Skessuhorn - 11.03.1999, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999
^susunu..
Skagaleikflokkurinn og NFVAfrumsýna nýjan söngleik 19.mars
Tívolí
Um þessar mundir er verið að æfa
söngleik byggðan á Tívolíplötu
Stuðmanna í Bíóhöllinni á Akra-
nesi. Hugmyndin er ættuð frá
Steingrími Guðjónssyni sem sagð-
ist í viðtali við Skessuhorn hafa
„lagt fram vinnuskipulag að drög-
um að hugmynd.“ Guðjón Sig-
valdason leikstjóri var fenginn til
að fullgera verkið í samvinnu við
Steingrím og leikhópinn, æfingar
eru langt komnar verður frumsýnt
19. mars. Hátt í 80 manns koma að
sýningunni og þar af eru um 40 á
sviðinu. Blaðamaður leit við á æf-
ingu og spjallaði við Guðjón um
verkið og uppsetninguna. Guðjón
Sigvaldason hefur sett upp fjöldan
allan af leiksýningum og starfað
mikið með götuleikhúsum. Hann er
upprunnin af Snæfellsnesinu, lærði
leiklist í Bretlandi og hefur samið
nokkur leikrit.
Spunavinna
„Þetta er samvinnuverkefni Fjöl-
brautaskólans og Skagaleikflokksins
og það var fenginn inn hópur til að
taka þátt í ákveðinni grunnvinnu,“
segir Guðjón. „Við fórum í mikla
Leikstjórinn Gu&jón Sigvaldason.
spunavinnu til að sjá í hvaða formi
verkið ætti að vera og hvernig best
væri að móta persónurnar þannig að
leikritið hefur mótast af hópnum sem
stendur að sýningunni. Við þreifuð-
um okkur áfram með persónumar og
þróuðum á þessu spunatímabili. Eg
setti síðan persónumar í ákveðnar
kringumstæður sem ég sá fyrir mér í
verkinu. Ymis atriði og skondnar
setningar komu fram sem hafa ratað
inn í textann en margt nýtist því mið-
ur ekki í þessari sýningu . Verkið ger-
ist kringum 1963 til 64 í Tívólí og
Vetrargarðinum og þar í kring. Við
urðum að hugsa um talsmáta og
tísku, fólk verður að passa sig á að
nota ekki ókey og ýmislegt þess hátt-
ar sem ekki var sagt á þessum tíma.“
Guðjón segir verkið að sjálfsögðu
byggja mjög mikið á tónlist Stuð-
manna. „Tónlistin leggur okkur
nokkuð skýrar línur, og ekki síður
textamir við lögin. Það þurfti að stað-
setja söngvana og koma þeim þannig
inn í söguþráð að söguþráðurinn sé
eðlilegur. Söngvamir urðu að fljóta
eðlilega í framvindu verksins þannig
að þeir kæmu ekki eins og skrattinn
úr sauðarleggnum. Það em ekki endi-
lega bein tengsl á milli laganna en
það var einmitt það sem við þurftum
að búa til.“
Lögin em til dæmis ekki í sömu
röð og þau em á plötunni.“
Ólína og ég
Nú er þetta eitt ástsœlasta band
þjóðarinnnar og tónlistin hefur notið
mikilla vinscelda í gegnum tíðina.
Hefur ekki verið gaman að umbreyta
henni í söngleik?
„Virkilega. Það hefur verið mjög
Sönghópurinn Dúfurnar í syngjandi sveiflu.
skemmtilegt. Flosi Einarsson sér um
tónlistarstjórn, við erum með sjö
manna hljómsveit sem er á sviðinu
allan tímann - og við emm með fanta-
góða söngvara sem syngja lögin. Við
tókum allan hópinn í söngpmfur og
að hluta til var valið í hlutverkin út
frá sönghæfileikum leikaranna. Sag-
an sjálf snýst að mestu leyti um tvær
fjölskyldur og við fáum að fylgjast
með þeim um hríð. Sönghópurinn
Dúfurnar syngur í Vetrargarðinum og
ein úr hópnum er Elínborg en hún á
bróður sem heitir Gæi og hann verð-
ur skotinn í stúlku sem heitir Olína.
Síðan er þama hún Dollý sem á ung-
an son og við fáum að kynnast henn-
ar fjölskyldu líka. I kringum þessar
lykilpersónur er síðan fjölskrúðugt
Myndir: KK
persónusafn."
Guðjón segir gott að vinna í Bíó-
höllinni, húsinu fylgi ákveðnir gallar
en kostimir séu margir og tiltekur í
því sambandi mjög góðan hljómburð.
Hann er mjög ánægður með leikhóp-
inn og segir starfið hafa verið
skemmtilegt.
