Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.1999, Page 15

Skessuhorn - 11.03.1999, Page 15
 FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 15 KR-ingar betri í lokin KR - Skallagrímur 83-74 Skallagrímur sótti ekki gull í vel og voru yfir lengi framan af. Eft- greipar KR-inga á fimmtudaginn var. ir leikhlé tóku heimamenn sig saman Skallagrímsmenn léku að yísu mjög í andlitinu og voru betri í lokin. Tölurnar Frák. Stoðs. Stig StjÖrnur 4 Finnur Jónsson ." 2 1 7 ** 7 Pálmi Þ. Sævarsson i 0 0 * 8 Kristinn G. Friðriksson í . 3 20 *** 12 Haraldur M. Stefánsson ; i 0 0 * 13 Tómas Holton :■ ■•2 ' 1 . 6 *** 14 Eric Fransön 17 "T2 26 ***■ 15 Sigmar P. Egilsson • 1 1 13 *** Eldri borgarar lesa upp í Kirkjuhvoli I tilefni af ári aldraðra verður upplestur eldri borgara í Kirkju- hvoli á Akranesi næstkomandi sunnudag, 14. mars. Kaffi á könnunni. Barnakór Brekku- bæjarskóla syngur í hléi. Að- gangseyrir kr. 500. - en afsláttur fyrir eldri borgara. Hússtjórn Kirkjuhvols Skellur í Njarbvík UMFN - ÍA: 111-87 Skagamenn gerðu ekki góða ferð til Njarðvíkur á fimmtudag en þeir steinlágu fyrir Njarðvíkingum. Heimamenn byrjuðu af krafti og gerðu út um leikinn í upphafi er þeir náðu 25 stiga forskoti á fyrstu tíu mínútunum. Skagamenn náðu sér aðeins á strik á köflum en sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu. Lengi býr ab fyrstu gerb Hreyfing og gildi hennar fyrir mannslíkamann Eins og segir í fyrirsögninni þá býr lengi að fyrstu gerð og það er m.a. á- stæða þess að foreldrar eru hvattir til þess að láta börn sín hreyfa sig sem mest. Það er staðreynd að sá sem hreyfir sig mikið sem bam og ung- lingur býr að því alla ævi. Það getur komið í veg fyrir mörg og erfið heilsufarsleg vandamál síðar á æf- inni. Uppbygging vöðva og beina er hröðust á þessum árum og ef líkam- inn er ekki notaður, þá verða bæði bein, vöðvar og stoðkerfið yfir höfuð mun veikara og viðkvæmara fyrir skakkaföllum en ella. Einnig er talið að upptaka kalks verði mun minni hjá þeim sem hreyfa sig minna og sé best undir hæfilegu álagi. Öll þurf- um við kalk og það er ekki bara nauðsynlegt fyrir uppbygginu beina og tanna, það gegnir líka hlutverki í sambandi við taugar og taugaboð. Það er mikill rrússkilningur að kalk sé eingöngu að fá úr mjólk og mjólk- urvörum, ýmsar tegundir grænmetis eru einnig kalkauðugar. I hinum vestræna heimi hafa margir heilbrigðisstarfsmenn haft miklar áhyggjur af hreyfingarleysi ungmenna. Og spyrja hvort sú kyn- slóð sem nú er að vaxa upp verði komin með ýmsa öldrunarsjúkdóma fyrir aldur fram vegna óvirkni í æsku. Bam sem situr yfir sjónvarpi eða tölvu mikinn hluta dags getur frekar átt von á því að fá beinþynn- ingu og önnur vandamál fyrr á æv- inni en sá sem er duglegur að hreyfa sig. Nú spyrja margir: Hvað með all- ar þær íþróttir sem ungt fólk stundar í dag? Auðvitað eru íþróttir af hinu góða en ef eirístaklingur stundar mjög einhæfar fþróttir þá kemur það ekki í staðinn fyrir þá hreyfingu sem fæst við leik og störf úti við. En við erum ekki öll svo heppin að geta hreyft okkur af sjálfsdáð- um. Marg- ir búa við hreyfi- hömlun, af ýmsum orskökum, og geta því ekki hreyft sig af eigin rammleik. En þessi hópur þarf ekki síður á hreyf- ingu að halda en hinir. Sumir búa yfir það miklum styrk að þeir geta hreyft sig í vatni og því er gott aðgengi að sundstöðum grundvallar skilyrði fyr- ir þá. Og oft er það eina hreyfingin