Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.1999, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 16.06.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. JUNI1999 VIKUBLAÐ A VESTURLANDI Akranes: Suðurgötu 65, 2. hæð. Sími: 431 4222. Fax: 431 2261. Netfang: skessa@aknet.is Borgames: Borgarbraut 57, 2. hæð. Sími: 437 2262. Fax: 437 2263. Netfang: skessuh@aknet.is Skrifstofur blaösins eru opnar kl. 10-12 og 13-16 alla virka daga. Utgefandi: Skessuhorn ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Gísli Einarsson, sími 852 4098 Biaðamaður: Kristján Kristjánsson, sími 892 4098 Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir, Borgarnesi sími 437 2262 Silja Allansdóttir, Akranesi, sími 697 4495 & 431 4222. Prófarkalestur: Ágústa Þorvaldsdóttir og fleiri. Hönnun og umbrot: Frétta- og útgáfuþjónustan. Prentun: ísafoidarprentsmiðja hf. Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 16.00 á mánudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og 1 lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 200 krónur með vsk. Áskriftar- og auglýsingasími er 437 2262. Sjálfstætt fólk „Hæ, hó, jibbí jei og jibbí jei, það er kom- inn sautjándi júní,“ orti Bjartmar Hannesson bóndi í Borgarfirði fyrir margt löngu og einu sinni á ári hefur hann rétt fyrir sér. Það hitt- ist nefnilega þannig á að sautjándi júní er ár- legur. Akkúrat á þeim degi er einhver vænleg- ur kvenkostur dubbaður upp í peysuföt og látinn lesa öldruð Ijóð. Blómum er fleygt í Nonna Sig, kornabörn veifa innfhittum ís- lenskum fánum og troða candy flos í andlitið á sér meðan danskætt- aðir trúðar geifla sig og glenna. Með þessu móti fögnum við þeim degi er við öðluðumst sjálfstæði og gáfum danska kónginum langt nef. Eg hef svo sem ekkert út á þetta að setja. Ef íslensk þjóð vill fagna sínu sjálfstæði með þessum hætti þá æda ég ekki að gera mér rellu út af því. Þetta er nú einu sinni sjálfstæð þjóð þótt hún láti að vísu aðr- ar þjóðir um að ákveða hvort hún veiðir hvalfiska eða geymir þá á hjólbarðaverkstæði í Vestmannaeyjum. Þetta er sjálfstæð þjóð þótt hún látí aðrar þjóðir segja sér að börn og unglingar megi ekki vinna sér til hita og fá sigg í lófana heldur skuli þeir sitja á rassinum og bora í nefið fram á fullorðinsár. Jú, þetta er sjálfstæð þjóð þótt hún láti aðr- ar þjóðir fyrirskipa að nú skuli farið í stríð við eitthvað fólk sem flest- ir Islendingar vissu ekki að væri til. Mér dettur semsagt ekki í hug að efast um að íslensk þjóð sé sjálf- stæð og öðrum óháð, Eg held miklu frekar að hún sé svo sjálfstæð að hún kunni sér varla hóf. Það lýsir sér kannski í því að Islendingar láta sér varla nægja að vera ein lítil þjóð. Til að gera sjálfstæðið persónu- legra er það brotið niður í smærri einingar. Landnám Ingólfs heitins er meðal annars aðskilið frá hinum dreifðu byggðum landsins. Því sjálfstæði er viðhaldið með því að íbúar höfuðborgarsvæðisins eru stöðugt minntir á það í fjölmiðlum sínum að hæpið sé að finna vits- munaverur ofan við Elliðaár. Sömuleiðis er því haldið á lofti í virmm héraðsfféttablöðum dreifbýlisins að höfuðborgin sé eins og sólin, ágæt til síns brúks, það er að segja ef hún er mátulega langt í burtu. Þessi aðskilnaðarstefna er þó ekki látin nægja. I dreifbýlinu skiptist fólk í nokkurskonar þjóðflokka eftir bæjum, þorpum eða sveitum. Ibúar hverrar einingar eru meðvitaðir um ágæti sinnar sveitar og þó enn meðvitaðri um lesti nágrannanna. Sömu reglur gilda á höfuð- borgarsvæðinu en þar