Skessuhorn - 11.03.1999, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999
Hagleiks-
mabur á jám
og tré
Olgeir Þorsteinsson bóndi og
smiöur tekinn tali
Olgeir Þorsteinsson.
Á baklóð við Bárugötu á Akranesi
hefur síðustu mánuði verið að rísa
heili sumarbústaður, og væri
kannski ekki í frásögur færandi
nema fyrir þær sakir að smiðurinn
er kominn á þann aldur þegar flest-
ir hafa haft hægt um sig um hríð.
Þessi smiður heitir Olgeir Þor-
steinsson og er orðinn riflega átt-
ræður. Blaðamaður Skessuhorns
tók Olgeir tali á dögunum og fékk
hann til að segja sér svolítið af því
sem hann hefur verið að fást við
um dagana.
Ab eignast hest - og
hann svolítib reistan
kannski
Olgeir fæddist á Hrauni í Bor-
garhreppi árið 1917 en ólst upp að
Ölviskrossi í Hnappadal. Hann er
elstur níu systkina og var eini strákur-
inn í hópnum. Sjö systur hans eru á
lífi. Foreldrar Olgeirs voru Þorsteinn
Gunnlaugsson og Þórdís Ólafsdóttir.
„Ölviskross var nú hálfgert kot,“ seg-
ir Olgeir. „Þetta var mest svona puð
og puð. Ég man að ég var byrjaður að
sækja hesta og sitja yfir ánum um sex
ára aldurinn. Ég átti ekki slæma
æsku, ég held maður kvarti ekkert
yfir því, það skiptust á skin og skúrir
eins og gengur. Manni langaði til að
eignast hest, - og hann svolítið reist-
an kannski - en það var ekki fyrr en
ég var orðinn fullorðinn að ég rakst á
fola sem var falur. Ég keypti hann
fyrir þrjú hundruð krónur, og fékk
skammir fyrir að kaupa hestinn svona
dýrt. Þetta hefur verið í kringum
1940 en það var mesta verð á hestum
þá.
Ég var búinn að safna lengi og var
ákveðinn í að kaupa mér fola fyrir
þessa upphæð, og ég varð ekki fyrir
vonbrigðum með hestinn, þetta var
öðlingur og snillingur. Ég átti hann
lengi en asnaðist svo til að hafa á
honum hestakaup, fékk fjögur hross í
staðinn, það voru tvær folaldsmerar,
þá var maður að hugsa um búskap-
inn.“
Var alltaf bóndi í mér
Laust fyrir seinna stríð hélt Olgeir
til Reykjavíkur og vann þar við smíð-
ar í tæp sex ár.
„Ég vann hjá tveimur ágætum
mönnum, báðir vildu fá mig í nám en
það var annað sem sótti alltaf á mig,
það var sveitin, ég var alltaf bóndi í
mér og það endaði með því að ég fór
út í búskapinn.“
Olgeir er kvæntur Arndísi Daða-
dóttur. Amdís og Olgeir hófu búskap
að Hólmlátri, innsta bænum á Skóg-
arströnd og bjuggu þar í níu ár. Þar
var enginn vegurinn, ár voru óbrúað-
ar og enginn sími heldur. Frá Skógar-
ströndinni fluttu þau að Hamraendum
í Breiðuvíkurhreppi og áttu þar heima
næstu tuttugu og fimm árin.
„Við vorum með blandað bú að
Hamraendum, sauðfé og kýr, vorum
mest með um 250 fjár. íbúðarhúsið
var gamalt en ég tók það allt í gegn.
Fjós og fjárhús byggði ég upp sjálfur
og verkfærageymslu byggði ég líka.
Það munaði miklu að geta unnið allt
sjálfur. Ég var orðinn æfður í þessu
eftir smíðamar í Reykjavík. Hamra-
endar var erfið jörð að búa á, það var
veðrasamt þama vestur á Nesinu.
Rokgjamt og rigningasamt. Ég stund-
aði vörubílaakstur með búskapnum,
keypti mér vörubíl þegar ég byrjaði
að byggja og það borgaði sig.
Gæsla á samkomum
Á Reykjavíkurárunum hafði ég að-
eins kynnst dyravörslu í Tjamarkaffi
og fór þá á stutt námskeið. Menn
komu að máli við mig og vildu fá mig
til löggæslustarfa. Það byrjaði sem
gæsla á samkomunum- og reyndar
var það nú aldrei mikið meira, en
þetta samræmdist illa búskapnum. Ég
var í þessu dálítinn tíma, ég man ekki
hvað lengi, en svo hætti ég. Ég hafði
yfirleitt tvo menn með mér en ég var
sá eini sem var fastur í þessu. Húfa
fylgdi starfinu og afgangsföt af lög-
reglumönnum í Reykjavík. Yfirleitt
gekk þetta vel fyrir sig og mér var
jafnan hlýtt til þeirra sem ég þurfti að
hafa afskipti af. Mér er minnistæður
einn frændi minn, mikill mannskaps-
maður en drykkjumaður og alltaf
með hnefana á lofti ef hann smakkaði
vín. Hann var stór og þrekinn og ekki
árennilegur. Ég kunni vel við hann og
hann var mér vinsamlegur þegar við
hittumst. Á balli einu þar sem hann
var mættur lenti okkur þó eitt sinn
saman. Þar sem ég þekkti til hans bað
ég aðstoðarmenn mína að hafa auga
með honum. Þannig háttaði til í þessu
samkomuhúsi að undir því var kjall-
ari og þar voru veitingamar, ég hafði
brugðið mér niður til að sinna ein-
hverju og fékk síðan þau skilaboð að
þessi stóri væri að verða vitlaus þama
uppi. Þegar ég kem upp vom aðstoð-
armennirnir búnir að ná tökum á hon-
um. Ég tala við hann en hann er orð-
inn illur svo ég segi við félaga mína
að við skulum fara með manninn út.
