Skessuhorn - 07.05.1998, Blaðsíða 17
..ir.-v-winu.
FIMMTUDAGUR 7. MAI 1998
17
i r
Hvaö er góður skóli
Mikið hefur verið rætt um
skólamál að undanförnu. Stutt
er síðan þessi málaflokkur var
fluttur heim í hérað og vandi
fylgir vegsemd hverri. Auk þess
nálgast nú kosningar og fólk vill
vita hver markmið flokkanna eru
í skólamálum eins og í öðrum
mikilvægum málaflokkum.
Markmið
Stjórnun skóla er í meginatrið-
um tvíþætt, annars vegar fjár-
málaleg og hins vegar fagleg.
Best er, ef hægt er, að sinna báð-
um þessum þáttum vel. Þannig
hlýtur góður skóli að vera rek-
inn. Hópurinn, sem að Borgar-
byggðarlistanum stendur, hefur
það að markmiði. Hann vill að
skólar sveitarfélagsins séu reknir
af metnaði, því þeim felum við
það, sem okkur er dýrmætast,
börnin okkar. Þetta skiptir miklu
máli, bæði fyrir íbúa í héraðinu
og þá sem vildu flytja hingað bú-
ferlum
Leiðir
Leiðir Borgarbyggðarlistans til
að ná settu markmiði í skólamál-
um í sveitarfélaginu byggja fyrst
og fremst upp á þeirri hug-
myndafræði að mótuð verði stef-
na í skólamálum til ákveðins
tíma í senn og eftir henni farið í
framkvæmd. Að þessu verði unn-
ið í nánu samstarfi við starfsfólk
skólanna. Eftirtalin atriði eru
meðal annars á meðal stefnu-
mála okkar:
Að áfram verði reknir tveir
grunnskólar í sveitarfélaginu og
að þeir verði báðir einsetnir
heilsdagsskólar árið 2001.
Samvinna og samráð á milli
grunnskólanna í Borgarnesi og á
Varmalandi verði sem mest, með
hagræðingu og faglega uppbygg-
ingu í huga. Meðal ananars verði
kannað hvort ein skólanefnd geti
verið yfir báðum grunnskólunum
og leikskólunum, sem sveitarfé-
lagið rekur.
Aðstæður einstakra nemenda-
hópa verði metnar, m.a. með til-
Cuörún Jónsdóttir.
Iiti til fjölda í bekkjardeildum.
Samstarf leikskóla og grunn-
skóla um námsefni og vinnu-
brögð verði eflt og aukið með
það fyrir augum að auka sam-
ræmi í skólastarfi frá byrjun
skólagöngu.
Lögð verði sérstök rækt við
samstarf grunnskóla og leikskóla
við Tónlistarskóla Borgarljarðar,
t.d. í því augnamiði að gera
skóladaginn samfelldari. Að
þessu sama verði hugað með
íþróttaiðkun. Borgarbyggðarlist-
inn styður áframhaldandi undir-
búning að starfrækslu sérstaks
íþrótta- og tómstundaskóla.
Upplýsingaflæði á milli sveit-
arstjórnar og starfsfólks skól-
anna verði aukið til muna og því
fundinn ákveðinn farvegur.
Sveitarstjórn fylgist vel með fag-
legu starfi innan skólanna og
veiti starfsfólki hvatningu í starfi
eftir því sem kostur er. Starfsfólk
skólanna er íjöregg þeirra.
Sérstök stefna verði mótuð í
sérkennslumálum, til að tryggja
að öllum nemendum sé sinnt
sem skyldi. Ennfremur verði
unnið að því að styrkja sérstöðu
skóla í héraðinu. Frjótt og öflugt
skólastarf verði hluti af markaðs-
setningu sveitarfélagsins.
Gæðamat á skólastarfi verði
framkvæmt reglulega.
Einhver kynni að segja að
þetta séu háleitar hugsjónir, sem
taldar eru upp hér að ofan og
erfitt geti reynst að koma þeim í
framkvæmd. Á þeim sést hins
vegar að viljinn til dáða í þessum
málum er einlægur. Það hlýtur
að vera góð byrjun.
Guðrún Jónsdóttir.
Höfundur er í 2. sæti á lista
Borgarbyggðarlistans til sveitar-
stjórnarkosninga í Borgarbyggð.
ZANCASTE R
Kynning föstudag 8. maí kl. 13:00 -18:00
Spennandi nýjungar - kíktu við.
