Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.1999, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 16.06.1999, Blaðsíða 7
oiktðsunu*.. MIÐVIKUDAGUR 16.JÚNÍ 1999 7 Samvirmuháskólinn feti framar Með fartölvuvæðingu og þráðlausu neti Samvinnuháskólinn á Bifröst undirritaði á fimmtudaginn, 10. júní, samstarfssamning við Opin kerfi, Tal, Áxapta á Islandi, Icecom og Búnaðarbankann um nýjung í upplýsinga- og tölvumálum sem ekki hefur þekkst áður í íslensku skóla- og atvinnulífi. Með þessari breytingu ætlar skólinn að auka forskot sitt á meðal viðskiptahá- skóla hérlendis á þessu sviði og mæta nýrri öld með nýrri hugsun og nýjum lausnum í skólastarfi. Samningurinn byggir á efrirfar- andi þáttum: * Hver nemandi eignast öfluga HP fartölvu. * Samvinnuháskólinn leggi nem- endum til í samstarfi við Opin kerfi, Axapta og Tal allan nauðsynlegan hugbúnað. I hverri vél verður eft- irtalinn hugbúnaður sem verður í eigu háskólans: 1. Microsoft Office 2. Axapta viðskiptaforrit 3. Samskiptaforrit við net og Tal GSM síma 4. Heimabanki Búnaðarbankans Sett verður upp í háskólaþorpinu á Bifföst örbylgjukerfi sem tengir netþjón skólans og internetið við fartölvur nemenda. Þannig verði tölvunet háskólans þráðlaust og nýtist nemendum og starfsfólki hvar sem er í byggingum háskólans, heimilum þeirra í nemendagörðum og kennarabústöðum á Bifföst eða utanhúss á háskólasvæðinu. Til þess þarf að setja upp senda víðs- vegar urq, svæðið og sérstök netkort búin móttöku- og sendibúnaði í hverja tölvu. Þessi búnaður verður í eigu háskólans. Settur verði upp í háskólaþorp- inu GSM sendir og nemendum gert kleiff að eignast fullkominn farsíma til gagnaflutninga á sér- stökum kjörum ásamt nauðsynleg- um hugbúnaði í tölvurnar. Frjálsir og óháðir Að sögn Runólfs Agústssonar rektors samvinnuháskólans verður ávinningur skólans og nemenda hans einkum fólginn í því að nem- endur verða ekki lengur háðir tenglum og innstungum á ákveðn- um stöðum í skólahúsunum til að komast í sambandi við tölvukerfi skólans og umheiminn. „Með þess- um breytingum verða allar stofuur og herbergi skólans að tölvustof- um. Nemendur geta tekið niður glósur á sínar tölvur undir fýrir- lestrum og próf verða sömuleiðis tekin á tölvur. Við komum til með að nýta vinnurými í húsnæði skól- ans mun betur efrir breytingamar þar sem nemendur hafa ffjálsan og óheftan aðgang að tölvukerfi skól- ans og internetinu allan sólarhring- inn, hvar sem þeir em staddir í skólaþorpinu," sagði Runólfur. I forystu Runólfur sagði að með þessari byltingu í fjarskiptamálum innan skólans væri Samvinnuháskólinn að taka forystu í tölvu - og upplýsinga- tæknimálum hérlendis enda hefði skólinn þá stefnu að vera framúr- skarandi á því sviði. „Viðskiptahá- skólar í dag em fyrst ffemst upplýs- ingafyrirtæki. Þeir þurfa ávallt að tryggja að nemendur sem útskrifast flytji nýja þekkingu og nýja tækni út í atvinnulífið. Samvinnuháskólinn styrkir stöðu sína enn ffekar í þeir- ri miklu samkeppni sem ríkir á meðal viðskiptaháskóla hérlendis," sagði Runólfur að lokum. G.E. Ný sveit-hrein sveit Umhverfisátak I þessari viku hefst umhverfisá- tak í Borgarfjarðarsveit undir yfir- skriftinni ný sveit - hrein sveit. Það er umhverfisnefnd sveitarfé- lagsins sem stendur fyrir átakinu sem beinist að söfnun brotajárns, hreinsun á víðavangi, hreinsun gamalla ónýtra girðinga og málun íbúðar og útihúsa. I tengslum við átakið verða veitt verðlaun og við- urkenningar síðar í sumar fyrir góða umgengni og framfarir. G.E. Sláturfélag Vesturlands Tap á fyrsta ári Ársreikningur Sláturfélags