Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.1998, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 15.10.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 Víst er í þcr vitib grannt Oí&naharnfa Andrés Bjömsson orti til vinar síns Einar E Sæmundssen: Þér mun eldd þyngjast geð þó að stytti daginn. Haustið flytur meyjar með myrkrinu í bæinn. í þeirri námsgrein sem hét samfé- lagsfræði síðast þegar ég vissi er heldur ekki ónýtt að styðjast við þessa limru Viðars Þórhallssonar: í upphafi allt var hér skapað og ekki að neinu var hrapað. Rauða hafið er rautt og það dauða er dautt en enginn veit ennþá hver drap það. Á hverju hausti fjölgar verulega fólki í kringum menntastofnanir landsins hverju nafni sem þær nefn- ast og eins og gengur þar sem margt ungt fólk kemur saman gerist eitt og annað sem ekki samrýmist ströng- ustu reglimentum. Guðmundur Rafn Sigurfmnsson orti eina kalda vetrar- nótt í Hvanneyrarskóla fyrir mörg- um ámm: í skólanum er skratti kalt, skjálfa menn að vonum. Brennivínið búið allt og bam í flestum konum. Námsárangur manna hefur alltaf verið misjafn og einnig er verulegur munur á hvað námsgreinar liggja opnar fyrir mönnum. Sumir eiga auðvelt með að tileinka sér tungu- mál en geta ómögulega áttað sig á einföldustu atriðum í stærðfræði (að því er öðrum finnst). Einhvemtíma var kveðið: Víst er í þér vitið grannt þó veijir klukkustundum að sýna öðmm hvað þú kannt í kílóum og pundum. Þórir heitinn Steinþórsson sem lengi var skólastjóri í Reykholti var í daglegu tali nemenda kallaður gæinn. Hann kenndi stærðfræði og tók eitt sinn Hermann Jóhannesson upp í algebru. Hermann var illa les- inn og orti meðan hann gekk upp að töflunni: Upp að töflu einn ég fer, á mig kallar gæinn, hárin rísa á höfði mér og herpist saman maginn. Bjöm Jakobsson var lengi kennari í Reykholti og hafði þann sið að láta nemendur sína skila einni rétt kveð- inni vísu eftir veturinn og taldi að það væri engum manni ofraun ef hann hefði heilan vetur til verksins. Til leiðbeiningar hefði mátt vera þessi kveðskapur sem ég veit raunar ekki um höfund að: Skíragull skal vera stuðlum í og stál í höfuðstöfum. Reginbull sem rímar á móti því í restina svo við höfum. Öll er náttúran breytingum háð og iðulega af mannavöldum enda geta kennslubækur orðið furðu fljótt úr- eltar. Magnús Sigurðsson á Gils- bakka kom í sumar að Tröllkonu- hlaupi í Þjórsá og þótti það ótrúlega vatnslítið bæði vegna þurrviðris og virkjana: Á sunnlensku straumvatni stórsá, ég stóðst ekk'að gera skaup og miskunna mig yfir Þjórsá ég meig í Tröllkonuhlaup. Eitt af því sem árlega fylgir haustinu er inflúensan eða haust- kvefið: Ég vildi að fjandinn allt mitt kvef oní sig étið gæti. Bólginn er háls og blint er nef í bumbunni skrölt og læti. I mig ég töflum treð takandi pillur með mixtúru af margri sort mig hefur ekki skort hér við ég böxtrum bæti. Bæði með haus og hlustarverk heymarlaus rétt að kalla. Þrútið með auga og þurra kverk, þjáður frá tá að skalla, býst ég í bólið skjótt með beinverki og hitasótt hóstandi í háttinn fer hnerra og snýti mér skekjandi skanka alla. Löngun ég enga orðið finn í nokkum matarbita þó konan mín blessuð karlinn sinn með kjammeti vilji fita. Aldrei var eins og nú umhyggjan kæra frú, mig styrkir meir stundan þín en stafrófsins vítamín. Guð láti gott á vita. Ef lesendur vita betur eða réttar um höfunda að vísum sem ég birti höfundalausar eða rangfeðraðar langar mig að biðja þá að koma þeim upplýsingum til mín. Með þökkfyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refstöðum 311 Borgames S: 435 1367. SPEKI VIKUNNAR Taktu ekki lífib of alvarlega. Þú sleppur aldrei lifandi frá því. Elbert Hubbard. Deilur settar nibur um Borgar- fjarbarbraut Margir Vestlendingar þekkja þær raunir sem Vegagerðin hefur ratað í vegna fyrirhugaðra framkvæmda við veginn frá