Skessuhorn - 11.03.1999, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999
Sú merka tík pólitíkin ríður nú
húsum sem óðast og við vesalir
meðaljónar sem teljumst tiltölu-
lega ópólitískir fáum varla
stundlegan frið fyrir fréttum af
prófkjörum og uppröðunum á
lista og stundum heyrist manni
hafa „því miður verið svik í
tafli“ og „ ódrengilega að málum
staðið.“
Einhvemtíma var kveðið:
Mig langar til að lifa flott
og launakrókinn mata,
að því leyti er ég gott
efni í hægri krata.
Um vinstrisinnaðan mann sem
starfaði hjá Kaupfélagi Þingeyinga
á Húsavík orti Egill Jónasson:
Fyrir eðli ótuktar
engin gæði metur.
Yfir fóðri Framsóknar
fýlir grön-en étur.
A dögunum vom í Skessuhomi
getgátur um að Sveinbjöm Eyjólfs-
son væri orðaður við fyrsta sæti
græna framboðsins. Af því tilefni
var eftirfarandi kveðskap stungið
að Sveinbimi:
Framsóknar var þarfur þegn
og þjáll á miðjulöndum.
Nú er Sveinbjöm grænn í gegn,
genginn flokks úr böndum.
Ekki fer hjá því að þessi vísa
rifjar upp aðra sem var í miklu
uppáhaldi á skólaárum mínum:
Verða muntu þarfur þegn
þín er jörðin nýtur.
Innan frá og út í gegn
ekkert nema skítur.
Þegar Bændablaðið birti mynd
af Einari á Lambeyrum á forsíð-
unni í skærbláum samfesting, en
Einar hefur gjarnan verið frekar
orðaður við annan lit í pólitíkinni,
orti Georg á Kjörseyri:
Gamli komminn sem austrinu unni.
Ósköp er gaman að sjá hann
félaga Einar á forsíðunni,
svona fallega himinbláann.
Séra Önundur Björnsson á
Breiðabólsstað fékk á dögunum
tvo frambjóðendur til að ræða við
kirkjugesti, af því tilefni orti
Magnús Halldórsson á Velli:
Missi þingmenn kall og kjól,
komast máske ofar,
eiga á himnum öruggt skjól
ef að drottinn lofar.
Ef drengjum hafnar drottinsson
drápu eftir slíka,
eitt er víst að einhver von
er í neðra líka.
Já það er merkilegt hvað mörg-
um virðast eftirsóttir stólamir í
þingsölum þó launin séu lág en
einhvemtíma var kveðið:
Leggjum niður þmglsamt þing
sem þjóðar nær ei eyra.
Það væri held ég hagræðing
á heimsmælikvarða eða meira.
Fyrir allmörgum ámm stóðu yfir
endurbætur á Alþingishúsinu og
var meðal annars smíðuð ný úti-
hurð sem þótti dýr, þá var kveðið:
Þingmenn okkar aldrei ráðvana
stóðu
á úrbótatillögum verður ei nokkur
þurrð.
Nú fara þeir senn að bmgga
bjargráðin góðu
bak við nýja milljón krónu hurð.
Jóhann Guðmundsson frá Stapa
orti bragarbót:
Þingmenn okkar enga sýna dáð
er á viti og gæðum mikil þurrð,
ég held þeir séu að bmgga banaráð
bak við nýja milljón krónu hurð.
Viðsjált og ótryggilegt útlit í
heimi pólitíkurinnar er engin ný
bóla og einhvemtíma orti Jón Þor-
steinsson frá Amarvatni:
Allt er mælt á eina vog
í því svarta skýi.
Helmingurinn öfgar og
afgangurinn lýgi.
Með þökkfyrir lesturinn
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S 435 1367
Spumingar
um veggjald
Eins og aðrir Vestlendingar hafa
nemendur og starfsmenn Sam-
vinnuháskólans í vetur óspart not-
fært sér nýju göngin undir Hval-
fjörð. Hafa göngin gert samgöngur
á milli staða á Vesturlandi og aðal-
þéttbýlis landsins mun ömggari og
þægilegri heldur en áður. Hval-
fjarðargöngin hafa því sem sam-
göngubót sannað gildi sitt. Gjaldið
sem menn greiða fyrir ganganotk-
unina, það eina á vegakerfi lands-
ins, er þrátt fyrir þetta enn svim-
andi hátt og kemur óneitanlega illa
við íbúa og gesti þessa landssvæð-
is. Það er því ekki af ástæðulausu
sem rætur þessa háa veggjalds em
skoðaðar og spumingum beint til
þeirra sem gjaldið hafa ákveðið.
