Skessuhorn - 13.01.2000, Page 2
2
10(1 C FIAIMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi: Borgarbrout 49 Sími: (Borgames og Akrones) 430 2200
Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgornes) 430 2201
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandl: Skessuhorn ehf. 430 2200
Framkv.stjóri: Mognús Magnússon 852 8598 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 852 4098 ritstjori@skessuhorn.is
Vefdeild: Bjarki Mór Karlsson 854 6930 vefsmidja@skessuhorn.is
Blaðamenn: Bryndís Gylfadóttir 892 4098
Soffía Bæringsdóttir 862 8904
Auglýsíngar: Guðrún Björk Friðriksdóttir 430 2200 auglysingar@skessuhorn.is
Siljo Allansdóttir 431 4222 auglysingar@skessuhorn.is
Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 431 4222 bokhald@skessuhorn.is
Prófarkorlestur: Ágústa Þorvaldsdóttir og Magnús Magnússon
Umbrot: Skessuhorn / TölVert
Prentun: ísofoldarprentsmiðja hf
Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði verð í lausasölu er 200 kr.
430 2200
Völva
Vestur-
lands
Það er fátt sem ég ber meiri virðingu fyrir en Völva Vikunn-
ar. Eg hef fylgst með ferli hennar svo lengi sem ljótustu menn
muna og ég á bágt með að leina aðdáun minni á verkum henn-
ar. Undantekningalaust er hægt að telja sér trú um það með
mátulegu hugmyndaflugi að spádómarnir hafi næstum því
nokkum veginn ræst.
Þótt ég hafi ígrundað viimubrögð Völvunnar um áratuga
skeið þá er langt frá því að ég treysti mér til að fara í fötin
hennar (Enda myndi það sjálfsagt valda alvarlegum misskiln-
ingi ef ég léti sjá mig í pilsi og með skuplu um höfuðið). Eg tel
mig þó vera búinn að nema það mikið að ég geti séð nokkra
daga fram í tímann á afmörkuðu svæði.
Eg sé að ffernur kalt verður í veðri á Vesturlandi ffarnan af
ári en fer hlýnandi með vorinu. Aftur mun svo kólna þegar líð-
ur á haustið og gæti snjóað í desember. Þá tel ég litlar líkur á
gosi í Grábrók þetta árið og engar líkur á Suðurlandsskjálfta á
Vesturlandi. Það sem skiptir þó mestu er að ég sé það glöggt á
rykfallinni kristalskúlunni að Vestlendingum muni fjölga á ár-
inu svo ffemi að ekki verði um fækkun að ræða.
Otrúlegur fólksflótti af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæð-
ið hefur vart farið fram hjá neinum en því miður hefur farið
meiri tími og orka í að finna skýringu á vandanum en lausnir.
Ahugaverð skýring kom reyndar fram í lesendabréfi í DV í
vikunni þar sem bréfritari staðhæfði að þeir sem hefðu til þess
andlegt og líkamlegt atgerfi væru fluttir til Reykjavíkur þar
sem allir eiga að vera en effir væru eintómir aumingjar sem
ættu ekkert annað eftir en að drepast ofan í klofið á sér.
Fullyrðingar af þessu tagi eru varla sprottnar af neinu öðru
en skorti á andlegu atgerfi og er nærtækast að vísa til kenning-
arinnar um að hinir hæfustu lifi af, það er að segja lifi áfram á
landsbyggðinni en hinir elti bláma fjarlægra fjalla. Það segir
sig nokkuð sjálft að fæstir velja sér að búa í dreifbýli vegna þess
að það sé auðveldara og þægilegra. Flestir velja sér þennan lífs-
stíl vegna einhverrar sérstöðu sem þeir telja eftirsóknarverða.
Þeir hljóta hinsvegar að gera sér grein fyrir því að í staðinn
þurfi þeir að færa einhverjar fórnir.