Flókadalsá að Klepp- jámsreykjum í Reykholktsdals- hreppi. Þessi vegarkafli, ásamt brúnni á Flókadalsá, er trúlega með verri vegarköflum í kjördæminu. Það var og er því ríkur vilji þing- manna Vesturlands til þess að leggja fjármuni í endurbyggingu vegarins. Tillögur um legu vegarins hafa hins vegar leitt til þvflíkra deilna að fá dæmi em um slíkt í landinu. Lausna hefur verið leitað til sátta án árang- urs. Þegar tillögur Vegagerðar lágu fyrir andmælti meirihluti hrepps- nefndar Reykholtsdals þeim harð- lega ásamt landeigendum á svæðinu. Þingmönnum var því mikill vandi á höndum þegar kom að því að hefja framkvæmdir. Þegar málið stefndi í hnút fékk samgönguráðherra lög- fræðiráðgjafa til þess að skoða mál- ið og leggja mat á stöðu þess. Eftir að hafa fengið umsögn lögmanns taldi samgönguráðherra ráðlegt að leita nýrra leiða. Talið var mjög hæpið að eignamám á landi undir veginn stæðist í þessu tilviki gagn- vart stjómsýslulögum. Samgönguráðherra fól Vegagerð- inni að leita umsagnar og tillagna vegahönnuðar um legu vegarins. Verkfræðistofunni Hönnun hf. var falið það verkefni. Niðurstaða þeirra var svokölluð „sáttaleið" sem var talin vera fullnægjandi frá sjónarhóli hönnuða og innan þeirra marka sem gerðar em um slrka vegi. Allt benti til þess að „sáttaleiðin" leysti málið og hún var samþykkt af Skipulags- stjóm rfldsins. Umhverfisráðherrann valdi hins vegar þá leið að senda málið aftur heim í hérað og setti málið því allt á byijunarreit. Þannig stóð málið í júní þegar þingmenn áttu viðræður við vega- málastjóra, þar sem rætt var fram- kvæmdir á gmndvelli vegaáætlunar. Gildandi vegaáætlun gerir ráð fyrir að til framkvæmda í Borgarfjarðar- braut verði varið 409 milljónum króna. Á þessum fundi lögðu vega- málastjóri og umdæmisverkfræðing- ur fram tillögu sem fól í sér þá lausn að byggja brúna á Flókadalsá og endurbyggja veginn frá Flóku til Kleppjámsreykja að mestu í núver- andi vegastæði með lagfæringum sem uppfyllm kröfur um veg með bundnu slitlagi. Þá var gert ráð fyrir að bjóða út aðra hluta Borgarfjarðar- brautar að Hvanneyri og ljúka þess- um framkvæmdum á næstu þremur ámm. Eftir að hafa metið þá kosti sem fyrir hendi vom varð tillagan sameiginleg niðurstaða allra þing- manna kjördæmisins. Vegamála- stjóra var fahð að kynna málið fyrir hreppsnefndinni, sem hann og gerði. Eftir fund með þingmönnum varð niðurstaða hreppsnefndar að heimila framkvæmdir á gmndvelli þeirrar tillögu Vegagerðar sem þingmenn allir sem einn höfðu samþykkt. Því hefur komið mér á óvart sá málatilbúnaður að gera þessa ein- róma niðurstöðu þingmanna tor- tryggilega. Ég hef undrast yfirlýs- ingar oddvita, Ríkharðs Brynjólfs- sonar, í fjölmiðlum í garð okkar þingmanna, en hef auðvitað skilning á stöðu hans í málinu. Frá upphafi hefur það verið af- staða mín að fara að samþykktum Sturla Bö&varsson. meirihluta h r e p p s - nefndar um skipulag á svæðinu. Ég tel það eðlilega af- stöðu enda ekki hlut- verk þing- manna að fara með skipulags- mál. Fyrrverandi hreppsnefnd Reyk- holtsdalshrepps samþykkti tillögu að skipulagi vegarins frá Flóku að Kleppjámsreykjum. Núverandi ný- kjörin hreppsnefnd „Borgarfjarðar- hrepps“ hefur ekki svo ég viti til af- greitt skipulagið af svæðinu og hef- ur ákveðið að hefja skipulagsvinnu að nýju sem að mínu mati er eðlilegt miðað við stöðu mála. Þingmenn eiga því ekki annarra kosta völ en þeirra að samþykkja tillögu Vega- gerðarinnar um að endurbyggja gamla veginn með nauðsynlegum lagfæringum. Ákvörðun um röð framkvæmda við vegagerð er verkefni þing- manna. Það er á vissan hátt skylda þingmanna og ráðherra að gæta þess að ríkisstofnanir gangi ekki á rétt einstaklinga þegar framkvæmdir eru ákveðnar. Stundum verður samt að gera það og koma þá bætur fyrir. Ég tel að í þessu Borgarfjarðar- brautarmáli megi segja að Vegagerð- in hafi lent í