sem þessum hópi stendur til boða. Við sem getum gengið á báðum fót- um hugsum oft ekki til þess að það eru ekki allir fæddir með sömu gjafir og við. Annar hópur hreyfihamlaðra hefur hvorki getu né aðstöðu til að komast í sundlaug. Þessi hópur þarf ef eitthvað er, enn frekar á aðstoð að halda við að hreyfa sig en þeir sem geta hreyft sig eitthvað af eigin rammleik. Það þarf að hreyfa limi og líkama fyrir og með þessum hópi fólks, eins og geta leyfir. Það er hægt að halda liðamótum liðugum og við- halda ákveðinni vöðvaspennu þótt ekki sé staðið í fæturna eða höndin hreyfð að eigin rammleik. Þetta er mikilvægt vegna fjölmargra hluta. Má þar til að mynda nefna að blóð- rásin verður treg ef engin hreyfing á sér stað. Og fá þá t.d. vöðvar og bein ekki þá næringu sem þarf. En þetta er mikil þolinmæðisvinna, framfarir oft hægar en hvert skref fram á við er mikill sigur og það er einnig mikill sigur ef tekst að halda ástandi stöð- ugu, þannig að heilsa versni ekki. Birna G. Konráðsdóttir Höfundur er loggiltur sjúkranuddari og rekur sjúkranuddstofu í Borgarnesi. Bónab fyrir Portúgalsferb Meistaraflok^ur Skallagríms í knattspymu mun dvelja í Portúgal í viku tíma í lok þessa mánaðar við æfingar og keppni. Ferðin er liður í undirbúningnum fyrir komandi átök í 1. deildinni. Um síðustu helgi lögðu piltamir hins vegar frá sér takkaskóna en tóku fram bónklútana í staðinn og bónuðu bíla fyrir Borg- nesinga. Þessi fjáröflun var ætluð til að fjármagna Portúgalsferðina og ekki var annað að sjá en þeir hefðu nóg að gera og hver Borgnesingur- inn á fætur öðmm ók í burt á glans- andi bílum. Á myndinni em þeir Gunnar Jónsson og Hjörtur Harðar- son að bóna einn eðalvagninn. Mynd: GE Leikmaður Tölurnar: Frák. Stoðs. Stig Stjörnur 4 Trausti F. Jónsson 2 7 5 * 6 Pálmi Þórisson 1 2 0 * 7 Guðjón Jónasson 0 2 2 * 8 Brynjar Sigurðsson 0 1 6 * 9 Alexander Eftnolinski 8 3 11 ** Badmintonfélag Akraness ÍA til Spánar Urvalsdeildarlið IA í knatt- spymu fer í æfingaferð til Spán- ar þann 24. mars næstkomandi. Þeir Skagapiltar munu dvelja í Cadis í vikutíma við æfingar og leika nokkra æfingaleiki við innfædda. - G.E. Sigurbur tcl Walsall Markahrókurinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hjá IA hefur gert samning við enska C deild- arliðið Walsall. Sigurður mun þó leika með Skagamönnum megnið af næsta keppnistíma- bili því hann fer ekki utan fyrr en 1. ágúst. Jóhannes Harðar- son var í Belgíu fyrir skömmu og lék með varaliði GNT en hann mun ekki vera á fömm. ,J>að fara ekki fleiri,“ sagði Sæ- mundur Víglundsson fram- kvæmdastjóri KFÍA og ekki fleiri orð um það. -G.E. ÍA hornib Badmintonfélag Akraness var stofnað 11. nóvember 1976 en það er þó ekki þar með sagt að bad- minton hafl ekki verið stundað á Akranesi fyrir þann tíma. Stuttu eftir seinna stríð eða árið 1946 var byrjað að spila badminton, eða frá því að íþróttahúsið við Laugarbraut var tekið í notkun. Árið 1958 er fyrsta tennis- og badmintonráð IA kosið. Fyrsta Akranesmótið í badminton var haldið í íþróttahúsinu við Laugar- braut árið 1965 og þar sigraði Pétur Jóhannesson í einliðaleik, í tvíliða- leik unnu þeir Helgi Daníelsson og Hallgrímur Árnason (faðir Áma Þórs landsliðsmanns í badminton). Síðan þá má segja að félagið hafi eflst og dafnað og margir Íslands- meistaratitlar unnist, og má þar nefna til sögunnar þá Jóhannes Guðjónsson, Hörð Ragnarsson, Víði Bragason og Aðalstein Huld- arsson. Þá hefur Badmintonfélag Akraness alið af sér marga lands- liðsmenn sem bæði spila undir merkjum ÍAeða eru komnir í önnur félög. Þar má nefna til sögunnar Árna Þór Hallgrímsson, Drífu Harðardóttur, Brynju Pétursdóttur og Birnu Guðbjartsdóttur. Á þess- um árum hefur Badntintonfélag Akraness verið mjög lánsamt með þjálfara sem ýmist hafa verið ís- lenskir eða erlendir. Árið 1996 sett stjóm Badminton- félagsins sér tvö megin marktnið, þ.