Góð krem á góðu verði
Kynningarafsláttur
_Akraness/\pótek_
Kirkjubraut 50 - sími 431 1966
Eftirtaldir listar eru til framboðs við
bæjarstjórnarkosningar á Akranesi
B D E
Listi Framsóknarflokks Listi Sjálfstæðisflokks Akraneslistinn
Guðmundur Pál Jónsson Gunnar Sigurðsson Sveinn Kristinsson
Sigrlður Gróa Kristjánsdóttir Pétur Ottesen Kristján Sveinsson
Guðný Rún Sigurðardóttir Ellnbjörg Magnúsdóttir Inga Sigurðardóttir
Kjartan Kjartansson Jón Ævar Pálmason Ágústa Friðriksdóttir
Helga Magnúsdóttir Jón Gunnlaugsson Ingibjörg Haraldsdóttir
Valdimar Þorvaldsson Hrönn Jónsdóttir Rögnvaldur Einarsson
Jóhanna Hallsdóttir Eirlkur Jónsson Sigurður Pétur Svanbergsson
Jóhannes Snorrason Guðrún Hróðmarsdóttir Ástríður Andrésdóttir
Skúlína H. Guðmundsdóttir Steinar Adolfsson Guðbjartur Hannesson
Sigurður V. Haraldsson Svanur Guðmundsson Adam Þór Þorgeirsson
Jón Frlmannsson Guðmundur Egill Ragnarsson Helga Gunnarsdóttir
Hildur Bernódusdóttir Ragnheiður Runólfsdóttir Hannes Frlmann Sigurðsson
Jóna Á. Adolfsdóttir Sævar Haukdal Birna Gunnlaugsdóttir
Ágústa Andrésdóttir Þórður Emil Ólafsson Þóranna Kjartansdóttir
Leifur Þorvaldsson Valdimar E. Geirsson Jensína Valdimarsdóttir
Magnús H. Ólafsson Herdís Þórðardóttir Hafsteinn Baldursson
Steinunn Sigurðardóttir Ragnheiður Þórðardóttir Guðlaug Margrét Sverrisdóttir
Jón Guðjónsson Guðjón Guðmundsson Hervar Gunnarsson
Akranesi 5. mai 1998 Yfirkjörstjórn Akraness Einar J. Ólafsson Hugrún Olga Guðjónsdóttir Óafur J. Þórðarson
BÍÓHOLLiN
Sunnudag og mánudag kl. 21:00:
Desperate
Measures
Sunnudag kl. 16.00:
Litla hafmeyjan
aðg. 600,- kr
Slysavarnafélag íslands
70 ára
í tilefni af afmælinu verða Björgunarsveitin
Hjálpin og kvennadeild S.V.F.Í. áAkranesi með
„opið hús“ þann 10. maí n.k. frá kl. 14:00 til
18:00 í húsnæði félagsins að Akursbraut 13.
Starfsemi félaganna verður kynnt. Tækjakostur
félaganna verður til sýnis og sundjakki fyrir
börn verður kynntur. Lögreglan verður með
hjólaskoðun fyrir börn og fullorðna. Mætum öll
með hjálma.
Allir velkomnir Kaffi á könnunni.
Björgunarsveitin Hjálpin Kvennadeild S.V.F.Í.
Veisluréttir ehf. kvnna!
5 rétta hlaðborð að eigin vali miðað við 2
fiskrétti og 3 kjötrétti á 1590 kr,-
Val um rétti
Fiskréttir
Kaldir kjötréttir
Pottréttir
Hlaðborð
Fiskréttir
Skeldýrasalat með dillsósu
Laxapate með créme fraise sósu
Smáiúðupate með chantillie sósu
Skelfiskterta með tómatsalati
Fiskibakki Ris Pilafe
Blandaður sjávarréttabakki að hætti hússins
Kaldir Kjötréttir
Kjúkiingar
Reyktur svínahnakki
Roastbeef
Lambasteik
Hangikjöt
Pottréttir
Súrsætur, lamba-eða svínakjöt
Rjómalagaður, lamba-eða ungnautakjöt
Með pottréttum fylgir hrísgrjón og brauð
f/ið veitum faglega ráðgjöf. Fagmennskan í fyrirrúmi.
Veisluréttir ehf. Sími: 431 2030 Skólabraut 14a 300
Akranes
Matreiðslumeistarar.
Níels Jónsson
Smári Jónsson
Sendum frítt heim um allt Vesturland!