I mínum huga er aðeins hægt að tala um eitt byggðamál. Það
er ímynd dreifbýlisins og hugarfar fólksins sem þar býr. Fyrst
þarf fólk sjálft að átta sig á þeim forréttindum sem það býr við
og læra að njóta þess sem það hefur í stað þess að leggjast nið-
ur og grenja yfir því sem það hefúr ekki. Síðari áfanginn er að
gera öðrum grein fyrir því hverju þeir eru að missa af. Með
stöðugum áróðri og með því að halda á loffi kostum lands-
byggðarinnar en sætta sig við gallana er hægt að snúa við þeir-
ri öfugþróun sem við höfum horft upp á síðustu ár og áratugi.
Þegar málið er skoðað ofan í kjölinn hljóta síðan allir að sjá
að Ingólfur heitinn Arnarson hafði engan áhuga á að búa í
Reykjavík. Hann bara hreinlega villtist.
Gísli Einarsson, seiðkarl.
Gjaldskrá HAB
hækkar
Gjaldskrá Hitaveitu Akraness og
Borgarfjarðar hækkaði um 2.76%
þann 1. janúar s.l. en það er í sam-
ræmi við breytingu á vísitölu
neysluverðs frá júní til desember
1999. Samkvæmt upplýsingum frá
HAB hefur raunverð heita vamsins
lækkað um sem svarar 20% á und-
anfömum 4 ámm. I stjórn HAB er
nú til umfjöllunar tillaga um ffekari
lækkun raunverðs síðar á árinu.
K.K.
Fiskmarkaður Snæfellsness:
Gott ár
í gegnum Fiskmarkað Snæfells-
ness vom seld 5.330 tonn af fiski
síðasdiðið ár og er það nokkra
meira en árið 1998 að sögn Þórðar
T. Stefánssonar framkvæmdastjóra.
Aflaverðmæti var 636 milljónir
króna og meðalverð 119,25 kr. á
kíló. Meðalverð 1998 var 105,76 kr.
pr. kg. og er því um að ræða vem-
lega hækkun. “Þetta er mjög ásætt-
anlegt og ekki annað hægt að segja
en að þetta hafi verið gott ár,” sagði
Þórður.
GE
Hross fældust flugelda
Hafa ckki sést
a nyju an
Sex hross frá bænum Sauram í
Helgafellssveit hafa ekki sést í sín-
um heimahögum það sem af er
þessu ári. Hestarnir fældust flug-
eldaskothríðina sem gekk yfir á
gamlárskvöld og þrátt fyrir ítrekaða
leit hefur ekkert til þeirra spurst
síðan.
Að sögn Jónínu Gunnarsdóttur á
Saurum voru fimmtán hestar í tún-
inu við bæinn á gamlársdag en níu
af þeim fundust strax daginn eftir á
nálægu eyðibýli. “Hinir virðast
hafa farið eitthvað annað en það
sem vekur mesta furðu hjá mér er
að þessir hestar eru ekki vanir að
vera saman í hóp og að þeir eru
mjög rólegir að eðlisfari,” sagði
Jónína.
Leit hefur staðið yfir síðan á ný-
ársdag að hinum týndu hestum.
Leitað hefur verið á snjósleðum á
nokkuð stóru svæði. Að sögn Jón-
ínu er búið að leita nánast allt lág-
lendi í Helgafellssveit og líka hluta
af fjalllendi.
Tveir hestanna eru gráir, tveir
brúnstjörnóttir, einn steingrár og
auk þess er ein mósótt meri. Ef ein-
hverjir skyldu rekast á hross sem
passa við þessa lýsingu og viðkom-
andi veit ekki deili á er sá hinn sami
beðinn að hafa samband við Jónínu
á Sauram. GE
Nýir blaðamenn á Skessuhomi
Tveir fyrir einn
á Akranesi
Soffía Bceringsdóttir
Skessuhorn hefur ráðið tvo
blaðamenn á Akranesi, þær Soffíu
Bæringsdóttur og Bryndísi Gylfa-
dóttur. Kristján Kristjánsson sem
starfað hefur sem blaðamaður á
Skaganum síðasta ár hyggst snúa
sér að ritstörfum á öðram vettvangi
og munu þær Soffía og Bryndís
leysa hann af hólmi fyrst um sinn
en auglýst hefur verið eftir blaða-
martni til frambúðar sem gert er
ráð fyrir að hefji störf í mars.
