Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.1998, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 15.10.1998, Blaðsíða 4
■a »■ . < I T* 4*- /:»n 4 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 ..i'lMlin.J Aukna samvinnu í markabssetningu segir Sigríður Theodórsdóttir hjá Atvinnurábgjöf Vesturlands Fyrir rúmu ári síðan var Atvinnu- ráðgjöf Vesturlands stórlega efld með samningi við Byggðastofnun. I lok sumars var Sigríður Hrönn Theodórs- dóttir ráðin til starfa hjá stofnuninni en hún hefur ferðamál sem sérsvið. Með tilkomu Sigríðar er starfsemi At- vinnuráðgjafarinnar komin í það horf sem henni er ætlað að vera og nú eru starfandi á Vesturlandi fjórir atvinnu- ráðgjafar í rúmlega þremur stöðu- gildum. Aðalskrifstofan er að Bjarn- arbraut 8 í Borgamesi en Atvinnuráð- gjöftn er einnig með skrifstofur á Akranesi og í Grundarfirði. Forstöðu- maður stofnunarinnar er Olafur Sveinsson en auk þeirra starfa við stofnunina atvinnuráðgjafamir Hrefna B. Jónsdóttir og Magnús Magnússon. Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem mestur vöxtur hefur verið í að undanfömu og ekki hvað síst hér á Vesturlandi. Blaðamaður Skessu- homs ræddi við Sigríði Hrönn fyrir skömmu til að kynna fyrir lesendum viðhorf hennar og framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustu á Vesturlandi. Frá Þýskalandi Sigríður Hrönn Theodórsdóttir er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún er stúdent frá Fjölbrautaskólan- um við Armúla. Efir stúdentspróf fór hún til Þýskalands þar sem hún stundaði nám í rekstrarhagfræði við Háskólann í Munchen með hótel- og f---------------1------- Kjördæmisráð Y . Sjálfstæðisfélaganna ÁX á Vesturlandi. Heldur aðalfund laugardaginn 17. okt. nk. kl. 13.30 í Félagsheimilinu Þinghamri Varmalandi Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Framboðsmál Gestur fundarins Geir H. Haarde | fjármálaráðherra. Einnig verða | þingmennimir Sturla Böðvarsson og Guðjón j Guðmundsson á fundinum. i Stjómin. V________________________________________________ veitingaxekstur sem sérsvið. Að námi loknu starfaði hún um tíma hjá Siem- ens og síðan hjá þýsku tryggingafé- lagi þar til hún kom aftur heim til ís- lands í sumar eftir þrettán ára búsetu í Þýskalandi. Sigríður býr í Grundarfirði og er með sína aðalstarfsstöð þar. Aðspurð um ástæðu þess að hún sótti um starf hjá Atvinnuráðgjöf Vesturlands sagði Sigríður: „Mig langaði að breyta til og gera eitthvað annað. Ég hef fyrir það fýrsta aldrei haft áhuga á að gera það sem allir aðrir eru að gera. Þegar ég kláraði skólann í Þýskalandi hafði ég hugsað mér að starfa við ferðamál þar og læra af Þjóðverjum en ég hætti við þar sem slík störf eru illa launuð í Þýskalandi. Ég var síðan búin að á- kveða það að ef ég kæmi aftur til Is- lands ætlaði ég að starfa við ferðamál og núna fannst mér vera kominn sá tími að ég þyrfti að ákveða hvort ég ætlaði yfirleitt að koma heim aftur. Ég frétti af þessu starfi í gegnum vin- konu mína og eftir langa umhugsun ákvað ég að slá til. I nokkur sumur nýtti ég sumarfríið mitt til að stunda leiðsögumennsku á Islandi þannig að ég hef nokkra reynslu af ferðamál- um.“ Ekki bara fundir Sigríður sagði það vera töluverða breytingu að flytja úr borg með á aðra milljón íbúa og í lítið þorp, en hún sagði að sér litist vel á sig í Grundar- Hvað er að gerast? Ábendingar varðandi fréttatengt efni um allt milli himins og jarðar vel pegnar. Símar: 852 4098, W'- -'j:. ■ • /TF 5ke55uhorrt med vakandi auga og opin eyru! Alltaf, allsstaðar!!! hraun, sjór, fossar og hverir svo eitt- hvað sé nefnt. Það sem þarf að laga er fyrst og fremst kynningarmálin. Það er alltof mikið um að það sé hver í sínu homi og kalli nafnið sitt með veikri röddu. Við þurfum að bæta samvinnuna í markaðssetningu t.d. með sameiginlegu öflugu mark- aðsátaki. Annað sem mér finnst vanta að ferðaþjónustuaðilar hugi meira að en það er hreinlæti, ekki bara að það sé hreint á rúmunum á gististöðunum og húsakynnin þrifaleg, heldur að að- koman sé almennt þokkaleg því það er ofboðslega mikið atriði, meira en menn gera sér kannski grein fyrir. Svo er að sjálfsögðu fjöldinn allur af atriðum sem ég hefði áhuga á að skoða með áhugasömu fólki eins og t.d. afþreyingarmöguleikarnir á svæðinu ofl. Á síðasta ári var unnin stefnumótun fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi og ég mun hafa þá skýrslu til hliðsjónar í mínu starfi en þar er bent á ýmis- legt sem betur mætti fara og bent á ýmsar leiðir til að efla ferðaþjón- ustuna enn frekar.