Skessuhorn - 16.06.1999, Blaðsíða 13
oájésaunö&í!
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999
13
Stórsýningin Vesturvegur í Stykkishólmi
Þátttaka firam úr björtustu vonum
Segir Jóhanna Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Eflingar
skessuh@aknet.is
Næstkomandi föstudag verður
atvinnuvegasýningin Vesturvegur
sett í Stykkishólmi með pompi og
prakt. Blaðamaður Skessuhorns
ræddi við Jóhönnu Guðmundsdótt-
ur framkvæmdastjóra Eflingar en
hún hefur unnið að undirbúningi
sýningarinnar ásamt Valgerði Lauf-
eyju Guðmundsdóttur verkefnis-
stjóra og stjórn Eflingar
„Sýning af þessu tagi var búin að
vera í umræðunni hér í nokkur ár
og í fýrra sóttum við um styrki til
undirbúnings verkefhisins og þar
með var boltinn farinn að rúlla,“
sagði Jóhanna aðspurð um hvað
hefði valdið því að grasrótarfélagið
Efling réðist í stórvirki sem þetta.
„Við fengum styrk frá Ataki til at-
vinnusköpunar upp á hálfa milljón
og með hana í vasanum leituðum
við til atvinnumálanefndar bæjarins
sem hjálpaði okkur við að taka
ákvörðun um að láta drauminn ræt-
ast.
Við undirbjuggum okkur vel og
leituðum ráða hjá aðilum annars
staðar á landinu sem staðið hafa í
svona sýningarhaldi og síðan þró-
aðist þetta hægt og bítandi. Upp-
haflega stóð reyndar til að þetta
yrði breiðfirsk sýning en síðan var
ákveðið að taka allt Vesturland í
einum bita og við sjáum ekki eftir
því,“ sagði Jóhanna.
Fjölbreytni
Um níutíu aðilar munu kynna
sína vöru og þjónustu á sýningunni
í Hólminum og segir Jóhanna það
vera ffamar björtustu vonum. „Við
vorum búin að gera áætlun A, B og
C miðaða við mismunandi fjölda en
engin þeirra náði því sem reyndin
er orðin. Það er mjög ánægjulegt að
á sýningunni verða fýrirtæki alls
staðar að af Vesturlandi og fjöl-
breytnin er mikil. Það sem hefur
komið mér mest á óvart við undir-
búning sýningarinnar er hvað við
eigum fjölbreytt atvinnulíf hér á
Vesturlandi og ég hef uppgötvað
ýmsa atvinnustarfsemi sem ég vissi
ekki að væri hér til staðar. Það má
líka segja að markmið þessar sýn-
ingar sé, auk þess að kynna utanað-
komandi aðilum hvað hér er að
gerast, að við kynnumst þvi sjálf
hvað allir hinir eru að fást við.“
Uppákomur
Það fer ekki á milli mála að það
verður mikið um að vera í Hólmin-
um um helgina og Jóhanna sagðist
vonast eftir mikilli aðsókn á sýning-
arsvæðið í og við Iþróttahúsið í
Stykkishólmi. A sýningunni verður
boðið upp á ýmsar uppákomur og
meðal annars verður þar myndlist-
arsýning leikskóla og grunnskóla-
barna í Stykkishólmi. Þá verður
boðið upp á kórsöng, trúbador,
leiksýningu og tískusýningu svo
eitthvað sé nefnt. Þá standa ein-
stakir sýnendur fýrir ýmiskonar
skemmtun við sína bása. A laugar-
deginum verður Bylgjulestin síðan
stödd í Hólminum og það ætti því
að verða nóg um að vera fýrir alla
fjölskylduna.
Sýningin verður opnuð fýrir
boðsgesti kl. 13.00 á föstudag en
opið verður fýrir almenning ffá kl.
15.00 - 18.00. Laugardag og
sunnudag verður sýningin opin frá
13.00 - 18.00. Aðgangur er ókeyp-
VÍRNET g
BLIKKSMIÐJA
-utanhúsklæðningar - þakrennur - milliveggjastoðir
-loftræstikerfi - reykrör - spennaskýli - hesthússtallar
-öll almenn smíði og sérsmíði - efnissala
Einnig gerum við viðskiptavinum tilboð
þeim að kostnaðarlausu.
s: 437 1000 fax: 437 1819
tölvupóstur: vimet@itn.is
Oarðplöntustöðin Lágafell
Höfum opið 10-20 alla dagaf
Úrval sumarblóma - matjurtir - fjölæringar -
tré - runnar - rósir -
limgerðis- og skjólbeltaplöntur.
