Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.1999, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 11.03.1999, Blaðsíða 7
 FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 7 Opíb hús er hjá þér 15. mars - Aþjóðadagur neytendaréttar Alþjóðadagur neytendaréttar er haldinn hátíðlegur 15. mars hvert ár. Þessi dagur er tilefni neytenda- samtaka um heim allan til að fara yfir stöðu neytendamáia í sínu landi og hvað þurfi að gera til að styrkja stöðu neytenda. Hvað eru Neytendasamtökin? Neytendasamtökin á Islandi voru stofnuð 23. mars 1953. Strax í upp- hafi vakti starf samtakanna talsverða athygli, bæði almennings og fram- leiðenda/innflytjenda og seljenda. Ahugi stjómmálamannanna á neyt- endamálum hefur þó alltaf verið tak- markaður. í upphafi náðu Neytendasamtökin nokkm flugi, ekki síst fyrir áorkan helsta stofnanda þeirra, Sveins As- geirssonar. Síðan komu tímar þar sem starfsemin varð minni, enda hafa samtökin ávallt þurft að treysta á samtakamátt neytenda. Þannig hafa 80-85% af tekjum samtakanna verið félagsgjöld. Þessu er öfugt farið hjá neytendasamtökum hjá frændum okkar á Norðurlöndum, en þar greiða stjómvöld 70-90% tekna þeirra og reka auk þess sjálf umfangsmikið neytendastarf. Þetta er talið nauðsyn- legt til að skapa eðlilega stöðu neyt- enda á markaði. Öflugt neytendastarf styrkir ekki aðeins stöðu neytenda. Atvinnulífið nýtur einnig góðs af slíku starfi, því eðlilegt aðhald á þessu sviði gerir það samkeppnishæfara í vaxandi alþjóða- væðingu viðskipta. Tilgangur Neytendasamtakanna I lögum Neytendasamtakanna er tilgangur og markmið samtakanna skilgreind. Þar segir: Tilgangur Neytendasamtakanna er að gæta hagsmuna neytenda í þjóðfé- laginu. Tilgangi sínum hyggjast sam- tökin ná meðal annars með því; a) að vinna að því að sjónarmið neytenda séu virt þegar ákvarðanir em teknar eða reglur settar er varða hagsmuni neytenda, b) að annast útgáfu-, rannsóknar-, ráðgjafa- og fræðslustarfsemi til þess að auka skilning á hagsmunamálum neytenda, þar á meðal að auka verð- og vöruþekkingu þeirra, c) að styðja réttmætar kröfur ein- stakra neytenda og berjast fyrir því að réttur neytenda sé virtur, d) að vinna að umbótum á löggjöf til hagsbóta fyrir neytendur. Hvaö gera Neytenda- samtökin í dag? Starfsemi Neytendasamtakanna miðast að sjálfsögðu við þær tekjur sem þau hafa, en eins og áður hefur verið nefnt skipta félagsgjöld þar mestu. Meðal þess helsta sem Neyt- endasamtökin gera má nefna: • Upplýsinga- og leiðbeiningaþjón- usta fyrir neytendur. Þar geta neytendur fengið upplýs- ingar um lagalega stöðu sína í við- skiptum, en hjá Neytendasamtökun- um starfar lögfræðingur. Einnig geta neytendur fengið upplýsingar um framboð og gæði á vömm sem em á markaði hér áður en lagt er í kaup. Neytendasamtökin fylgjast grannt með markaðnum og eru í samvinnu við neytendasamtök í nágrannalönd- um okkar um gæðasamanburð á vör- um. Þessi þjónusta er opin öllum neytendum, en þeir sem ekki eru fé- lagsmenn verða að greiða fyrir öll gögn vegna markaðs- og gæðakann- ana. • Kvörtunarþjónusta fyrir neytend- ur Ef gengið er á rétt neytandans og hann nær ekki rétti sínum sjálfur, hjálpar kvörtunarþjónustan honum. Þessi þjónusta er öllum opin, endur- gjaldslaust fyrir félagsmenn, en