Eins og alltaf þegar líður að fmm-
sýningu myndast rafmagnað and-
rúmsloft á æfingum - hlutimir byrja
að smella saman einn af öðmm og
þátttakendur sýningarinnar fara að
sjá árangur af erfiðinu. Ahorfendur
eiga greinilega von á eftirminnilegri
stund í Bíóhöllinni á næstunni.
KK
Hópur úr 9. bekk flytur gömul sjómannalög.
Sjávarútvegsdagar
í Grundaskóla
í síðustu viku voru svokallaðir
sjávarútvegsdagar 9. bekkjar í
Gmndaskóla. Sjónum nemenda var
þá beint út í hafsauga og meðal ann-
ars fjallað um skynsamlega nýtingu
auðlindanna. Nemendur enduðu
sjávarútvegsvikuna á því að bjóða til
mikillar veislu úr fjölbreyttu sjávar-
fangi. Ljósmyndari Skessuhorns
fékk að bragða á kræsingunum og
fékk nemendaeldhúsið fimm stjömur
fyrir sjávarréttina sem skiptu tugum.
Mynd: M.M.
í Borgarnesi
Mætum öll og
hvetjum okkar menn.
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi
Ver&launahafar í
stærbfræbikeppni
Verðlaunaafhending fyrir stærð-
fræðikeppni grunnskólanema sem
háð var í FVA fyrir skömmu fór
fram í sal Fjölbrautaskólans síð-
asta laugardag. Fjölmenni var á af-
hendingunni og fengu 10 efstu úr
hverjum bekk viðurkenningar-
skjal og þrír efstu peningaverð-
laun. Fyrstu verðlaun voru 15 þús-
und, önnur 10 þúsund og þriðju 5
þúsund.
I ávarpi sem Bjarnþór Kolbeins
deildarstjóri flutti kom fram að þátt-
takan hefði verið góð en rúmlega 100
nemendur alls staðar af Vesturlandi
þreyttu keppnina. Verkefni í stærð-
fræðikeppnum af þessu tagi eru
býsna snúin og þeir sem bestum ár-
angri ná em að jafnaði með 80 pró-
sent svara rétt. Máni Atlason, nem-
andi í 8. bekk Grundaskóla svaraði
öllum spurningunum rétt sem er
mjög óvenjulegt. Bjarnþór sagði
keppnina hafa tekist mjög vel í alla
staði, hún væri komin til að vera og
yrði árviss atburður í starfi skólans.
Að verðlaunaafhendingu lokinni var
boðið upp á kaffi og dýrindis rjóma-
tertu.
100% árangur
Bliiðiiiniiður álti stutt spjiill við umi keiiiiaiiiiii er mjóg goðtu og
Mána Atlason að lokinni verð- endursegir efnið í bókinni á
launaafhendingunni og spurði skemmtilegan hátt.“
firsl h\ort stærðfrieðiþriiuliniiir H.að tinnsi þn áhuga'.erðasi
hefðu verið þungar. innan stœrðfrœðinnar?
„Nei, mér fannst prófið ekki „Mér finnst allt í stærðfræði jafn
þungt,“ sagði Máni. „En það var áhugavert."
sagt að það væri þungt. Ég var hálf- Ertu búinn að ákveða hvað þú
lasinn í prófinu, var með einhverja œtlar að gera við peningana?
flensu og fór mér bara hægt. Flestar ,JÉg kaupi mér eitthvað eða geri
þrautimar voru skemmtilegar.“ eitthvað fyrir þá sem mig langar
Er stœrðfrœðin skemmtilegasta til.“
fagið í skólanum? -KK
„Það er langt frá því. Ætli ís-
Máni Attason sem ná&í 100 % landssága sé ekki uppáhaldsfagið
árangri i keppninni.
Verölaunahafar
I áttunda bekk var Máni Atlason,
Grundaskóla, efstur með öll svör rétt
eins og áður sagði, Margrét Hall-
grímsdóttir, Heiðarskóla, í öðru sæti
og Bima Björnsdóttir, Grundaskóla, í
því þriðja.
I níunda bekk var Einar Margeir
Kristinsson, Grunnskólanum í Búð-
ardal, í fyrsta sæti, Harald Bjöms-
son, Grundaskóla, í öðm og Eyjólfur
Ingi Bjarnason, Laugaskóla Dala-
sýslu, í því þriðja.
í tíunda bekk fékk Fríða Bjama-
dóttir úr Gmndaskóla fyrstu verð-
laun, Anna Guðmundsdóttir, Gmnn-
skólanum í Stykkishólmi, önnur
verðlaun og Sævar Birkir Olafsson,
Grunnskólanum í Borgarnesi, þau
þriðju.
Skessuhorn óskar ver&launahöfunum til hamingju.