Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.1999, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 16.06.1999, Blaðsíða 10
10 MIDVIKUDAGUR 16.JÚNÍ 1999 Athugasemd vegna fréttar af tillöguflutmngi Kolfinnu Jóhannesdóttur _______ Pennínn Vegna fréttar á þriðju síðu Skessuhoms 10. júní s.l. af til- löguflutningi Kolfinnu Jóhann- esdóttur á bæjarstjórnarfundi í Borgarbyggð 30. maí sl. um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Borgarbyggðar vil ég undirritaður taka fram eftir- farandi: I byrjun yfirstandandi kjör- tímabils bæjarstjórnar Borgar- byggðar vom kosnir þrír menn í nefnd til að endurskoða bæjar- málasamþykkt Borgarbyggðar. I nefhdina völdust Oli Jón Gunn- arsson ffá Sjálfstæðisflokki, Guð- mundur Guðmarsson ffá Fram- sóknarflokki og Runólfur Agústs- son frá Borgarbyggðarlista. Nefndarmenn komust að sam- eiginlegri niðurstöðu um nær öll atriði í tillögu að breyttri bæjar- málasamþykkt. Fulltrúi Borgar- byggðarlistans lagði ffam sérálit um fáein atriði og var eitt þeirra það sama og Kolfinna flutti til- lögu um á fundi 30. maí sl. og er tilefni f r é 11 a r blaðsins. Þegar tillögur endurskoðunar- nefndarinnar vom teknar til af- greiðslu á bæjarstjómarfundi 21. jan. sl. greiddi Kolfinna ekki at- kvæði með tillögu Borgarbyggð- arlistans, heldur sat hjá. Henni hefur nú greinilega vax- ið kjarkur eftir að hún lenti í minnihluta í bæjarstjórn Borgar- byggðar, og er það vel. Tillögu Borgarbyggðarlistans ffá því í janúar, sem Kolfinna gerir nú að sinni, mun ég að sjálf- sögðu styðja, þegar hún verður tekin til afgreiðslu. Guðbrandur Brynjúlfsson Sundlaugin Klébergi, Kjalarnesi. Sumaropnun -Akraneskaupstaður KARTÖFLUGEYMSLAN Þriðjudagur 29. júní er síðasti opnunardagur kartöflugeymslunnar. Athygli er vakin á því að kartöflugeymsan verður ekki opin næsta vetur. Garðyrkjustjóri VIÐERUMFLUTT! í Landsbankann við Suðurgötu - 2. h. M - 2000 skrifetofa Jóhanna L. Jónsdóttir Sá eiginleiki er mannskepn- unni áskapaður að leita sér að maka af gagnstæðu kyni (oftast). Að minnsta kosti þarf svo að vera ef viðhald mannkynsins á að verða með eðlilegum hætti. Ásta- mál hafa löngum orðið mönnum yrkisefni en sjaldgæfara er að vís- ur verði til fyrir misheyrn eða misskilning en hér er þó ein slík: Vondslega hefur oss veröldin blekkt, vilja og kjarki svipt mig. Hefði ég betur hana þekkt hefði ég aldrei giff mig. Mörgum ungum og óreyndum manninum hefur orðið feimnin ijötur um fót og maður nokkur sem hitti löngu síðar stúlku sem hann hafði verið ástfanginn af á yngri árum sínum hafði þetta til málanna að leggja en höfundur held ég að sé Rögnvaldur Þórð- arson ffá Melrakkadal: Fann ég eigi orðin þá er ég segja vildi varð þó feginn effirá að ég þegja skyldi. Eyjólfur Þorgeirsson frá Króki í Garði orti um konu nokkra sem þótti nokkuð fyrirferðarmikil á heimili: Inn um bæinn eins og skass æðir þessi kona. Fleiri hafa nú fætur og rass en flíka því ekki svona! Og um meinleysismann sem var giftur kvenskörungi miklum kvað Jakop á Varmalæk: Það er slæmt að eiga að heita herra í húsi fullu af orðagjálfri og þvargi. Það getur ekki verið öllu verra að vera giftur heilu fuglabjargi. Hjá Þorsteini Magnússyni ffá Gilhaga var vinnumaður sem Þorlákur hét og eitt sinn er þeir stóðu í bæjardyrum kemur kona Þorsteins að með fangið fullt af þvotti og skipaði þeim nokkuð höstug að færa sig. Segir þá Þor- steinn við Láka: Göngin hér að gerðinni gerast háskastaður. Frúin er á ferðinni. Forðaðu þér maður! Um það hvort betra væri hjónaband eða einlífi orti Guð- mundur Friðjónsson á Sandi: Málgar konur, brekótt börn, bændur gera feiga þó er nóttin þrautagjörn þeim sem hvorugt eiga. Eiður Arngrímsson svaraði fyrir hönd hinna ógiffu: Off á jöfhu verður völ veitist lækning sorgar dimmrar næmr dapra kvöl dagsins ffiður borgar Ekki veit ég hver setti saman effirfarandi hugleiðingar að lok- inni hjónavígslunni en eitthvað virðist