aðrir borga málskotsgjald. Reynslan hefur sýnt að framleiðendur og seljendur virða milligöngu kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna í lang flestum tilvikum. • Urskurðamefndir fyrir neytendur. Til að tryggja enn betur að neyt- endur geti á skjótvirkan og ódýran hátt náð fram úrlausn deilumála sinna við seljendur vöru og þjónustu, hafa Neytendasamtökin í samvinnu við samtök seljenda stofnað sex úrskurð- amefndir. Nefndirnar ná yfir eftirtal- in svið: Vátryggingaþjónustu, þjón- ustu ferðaskrifstofa, þjónustu efna- lauga og þvottahúsa, fjármálaþjón- ustu, þjónustu og vömr sem félags- menn í Samtökum iðnaðarins selja og vegna kaupa á vömm í verslunum sem em aðilar að Kaupmannasam- tökum íslands og Samtökum sam- vinnuverslana. Neytendur greiða málskotsgjald þegar þeir leggja fram mál sitt, en fá það endurgreitt ef þeir vinna það að hluta eða öllu leyti. • Neytendablaðið. I Neytendablaðinu em em m.a. birtar ítarlegar gæða- og mark- aðskannanir á vömm og þjónustu, auk margs konar fróðleiks sem miklu máli gemr skipt í daglegu lífr neyt- andans. Neytendablaðið er innifalið í félagsgjaldi sem er 2.600 kr. og er ekki selt í lausasölu. Ekki em auglýs- ingasíðumar að flækjast fyrir lesand- anum, því blaðið birtir ekki auglýs- ingar. • Önnur útgáfu- og fræðslustarf- semi. Félagsmenn njóta sérkjara á bók- um sem samtökin gefa út (þar á með- al Heimilisbókhaldi Neytendasam- takanna og Lagasafni neytenda). Einnig bjóða Neytendasamtökin fé- lagsmönnum srnum sérvaldar erlend- ar bækur sem neytendasamtök gefa út og sem henta vel hér á sérstöku til- boðsverði. Félagsmönnum er einnig boðið upp á ódýr námskeið (m.a. um hagsýni í heimilishaldi). • Almenn hagsmunagæsla fyrir neytendur. Þetta gera Neytendasamtökin á mismunandi hátt, ma.: - Neytendasamtökin sinna verð- lagsaðhaldi á markaði og er það gert með verðkönnunum sem oftast eru gerðar í samvinnu við stéttarfélög. - Fylgjast með markaðnum og miðla upplýsingum til neytenda og yfirvalda. Fylgjast með skilmálum sem fyr- irtæki nota í viðskiptum sínum og reyna að tryggja að þar sé ekki að finna ósanngjama skilmála. - Hafa frumkvæði að og gefa um- sagnir um lög og reglugerðir er varða neytendur. - Fylgjast með ólöglegum og ósanngjörnum viðskiptaháttum og fylgja slíkum málum eftir við við- komandi yfrrvöld. - Fylgja eftir að hættulegar vörur séu ekki á markaði og að varasamar vörur séu merktar á réttan hátt. - Gæta þess að yftrvöld og atvinnu- líf virði sjónarmið og vilja neytenda. - Berjast fyrir því að lög og reglur um neytendavemd hér á landi verði með þeim bestu í heimi. - Berjast fyrir að upplýsingar um vömr og þjónustu séu með þeim hætti að uppfylli þarfir neytenda. Þar á meðal að tryggja raunvemlegt val- frelsi neytenda með tilliti til fram- leiðsluaðferða. Hvaö þarf aö gera til viöbótar í neytenda- málum? Um þetta mætti skrifa langar grein- ar og fjalla þar um fjölmörg atriði sem yrði of langt mál. Nefnd em þó tvö lykilatriði sem samtökin hafa lagt fram í nefnd um stefnumótun í neyt- endamálum: • Upplýsingamiðstöð neytenda. Slík miðstöð yrði tryggð með þjón- ustusamningum milli Neytendasam- takanna annars vegar og viðskipta- ráðuneytisins og fleiri aðila hins veg- ar. • Umboðsmaður neytenda. Neyt- endamáladeild