Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2000, Page 5

Skessuhorn - 13.01.2000, Page 5
anusunu.. nnf'r c. f,t'r/ » r r > c»nr\/ rl-T-ri /f tra, FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 2000 5 Æ,hvaö mér finnst stundum þreytandi hvaö hver dagur getur verið öörum líkur. Aldrei neitt aö ske. Vakna, gera á sér morgunverkin, klæða sig, éta eða reyna aö stilla sig um aö éta, fara á klóið, hátta aftur, reyna aö sofna, sofna svo, vakna aftur, klæöa sig, hátta aftur, sofna, vakna, sofna og þaö einsog eina tilbreytingin ef maður skyldi ekki vakna aftur. Aldrei neitt aö ske. Alltaf sama höktið. Nema þegar rafmagnið fer. Hugsið ykkur hvílíkt krydd þaö er í tilveruna þegar rafmagniö fer. Þegar raflýstur, grár hversdagsleikinn rökkvast fyrir atbeina Guðs og Rafveitunnar einsog gerist svona af og til í svartasta skammdeginu. Þegar rafmagnið fer, veröa allir svo undur glaö- ir. Konur hætta aö nöldra og karlar hætta að berja þær. Meira aö segja börnin veröa húsum hæf um stundarsakir. Bæði á meðan verið er að leita aö kertunum og líka eftir aö búið er aö finna þau. Ég er staðfastlega þeirrar skoðunar aö ekkert geti þjappaö íslensku þjóðinni jafn rækilega saman einsog rafmagnsleysi. Þegar rafmagnið fer myndast þessi undarlega samkennd sem er svo dæmigerð þegar fólk þarf aö eiga samskipti í skjóli næturinnar -í myrkri. Einn fer aö reyna aö finna eldspítur, annar kerti, vasaljós eða jafnvel olíulampa, já heimilin eöa jafn- vel heilu byggöarlögin eignast sameiginlegan draum: Aö fara aö sjá handa sinna skil aftur. Karlinn hrópar: -Ertu þarna Jóka? Og Jóka svarar: -Nei ég er hérna! Og svo er hún ekki þar, þeg- ar til á að taka, afþví að í myrkrinu geröi hún sér ekki grein fyrir því hvar hún var þegar rafmagnið fór. Svo finnast eldspíturnar, kertin og Jóka, og allir veröa svo undur glaðir. Lífið hefur aftur öölast til- gang og allir fara aö hlæja að því aö Jóka skyldi halda aö hún væri þar sem hún hélt hún væri en ekki þar sem hún var. Svo þegar búiö er aö kveikja á kertunum er ein- sog birta gleðinnar veröi allsráðandi. Bara af því að rafmagnið er farið. Hvílíkur léttir, hvílík gleöi, hvílíkt krydd í tilver- una. Daginn eftir aö rafmagniö fer svona, gefur raf- veitan svo stundum yfirlýsingu og öll þjóöin fær aö vita í hádegisfréttum í útvarpinu hvers vegna raf- magniö fór þarna um kvöldið. Ástæöan gæti hafa verið sú aö rofi, sem ekki á aö geta bilað, hafi sennilega ekki bilað heldur fjar- skiptasambandiö viö rofann sem, einsog áöur seg- ir, var ekki bilaður, en þetta gæti hafa verið vegna þess að “langvarandi” eldingu hafi lostið niður í raf- magnslínu sem lá að óbilaða rofanum, en óbilaði rofinn rauf ekki sambandið heldur hélt áfram aö senda háspennurafmagn áfram í hina rofana sem allir korslúttuöu af því aö þeir voru ekki bilaðir. Og Gumsi segir við Jóku: Ég sagöi þetta alltaf. Og það er einsog þungu fargi sé létt af þjóðinni þegar hún fær aö vita hversvegna rafmagnið fór. Og alltaf fylgir fréttatilkynningunni þaö aö í raun og veru ætti þetta ekki að geta komið fyrir, enda heföi þetta í raun og veru ekki verið bilun. -Hvort sem þaö er nú biiun eöa ekki bilun þeg- ar rafmagnið fer, þá er óhætt aö segja aö viö raf- magnsleysi “birti í býlunum lágu” og þjóöin geti tek- iö gleði sína ótrufluö af sjónvarpi og útvarpi, Jóka getur hætt aö strauja, Gumsi þarf ekki aö fara til mjalta og gullkornin okkar Gísla á Lundi þurrkast útúr tölvunum. Við upphaf nýrrar aldar á ég þá ósk heitasta ís- lendingum til handa, aö rafveitur þjóöarinnar hætti aö reyna að koma í veg fyrir þaö aö rafmagnið fari. Ekkert er jafn líklegt til aö stuöla aö bjartri fram- tíö íslensku þjóöarinnar á nýrri öld einsog raf- magnsleysi. Helst alger og almennileg bilun. Flosi PIN BORC (VÖRUHÚ5I KB) BOROARNESI SÍMI 4371240 Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 gr °g skipasali Fax: 437-1017 VASON hdl. Nýtt á söluskrá Egilsgata 2, Borgarnesi. Verslunarhúsnæði, (Ostahomið), um 40 ferm. Fasteignamat 1.227.000 og brunabótamat 2.612.000. Nýjar raf-og pípulagnir. Húsnæðið í góðu ástandi. Áhvíl. ca. kr. 1,2 millj. Verð: kr. 3,1 millj. Vesturbraut 20, Búðardal. Iðnaðarhúsnæði, samtals 778 ferm. Fasteignamat 19.499.000 og brunabótamat 41.818.000. í húsnæðinu hefur verið rekið bílaverkstæði, verslun og trésmíðaverkstæði. Óskað er eftir tilboðum í allt húsnæðið eða hluta þess. Einnig kemur til greina að leigja húsnæðið ef ekkert viðunandi kauptilboð berst. Nánari upplýsingar á skrifstofu eða hjá Gunnólfi Lámssyni í s. 434 1132, sem sýnir húsið. SpMhingatíepphÍH í Rögt 1999-2000 Spurningakeppni verður haldin í Félagsheimilinu Röst á Hellissandi laugardaginn 15. januar nk. Liðin s emkep P a á laug at daginn ei •u m 1. Ul nferð: 2. umfen ð: n / t 1 ' se ■ r ‘ i • ■ l | / | ■ DOKaDuoin ui n iii LeiKSKun nn og Kríuból Rapir ir<;tinrr 3. umferð: Lionsklúbbur r Skessuhorn Stjórnandi keppninnar er Þorkelí Cýrusson. Húsið opnar kl. 21:15 Fríttinn Keppnin hefst. kl. 22:00 Aldurstakmark 18 ár - 16 ár í fylgd með foreldrum. Verðlaun íhappdrættinu gefur Iferslunin Hrund, Olafsvík. Veitt verða verðlaun fyrir öflugasta og frumlegasta stuðningsmannaliðið eins og í fyrra. Verðlaunin verða veitt d síðasta kvöldi keppninnar í vor.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.