“ UKV Sigríbur Hrönn Theodórsdóttir atvinnuráðgjafi. Það eru kynn- ingarmálin sem Sigríður er að fást við þessa dagana. Fyrir stuttu var hún með nokkrum ferðaþj ónustuaðil- um á Vestnorden kaupstefnunni sem firði það sem af er enda hefði sér ver- ið mjög vel tekið. „Það er ljómandi gott að vera hér og þetta er spennandi starf sem ég er að takast á við. Það er í mínum höndum að móta það og það er undir mér komið og þeim sem ég starfa með hvemig til tekst þannig að þetta er ögrandi verkefni." Síðan Sig- ríður hóf störf í ágúst s.l. hefur hún ferðast vítt og breytt um kjördæmið til að kynnast því sem í boði er í ferðaþjónustu á Vesturlandi. „Það er ekki nóg að vera allan daginn á fund- um og tala frá sér allt vit. Þessi stöð- ugu fundarhöld em tískufyrirbæri í fyrirtækjum í dag og ég kynntist því vel í Þýskalandi. Ég tel mig gera meira gagn með því að hitta fólkið á heimavelli og sjá hvað það er að fást við. Á Vesturlandi em miklir möguleik- ar í ferðaþjónustu ef rétt er haldið á málunum. Hér er allt í boði sem hægt er að fá annars staðar, svo sem jöklar, haldin var í Reykjavík og nýlega hef- ur verið hmndið af stað samkeppni um sameiginlegt slagorð og merki fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi. Stærsta verkefnið er hinsvegar stofnun Upplýsinga- og kynningar- miðstöðvar Vesturlands, UKV, en Sigríður hefur nýlega lokið við að gera viðskiptaáætlun fyrir það fyrir- tæki. „Tilgangurinn með stofnun UKV er að sameina kynningarmál ferðaþjónustunnar undir einn hatt. UKV verður móðurstöð upplýsinga- miðstöðvanna sem starfræktar em á fimm stöðum í kjördæminu. Mið- stöðin mun sjá til þess að upplýsing- ar um Vesturland séu fyrir hendi og aðgengilegar alls staðar þar sem þær geta orðið að gagni. Við vitum að ferðamannastraumn- um er mikið til stýrt úr Reykjavík þar sem flestir erlendir ferðamenn fara þar í gegn. Það er hægt að hafa mikil áhrif á hvert fólkið fer þaðan með réttri kynningu. Ætlunin er að kynn- ing á Vesturlandi verði öflug á Ver- aldarvefnum og það mun m.a. verða í höndum UKV að miðla upplýsingum þangað. Einnig er hugmyndin að UKV sjái um þjálfun á starfsfólki í ferðaþjónustu." Sigríður kvaðst að lokum vilja hvetja þá sem hug hafa á að stofna fyrirtæki eða breyta og bæta í sínum rekstri að hafa samband við Atvinnu- ráðgjöfina. „Vestlendingar eiga rétt á okkar þjónustu ókeypis fyrstu tvo dagana og fólk þarf ekki að vera feimið við að hafa samband við okk- ui ef það er með hugmyndir sem það vill láta skoða,“ sagði Sigríður að lokum. Frækileg björgun Hjálparsveitar Skáta Sunnudaginn 11. október sl. fóru 8 félagar úr Hjálparsveit Skáta á Akra- nesi vestur í Saurbæ í Dalasýslu. Til- gangur ferðarinnar var að bjarga kindum úr sjálfheldu í klettabelti í Hvolsdal. Kindumar voru í svelti í um það bil 80 metra háu þverhníptu klettabelti í dalnum. Þar höfðu þær verið í um vikutíma að því að menn áætluðu. Sjálfar björgunaraðgerðirn- ar tóku tvo og hálfan tíma. Hjálpar- sveitarmennimir urðu að síga niður til kindanna en ekki reyndist unnt að láta þær síga niður og því urðu menn að lesa sig upp aftur með æmar. Tvær ær vom dauðar en þær sem eftir lifðu voru orðnar máttfamar en vom samt frelsinu fegnar er upp var komið. Talsverður mannfjöldi safnaðist sam- an í dalbotninum meðan á aðgerðun- um stóð og fylgdist með enda ekki á hverjum degi sem björgunaraðgerðir sem þessar fara fram. A.Kúld Þessi mynd sýnir glöggt í hve mikla sjálfheldu saubféb var komib. Hjálparsveitin býr sig undir ab síga niöur. Eins og sjá má voru kindurnar í slæmum málum í klettabeltinu og ekki stingandi strá í nalægb. 4-

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.