Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.1998, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 15.10.1998, Blaðsíða 8
f 1 8 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 untsjunu... Herra Vesturland Og þa& var fjör á Stuömannadansleiknum. son, Halla Svansdóttir, Sara Vöggs- dóttir og Nína Aslaug Stefánsdóttir. Öll föt sem keppendur komu fram í voru frá versluninni Nínu á Akranesi auk þess sem milli atriða í keppninni sýndu fyrrum keppendur í fegurðar- samkeppni kvenna á Vesturlandi tískuklæðnað frá Nínu. Tískusýning- in gerði keppnina mun veglegri en ella, enda var bæði um vel þjálfað sýningarfólk að ræða og glæsileg tískuföt frá einni fremstu tískuvöru- verslun landsins. Hinn engum líki Hei&ar jónsson snyrtir var kynnir kvöldsins. Það var mikið um dýrðir í félags- heimilinu Klifi í Ólafsvík sl. laugar- dagskvöld þegar fram fór fegurðar- samkeppni karla á Vesturlandi 1998. Húsfyllir var í samkomuhúsinu og stemningin gnðarleg meðan á keppni stóð og þegar úrslit lágu fyrir. Tíu ungir myndarmenn af öllu Vesturlandi tóku þátt í keppninni að þessu sinni. Komu þeir fram mis- munandi mikið klæddir. Framsetning sýningarinnar bar þess merki að hún hafi verið vel æfð og engu líkara en piltamir hafi ekki gert annað undan- famar vikur en að æfa fyrir þetta lit- ríka kvöld. Kynnir samkomunnar var hinn engum líki Heiðar Jónsson snyrtir sem lýsti atriðum kvöldsins og kynnti þátttakendur eins og honum einum er lagið og sagði auk þess tví- ræða brandara milli atriða. Náði hann að skapa mikla stemningu meðal gesta sem vora á sjötta hundraðið þegar mest var. Skipuleggjandi keppninnar var að vanda Silja Allansdóttir og í dóm- nefnd vora Þorgrímur Þráinsson rit- höfundur og Ólsari, Fjölnir Þorgeirs- Sigþór flottastur Herra Vesturland 1998 var valinn Sigþór Ægisson 22 ára sjómaður frá Hellissandi. Það var mál manna að þau úrslit hafi ekki komið á óvart og sýndi Sigþór auk þess agaða og glæsilega sviðsframkomu. í öðra sæti varð Einar Karl Birgisson, 19 ára nemi frá Hagamel í Skilmannahreppi og í þriðja sæti varð Skagamaðurinn Jóhannes Armannsson 28 ára hár- snyrtir. Auk þessara viðurkenninga var Pálmi Blængsson úr Borgarnesi val- inn Ljósmyndafyrirsæta Vesturlands, Hermann Marinó Birgisson frá Ólafs- Herra Vesturland 1998 var valinn Sigþór Ægisson 22 ára sjóma&ur frá Hellissandi. vík var kosinn „Sportlegastur 98“ og keppendur völdu úr eigin hópi Einar Karl Birgisson „Vinsælastan 98“. Fjöldi verslana og fyrirtækja gaf verðlaun til bæði þátttakenda og sig- urvegara. Þar má nefna úr, vellykt- andi, matarboð, heilsuræktarkort og ýmislegt fleira. Kynnt var á samkomunni að fjórir fulltrúar yrðu frá Vesturlandi í keppn- inni um Herra ísland sem fram fer í Reykjavík í næsta mánuði. Spenn- andi verður að fylgjast með úrslitum þar því sigurvegaramir af Vesturlandi verða tvímælalaust að teljast eiga góða möguleika. Fegur&ardrottningar af Vesturlandi sýndu tískuföt. Stub meb Stubmönnum Eftir að keppni lauk spilaði hljóm- sveitin Stuðmenn fyrir dansi fram eft- ir nóttu og var mál manna að þessi sí- vinsæla hljómsveit hafi engu gleymt enda var stemningin ógurleg í troð- fullu húsinu í Klifi. Texti og myndir -MM Hrútasýning Það var víðar en í Ólafsvík sem kynbótasýningar voru haldnar um sl. helgi. Arlega eru haldnir tugir hrúta- sýninga á Vesturlandi þegar sauðfjár- bændur leggja undir dóm ráðunauta afrakstur rækmnarstarfs á búum sín- um. Bændur í Stafholtstungum héldu eina slíka sýningu á Steinum um síð- ustu helgi. Þar voru ráðunautamir Guðmundur Sigurðsson og Láras G. Birgisson frá Búnaðarsamtökum Vesturlands mættir með málbönd, sónarmæli og áralanga reynslu í farteskinu við mat á veturgömlum hrútum þeirra Tungnamanna. Hinar eiginlegu hrútasýningar era einkum framkvæmdar á hrútunum þegar þeir era veturgamlir. Þá eru þeir mældir, stigaðir og sónarmældir. í sónarskoðuninni er fitulag baksins Lárus G. BiVýísson sau&íjárræktarrá&unautur að störfum. Jóhann Oddsson heldur í hrútinn. Fjórir efstu ver&launagripirnir á sýningu veturgamalla hrúta í Stafholtstungum. Frá hægri: Gaukur frá Steinum í fyrsta sæti. Eigandinn jóhann Oddson heldur í hann. Því næst er hrútur nr. 97-123 frá Bakkakoti, eigandi Sindri Sigurgeirsson. í 3.-4. sæti hrútur nr. 97-114 einnig frá Bakkakoti sem Trausti Magnússon á Hamraendum heldur í og loks í 3.-4. sæti hrútur nr. 97-531 frá Hjar&arholti. Eigendur hans eru Guðmundur og Unnur á Kaöalstööum. Guðmundur Guðmundsson heldur í gripinn. mælt og þykkt bakvöðva, en rann- sóknir á Hesti hafa m.a. bent til þess að slíkt sé marktæk aðferð til að áætla kjöthlutfall annarra líkamshluta. Að endingu er reiknuð út meðaleinkunn fyrir hvern hrút og þeim gefin fyrsta eða önnur einkunn, eða með öðram orðum hrútamir era annað tveggja settir á vemr sem undaneldisgripir eða þeim slátrað. Þeir Guðmundur og Láras sögðust einnig skoða árlega á milli 6 og 8 þúsund lömb í afkvæmasýningum eldri hrúta. Þá era 10-12 tvflembings- lömb skoðuð undan hverjum hrút auk þess sem stuðst er við niðurstöður kjötmælinga í sláturhúsi. Niðurstöður afkvæmasýninga era notaðar til sam- anburðar innan búanna á árangri ræktunarstarfsins. Förum víba Ráðunautarnir á Vesturlandi ferð- ast víða á hverju hausti vegna hrúta- sýninga. „í ár skoðum við hrúta í nær öllum sveitarfélögum á Vesturlandi auk þess sem við föram á Barða- ströndina og nýlega var ég á Suður- nesjunum að skoða fé“, sagði Láras. Það er ljóst að menn leggja sig tals- vert fram við ræktun íslenska sauð- fjárstofnsins. Markvisst ræktunarstarf bætir árangur í greininni og þar með kjör bænda og ekki veitir af ef tekið er mið af samdrætti í greininni hin síðari ár. Texti og myndir -MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.