Ég tek utan um hann frá hlið og teymi
hann og þannig fömm við með hann
út. Ég er úti hjá honum svolitla stund
og tala við hani» og sleppi honum og
segi að hann fari ekki inn nema með
mínu leyfi. En hann steðjar inn á nýj-
an leik og setur hnefana á loft þegar
ég mæti honum og er tilbúinn að
hjóla í mig. Það stoppaði dansinn og
allt saman og hann víkur sér undan
mér þar til við emm komnir inn í
hom en þá lætur hann hnefana síga
og segir: „Nei, við skulum sleppa
þessu.“
Ég virti hann mikið fyrir þetta,
hann var drengur í sér. Hann var
lærður boxari og hefði líklega ætlað
sér eitthvað meira ef brennivínið
hefði ekki tekið hann í gegn. Brenni-
vínið, það var það svartasta í þessu
öllu saman. Þetta fór reyndar allt
þokkalega vel fram en var kannski
sukksamt á köflum. Mér stóð það til
boða að fara í lögregluskólann en ég
afþakkaði gott boð. Það hefði þýtt að
ég hefði orðið að hætta að búa.“
Rekaviöarsögin góöa
Að Hamraendum var töluverður
reki og vann Olgeir rekann mest í
girðingarstaura.
„Ég smíðaði rekaviðarsög, helvíti
mikla sög, heilir sjö metrar var hún á
lengdina. Hún var traktorsdrifinn og
ég smíðaði við hana vökvakerfi líka.
Rekaviðurinn var aðallega sagaður
í girðingastólpa og til að spara mér
þrældóminn að eiga við viðinn útbjó
ég þetta vökvakerfi sem gerði mér
fært að draga dmmbana fram og til
baka á sögunarborðinu. Þessi hug-
mynd datt í kollinn á mér. Þeir hjá
Vökvalyftum og tengjum í Reykjavík
voru miklir snillingar og þeir vom
fljótir að koma þessu saman fyrir
mig. Þeir vom sérfræðingar í vökva-
kerfum og þeir sáu hvemig þetta gat
virkað. Nágranni minn keypti af mér
sögina þegar við fluttum frá Hamra-
endum. Ég smíðaði svo aðra sög
seinna, hún var alveg eins. Það var
einhver flækingur á henni, sá sem
keypti hana af mér bjó í Flatey, hann
notaði hana aldrei sjálfur en lánaði
hana í ýmsar áttir. Ég frétti af henni í
Gmndarfirði, og var hún þá orðin
ryðguð og illa farin. Það var ofboðs-
lega skemmtilegt að standa í þessu og
hugsa þetta og framkvæma þetta.
Maður getur fiktað ýmislegt svona.“
Bíla- og
sumarbústaöarsmíöi
Eftir árin á Hamraendum lá leiðin í
Lindarbrekku í Staðarsveit þar sem
þau hjónin bjuggu næstu fimm árin.
„Við höfðum nokkrar kindur okkur
til gamans og ég dundaði mér við að
smíða. Þá fór ég í það að smíða þessa
húsbíla. Ég byrjaði á einum, reif hann
niður á grind og lengdi um einn metra
og smíðaði svo grindina í húsið og
klæddi það og innréttaði. Það var
nokkuð dýr smíð en tókst alveg ágæt-
lega. Áður hafði ég verið svolítið í
því að innrétta Willysjeppa, tvo eða
þrjá, og síðan Rússajeppa sem ég átti.
Ég var hrifinn af því verki. Það var
um að gera að hafa gluggana stóra,
upp á birtuna skilurðu. Annan Rússa
Mynd: KK
átti ég sem ég smíðaði bekki í sem
hægt var að leggja útaf og búa til
rúm. Á þeim bíl fór ég hringinn. Ég
var í skólakeyrslu á tímabili en það
þótti betra að hafa jeppa í ófærðinni.
Hann var öflugur og góður í snjó
þessi.“
Þú hefnr átt nokkra bílana um dag-
ana?
„Já helvítis kássu af þeim. Hjólhýsi
smíðaði ég í Lindarbrekku og svo
sagaði ég niður djöfuldóm af rekaviði
sem ég átti og hafði sankað að mér á
löngum tíma. Við fluttum svo á Skag-
ann 1988.“
Olgeir hefur ekki setið auðum
höndum eftir komuna á Skagann,
hann gerði upp húsið sem þau keyptu
á Bárugötunni, einangraði það og
klæddi og síðan byggði hann sér stór-
an bflskúr þar sem hann segist hafa
verið að dunda sér til ánægju síðustu
árin. Hann hefur innréttað fjóra hús-
bfla og heilt hjólhýsi smíðaði hann
frá grunni sem hann segir að sé til
sölu hjá sér.
Og núna síðast varstu að smíða
sumarbústað?
„Ég hafði áður smíðað hús,“ segir
Olgeir. „Þetta er reyndar heilsárshús,
það má ekki lengur byggja óeinangr-
að, ég held að það hafi verið eftir
Vestmannaeyjagosið sem þeir settu
það í lög að það mætti ekki byggja
neina kofa. Sumarhús verða að vera
sterk af viðum og vel einangruð. Nú
er allt staðlað og það er reyndar ágætt
nema manni finnst vera dálitlir öfgar
í þessu. Sumarhúsið er vel fokhelt og
er eins og hjólhýsið til sölu gegn hóf-
legu verði.“
-KK
Olgeir vib sumarbústa&inn sem hann smíbabi á baklóðinni hjá sér.