Samkeppnisstofnunar verði lögð niður og stofnað verði nýtt embætti: Umboðsmaður neytenda. Starfsemi sem í dag heyrir undir neytendamáladeildina yrði færð til Umboðsmanns neytenda, en starfs- svið hans jafnframt aukið. Atta lágmarkskröfur neytenda Lágmarkskröfur neytenda voru fyrst settar fram í sögulegri ræðu á þingi sem John F. Kennedy þáverandi forseti Bandaríkjanna hélt 15. mars 1962. Þar setti hann fyrstur þjóðhöfð- inga fram kröfur fyrir hönd neytenda. Þær kröfur sem Kennedy setti fram eru númer 2-5. Alþjóðasamtök neyt- enda hafa síðan bætt við fjórum. Saman mynda þær lágmarkskröfur neytenda og sem neytendasamtök um allan heim sameinast um r starfi sínu. A allsherjarþingi Sameinuðuðu þjóð- anna 15. mars 1985 voru svo sam- þykktar sérstakar leiðbeiningar um neytendavernd og sem tryggja eiga að neytendur hvar sem þeir búa, njóti þeirrar vemdar sem lágmarkskröf- umar gera ráð fyrir. Þannig hafa stjómvöld í hverju landi tekið á sig mikilvæga ábyrgð. Atta lágmarks- kröfur neytenda em eftirfarandi: 1. Réttur til fullnægjandi gmnnþarfa. 2. Réttur til öryggis. 3. Réttur til upplýsinga. 4. Réttur til að velja. 5. Réttur til áheymar. 6. Réttur til bóta. 7. Réttur til fræðslu. 8. Réttur til heilnæms og sjálfbærs umhverfis. Finnst þér ágæti lesandi að þessi réttur þinn hafi einhvem tíma verið á þér brotinn og mál þín hafr ekki feng- ið sanngjarna málsmeðferð? Ein- hvem tíma gæti líka komið að því. Neytendasamtökin hvetja þig þess vegna til að gerast félagi í samtökun- um, það er allra hagur. Birgir Guðmundsson stjómarmaður í Néytendasamtökunum. LIFEYRISSJOÐUR VESTURLANDS Meginniðurstöður ársreiknings lífeyrissjóðsins Yfirlit um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris Fjárfestingartekjur, nettó, 1998 í þús. kr. 356.181 1997 í þús. kr. 288.534 Iðgjöld, 341.691 297.567 Lífeyrir, (181.760) (164.818) Fjárfestingariðgjöld, (7.817) (7.202) Rekstrarkostnaður, (11.383) (8.350) Matsbreytingar, 63.572 92.331 Kfækkun á hreinni eign á árinu: Hrein eign í árslok: 560.484 4.922.047 498.062 4.423.985 Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris: 1 5.482.531 4.922.047 1 Fjárfestingar: Efnahagsreikningur Ytnsar kennitölur Raunávöxtun, 6,88% Raunávöxtun að teknu tilliti til rekstrarkostnaðar, 6,65% Raunávöxtun, meðaltal síðustu fimm ára, 9,00% Lífeyrir sem hlutfall af iðgjöldum, 53,23% Kostnaður sem hlutfall af íðgjöldum, 3,33% Kostnaður sem hlutfall af eignum, 0,22% Stöðugildi, 2,7 Akranesi 12. febrúar 1999 Stjórn Lífeyrissjóðs Vesturlands: Verðbréf með breytilegum tekjum, 1.057.551 660 971 Verðbréf með föstum tekjum, 4.008.713 3.835.646 Veðlán, 80.597 108.322 Bundin innlán, Fjárfestingar: Annað 28.770 5.175.631 43.806 4.648.745 Kröfur á viðskiptamenn, 48.880 44.450 Aðrar eignir, 259.523 230.351 Viðskiptaskuldir, (1.503) (1.499) Anmiá 306.900 273.302 Hrein eign til greiðslu lífeyris: 5.482.531 4.922.047 1 6,17% 5,98% 8,80% 55,39% 2,81% 0,18% 2,7 Gylfi Þórðarson Kristján Jóhannsson Einar Karlsson Sigrún Clausen Jónas Dalberg framkvæmdastjóri Rakel Olsen Þórir Páll Guðjónsson Ársfundur lífeyrissjóðs Vesturlands verður haldinn mánudaginn 19. apríl nk. kl: 16.00 í Gistiheimili Ólafsvíkur, Ólafsbraut 19. Ólafsvík.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.