é. að eíla starf yngri flokka fé- lagsins til muna m.a. til að stuðla að framtíðar uppbyggingu og til að ná fil eldri iðkenda „trimmara'* en sá hópur er mikilvægur bakhjarl fyrtr félagið. Skemmst er frá því að segja að iðkendafjöldinn meira en tvö- faldaðist veturinn 1996-97. Til að fylgja eftir þessarri uppsveiflu ákvað stjóm félagsins að ráða til sín í samstarfi við UMSB í Borgamesi þjálfarann Dipu Ghosh frá Indlandi sem er einn af betri þjálfurum sem völ er á í þessairi grein. Dipu Ghosh var ráðinn til félagsins fram til vors árið 2000 og er árangur af starfi hans farinn að skila sér nú þegar og margir af hans byrjendanemendum og þeir eldri farnir að vinna til verð- launa og æfa með landsliði Islands I greininni. Mótahald Á hverju ári stendur Badminton- félagið fyrir fjölmörgum mótum hér á Akranesi. Þau helstu mót sem haldin hafa verið hér á Akranesi á þessu keppnistímabili eru Atlamót sem haldið er árlega í samvinnu við Kiwanisklúbbinn Þyril í minningu um Atla Þór Helgason sem var einn af driffjöðmnum í starfsemi klúbbs- ins á sínum tíma, Unglingameist- aramót ÍA sem haldið er í samvinnu við verslunina Model, og Meistara- mót íslands í flokki eldri spilara. Þá verður t lok apríl haldið Akra- nesmót þar sem keppt verður í öll- um flokkum auk þess sem keppt verður í flokki systkina, foreldra, bama og trimmara. Félagar og virk- ir þátttakandur í keppni og leik inn- an félagsins eru tæplega 100 og fer félagatalið ört vaxandí. Til gamans má geta að Badmintonfélag Akra- ness fékk bæði gull og silfur í A- flokki á síðasta Reykjavíkurmóti sem haldið var helgina 6.-7. mars sl. Þar kepptu til úrslita Aðalsteinn Huldarson og Sigurður Mýrdal Steinþórsson og hafði Aðalsteinn betur eftir harðan úrslitaleik. Á Meistaramóti Islands sem haldið var 5.-7. feb. sl. sigraði Drífa Harð- ardóttir ÍA í tvenndarkeppni meist- araflokks, en hún er búsett í Dan- mörku en keppir fyrir hönd ÍA. Við óskum þessum keppendum til ham- ingju með árangurinn ásamt þeim tjölmörgu sem keppt hafa fyrir hönd Badmintonfélags Akraness. íslandsmót unglinga og Akraneshlaup Nú er unnið á fullu við að undir- búa keppendur fyrir Islandsmót unglinga í A- og B-flokki sem hald- ið verður í Hafnarfirði og Þorláks- höfn núna í mars. Nokkur undanfar- in ár hefur Badmintonfélagið ásamt Ungmennafélaginu Skipaskaga staðið fyrir undirbúningi að Akra- neshlaupinu. Þetta hlaup er búið að vinna sér ákveðinn sess í íþróttalífi bæjarins og hefur verið haldið í byrjun júní ár hvert og yerið ágætis , þátttaka undanfarin ár og þar mæta / til keppni margir af bestu hlaupur/ um landsins. Á aðalfundi Badmintonfélags Akraness sem haldinn var í byrjun júní sl. var kosin ný stjóm., Stjóm- ina skipa: Jón Allansson fformað- ur), Trausti Gylfason (ritari), Guð- bjartur Hannesson. Bjþrn Lúðvíks- son og Stefán Hólmstlinsson. jr Akranesi 08.03.1999 fih. Badjnintonfélags Akraness r— > &

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.