Vest- urlands hf var lagður ffam á stjórn- arfundi í maí síðastliðnum. Þar kom fram að tap á rekstri félagsins á síðasta ári nam um 700 þúsund krónum. I fféttabréfi Sláturfélags- ins segir að tapið megi rekja til þess mikla verðfalls sem varð á gærum síðastliðið haust. Sláturfélag Vesturlands var stofnað í ágúst á síðasta ári en fé- lagið rekur sláturhúsið í Borgarnesi í húsnæði Afurðasölunnar í Borgar- nesi. Sláturfélag Vesturlands er í eigu Kaupfélags Borgfirðinga, Kaupfélags Eyfirðinga og Norð- vesturbandalagsins. G.E. Sérstök viðurkenning veitt skipverja Við hátíðardagskrá í Sjómanna- garðinum á Hellissandi var skip- verja á Þorsteini SH veitt sérstök viðurkenning fyrir snarræði við að- stoð veitta skipverja í neyð. Sæþór Gunnarsson sjómaður ffá Olafsvík bjargaði skipsfélaga sínum úr bráðum háska nánar tiltekið þann 1. september á liðnu ári. Tildrög óhappsins voru með þeim hættri að Þorsteinn SH var á dragnótaveiðum þegar skipverji lendir í því að lykkja kemur um fót hans. Verið var að kasta nótinni og mátti litlu muna að skipverjinn færi í sjóinn. Aðspurður kvaðst Sæþór hafa náð taki á félaga sínum og á óskriljanlegan hátt náð að halda honum föstum um borð. Mildi þykir að ekki fór verr en gott veður var þegar óhappið átti sér stað. HHsHH BÆNDUR VESTURLA Eigum á lager 1 Heyrúlluplast TRIOWRAP 50 cm. TRIOWRAP 75 cm. NORVICE 50 cm. NORVICE 75 cm. C' ^ Útsv. án vsk. Útsv. m/vsk?| 3.750,- 4.680,- 3.738,- 4.715,- 4.669,- 5.827,- 4.653,- 5,870,- J z | Verð gilda á meðan birgðir endast. j Veittur er 2% afsláttur séu teknar 10 rúllur eða meira. Kaupfélag Borgfirðinga. Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar 1992-2012. Tunga í Hvalfjarðarstrandarhreppi. Hreppsnefnd Hvalijarðarstrandarhrepps auglýsir skv. 14. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á svæðisskipulagi sveitar- félaganna sunnan Skarðsheiðar 1992-2012. Gerð er tillaga um stækkun á sumar- bústaðasvæði í Tungu. Það svæði sem nú er skilgreint sem sumarbústaðasvæði verður fyrir sumarbústaðalóðir, svæði fyrir smáhýsi, tjaldsvæði, þjónustu fyrir ferðamenn og leiksvæði. Hvalfjarðar- strandarhreppur bætir það tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna. Tillagan hefur verið send aðildarsveita- félögum svæðisskipulagsins til kynningar og umsagnar. Tillagan verður send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til | umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna geta snúið sér til undirritaðs á Eystra-Miðfelli eða í síma 433 8952. Oddviti Hvalfjarðarstrandarhrepps. BORGARFJARÐARSVEIT LEIKSKÓLASTJÓRA LEIKSKÓLAKENNARA - VANTAR TIL STARFA. í Borgarfjarðarsveit eru starfandi tveir leikskólar, ANDABÆR á Hvanneyri og HNOÐRABÓL í Reykholtsdal. Til starfa í Andabæ vantar leikskólakennara í 75% starf frá og með 1. september nk. / leikskólanum verða 22 börn frá 1-5 ára. Til starfa að Hnoðrabóli vantar leikskólastjóra og tvo leikskólakennara frá og með 10. ágúst nk. í leikskólanum verða um 15 börn frá 1-5 ára. Við erum að leita að fólki með leikskólakennaramenntun eða aðra uppeldisfræðimenntun/reynslu. Umsóknarfrestur er til 5. júlí nk. Umsóknum ber að skila á skrifstofu Borgarfjarðarsveitar, Pósthólf 60, 320 Reykholt. ; Upplýsingar veita: l Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri. S. 435 1140 Valdís Magnúsdóttir leikskólastjóri Andabæjar. S. 437 0120 1 Steinunn Garðarsdóttir forstöðumaður Hnoðrabóls S. 435 1191 Ingibjörg Konráðsdóttir formaður skóla- og fræðslunefndar. S. 435 1221. Sveitarstjóri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.