
hafa menn verið þeirrar skoðunar að
áhrif bættra samgangna af þessu tagi
komi svæðinu almennt til góða. Hins
um málið að segja. „Ef þeim hefði
borið gæfa til að hafa verðið fyrir
fólksbfla 700 krónur, ég tala nú ekki
um 500, þá hefðu þeir fengið alla
umferðina niður í göngin. Verðlagn-
ingin er svívirðileg og verið er að
koma aftan að fólki miðað við það
verð sem búið var að gefa í skin í
upphafi. Eitt þúsund krónur er ein-
faldlega allt of hátt. Því vil ég skora
á fólk að nota göngin sem allra
minnst þangað til verðið verður sett
ásættanlegt“, sagði Jón.
Aðspurður um það hvort hann
muni þá sleppa því að aka þessa leið
þegar hann þyrfti að fara til höfuð-
staðarins, sagði hann: „Ég ek á
Subaru bifreið sem eyðir nú ekki svo
litlu bensíni. Um daginn fór ég með
1.600 krónur í ferð frá Akranesi til
Hafnarfjarðar og heim aftur. Ef ég
hefði farið göngin á þessu verði hefði
ferðin kostað mig 2.800 krónur. Ég
verð því á þokkalegu tímakaupi við
að dóla Hvalfjörðinn áfram, eins og
ég er vanur“. Jón bætti því við að sér
fyndist þessir menn vera á góðri leið
með að eyðileggja sáttina sem virtist
framhaldið?
Menn velta nú fyrir sér ýmsum at-
riðum varðándi framtíð þessa máls.
Er mögulegt fyrir Spalarmenn að
lækka verðið? Geta fjármögnunarað-
ilar lengt lánstímann, þannig að það
megi afskrifa fjárfestinguna á lengri
tíma?
Nei, það má segja að gjömingur
sá, þegar gjaldskráin var lögð fram,
hafi sett framtíð jákvæðra áhrifa af
Hvalfjarðargöngum í meiri óvissu en
áður, ekki síst fyrir íbúa Vesturlands.
Markmiðið hlýtur þó alltaf að hafa
verið að styrkja byggð á Vesturlandi
því frumkvæði að framkvæmdunum
kom einmitt héðan. Niðurstaðan er
því sú að almenn óánægja ríkir með-
al Vestlendinga um verðlagningu
þessa sem sumir kalla einfaldlega
okur.
GAGNVARIÐ TIMBUR
I S0LPALLA 0G GIRÐINGAR
RÁÐGJÖF • SÖGUM EFTIR ÞÖRFUM • FRI HEIMKEYRSLA
TRESMIÐJÁH
1
Frí heimsending innan 40 km. Irá Akranesi
VESTURGÖTU 14 • AKRANESI
SÍMAR 431 3665 & 893 6975
EB FAX 431 3666 - HEIMASIM! 431 4150