6 ktn. vestan Vegamóta.
Byggjum á 8 ára reynslu í garðyrkju á Snæfellsnesi.
Sfmi 435 6639
Brenna á Jónsmessuhátíð
Átak Akranes stendur fyrir Jóns-
messuhátíð sem haldin verður á
Akranesi dagana 24. - 27. júní.
Verða ótal dagskráratriði í boði.
Búið er að útbúa nýtt brennustæði
niðri við Kalmansvík þar sem
kveikt verður í bálkesti kl. 20
fimmtudaginn 24. júní. Gísli Gísla-
son og Gísli S. Einarsson taka að
sér að stjórna Víkursöng. Grill
verður á staðnum fýrir þá sem vilja
Á föstudeginum verður Opna
Átaksmótið í skák og hefst það á
Akratorgi kl 15.00. Á laugardaginn
verða útitónleikar kl. 14.00 þar sem
ýmsar hljómsveitir koma ffam. Og
á sunnudeginum verða sett upp
leiktæki fyrir börnin á Skagavers-
túni þar sem þau geta leikið sér að
vild frá kl 13.00. Veitingahús bæjar-
ins verða með Jónsmessutilboð í
gangi og ættu bæjarbúar og gest-
komandi að geta gert sér glaðan
dag.
KK
Kartöfluskífur til í
aflrýddar kartöflur afj
Kartöflur í 25.
þatineringar
’reitt í 7 kg.
kg. sekkjum.
08
fötum.
17. júní
ao Ifláðwnv kl. 13.30
yíE'
# \Jv
cAUir vdkmruair.
TAMNINC - ÞJALFUN
Tek hross í tamningu og þjálfun í sumar.
~*ekiö að mér járningar.
verð.
Valberg Sigfússon
S: 854-0999, 434-1342
Kröftugur gróður í garðinn
H öfum til sölu 60 tegundir
af trjám og runnum,
sum arblóm og kálplöntur.
0 pið frá kl. 13 til kl. 22 alla daga.
l/’dOft/H í$a IkHa ÍSÍÓHHHÍ.
Árniog Þuríður.
Þorgautsstöðum 2
Hvítársíðu. s; 435 1372
www.vesturland.is
Lánatryggingasjóður kvenna
auglýsir eftir umsóknum
Meginmarkmið Lánatryggingasjóðs kvenna er að styðja konur til
nýsköpunar í atvinnulífi með því að veita ábyrgðir á allt að helming
lána sem þær taka hjá lánastofnun til að fjármagna tiltekið verkefni.
Abyrgðin er veitt á grundvelli mats á arðsemi
viðskiptahugmyndarinnar.
Úthlutun úr sjóðnum er tvisvar á ári, febrúar og júlí.
Lánatryggingasjóður kvenna er tilraunaverkefni til þriggja ára. Að verkefninu
standa félagsmálaráðuneytið, iðnaðarráðuneytið og Reykjavíkurborg.
Skilyrði fyrir ábyrgðarveitingu eru m.a. eftirfarandi:
• að verkefnið sé í eigu kvenna og stjómað af konum
• að ábyrgð sé verkefnatengd þ.e. ábyrgðir eru veittar vegna ákveðinna
nýsköpunarverkefna, en ekki eru veittar ábyrgðir vegna t.d. rekstrarlána
til starfandi fyrirtækja
• að verkefni sé á byrjunarstigi
• að minnsta lán sé 1,0 m.kr. og minnsta lánatrygging 0,5 m.kr.
Ekki er um að ræða sérstök umsóknareyðublöð, en umsókn skulu fylgja:
• Framkvæmda og fjárhagsáætlun fyrir verkefnið
• Ársreikningar og skattaskýrsla sl. tveggja ára
Nánari upplýsingar em veittar í félagsmálaráðuneytinu og á skrifstofu
Byggðastofnunar.
Umsóknarfrestur um lánatryggingu er til 20. júlí nk. og ber að skila umsóknum til
félagsmálaráðuneytis eða til skrifstofu Byggðastofnunar í Reykjavík.
Lánatryggingasjóður kvenna
Byggðastofnun
Kristján Þór Guðfinnsson
Engjateigur 3
105 Reykjavrk
Sími 560-5400
Bréfsími 560-5499
Netfang kristjan@bygg.is
Lánatryggingasjóður kvenna
Félagsmálaráðuneyti
Ingibjörg Broddadóttir
Hafnarhúsið, Tryggvagötu
150 Reykjavík
Sími 560 9100
Bréfsími 552 4804
Netfang ingibjorg.broddadottir@fel.stjr.is