Stjómarformaður Spalar hefur ný-
lega endurtekið í sjónvarpsfréttum
að stjómin væri að athuga með
lækkun veggjaldsins í göngunum
vegna mun meiri umferðar og
meiri tekna en búist hafði verið
við. Þetta væri þó, að því er hann
upplýsti, háð „samþykki lánveit-
enda“.
Nú er það með nokkmm ólíkind-
um að Spölur skuli þurfa leyfi lán-
veitenda til að lækka veggjaldið af
þessum sökum. Það vekur enn þá
spumingu hvort Speli sé gjörsam-
lega lokuð leiðin út úr þeim láns-
samningum sem félagið hefur gert.
Er félaginu ómögulegt að endur-
fjármagna framkvæmdina, með til-
liti til breyttra aðstæðna varðandi
áhættu og vaxtakröfur á fjármála-
markaði? Ef svo er þarf stjómin
opinberlega að viðurkenna alvar-
leg mistök við gerð samninga.
í vandaðri grein Vífils Karlsson-
ar lektors í Morgunblaðinu 26.
ágúst s.l. kemur fram hversu mikil
áhrif endurgreiðslutími og vaxta-
prósenta hljóti að hafa á ákvörðun
veggjalds. Þannig má sýna fram á
að hvert prósentustig vegi 83 krón-
ur í 1000 króna veggjaldi. Þegar
Spölur greiðir nú 8,38% að jafnaði
fyrir lánsfé og eigið fé, og yfir 9%
Jónas
Gubmundsson
fyrir sum
lán, á
s a m a
tíma sem
s t ó r i r
1 á n s -
samning-
ar til fyr-
i r t æ k j a
eru með
5 - 6 %
vöxtum,
þá sést
að þama ætti að vera verulegt svig-
rúm til sparnaðar og lækkunar
gjaldsins. Lenging endurgreiðslu-
tíma hefði enn meiri lækkunar-
áhrif. Því skiptir öllu máli um hvað
samið er við lánadrottna.
Þessum spumingum um láns-
samningana þyrfti stjóm Spalar að
svara. Það væri líka forvitnilegt að
vita hversu mikil áhrif stjómin tel-
ur að ríkisábyrgð á lánum til fé-
lagsins vegna framkvæmdanna
hefði eða gæti haft á lánskjörin?
Ennfremur, af þeim umferðarkönn-
unum sem gerðar hafa verið og
þeim umferðarþunga sem mælst
hefur, getur stjómin upplýst hversu
stóran hluta af Hvalfjarðargöngun-
um megi ætla að Vestlendingar
greiði sjálfir?
Hvalfjarðargöngin skipta Vest-
lendinga gífurlegu máli. Þau skapa
tækifæri, sem því miður er að stór-
um hluta fórnað með háu
veggjaldi. Þótt Spölur sé sjáifstætt
félag hefur stómm fjárhæðum af
skattfé almennings verið varið til
ganganna og tengdra fram-
kvæmda; nægir að nefna hlutafé,
rannsóknir og tengivegi í því sam-
bandi. Ríkisvaldið hefur veitt fé-
laginu mikilvæga aðstöðu og
einkarétt. Að mínu áliti eiga al-
menningur, fyrirtæki og stofnanir á
Vesturlandi, vegna hagsmuna
sinna, inni hjá Speli að gera nánari
grein fyrir fjármálum félagsins en
það hefur hingað til gert.
Jónas Guðmundsson
(Greinin er einnig birt í Vefaran-
um, vefblaði Samvinnuháskólans á
Bifröst)
Goöur stubningur vib
Kvennalístann
Vegna frétta af niðurstöðum próf-
kjörs Samfylkingarinnar á Vest-
urlandi vil ég koma eftirfarandi á
framfæri.
Nær eingöngu hefur verið fjallað
um niðurstöður Alþýðubandalagsins
og Alþýðuflokksins í þessu próf-
kjöri. Lítið hefur verið fjallað um
niðurstöður þess fyrir Dóm Líndal
Hjartardóttur sem bauð sig fram í
hólfi Kvennalistans. Hún fékk fékk
1.356 atkvæði í 1.-3. sætið eða 58%
greiddra atkvæða, sem er besta
frammistaða Kvennalistans í próf-
kjömm Samfylkingarinnar. Benda
má á að ef atkvæði em skoðuð óháð
sætum, þá kusu fleiti Dóm Líndal
en Gísla S. Einarsson. Ein af reglum
prófkjörsins á Vesturlandi fól í sér
að hvert hólf þurfti að fá 25%
greiddra atkvæða til að fá bindandi
kosningu í 1. til 3. sætið. Ymsir
héldu því fram fyrir prófkjörið að
Kvennalistinn myndi ekki fá þetta
hlutfall og detta þannig niður fyrir
þriðja sætið. Raunin varð sú að
Kvennalistinn fékk 58% greiddra at-
kvæða og kom því mjög vel út úr
þessu prófkjöri. Sýnir þetta styrka
stöðu Kvennalistans á Vesturlandi
og þá um leið hlýtur það að styrkja
stöðu Samfylkingarinnar á Vestur-
landi að kjósendur sýna þennan
jafna stuðning við öflin þrjú sem
standa að Samfylkingunni.
