Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.1999, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 11.03.1999, Blaðsíða 5
^n£33Uflu»w 5 Co.) ' C3Í.I.1 rr >3| In.^i itA/n/jjq FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 ónarmifr Flosa Kynferðisleg áreitni Það er mjög í tísku um þessar mundir að reifa, rannsaka og gaumgæfa, með félagsvísinda- legri aðferð, kynferðislegt atferli nútímamannsins í blíðu og stríðu. Sú var tíðin að fólki þóttu þessi fræði held- ur einföld. Strákar og stelpur, kallar og kellingar drógu sig saman og úr því varð svo getnaður og krakkar sem fólki þótti óumdeilanlega meginfor- senda gæfunnar og eilífs lífs á jörðinni. Menn og konur voru í því dægrin löng að „stíga í vænginn" eða „gefa undir fótinn“ og, ef ég man rétt, allir í endalausu keleríi við alla þar til stelpurnar fundu rétta strákinn og strákarnir réttu stelpuna. Þessi endanlegu málalok voru þó ekki í sjónmáli, hvað þá að þau næðu fram að ganga, fyrr en eftir umtalsverðar þreifingar um allar triss- ur. Nú er það svo að þegar menn eru að stíga í vænginn við konur, eða öfugt, þá er það ekkert sjálfgefið að báðir séu til í tuskið. Þegar sú staða kemur upp að annar aðilinn er haldinn girndarlosta, en hinn afhuga öllum getnaðarpælingum, skapast stundum afar óþægi- legt ástand, sérstaklega fyrir þann sem enga löngun hefur til samneytis við þann sem lostanum er haldinn. Ætli maður kannist ekki við það. Ég man ekki betur en það hafi verið eins og innbyggt í atferlis og sálarprógrammið hjá okk- ur sem vorum með kvenfólk á heilanum í dentíð, að vera ekki að djöflast í stelpum sem „ekkert vildu með okkur hafa að gera,“ einsog það var orðað upp á dönsku. Þær voru einfaldlega látnar í friði. Þeir sem neyttu aflsmunar, tildæmis í skjóli valds á vinnustað voru - og eru vonandi enn - vægast sagt ekki hátt skrifaðir fremur en aðrir valdníðingar og fæstir kærðu sig um að eiga sam- neyti við þá „tegund". Síst af öllu stelpurnar. Fyrir skömmu efndu fjölmiðlar í samráði við einhverjar Félagsmálastofnanir til umfangsmikillar skoðanakönnunar um kynferðislega áreitni á vinnustöðum og í kjölfarið voru svo niðurstöður birtar í öllum fjölmiðlum. Beitt hafði verið hinni hávísindalegu aðferð sem í dag virðist vænlegri en aðrar til að komast að kjarna málsins og leiða endanlegan sannleika í Ijós. Hringt var í fjölda manns og spurt sem svo: -Hefur þú orðið fyrir kynferðislegri áreitni? Og svörin láta ekki á sér standa. Drjúgur hluti kvenna taldi sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Meginniðurstaðan var sú að því hærra sem konur væru settar í starfsstéttapíramítanum, þeim mun meiri kynferðislegri áreitni þyrftu þær að sæta. Ergo; þær sem eitthvað áttu undir sér fengu bara engan frið. Ég hef sagt það áður og segi það enn. Af öllu því fánýti sem samtíðin hefur uppá að bjóða er, held ég, ekkert marklausara en skoð- anakannanir. Auðvitað er það matsatriði hvers og eins hvað hann eða hún telur kynferðislega áreitni. Mergurinn málsins er einfaldlega sá að ef kynferðisleg áreitni er ekki skilgreind í smáatrið- um þá getur enginn svarað því hvort hann hefur orðið fyrir henni. Mér er nær að halda að allt eðlilegt fólk hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni, en málið er bara það að slík áreitni hættir að vera áreitni þegar báðir aðilar eru hjartanlega sammála um að láta til skarar skríða. Auðvitað segir það sína sögu að hjá Lands- síma íslands þekkist kynferðisleg áreitni ekki samkvæmt könnuninni. Svo mikið er víst að um fengitímann