skiptast þjóðflokkarnir eftir hverfum eða borg- arhlutum. Maður skildi þá ætla að hver þessara eininga gæti unað saman í sátt og samlyndi þar sem hún hefur það sameiginlega hlutverk að gefa öll- um hinum hornauga. Þó er það ekki svo. Til þess að gera sjálfstæðið enn persónulega og í raun að almenningseign er það viðtekin venja að hver Islendingur líti á sig sem sjálfsæðan einstakling og öðrum óháðan. Sú regla er í heiðri höfð að hver sé sjálfum sér næstur og helst sem fjærst öllum hinum. Sá hugsun er viðurkennd að það sé betra áð mannt sjálfum g'ángi illa heldur en áð náunganúm við hlið- ina gangi vel. Ef það fer hinsvegar svo illa að einhver hinna nær ár- angri í því sem hann er að gera þá skal því haldið vandlega leyndu. Nú kann sjálfsagt einhver að halda að ég sé að fara þvottahúsmeg- in að því að biðja um klapp á bakið. Svo er þó ekki. Með hóflegum þrýstíngi get ég yfirleitt kreist ofurlítið hól út úr mínum nánustu, jafnvel mun meira en ég á skilið. Nú, í versta falli þá hæli ég mér bara sjálfur. A hinn bóginn finnst mér það vera ómaksins virði að við hug- leiðum það á meðan candy flosið verður rigningunni að bráð á þjóð- hátíðardaginn hvort ekki sé óhætt að fleygja nokkrum hvatningarorð- um í náungann annað slagið. Hvort það sé ekki jafhvel óhætt að sætta sig við að einhver hinna geri einhvemtíma eitthvað af viti. Kannski mtmum við þá einhvern tíma fagna því að vera ekki einungis sjálf- stæð, heldur einnig samstæð þjóð. Gísli Einarsson samstœður Islendingur Gísli Einarsson, ritstjóri. Magniís Jóbannesson ráðuneytissljói-i, Magnús Gubmundsson forstjóri og Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðberra með kortamöppur frá LMl. Umhverfisráðherra í heimsókn Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra heimsóttí Landmælingar Is- lands miðvikudaginn 2. júní. Um- hverfisráðherra og Magnús Jó- hannesson ráðuneytisstjóri áttu fund með forstjóra og forstöðu- mönnum stofnunarinnar, en síðan kynnm þau sér starfsemina og ráð- herra ávarpaði starfsmenn. Er greint frá heimókn ráðherra á heimasíðu Landmælinga http://www.lmi.is K.K Hitaveitan í Hólminum Vatnið fer að renna Eins og fram hefur komið í Skessuhorni em framkvæmdir við dreifikerfi hitaveitunnar í Stykkis- hólmi komnar á skrið. Búið er að setja niður vinnsludælu við borhol- una í landi Hofsstaða og ganga frá dæluhúsi. Að sögn Rúnars Gísla- sonar forseta bæjarstjórnar Stykkis- hólms verður farið í það á næstu dögum að prufukeyra dæluna og setja vam á aðveitukerfið og varma- skiptistöðina. Þótt enn sé nokkuð í að hægt verði að taka vatn inn í húsin í Hólminum verður þess ekki langt að bíða að vatnið fari að nýtast bæj- arbúum og gesmm þeirra því fyrir- hugað er að taka nýju sundlaugina í notkun innan fárra vikna. G.E. Fyrsta vottun á íslensk- um sjávargróðri Eftir aðalfund Þörungaverk- smiðjunnar hf. sem haldinn var mánudaginn 14. júní síðastliðinn í Bjarkarlundi, veitti stjórn verk- smiðjunnar viðtöku viðurkenningu um að starfsemin væri lífrænt vott- uð. Er þetta í fyrsta sinn sem ís- lenskur sjávargróður og afurðir úr sjávargróðri hljóta votmn sem líf- ræn ffamleiðsla. Stimpill sem vönmni ber í samtali við Skessuhorn sagði Bjarni Ó. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Þörungaverksmiðj- unnar að hvatinn að þessai votmn hafi verið sá að einn stærsti kúnni verksmiðjunnar í Bandaríkjunum væri mikið inni á þessari líffænu línu: „Við réðumst í þetta til að styrkja stöðu-verksmiðjunnar gagn- vart þessum kúnna sem og öðrum en markaðurinn fyrir lífrænt vottað þörungamjöl fer ört stækkandi," sagði Bjarni. Hann segist gera sér góðar vonir um að þetta verði verk- smiðjunni til framdráttar og nefhir sem dæmi að þeir bændur sem vilja votmn verði að leita tíl byrgja sem eru vottaðir: „Votmnin semr okkur á stall ofar samkeppnisaðilunum og auðveldar viðskiptavinum valið.“ Aðspurður kvaðst Bjarni litlar breytingar hafa þurft að gera á að- stöðunni í verksmiðjunni tíl að fá þessa vottun, hún henti mjög vel tii framleiðslunnar, hráefnið kæmi hreint úr sjónum og vinnslan gengi fljótt fyrir sig. „Það má segja að méð þessu höfum við verið að setja á vöruna okkar þann stimpil sem henni ber,“ sagði Bjarni Ó. Hall- dórsson. Uppfyllir ströngxistu kröfur Það er Votmnarstofan Tún ehf sem vottar framleiðslu Þörunga- verksmiðjunnar en Votmnarstofan Tún er eftirlitsaðili fyrir banda- rísku votmnarstofuna Quality Ass- urance International (QAI) sem mun heimila Þörungaverksmiðj- urmi að nota vömmerki sitt. Vöra- merkið QAI er vel þekkt víða um heim. Votmnin er staðfesting á því að iyrirtækið uppfylli ströngusm alþjóðlegar kröfur um sjálfbæra nýtingu auðlinda, aðgreiningu hrá- efna og varnir gegn mengun á öll- um stigum framleiðslunnar. K.K Skotfélag Akraness Fyrsta mót félagsins í leirdúfu- skotfimi á þessu sumri fer fram næstkomandi laugardag 19. júní á svæði félagsins. Öllum er heimil þátttaka og eru áhugasamir hvatt- ir tíl að skrá sig á mótíð hjá Kára í síma 431-2067. á ' -!T-.-ÍUí£.>í.;4 jj&Wfeýö '-M Göngin að loka Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði bifreið sem ekið var á yfir 130 km hraða á þjóðvegi 1 í Borgarfirðinum um síðustu helgi. Fimm stúlkur voru í bílnum og gáfu þær þá skýr- ingu á hraðanum að þær væru að flýta sér suður áður en Hvalfjarðargöngunum yrði lokað urn miðnættið. Að sögn lögreglu létti stúlkunum nokkuð er þeim var sagt að það væri nætursala í göngin og þess vegna gætu þær ekið á löglegum hraða og þannig sparað sér stórfé í sektar- greiðslur ffamvegis. G.E. Góður róður Gunnlaugur Pálmason var aðvonum kátur enda með eitt og hálft tonn eftír róðurinn á handfærunum. Gunnlaugur rær einn og er með fjórar rúll- ur. Aflinn fékkst á Búðahraun- inu, mest þokkalégur fiskur að sögn Gunnlaugs en dálítið smár í bland. Það voru því nokkur handtökin fyrir einn mann áð innbyrða þennan afla og gera að. KK Það var létt yfir Gimnlattgi Pálssyni á Örnólýi AK enia að koma tír góð- um róðri. Mynd: K. K. Vefurinn vest- urland.is form- lega opnaður Eins og kunnugt er, var Vésturlandsvefúrinn opnaður síðastliðinn vetur. Hann er heimasíða fyrir allt Vesturlandskjördæmi og sam- eiginlegt markaðstæki lands- hlutans í víðum skilningi. Undirbúningur að smíði vefs- ins og kostun hans í upphafi var í höndum.Atvinnuráðgjaf- ar Vesturlarids og Samtaka sveitarfélíga. í Vesturlands- kj ördæmí. Samtökin fengu síðan Bjarka Má Karlsson hjá Andakíl.is til liðs við sig við gerð véfsins og hefur hann séð um rekstúr hans síðan. Formlega verður Vestur- landsvefurinn opnaður á at- vinnuvegasýningunni Vestur- vegi sem haldin verður í íþróttahúsinu í Stykkishólmi tun næstkomandi helgi. For- maður SSV Björg Ágústsdótt- ir mun með aðstoð fulltrúa yngri kynslóðarinnar opna vefinn formlega klukkan 15:15, föstudaginn 18. júní. Vestlendingar og annað áhugafólk um Internetmálefni er hvatt tíl að mæta á sýning- una og kynna sér möguleika Vesturlandsvefsins. Atvmmiráðg/öf Vesturlands —--------------------------

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.