Inga Sigurðadóttir
Kvennalistanum á Vesturlandi
Inga Sigur&ardóttir.
skessuh@aknet.is - www.vesturland.is
Heygarbshornib
Dýrt meyjarhaft
Fréttaritari Heygarðshomsins
í Noregi rakst fyrir skömmu á
athyglisvérða frétt í VG bladet
sem er Skessuhom þeirra Norð-
manna. ,JFikk ödelagt jom-
frahimnen". í fréttinni segir frá
henni Jentu sem hefur kært Di-
akonhjemmet sjúkrahúsið og
krafist 30 milljóna íslenskra
króna í skaðabætur fyrir
skemmdir á meyjarhafti sínu.
Jenta fékk í magann fyrir fimm
ámm og þrátt fyrir að hún hefði
lýst því yfir að hún vildi fremur
missa lífið en meyjarhaftið þá
var það rofið að henni sofandi í
rannsóknarskyni. Síðan þá hef-
ur Jenta sem var dúx í skóla
verið 100% öryrki óg nokkram
sinnum reynt að svifta sig lífi.
30 milljónir vill Jenta fá fyrir
gripinn en sjálfsagt hefur ein-
hver kona látið meyjarhaftið
fyrir minna!
Af vírusum
Eitt helsta vandamál tölvu-
notenda eru svokallaðir tölvu-
vfiusar sem em sérhannaðir til
að spilla tölvugögnum og valda
usla í tölvudósinni þinni. Víras-
ar þessir em jafn raisjafnir og
þeir em margir og því erfiðara
að eiga við þá. Hér kemur lýs-
ing á nokkrum til að lesendur
geti betur varað sig á þeim.
SVERRIS VÍRUSINN: Stelur
öllu úr tölvunni þinni, þú eyðir
honum, en tekur skyndilega eft-
ir því að vímsinn er búínn að
stofna nýja, fijálslynda tölvu
(mjiig lifla), reyndar hinum
megín í herberginu hjá þér.
KÁRA VÍRUSINN: Sýnir þér
lagaframvarp um að hann hafi
einkaleyfi á að eyðileggja allt í
tölvunni hjá þér. Að sjálfsögðu
gerir hann það í þágu þjóðar.
BUBBA VÍRUSINN: „Ég
lýsci yvir vímsch ... það er
ekchert schem þú getjur ghert
tchil að bjargha þesschu."
KVENNALISTA VÍRUSINN:
Byijar á að eyðileggja allt,
hættir svo við ... byrjar aftur, en
hættir við, veit síðan ekki hvað
hann á að gera, en ákveður á
endanum að eyðileggja allt eða
hætta við.
JÓHÖNNU VÍRUSINN: Vír-
us sem upprætti allskonar spiil-
ingu í forritunum hjá þér, en
breytti síðan til, safnaði saman
öllum litlu vírusunum í tölvunni
og sámeinaði þá í einn rísastór-
an víms (sjá hér fyrir neðan).
SAMFYLKINGAR VÍRUS-
INN: Er með míklar yfirlýsing-
ar um hversu mikið hann ætli
að eyðileggja, en endar á því að
lenda í rifrildi við sjálfan sig
um hvemig hann ætli að gera
það.
SJÁLFSTÆÐIS VÍRUSINN:
Hefur yfirtekið rúmlega 40% af
harða diskinum hjá þér, en ger-
ir alveg merkilega lítið miðað
við stærð.
RÍKISSTJÓRNAR VÍRUS-
INN: Kemur reglulega með
skilaboðin: „Það er allt í lagi
með tolvuna þína“, sama í
hversu slæmu ástandi hún er.
HEILSU GÆSLU VÍRUS-
INN: Lætur allt frjósa, þangað
til að þú eykur diskplássið hans
um 23% umfram það sem hann
átti að fá samkvæmt síðustu
viðræðum.
MINNIHLUTA VÍRUSINN:
Getur ekki eyðilagt neitt en
gagnrýnir allt sem þú gerir (á-
kaflega pirrandi víms).