Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.1999, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 16.06.1999, Blaðsíða 16
41 % wmmmm Borgarness a L Sími 437-1168 - r Bakvakt 437-1180 RAKARASTOFA HAUKS Vöruhúsi KB Borgarnesi Sími: 437 1125 Snorri Sigurðsson leiðbeinir gestum við kertagerðina. Mynd: Bjarki Már Fegrað á Akratorgi Þessir starfsmenn bœjarins voru t óða önn aö gróðursetja blóm á Akratorgi á dögun- mn. Alls staðar á Akranesi má sjá ung- linga að störfum við hreinsun ogfegrun umhverfisins. Mynd: K.K > .j | 1 jltöjnr gm.írn-m-, §W * : jsrl' i 1 Nýjung á íslandi Kertaljós á Hvanneyri Um síðustu helgi var opnað á Hvanneyri nýtt fyrirtaeki í ferða- þjónustu, Kertaljós ehf. Fyrir- taekið er til húsa í húsnæði er áður hýsti verkstæði Bænda- skólans og er gegnt skólafjós- inu. Kertaljós er nokkurskonar kertaverkstæði þar sem gestir og gangandi geta búið tál sín eigin kerti. Þar er einnig rekin kafKtería, sjoppa og lítil mat- vöruverslun með helstu nauð- synjar. Eigendur fyrirtækisins eru þau Kolbrún Anna Orlygs- dóttir og Snorri Sigurðsson. I samtali við Skessuhorn sagði Kolbrún að Kertaljós væri eftir danskri fyrirmynd og hefði hún heillast af hugmyndinni þegar þau Snorri voru við nám í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á þjónustu af þessu tagi hér á landi. Kolbrún sagði að aðal mark- hópurinn væri ferðamenn og ekki síst sumarbústaðafólk sem oft væri að leyta að afþreyingu. „Þetta hentar allri fjölskyldunni og höfð- ar ekki síst til yngri kynslóðarinn- ar. Ef foreldrarnir hafa ekki áhuga á kertagerðinni geta þau tyllt niður og fengið sér kaffi á meðan,“ sagði Kolbrún. Það verða þó ekki bara við- skiptavinir Kertaljóss sem munu nýta kertaverkstæðið því Kolbrún ætlar sjálf að nýta aðstöðuna til að steypa kerti sem verða til sölu á staðnum og í verslunum vítt og breitt um landið. G.E. Upplýsingamið- stöð Akraness flytur Upplýsingamiðstöð Akraness sem áður var til húsa á Skóla- braut við Akratorg er nú komin í húsnæði Landsbankans við torgið, á annarri hæð, þar sem áður voru skrifstofur Sýslu- mannsins á Akranesi. Upplýsingamiðstöðinni stýrir sem fyrr markaðs og atvinnufull- trúi Akraness, Björn S. Lárusson. Magnús Magnússon, atvinnufull- trúi Vesturlands verður einnig með aðstöðu í húsnæðinu, svo og nýráðinn starfsmaður M 2000 og Irskra daga, Jóhanna L. Jónsdóttir. Skrifstofan er opin frá 9 til 17. KK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.