verður engin sauðkind fyrir kynferðislegri áreitni, og guð hjálpi þeim fola sem fer að gera sig líklegan við meri sem ekki er í hestalátum. Vandinn er bara sá að fengitími mann- skepnunnar er árið um kring, dægrin löng, og þess vegna ef til vill skiljanlegt að framkvæmda- stjórar, forstjórar, valdsmenn og verkstjórar skuli stundum vera ruglaðri á vinnustað heldur en hrútarnir í stíunum um jólaleytið. Og vafalaust á það sér samfélags- og sið- fræðilega skýringu að bæði á Akranesi, í Borgar- nesi sem og í sveitum Borgarfjarðar og á Mýrum er kynferðislegt áreiti óþekkt. Ekki meira um það. Flosi Ólafsson Bergi Hraðamælingar Akraness og Borgarnesslögreglu Þungur bensínfótur Glannaakstur í göngunum Nýsending al sandölum ÞESSIR SELJAST ALLTAF UPP!! Það virðist vera þungur bensínfót- urinn á mörgum sem leggja leið sína um Vesturland um þessar mundir. Lögreglan í Borgarnesi og Akra- neslögreglan stunda reglulegar hraðamælingar á þjóðvegi 1 og víðar og það eru býsna margir sem aka á ólöglegum hraða inn í radargeisla löggæslumannanna. í síðustu viku var unnið að hraða- mælingum í Borgarfirði og í ná- grenni Akraness í samvinnu við rík- islögreglustjóra. Myndavélarbfllinn alræmdi var á svæðinu og að sögn lögreglunnar í Borgamesi voru 70 bflar mældir á of miklum hraða í ná- grenni Borgarness. Enginn öku- mannanna var þó sviptur ökuleyfi á staðnum en því verður ekki á móti mælt að þetta er mikill fjöldi á einni viku. Glannaakstur í göngunum Akraneslögreglan hefur séð um hraðamælingar í Hvalfjarðargöngum í samvinnu við lögregluna í Reykja- vík. í samtali við Skessuhom sagði Pétur Jóhannson lögregluþjónn á Akranesi að umtalsverður fjöldi öku- manna hafi verið tekinn fyrir of hrað- ann akstur í göngunum og nágrenni. „Hraðinn í göngunum er gegnum- sneitt allt of mikill. Við höfum haft afskipti af um þrjátíu bílum að und- anförnu en mælingar okkar eru ekki bara bundnar við þessa einu viku. Við erum með stöðugt eftirlit í göng- unum enda sýnist okkur að ekki veiti af. Við höfum verið að taka bíla á 90 -117 kflómetra hraða þama niðri en leyfilegur hámarkshraði er 70 km á klukkustund. Menn gera sér ekki grein fyrir hættunni sem stafar af glannaakstri á þessum stað. Ef eitt- hvað gerist í göngunum þá eiga menn enga undankomuleið og það er mikil hætta á að slys í göngunum verði stórslys," sagði Pétur. Á mánudagsmorgun var ökumaður stöðvaður skammt austan ganga- munnans að norðanverðu á 141 kfló- metra hraða. „Þetta er svívirðilegur akstur við aðstæður eins og nú eru, það er ísing víðast hvar og þótt skyggnið sé gott þá afsakar það ekki svona glæpi,“ sagði Pétur. -G.E. Skohornið Stillholti 18. s. 431 2026 Póstsendi samdægurs, 5% staðgreiðsluafsláttur Snæfeiisbær Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar Snæfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 1995-2015 samkvæmt 2. mgr. 21. Skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felst í stækkun svæðis til tómstundabúskapar í Hraunskarði ofan Hellissands. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunum að Snæfellsási 2, Hellissandi, frá og með þriðjudeginum 9. mars til þriðjudagsins 30. mars 1999. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingar- g tillöguna, eigi síðar en 30. mars 1999. Skila skal athugasemdum | skriflega á bæjarskrifstofur Snæfellsbæjar, Snæfellsási 2. | Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir | tilskilinn frest telst samþykkur henni. s Bæjarverkfræðingur Snæfellsbæjar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.