Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.1998, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 07.05.1998, Blaðsíða 22
II c 22 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ1998 m£»uiu/u. : Sýslumannsbraub og fleira góðgæti Kristjana Jónsdóttir týnir rúnstykkin í körfu. Mynd: Helgi Dan. MORGUNSTUND gefur gull í mund, segir máltækið. Eins og kunnugt hafa bakarar landsins tileinkað sér þennan góð sið þar sem þeir eru manna árrisulastir og hefja vinnu ekki síðar en klukkan fjögur á nóttinni til að volg og ný brauð geti verið tiltæk á borðum Iandsmanna með morgunkaffinu. I Ráðhúsbakaríinu á Akranesi var allt á fleygiferð þegar ég leit þar inn árla morguns á dögun- um. Allskonar brauð, rúnstykki auk vínarbrauða, sem ég er hvað veikastur fyrir, en má ekki borða nema í Iaumi, komu út úr ofnin- um og voru sett í þar til gerða rekka og biðu þess að verða sett fram í verslunina. Heimir Jónas- son bakari var að renna út úr ofninum svokölluðum „Sýslu- mannsbrauðum" sem hann sagði að væru mjög vinsæl og nú seld á tilboðsverði. Eg spurði hvort þau væru heitin eftir ákveðnum sýslumanni, sem hefði aðsetur í Ráðhúsinu. Heimir sagði það ekki vera og 'bætti við, að þetta væru mjög góð, gróf brauð með sólkjarnafræum sem gæfu því gott bragð. Bakaraneminn, Grétar Júlíus- son, sem var í óða önn að smyrja súkkulaði á svokallaða ameríska kleinuhringi, sagðist hafa byrjað að læra árið 1995 og kunna vel við sig í faginu, enda vinnan skemmtileg og vinnutíminn góð- ur. Hver brauð- og kökutegundin af annari kom út úr ofninum og var meðhöndluð eftir kúnstar- innar reglum. Þegar ég var að yf- irgefa bakaríið var Kristjana Jónsdóttir afgreiðslustúlka mætt á staðinn og hennar fyrsta verk var að sækja nýbökuð brauðin og rúnstykkinn ásamt öðru góðgæti og færa fram í verslun, enda voru fyrstu viðskiptavinirnir mættir og vildu sín brauð refjalaust. H.Dan. Grétar Júlíusson bakaranemi setur súkkulabi á Amerísku kleinuhringina. Mynd: Helgi Dan. Heimir Jónasson bakari meb „sýslumannsbraubin". Mynd: Helgi Dan Frá Matstofunni Brákarbraut 3, Borgarnesi Hamborgaratilboð með Pepsi og frönskum 350 krón ur meðan birgðir endast! Ingimar spilar á harmonikkuna föstudagskvöld Verið velkomin Liö Skagamanna sem vann Deildarbikarinn 1996 í fyrsta skipti sem slík keppni fór fram. Fagna þeir sigri í ár? Mynd: Helgi Dan. Skagamenn mæta KR í undanúrslitum deildarbikarsins SKAGAMENN lögðu Leiftur frá Ólafsfirði í 8 liða úrslitum í deildarbikarnum. Leikurinn sem fór fram á Akranesi var jafn og að loknum venjulegum leiktíma var staðan jöfn 0-0 og varð því að framlengja. Steinar Ingimundar- son kom Ólafsfirðingum yfir, en Hálfdán Gíslason, nýr leikmaður Skagamanna frá Bolungarvík jafnaði eftir hornspyrnu í síðari hálfleik framlengingarinnar og þurfti því að grípa til vítaspyrnu- keppni I vítaspyrnukeppnni höfðu Skagamenn betur 7-6 og tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Skagamenn byrjuðu keppnina illa því þeir töpuðu fyrir Breiða- bliki, en síðan hafa allir leikir unnist, síðast lögðu þeir Keflvík- inga af velli 1 -0 eftir framlengd- an leik í Garðinum í 16 liða úr- slitum. í undanúrslitum mætast fyrst FH og Valur og síðan gömlu erki- fjendurnir KR og Skagamenn og fer sá leikur fram á Tungnár- bökkum í Mosfellsbæ n.k. fimmtudag. Leikur KRinga og Skagamanna verður án efa skemmtilegur eins og jafnan er þegar þessi Iið mætast. Logi Ólafsson þjálfari Skaga- manna sagði í stuttu spjalli við Skessuhorn, að æfingar hefðu gengið ágætlega og hann væri hóflega bjartsýnn með framhald- ið. Alexander Högnason hefur ekki leikið með Iiðinu að undan- förnu vegna meiðsla, en hefur nú byrjað að æfa. Sömu sögu er að segja af Sigursteini Gíslasyni, sem er búinn að vera meiddur síðan í fyrra. Hann lék að vísu í æfinga og keppnisferðinni í Skotlandi í síðasta mánuði, en ekkert íðan. Hann er að byija að æfa á ný. Þá er Kristján Jóhanns- son sem kom frá Sandgerði bú- inn að vera meiddur að undan- förnu. Bibercic kom til landsins s.l. þriðjudag, en hann var skorinn upp vegna meiðsla í nára í febrú- ar, þannig að ekki er ljóst, þegar þetta skrifað, hvort hann getur verið með gegn KR á fimmtudag- inn. Ungu mennirnir, Ragnar Hauksson sem kom frá Siglufirði og Hálfdán Gíslason frá Bolung- arvík hafa staðið sig vel í undan- förnum leikjum og skora jafnt og þétt. Við hvetjum alla stuðnings- menn Skagamanna til mæta á Tungnabakka á fimmtudaginn og hvetja Skagamenn til sigurs, því takmarkið er eins og alltaf áður: Sigur fyrir Skagamenn. H.Dan

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.