hann hafa verið farinn að efast: Heldur er hamingjan lítil í heilögu ektastandi. Nú verð ég æfina alla eins og hundur í bandi. Þungskilið þykir mér ekki að þú skyldir vilja mig. En hvemig í fjandanum fékk ég þá flugu að eiga þig? Það almenna viðhorf var lengi ríkjandi að hlutverk mannsins væri að draga björg í bú en kon- unnar að gæta fengins fjár og hef- ur þessi verkaskipting iðulega valdið ágreiningi í bestu hjóna- böndum. Líklega um miðja síð- ustu öld sátu tvær konur vestur á Hjallasandi í eldhúsi og drukku kaffi svo sem konum er títt þegar eiginmaður annarar þeirra sem hét Ursalaey Gísladóttir sá ástæðu til að átelja konu sína fyr- ir eyðslusemi með þessari vísu: Ketil velgja konurnar, kaffið svelgja forhertar, ófriðhelgar allsstaðar, af því félga skuldirnar. Þegar bóndi var genginn út lít- ur Ursalaey á grannkonu sína sem hét Sigurdríf Guðbrands- dóttir og segir: Bændur svína brúka sið, belgja vínið í sinn kvið. Sigurdríf bomaði: Skynsemd týna og skerða ffið, skæla trýnið út á hlið. Hans Natansson mun síðar hafa snúið ketilvísunni á þessa leið: Ketil heita konurnar, kaffið veita forsjálar, úti um sveitir allsstaðar, af því heita gestrisnar. Eyjólfur Jóhannesson í Hvammi orti svokallaðar Spila- vísur sem vom taldar dulbúnar bæjarímur og urðu margar vísur úr þeim kveðskap allffægar en hér er smá sýnishorn og með vilja sneitt hjá þeim þekkmsm: Fögur kyssti ffeyjan baugs fleina kvist óbangin, ærið þyrst til ástarspaugs uppá fyrsta ganginn. Mjög sjálfhælin menjarún mtmninn stælir þannin, eins og þræl í öllu hún undirbælir manninn. Með þökkjyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 (ath. Þessi kaffisaga er tekin úr vísnasafni Jóhanns frá Flögu og þar eru þessi kvennanöfn, þó þau kunni að virðast einkennileg eru þau ekki prentvillur.) /2^ Heygarb&harnib Sjúkrahús Viagraness Fyrir skömmu kom læknir á Sjúkrahúsi Akraness að hjúkku á ellideildinni þar sem hún var að sprauta einn sjúk- linginn með náttúralækninga- lyfinu Viagra. Læknirinn spurði hvort það væri nokkurt vit að gefa manngreyinu sem var orðinn karlægur þetta dýra meðal. ,J ú“, sagði hjúkkan. „Þetta svínvirkar. Hann steinsofnar og lyfið kemur líka í veg fyrir að hann velti fram úr rúminu bu « ry Eins og sjv morK alþjóð veít hefur knattspyri íustórveldið IA byrjað afai illa á yfirstandandi leiktíð. Þa ð er að vfsu ekkert að hjá liði nu annað en að það gemr ekk skorað mörk. Því leita forra ðamenn IA nú að markaskommm til að hressa npp á gengi iiðsins. Gárungarnir sögðu reyndar til boða lí tið notaður og afar snjall framlínumaður ffá Þyskaídiidi. Þcu uiðu saiut að gefa þann þýska upp á bátinn þar sem það átti að greiða fyr- ir hann í mörkum en þau era bara ekki þessar mu til á Skaganum um ndír Tolva Snorra Þegar fornleifaffæðingar vora að róta í fleti Snorra í Revkholti í fyrra kom þar að lítiíl snáði, fróðleiksfús. For- eldrarnir höfðu frætt hann á því að Snorri Sturluson hefði unda og skrifað margar og stórar t ækur. Það sem drengnuro lék því mest for- vimi á að vita var hvort búið væri að Snna tölvuna hans Snorra. I ■' ornleifafiræðingur- mn sem - x ryrir svomm varð svaraði síðan: „Nei, því miður, en við eram komnir á spörið. netfangið urr það er eigiskal- höggva@t eimskringla.is. For nar vélar Á Hvanneyri er rekið merkilegt búvélasafn þar sem meðaí annars er að finna ævafornai margar ha dráttavélar sem tfa verið gerðar upp ai voiuiiuum siauaiiuí> ug ciu nánast eins og nýjar. I fyrra- sumar kom ungur raaður á satníð og sýndi traktomnum mikinn á huga. Þegar hann vildi fræð ast um aldur þerra var honur O n sagt að þær væra bræður voru á ferð um Borg- 41 liUlO Og SKJLIUU UOLtlllJJll CiLll* Drengurinn tmdraðist í hver- su góðu á standi véiarnar vora en hann Síðan Bak fékk skýringu á því; kabræður fóra hefúr enginn ki fara og ] ónotaðar! .innað með þær að )ví era þær nánast

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.