Skessuhorn - 11.03.1999, Blaðsíða 13
^Kiasimu..
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999
13
Staðartölt var haldið um síðustu
helgi í reiðskemmunni á Stað í
Borgarbyggð. Það voru hjónin
Benedikt G. Þorbjörnsson og Sig-
ríður Ævarsdóttir sem héldu mótið
í samvinnu við hestamannafélögin
Faxa og Skugga.
Þetta er í annað skipti sem Staðar-
tölt er haldið og var þátttakan mjög
góð að þessu sinni en um 60 hestar
voru skráðir til keppni í tveimur
flokkum, fullorðinna og ungmenna.
Áhorfendur fjölmenntu einnig og
Reynir og
Freyr í
landslibib
Skagamenn eiga tvo fulltrúa í
landsliði íslands U 21 árs sem
leikur gegn Ukraínu um næstu
mánaðamót. Það eru þeir Reyn-
ir Leósson og Freyr Bjarnason.
Reynir hefur áður leikið með U
21 árs liðinu en Freyr er nú í
þeim hópi í fyrsta sinn. Hann
hefur hinsvegar leikið með
landsliði 18 ára og yngri.
G.E.
Fjölmennt Staöartölt
* Hestamannamót undir þaki
Benedikt Þorbjörnsson á Stab sýnir Hring frá Hjar&arholti.
ætla má að um tvö hundruð manns
hafi fylgst með mótinu. Mótið stóð
fram eftir degi og þá passaði ágæt-
lega fyrir hestamennina að skjótast
heim og hafa fataskipti því um kvöld-
ið héldu hestamannafélögin tvö sam-
eiginlega skemmtun á Mótel Venusi.
Úrslit:
Yngri flokkur:
1. Eyjólfur Þorsteinsson á Dröfn frá
Stað
2. Vilborg Bjamadóttir á Núma frá
Skáney
3. Sjöfn Hilmarsdóttir á Höfðingja
frá Langárfossi
4. Sigríður Helga Sigurðardóttir
Eldri flokkur
1. Jóhannes Kristleifsson á Orion frá
Litla-Bergi
2. Benedikt G. Þorbjömsson á Hring
frá Hjarðarholti
3. Hrafn Hákonarson á Brynjari frá
Borgamesi
4. Benedikt Kristjánsson á Eið
5. Halldór Sigurðsson á Höfðingja frá
Stóra-Langavatnsdal
6. Karen Líndal Marteinsdóttir á
Manna frá Vestri-Leirárgörðum.
Þjótsfélagar í Svíþjób
Félagar úr íþróttafélaginu Þjóti
gerðu góða för á stórt íþróttamót í
Svíþjóð á dögunum. Mótið sem er
haldið árlega í Malmö nefnist Malmö
Open. Þeir fjórmenningar Lindberg
Scott, Sverrir Haraldsson og bræð-
umir Sigurður Amar og Ásgeir Sig-
urðssynir tóku allir þátt í bocci-
akeppni mótsins og stóðu sig framar
vonum. Lindberg tók þátt í keppni
unglinga og keppti í þriggja manna
sveit sem var skipuð honum og
tveimur félögum úr IFR í Reykjavík,
þau komust alla leið í úrslit og hömp-
uðu silfurverðlaunum að lokum. Þeir
Ásgeir, Sigurður og Sverrir skipuðu
sveit Þjóts í fullorðinsflokki og unnu
sinn riðil, komust áfram í úrslita-
keppnina þar sem þeir unnu einn leik
en töpuðu öðrum. Árangur þeirra
Þjótsfélaga var mjög góður en þetta
var í fyrsta sinn sem flestir þeirra
keppa á móti erlendis.
Fjórmenningarnir söfnuðu fyrir
ferðakostnaðinum með því að leita
eftir stuðningi einstaklinga og fyrir-
tækja og gekk það ákaflega vel. Þeir
vilja nota tækifærið og koma á fram-
færi þökkum til allra þeirra sem með
framlögum sínum gerðu þessa ferð
mögulega.
Jón Runólfsson
Hópurinn í íþróttahöllinni í Malmö, Inga Har&ardóttir, fararstjóri, Lindberg
Már Scott, Asgeir Sigur&sson, Sigur&ur Arnar Sigurðsson, Sverrir Einarsson
og Magndís Bára Guðmundsdóttir fararstjóri.
Uppskeruhátíb
Sundfélags Akraness
Kolbrún Ýr Sundmabur Akraness
Á sunnudaginn hélt Sundfélag
Akraness sína árlegu uppskeruhátíð
með verðlauna- og kaffiveitingum.
Jóhanna Hallsdóttir formaður félags-
ins greindi frá því helsta í starfi fé-
lagsins á síðasta ári og því sem er
framundan. Félagið eignaðist tvo Is-
landsmeistara í fullorðinsflokki á síð-
asta ári, Anna Lára Ármannsdóttir
varð Islandsmeistari í 200 metra
flugsundi og Kolbrún Yr Kristjáns-
dóttir varð Islandsmeistari í 50 og
100 metra skriðsundi og 100 og 200
metra baksundi.
Engum kom á óvart að Kolbrún Yr
var valinn Sundmaður Akraness en
hún var útnefnd Sundkona ársins af
Sundsambandi Islands og Iþrótta-
maður Akraness 1998. Efnilegasti
sundmaðurinn var valin Elín María
Leósdóttir. Elínu vantar einungis eina
sekúndu í 200 metra bringusundi til
að ná lágmarki inn í unglingalands-
liðið.
Dagrún Davíðsdóttir var valin sem
efnilegasti sundmaðurinn 12 ára og
yngri. Foreldrar bama í Sundfélaginu
hafa alla tíð verið mjög virkir í félag-
inu og var Katrín Leifsdóttir valin
foreldri ársins.
K.K.
Auk ver&launahafanna eru á myndinni Athena Ragna júlíusdóttir og Hulda
María Ásgeirsdóttir sem ásamt Dagrúnu Davíösdóttur fengu viðurkenning-
ar fyrir að safna styrktara&ilum í 50 aura sundi félagsins. Mynd: K.K.
FILb
Ko
£ð oS skoðið úrv.
líð
Borearsport
rt
Húsfélagið
Garðabraut 24-26
i óskar eftir tilboðum ;
; í viðgerð og málun útveggja, ásamt við- ;
; gerðum á gluggum og endurbótum á þaki, ;
; á framangreindu fjöleignahúsi. ;
jÚtboðsgagna má vitja á Almennu verkfræði-;
;og teiknistofunni ehf Suðurgötu 57 Akranesi ;
; gegn 5000 kr. skilatryggingu.
; Tilboðin verða opnuð á sama stað 1;
föstudaginn 26 mars kl. 11.00 |
Húsfélagið Garðabraut 24-26 \