Bryndís Gylfadóttir
Soffi'a og Bryndís era nýstúdent-
ar frá FVA frá því um jólin og sam-
tals era þær tæplega fertugar að
aldri. Ættir og upprana eiga þær
báðar að rekja vítt um Vesturland,
enda miklar vonir bundnar við
störf þeirra.
Skessuhorn býður þær stöllur
velkomnar til starfa um leið og
Kristjáni Kristjánssyni era þökkuð
vel unnin störf við blaðið.
GE/MM
Völvan
jákvæð
I nýjasta tölublaði Vikunnar
birtist spádómur Völvunnar
víðfrægu sem sögð er með
getspakari kukluram sem uppi
hafa verið. Fer hún vítt og
breitt um málefhi þjóðlífsins
og á stundum fær lesandinn
það á tilfinninguna að Völvan
sé að spá því sem nú þegar er
vitað. Til marks um það er
meðal spádóma hennar að
húsnæðisskortur verði á Suð-
vesturlandi, að virkjanamál
valdi sundrangu og að Vinstri
grænir séu komnir til að vera.
Allt eru þetta málefni sem vart
þurfa getspakan einstakling til
að álykta um.
Það sem e.t.v. er jákvæðast í
Völvuspánni og snertir Vest-
urland sérstaklega er spá þess-
arar góðu konu um atvinnuá-
standið. Þar segir m.a. orð-
rétt: “Það flytja þó ekki allir til
Reykjavíkur, sem betur fer.
Fólksstraumur mun einnig
liggja til Suðurnesja, Akraness
og Borgarness. Það verður
bjart yfir Borgamesi og mikill
uppgangur þar og það sama
má segja um Akranes”.
Fyrir íbúa þessara byggðar-
laga er því einungis að spýta í
lófana og stuðla að því að spá
Völvunnar rætist.
MM
Sorpræningjar
í Borgarbyggð
I kjölfar umtalsverðrar
breytingar á sorpmálum í
Vesturlandskjördæmi hafa
íbúar verið hvattir til að
flokka sorp sitt. Sjálfsagt mun
ekki hafá verið átt við sorp-
flokkun af því tagi sem
árrisulir íbúar í Borgarbyggð
hafa orðið vitni að síðustu
vikur.
Itrekað hefur sést til
mannaferða við sorpgáma
sveitarfélagsins snemma
morguns og að næturþeli sem
væri ekki í frásögu færandi
nerna fyrir þá sök að
sjónarvottar segja að við-
komandi sé að taka úr gámun-
um í stað þess að setja í þá.
Svo virðist sem um sé að ræða
einn mann sem fer í raslagá-
mana og opnar sorppoka með
heimilissorpi og flokkar góss-
ið og hefur á brott með sér
það sem hann telur bitastætt.
Aðili sem hafði samband við
blaðið sagði að sjálfsagt væri
varla hægt að tala urn þjófnað
þar sem innihald sorpgá-
manna væri það sem fólk hefði
sjálfviljugt látið frá sér en
hinsvegar væri atferlið
hvimleitt og síst til prýði að
sjá fætur standa upp úr
ruslagámum við þjóðveginn
eins og hann komst að orði.
GE
100 tbl.
Blaðið í dag er hundraðasta
tölublað Skessuhorn ffá upp-
hafi. Skessuhorn hóf göngu
sína 18. febrúar 1998 og hefur
komið út óslitið síðan. A þessu
tæplega tveggja ára tímabili
hefur blaðið náð að skipa sér í
röð öflugustu héraðsfrétta-
blaða landsins. Þökk sé góð-
um viðtökum lesenda.