óvenjulega erfiðu máli. Því var eðlilegt að sá aðili sem ber á- byrgð á störfum hennar, sem er sam- gönguráðherra, leitaði leiða til sátta. Þá tilraun gerði umhverfisráðherr- ann að engu þrátt fyrir að skipulags- stjóm hefði samþykkt það skipulag sem hreppsnefnd Reykholtsdals- hrepps hafði samþykkt. Um fram- göngu einstakra manna í þessu vandræðamáli er best að hafa sem fæst orð. Niðurstaða er fengin sem gefur færi á því að menn slíðri sverðin og leggi til hliðar hin beittu og breiðu spjót. Með þeirri lausn sem fengin er fæst femt: 1. Ákvörðun er tekin um fram- kvæmdir og þeim flýtt svo vegabæt- ur komist í gagnið sem fyrst, íbúum til hagsbóta. 2. Óvissu bænda sem við veginn búa er eytt. 3. Flókadalur er tengdur vegakerf- inu með viðunandi hætti, 4. Hreppsnefnd gefst næði til að vinna við framtíðarskipulag af svæðinu án þeirrar miklu pressu sem hefur fylgt málinu. Þannig fæst næg- ur tími til þess að ákveða framtíðar staðsetningu mikilvægrar umferðar- æðar um kjördæmið, innan marka nýsameinaðs sveitarfélags. Með þeirri lausn sem fengin er hefur verið höggvið á hnút sem ó- leysanlegur var. Til slíkra aðgerða þarf kjark, styrk og yfirsýn góðra manna sem velja fremur leið friðar og sátta en leið ófriðar. Með þeirri tillögu sem samþykkt hefur verið af þingmönnum, Vegagerðinni og hreppsnefnd hafa vegamálastjóri og umdæmisverkfræðingur sýnt mikil- vægt frumkvæði og vilja til þess að leita viðunandi lausnar svo langt sem hún nær. Það er von mín að sveitarstjómin í hinu nýja sveitarfélagi fái næði frá þvflíkum deilumálum og þau verði ekki vakin upp á ný. Sturla Böðvarsson, alþm. Vladimír á árshátíð Málefni Techonpromexport hafa teygt sig víða á undanfömum vikum og meira að segja á árshátíð Sjúkra- húss Akraness sem haldin var um síðustu helgi. Þar var þessi iðnaðar- maður í felum og með eftirfarandi bréf upp á vasann: „Hæ íslenskar fólkur. Ég heita Vladimír Júrí Russinsky og vera iðnaðdarmaður frá „- Technoprmextort“ í Russisky. Ég vilja ekki fara heim, ég fela mig hér, ekki Búrfellsky ömgg pleisur leng- ur. Bossisky mína vilja heim, senda mig. „Netj“ segja ég. Ég heyra þið fara árshátíðisky, þið dansa og vanta fleira menna, ég kanski mega koma líka, dansa „kosakka" og drekka vodisky Koskenkorva, mig mikið vilja fara, þið voða góð fólkur.“ Vladimír júrí. Áttu kex? Þar sem fuglaveiðar em nú í al- gleymingi er rétt að láta fara hér eina sanna sögu af önd: Önd nokkur labbaði inn á bar í Borgamesi og spurði. „Áttu nokkuð kex? Barþjónninn svaraði: „Nei, ég á ekkert kex.“ Öndin kom aftur næsta dag og spurði „Áttu nokkuð kex?“ Barþjónninn svaraði: „Nei, ég á ekkert kex. Þriðja daginn kom öndin enn og spurði: „Áttu nokkuð kex?“ Og barþjónnin svaraði: „Ég sagði þér það í gær og daginn þar á undan að ég ætti ekkert kex! Ef þú spyrð mig einu sinni enn þá negli ég gogginn á þér saman! Daginn eftir kom öndin og spurði: „Áttu nokkuð nagla?“ Barþjónninn svaraði: „Nei“. Þá sagði öndin: Gott. En áttu nokkuð kex?“. Fráskilin Barbie Þar sem heygarðshomið er mjög opið og einlægt um þessar mundir er rétt að láta flakka eina sögu af Barbie. Jón var á leiðinni heim úr vinn- unni einn daginn þegar hann mundi allt í einu eftir því að dóttir hans átti afmæli. Hann rennir því við í leik- fangaverslun og spyr afgreiðslu- stúlkuna um verð á Barbie dúkkum. „Við eigum allskonar Barbie dúkk- ur,“ sagði afgreiðslustúlkan. „Bar- bie fer í leikfimi kostar 2.500, Bar- bie fer á ball kostar 2.500, Barbie fer á skíði kostar 2.500, Barbie gift- ir sig kostar 2.500, ólétt Barbie kostar 2.500 og fráskilin Barbie kostar 8.900.“ „Af hveiju er frá- skilda Barbie miklu dýrari en hin- ar?“ spurði Jón. „Það segir sig sjálft,“ sagði afgreiðslustúlkan. ,JVleð fráskildu Barbie fylgir húsið hans Ken, bfllinn hans Ken, bátur- inn hans Ken...“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.